Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 45
helgarblað 6. nóvember 2009 föstudagur 45
1. Sri Yukteswar Gigi (gúrú)
2. Aleister Crowley (dulfræðiiðkandi með
meiru)
3. Mae West (leikkona)
4. Lenny Bruce (skemmtikraftur)
5. Karlheinz Stockhausen (tónskáld)
6. W.C. Fields (skemmtikraftur)
7. Carl Gustav Jung (sálfræðingur)
8. Edgar Allen Poe (rithöfundur)
9. Fred Astaire (leikari)
10. Richard Merkin (leikari)
11. The Varga Girl (e. Alberto Vargas)
12. *Leo Gorcey (málað yfir hann því hann
krafðist þóknunar)
13. Huntz Hall (leikari)
14. Simon Rodia (hönnuður Watts-turnanna í
Los Angeles)
15. Bob Dylan (tónlistarmaður)
16. Aubrey Beardsley (myndskreytir)
17. Sir Robert Peel (stjórnmálamaður)
18. Aldous Huxley (rithöfundur)
19. Dylan Thomas (ljóðskáld)
20. Terry Southern (rithöfundur)
21. Dion (söngvari)
22. Tony Curtiss (leikari)
23. Wallace Berman (listamaður)
24. Tommy Handley (skemmtikraftur)
25. Marilyn Monroe (leikkona)
26. William Burroughs (rithöfundur)
27. Sri Mahavatara Babaji (gúrú)
28. Stan Laurel (skemmtikraftur)
29. Richard Lindner (listamaður)
30. Oliver Hardy (skemmtikraftur)
31. Karl Marx (heimspekingur)
32. H.G. Wells (rithöfundur)
33. Sri Paramahansa Yogananda (gúrú)
34. Nafnlaus
35. Stuart Sutcliffe (listamaður/fyrrverandi
Bítill)
36. Nafnlaus
37. Max Miller (skemmtikraftur)
38. The Pretty Girl (e. George Petty)
39. Marlon Brando (leikari)
40. Tom Mix (leikari)
41. Oscar Wilde (rithöfundur)
42. Tyrone Power (leikari)
43. Larry Bell (listamaður)
44. Dr. David Livingston (landkönnuður/læknir)
45. Johnny Weissmuller (sundkappi/leikari)
46. Stephen Crane (rithöfundur)
47. Issy Bonn (skemmtikraftur)
48. George Bernard Shaw (rithöfundur)
49. H.C. Westermann (myndhöggvari)
50. Albert Stubbins (knattspyrnumaður)
51. Sri Lahiri Mahasaya (gúrú)
52. Lewis Carrol (rithöfundur)
53. T.E. Lawrence (hermaður „Arabíu
Lawrence“)
54. Sonny Liston (hnefaleikakappi)
55. The Pretty Girl (e. George Petty)
56. Vaxmynd af George Harrison
57. Vaxmynd af John Lennon
58. Shirley Temple (barnastjarna)
59. Vaxmynd af Ringo Starr
60. Vaxmynd af Paul McCartney
61. Albert Einstein (eðlisfræðingur)
62. John Lennon
63. Ringo Starr
64. Paul McCartney
65. George Harrison
66. Bobby Breen (söngvari)
67. Marlene Dietrich (leikkona)
68. Mohandas Ghandi (yfirskyggður að beiðni
EMI)
69. Liðsmaður Buffalo-hersveitarinnar
70. Diana Dors (leikkona)
71. Shirley Temple (barnastjarna)
72. Tuskudúkka e. Jann Haworth
73. Shirley Temple-tuskudúkka e. Haworth
74. Mexíkóskur kertastjaki
75. Sjónvarp
76. Stytta af stúlku
77. Stytta
78. Stytta úr húsi Johns Lennon
79. Verðlaunagripur
80. Fjögurra arma indversk dúkka
81. Trommuskinn, hannað af Joe Ephgrave
82. Hookah (vatnspípa)
83. Flauelssnákur
84. Japönsk stytta
85. Stytta af Mjallhvíti
86. Garðálfur
87. Túba
Fyrir ekki svo löngu síðan var fjallað um plötuum-slag Abbey Road-plötu The Beatles. Ástæðan var
fjörutíu ára afmæli plötunnar. Að
mörgu leyti voru Bítlarnir braut-
ryðjendur í þróun plötuumslaga,
sem með tíð og tíma urðu flókin
listaverk og hluti af plötunni í stað
þess að vera sviplaust hulstur utan
um innihaldið.
Eitt þeirra umslaga úr smiðju
Bítlanna sem víðfrægt er orðið
fyrir margt löngu er umslag Sgt.
Pepper’s Lonely Hearts Club Band
plötunnar sem kom út árið 1967.
Þó hvorki standi á hálfum né heil-
um áratug frá útkomu plötunnar
er ekki úr vegi að líta nánar á um-
slagið.
Braut blað að mörgu leyti
Til að byrja með er vert að minn-
ast á þær nýjungar sem umslagið
og innihald þess bryddaði upp á.
Umslagið var með glansáferð sem
hafði ekki tíðkast fyrr. Það var tvö-
falt þannig að hægt var að opna
það og þar blasti við mynd af fjór-
menningunum. Ástæðan fyrir því
var sú að Bítlarnir hugðust hafa
plötuna tvöfalda, eins og sagt er,
en það gekk ekki eftir. Á baki um-
slagsins gat að líta texta allra laga
plötunnar og var þar um enn eina
nýjung að ræða. Innra umslag
plötunnar var í fyrstu útgáfu henn-
ar ekki hvítt eins og algengt var á
þeim tíma heldur var það með of-
skynjunarskotnu mynstri sem hol-
lenskir listamenn, The Fool, hönn-
uðu. Þess má geta að upphaflega
hugðust Bítlarnir láta The Fool
hanna umslagið, en horfið var frá
þeirri hugmynd.
„Brúnir pappírspokar fyrir
Sgt. Pepper“
Síðast en ekki síst var að finna
með plötunni útklippimyndir; yf-
irvaraskegg, myndakort, strípur
að hætti hermanna, merki sem
líktust nælumerkjum og fleira.
Reyndar hafði það verið upphafleg
ætlun Bítlanna að láta fylgja með
einkennismerki, blýanta og ann-
að smávægilegt sem tengdist Sgt.
Pepper, en það reyndist of kostn-
aðarsamt þegar upp var staðið.
Reyndar hugnaðist Brian Ep-
stein umboðsmanni Bítlanna
umslagið ekki betur en svo að
hann lét Nat Weiss, sem hafði yf-
irumsjón með varningi tengdum
Bítlunum, hafa orðsendingu sem
á stóð: „Brúnir pappírspokar fyrir
Sgt. Pepper.“ Epstein voru í fersku
minni lætin sem svonefnt „Butch-
er Cover“ bandarísku útgáfunnar
af plötunni Yesterday and Today
olli árið áður.
Heiður þeim sem heiður ber
Listræn yfirumsjón yfir umslag-
inu var í höndum Roberts Fraser
sem var vel þekktur listaverkasali
í Lundúnum og rak sitt eigið gall-
erí. Robert taldi Paul McCartney
hughvarf með að fá The Fool-hóp-
inn til að hanna umslagið og taldi
að hönnun hans myndi ekki verða
langra lífdaga auðið.
Þess í stað stakk Robert upp
á „popp“-listamanninum Dav-
id Blake, sem á endanum hann-
aði umslagið í félagi við konu sína.
Að sögn Davids Blake var fyrsta
hugmyndin sú að búa til senu þar
sem Sgt. Pepper-hljómsveitin léki
í almenningsgarði, en hugmynd-
in þróaðist síðan yfir í hina end-
anlegu mynd; Bítlana í gervi Sgt.
Pepper-hljómsveitarinnar í stór-
um hópi þeirra sem töldust til
hetja þeirra.
Hetjur Bítlanna voru klipptar út
í fullri líkamsstærð, en vaxmynd-
ir af Bítlunum, að láni fengnar hjá
vaxmyndasafni Madame Tuss-
auds, standa til hliðar við hinar
raunverulegu fyrirmyndir.
Fólk sem við kunnum við
Hópmyndin sem prýðir umslagið
gekk undir nafninu „Fólk sem við
kunnum við“ og var listinn feng-
inn frá Bítlunum. Flestar tillög-
urnar komu frá John Lennon, Paul
McCartney og George Harrison,
en Ringo Starr lét þetta sig litlu
varða og sagði að hann væri sáttur
við hvaðeina sem hinir vildu.
Eins og við var að búast komu
gúrúarnir frá George Harrison og
mörgum af hugmyndum Lennons
var hafnað. Á meðal þeirra sem
Lennon vildi fá, en fékk ekki, voru
Adolf Hitler og kannski ekki und-
arlegt að sú hugmynd fengi lítinn
hljómgrunn, reyndar gekk hug-
myndin svo langt að klippt var út
mynd af Hitler í fullri líkamsstærð.
Einnig vildi Lennon sjá Jesúm á
umslaginu, en Epstein fannst ekki
nægilega fennt yfir nýleg ummæli
Lennons þegar hann sagði að
Bítlarnir væru stærri en Jesús.
Mahatma Gandhi var einnig
fórnað á þeirri forsendu að platan
fengist ekki útgefin á Indlandi, en
útgáfufélagið var með útibú þar.
Lögfræðileg áhyggjuefni
Eins og gefur að skilja var ekki ein-
falt mál að ganga frá öllum lausum
endum varðandi lokahugmynd-
ina. Lögfræðingar EMI þurftu að
hafa samband við alla sem voru á
lífi og fá leyfi fyrir notkun af mynd
af þeim á umslaginu.
Leikkonan Mae West var í fyrstu
ekki ginnkeypt fyrir hugmyndinni
og neitaði með orðunum: „Hvaða
erindi á ég í félagsskap einmana
hjartna?“ En eftir að Bítlarnir
sendu henni persónulegt bréf sá
hún að sér. Einn þeirra sem leit-
að var til var leikarinn Leo Gorcey,
en eftir að hann fór fram á þóknun
fyrir vikið var hann fjarlægður hið
snarasta.
Mexíkóski leikarinn Tin-Tan fór
þess á leit við Ringo Starr að sér
yrði skipt út fyrir mexíkóskt tré og
varð Ringo við beiðninni.
Kveðja til Rolling Stones
Á umslaginu getur að líta Shir-
ley Temple-dúkku sem klædd er í
röndótta peysu. Á peysunni stend-
ur „Welcome the Rolling Stones“,
sem eins konar kveðja til Rolling
Stones sem var helsti keppinautur
Bítlanna á þessum tíma.
Meðlimir Rolling Stones svör-
uðu kveðjunni með því að vera
með litlar felumyndir af Bítlunum
á næstu plötu sinni Their Satan-
ic Majesties Request, sem kom út
síðar það ár.
Á bakhlið umslagsins eru text-
ar laganna á plötunni og mynd
af Bítlunum. Þrír Bítlanna snúa
fram, en Paul McCartney snýr baki
í myndavélina. Þetta tókst sum-
um að túlka sem staðfestingu á
dauða McCartneys, en orðrómur
þar að lútandi hafði lengi verið á
sveimi. Önnur skýring sem kom
til greina var sú að um staðgengil
hefði verið að ræða því McCartney
hafi einfaldlega verið fjarverandi.
En myndir frá myndatökunni sýna
svo ekki verður um villst að mað-
urinn með bakið í myndavélina er
í raun Paul McCartney, og ekkert
dularfullt í gangi.
Platan var tilnefnd til sjö
Grammy-verðlauna á sínum tíma
og vann til fjögurra, þeirra á meðal
sem besta plötuumslag.
hljómsveit PiPars
liðþjálfa
vinir bítlanna
Umslag Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club
Band plötu Bítlanna er eitt hið frægasta í
sögu popptónlistarinnar. Með umslaginu
var bryddað upp á nokkrum nýjungum
sem síðar urðu algengar. Á meðal þess
sem taldist til nýjunga var að texta lag-
anna á plötunni var að finna á bakhlið
umslagsins.
Sgt. Pepper’s Lonely Hearts
Club Band Umslagið var meira en
sviplítið hulstur utan um plötuna.
Hver er hvar? Flestar
tillögurnar komu frá Harrison,
Lennon og McCartney.