Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 34
34 föstudagur 6. nóvember 2009 helgarblað dótturfélag. Það sem kom í veg fyrir það var aðallega fyrirstaða hjá breska fjármálaeftir- litinu. Þetta gekk allt svo hægt og treglega. Svo þegar var kominn vilji hjá Bretunum þá vildu þeir að Landsbankinn færði svo miklar eignir með yfir í dótturfélagið að bankinn réð ekki við það á svo skömmum tíma.“ Tryggvi vann að fleiri verkefnum á meðan hann starfaði sem ráðgjafi Geirs en hann vann meðal annars að hinu fræga Rússaláni. Gátu ekki saGt frá öllu Eins og Tryggvi lýsti í upphafi viðtalsins var það hræðileg stund þegar ljóst var að hruni íslensks efnahagslífs yrði ekki afstýrt. Þrátt fyrir að hann og margir fleiri hefðu unnið baki brotnu bak við tjöldin við að bjarga því sem bjargað yrði. „Eins og ég segi þá óska ég ekki nokkrum manni að upplifa þetta. Út á við reyndi mað- ur að vera kúl og að veita ekki meiri upplýs- ingar en nauðsynlega þurfti til að koma ekki af stað skelfingarástandi í landinu. Þú hróp- ar ekki eldur á miðri bíósýningu. Það end- ar bara með skelfingu.“ Ríkisstjórnin, Seðla- bankinn, Fjármálaeftirlitið og sérstaklega forsætisráðherra voru harðlega gagnrýnd fyrir að tala niður hversu alvarlegt ástand- ið var í raun og veru og þessir aðilar sakaðir um að beinlínis ljúga að þjóðinni. „Við höf- um verið sakaðir um að hafa logið og verið með leynimakk en ég get alveg fullvissað fólk um að það sem var gert var í þágu þjóðarinn- ar. Ef við hefðum sagt allt á öllum tímum þá hefði orðið hér skelfingarástand og gert það enn þá erfiðara að ráða við hlutina.“ Tryggvi nefnir sem dæmi þegar Gylfi Magnússon, núverandi viðskiptaráðherra og þáverandi dósent við Háskóla Íslands, lýsti því yfir að flest fyrirtæki og bankakerfið í landinu væru gjaldþrota. „Þetta var í hádegisfréttunum föstudaginn áður en Glitnir var þjóðnýtt- ur. Fólk þyrptist inn í bankana og byrjaði að taka út fé, jafnvel í töskum. Það varð banka- áhlaup. Bara það eitt og sér getur valdið því að kerfið hrynur. Ef forsætisráðherra landsins hefði stigið fram og sagt þetta í fjölmiðlum þá hefðu all- ir flykkst inn í bankana og tekið allt út sem hægt var að taka og klippt hefði verið á öll viðskipti við landið á stundinni. Allt hefði hrunið miklu verr en það gerði.“ Eftir yfir- lýsingar Gylfa hringdi Davíð Oddsson óvænt inn í hádegisfréttir RÚV til þess að róa lands- menn og draga úr þeim ótta sem hafði grip- ið um sig. „Ég hringdi svo í Gylfa sjálfur og spurði hann kurteislega hvort hægt væri að gera við hann þann samning að hann kæmi ekki meira fram í fjölmiðlum meðan við værum að vinna í þessu. Gylfi sagðist myndu gera það og var víst alveg miður sín yfir þessu eft- ir á.“ Glitninsnóttin skelfileG Af þessu öllu var það aðfaranótt mánudags- ins 29. september sem var Tryggva og þeim sem unnu að björgun bankanna erfiðust. Það var nóttin sem Glitnir var þjóðnýttur en Tryggvi var alla tíð á móti þeim aðgerðum. „Ég taldi að þetta myndi setja af stað dómínóáhrif sem myndu kollvarpa öllu kerfinu.“ Það var Seðlabankinn sem lagði til að þjóðnýta bankann og á endanum vó mat hans meira en ráðleggingar Tryggva. „Ég vildi gera eitt og Seðlabankinn annað. Það er kannski ekki óeðlilegt að velja þá leið þegar þrír seðlabankastjórar sameinast gegn mér einum um að vilja fara aðra leið.“ Þrátt fyrir að Tryggvi hafi verið ósáttur við þá leið sem var valin varðandi Glitni þá ýtti hann þeim skoðunum sínum til hliðar. „Þetta var unnið mjög kalt að því leyti að þótt menn væru ekki sammála þá létu þeir sig hafa það og héldu áfram.“ Davíð miður sín Andrúmsloftið var magnþrungið þessa nótt og það mátti finna á öllum sem að málinu komu. Hann segir að Davíð Oddssyni hafi meðal annars verið mikið niðri fyrir. „Nótt- ina sem við vorum að taka yfir Glitni var al- veg augljóst að manninum var mjög brugðið yfir því sem var að gerast og hann algjörlega miður sín. Nákvæmlega eins og við öll auð- vitað.“ Þegar leið á vikuna á eftir kom í ljós að hjá efnahagshruni yrði ekki komist. „Fyrst stóð maður frammi fyrir þessari skelfingu að þetta væri allt að hrynja og svo var ekki frek- ari tími til að spá í það. Maður reyndi bara að bjarga því sem bjargað varð. Sjokkið sjálft kom ekki fyrr en löngu eftir á.“ 15. október ákvað Tryggvi svo að hætta sem ráðgjafi for- sætisráðherra. „Það var ekki hlustað nægjanlega á mig og á mínar ráðleggingar sem ég taldi réttar þannig að ég taldi best að ég myndi víkja. Á svona stundum er ekki gott að vera með menn innanborðs sem trúa tæpast á það sem er verið að gera. Ég og forsætisráðherra komumst að samkomulagi og vorum sam- mála um að það væri rétt ákvörðun þar sem við vorum ósámmála. Ekki bara um Glitnis- málið heldur líka önnur atriði. Hafandi sagt það er rétt að taka fram að mér er mjög hlýtt til Geirs og við erum í sambandi hvor við annan.“ Pólitíkin tók við Eftir að Tryggvi hætti ákvað hann að taka það rólega um sinn. „Ég gat ekki snúið aftur til Askar vegna allra þeirra innherjaupplýs- inga sem ég bjó yfir. Það hefði verið í hæsta máta óeðlilegt ef ég hefði snúið þangað aftur strax. Ég átti ekki kost á því fyrr en í lok jan- úar, þannig að ég var bara heima og undi vel við mitt. Sofa aðeins og svona. Skrifa niður punkta úr þessu öllu saman,“ segir Tryggvi sem einbeitti sér einnig að fjölskyldunni en hann er giftur Sigurveigu Maríu Ingvadótt- ur. Þegar liðið var fram í janúar og Tryggvi stóð frammi fyrir því hvort hann ætti að taka aftur til starfa hjá Askar ákvað hann að gera það ekki vegna þeirra aðstæðna sem ríktu í bankakerfinu, enda bankinn í góðum hönd- um Benedikts Árnasonar. „Þá kom upp þessi hugmynd um að fara á þing. Ég ákvað að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norð- austurkjördæmi. Ég sóttist eftir öðru sæti og náði því. Hafði betur gegn þingflokksfor- manninum Arnbjörgu Sveinsdóttur. Síðan er bara sagan búin að vera Icesave.“ Ber virðinGu fyrir steinGrími J. Tryggvi nýtur þess að vera þingmaður, jafn- vel þótt hann sé í stjórnarandstöðu. „Mér finnst ég hafa náð heilmiklu fram þrátt fyr- ir að vera í stjórnarandstöðu en mitt helsta markmið er að hjálpa til við að byggja Ís- land upp á sem bestan hátt á ný. Þetta starf hentar mér vel og það gerir manni kleift að setja sig vel inn í þau mál sem skipta máli.“ Aðspurður um núverandi ríkisstjórn hefur Tryggvi misjafnar skoðanir á henni. „Ég ber mikla virðingu fyrir Steingrími J. Sigfússyni þó að ég sé ekki sammála öllu því sem hann er að gera. Hann hefur komið mér á óvart og er ótrúlega staðfastur og heill í því sem hann hefur trú á. Ég get ekki sagt það sama um Jó- hönnu Sigurðardóttur. Mér finnst hún ekki hafa verið sá leiðtogi sem íslenska þjóðin þarf á að halda um þessar mundir.“ Tryggvi segir ríkisstjórnina vera að hlaða á sig allt of miklu af aukaverkefnum í stað þess að ein- beita sér bara að þeim sem eru mikilvægust fyrir þjóðina. „Hlutir eins og endurskipu- lagning kvótakerfisins, umsókn í Evrópu- sambandið, uppstokkun stjórnarráðsins og orkuskattur eru eitthvað sem hefði mátt bíða þar til búið væri að ganga frá allra brýnustu málunum eins og Icesave, ríkisfjármálunum, lánum heimila og fyrirtækja og fleiru í þeim dúr. Stjórn sem treður á sig svona mörgum umdeildum málum í þessu árferði er stjórn sem hefur ekki trú á því að hún muni sitja lengi.“ „NóttiNa sem við vorum að taka yfir GlitNi var alveG auGljóst að Dav- íð var mjöG bruGðið yfir því sem var að Gerast oG haNN alGjörleGa miður síN. NákvæmleGa eiNs oG við öll auðvitað.“ „það voru eftir miNNi- leGir oG lærDómsrík- ir tímar. ætli maður hafi ekki orðið svolítið „streetsmart“ þá.“ líkar starfið Tryggvi segist þegar hafa náð miklu fram þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. mynD Heiða HelGaDóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.