Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 32
32 föstudagur 6. nóvember 2009 helgarblað Ég held að það verði seint hægt að lýsa því hvernig þetta var. Ég myndi ekki óska neinum manni að upplifa þetta. Algjörlega skelfilegt. Maður var þarna með litlum hópi fólks sem var að horfa á landið sitt hrynja,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, um það þegar íslenska efnahagskerfið hrundi til grunna á skammri stundu í októ- ber í fyrra. Hann starfandi þá sem sérstakur efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra. Tryggvi segir að ekki hafi verið hlustað nægjanlega vel á ráðleggingar hans varð- andi yfirtöku Glitnis sem hann var mótfall- inn. Hann ákvað því m.a. vegna þess að segja af sér sem ráðgjafi Geirs. Hann lýsir Glitnis- nóttinni sem skelfilegri og að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, hafi verið miður sín og illa brugðið yfir því sem var að gerast hér á landi. Það eru fáir ef einhverjir sem deila reynslu og þekkingu Tryggva af íslenska efnahagskerf- inu og hruni þess. Hann hefur komið að mál- inu frá mörgum hliðum. Fyrst sem forstöðu- maður Hagfræðistofnunar, síðan bankastjóri fjárfestingabankans Askar Capital, svo sem sérstakur efnahagsráðgjafi forsætisráðherra síðustu mánuðina fyrir hrun og nú sem þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjör- dæmi. En Tryggvi var ekki alltaf á kafi í pólitík og hagfræði. Hann var eitt sinn ungur tónlistar- maður sem tók upp nokkrar af helstu pönk- og nýbylgjusveitum landsins. Starfaði meðal annars mikið með sjálfum Bubba Morthens og hljómsveitinni Greifunum. Tryggvi er gift- ur fjölskyldumaður og líkar þingstörfin vel. „StreetSmart“ í pönkinu „Ég er fæddur og uppalinn í Neskaupstað,“ segir Tryggvi um uppruna sinn en hann flutt- ist til Reykjavíkur 17 ára gamall. Tryggvi flutt- ist einn í bæinn en fjölskyldan varð eftir á sínum stað fyrir austan. „Ég leigði mér lítið herbergi og fór í Fjölbrautaskólann í Breið- holti.“ Tryggvi var á þessum tíma mikið í tón- list og tók virkan þátt í hinni eftirminnilegu pönksenu. „Það voru eftirminnilegir og lær- dómsríkir tímar. Ætli maður hafi ekki orðið svolítið „streetsmart“ á þessum tíma. Ég hætti svo í skólanum þegar ég var 19 ára og fór að vinna við hljóðupptökur og að sjá um hljóðið á tónleikum.“ Þó að Tryggvi hafi aðallega ver- ið í tökkunum, eins og hann orðar það sjálf- ur, þá var hann einnig í bílskúrsbandi þar sem hann söng. „Ég stofnaði svo Stúdíó Mjöt með Magnúsi Guðmundssyni en það var hljóðupptökuver fyrir pönk- og nýbylgjusveitir.“ Tryggvi hefur tekið upp margar landsþekktar sveitir í gegn- um tíðina. Hann tók upp Greifana, Skriðjökla, Grafík og margar pönksveitir. Tryggvi ferð- aðist mikið með Greifunum, Grafík og Das Kapital en hann tók upp fyrstu útgáfu hinnar sívinsælu plötu Kona með Bubba Morthens. Eftir að Tryggvi hafði fengið sig saddan af tónlistarbransanum réð hann sig til vinnu hjá hjá Stöð 2 árið 1986 sem hafði skömmu áður farið í loftið. „Það var nú ekki mikil áskorun fyrir mig að vera hljóðmaður í sjón- varpi á þeim tíma þannig að ég ákvað að leggja fyrir mig eitthvað alveg nýtt.“ Tryggvi gerðist klippari en hann hafði aldrei starfað við það áður. „Það er kannski lýsandi fyrir andann sem var í gangi þá að mér voru sýnd- ar græjurnar að morgni og klippti allar frétt- irnar sem voru sýndar það kvöldið.“ 32 ára forStöðumaður Það var ekki fyrr en Tryggvi var orðinn 26 ára gamall að hann var kominn með brennandi áhuga á hagfræði og hætti á Stöð 2 til þess að fara aftur í skóla. „Ég hætti þar um ára- mótin 1989-‘90 og fór í Tækniskólann. Ég tók þar iðnrekstrarfræði en vann áfram á Stöð 2 á sumrin.“ Eftir Tækniskólann lá leiðin beint upp í Háskóla Íslands þar sem Tryggvi tók master í hagfræði. „Fljótlega eftir að ég lauk hagfræðinni fór ég að vinna hjá Hagfræði- stofnun Íslands að hinum ýmsu verkefnum. Síðan árið 1995 kom upp sú staða að Guð- mundur Magnússon prófessor vildi hætta með Hagfræðistofnun. Hún var svolítið illa stödd. Komnar miklar skuldir og á endanum var ákveðið að meðan verið væri að skera endanlega úr um framtíð hennar myndi ég taka við stofnuninni og reyna rífa hana upp og gera hana meira áberandi.“ 32 ára var Tryggvi því orðinn forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Íslands, sama ár og hann kláraði mastersnám sitt í Háskólan- um. Tryggvi varð svo lektor í viðskiptafræði 1996 og var þá byrjaður að skrifa doktorsrit- gerð sem hann lauk svo 1998. Seinna varð Tryggvi svo dósent í hagfræði og loks próf- essor árið 2004. „Þetta tók tíma,“ segir Tryggvi um upp- byggingu Hagfræðistofnunar. „En upp úr ár- inu 2000 var stofnunin orðin nokkuð fyrir- ferðarmikil og áberandi. Sérstaklega eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Hagfræði- stofnunin varð mjög áberandi í allri efna- hagsumræðu.“ miSSkilningur varðandi miShkin-SkýrSluna Sú gagnrýni hefur komið upp að fyrirtæki og hagsmunaaðilar hafi hreinlega geta keypt skýrslur af Hagfræðistofnun meðan Tryggvi stýrði henni þar sem niðurstöður voru þeim í hag. Svokölluð Mishkin-skýrsla hefur þar verið nefnd sem dæmi en þá skýrslu vann Tryggvi ásamt bandaríska hagfræðingnum Frederic Mishkin. Skýrslan fjallaði um stöð- ugleika íslenska efnahagskerfisins og fram- tíðarhorfur þess. Þær voru sagðar góðar í skýrslunni. Tryggvi segir það af og frá að hægt hafi verið að kaupa niðurstöður hjá stofnuninni þó að vissulega hafi aðilar getað pantað skýrslur og kostað gerð þeirra eins og oft sé tryggvi Þór herbertsson, pönkari, upptökustjóri, hljóðmaður, klippari, hagfræðingur, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, lektor, dósent, prófessor, bankastjóri, sérstakur efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og alþingismaður segir nóttina sem Glitnir var þjóðnýttur hafa verið skelfilega. Hann segir að davíð odds- son hafi verið miður sín þegar var ljóst hvað var að gerast. Tryggvi gerði hvað hann gat til að aðstoða þrátt fyrir að vera alfarið á móti þjóðnýtingu. Tryggvi ræddi við ásgeir Jónsson um pönkið, hagfræðina, Mishkin-skýrsluna, bankastjórastarfið, hrunið og pólitíkina. Glitnisnóttin v skelfileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.