Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Blaðsíða 49
lífsstíll 6. nóvember 2009 föstudagur 49
umhverfisvænn vefur Náttúran.is er vefur með umhverfisvitund
sem þeir sem hafa áhuga á umhverfisvernd eða vilja kynna sér umhverf-
isvernd og vistvæna lífshætti ættu að kíkja á. Á vefnum er að finna fróð-
leik um allt milli himins og jarðar sem snýr að náttúrunni sama hvort það
tengist ræktun, barnavörum, endurvinnslu, tækni, grænum borgarkortum,
uppskriftum eða fræðsluefni. Á Facebook-síðunni Umhverfisvæn og hag-
sýn 2010 er einnig að finna skemmtilegan fróðleik um umhverfisvernd svo
nú duga engan afsakanir lengur.
1 gæs
smjörúði
salt og nýmalaður pipar
fyrir 4
Þerrið gæsina að innan sem utan
og setjið fyllinguna inn í hana. Úðið
smjörúða yfir gæsina og kryddið
með salti og pipar. Steikið gæsina í
180°C heitum ofni í 60–80 mín.
Kasjúhnetu-
og apríkósufylling:
8 kasjúhnetur, gróft saxaðar
6 skorpulausar brauðsneiðar í ten-
ingum
8 þurrkaðar apríkósur, skornar í bita
½ mangó, skrælt og skorið í bita
börkur af ½ sítrónu, rifinn
safi úr 1 appelsínu
1 msk. engiferrót, smátt söxuð
2 msk. mynta, smátt söxuð
2 msk. steinselja, smátt söxuð
2 egg
salt og nýmalaður pipar
Setjið allt í skál og blandið vel
saman.
Í boði Gestgjafans:
fyllt gæs með kasjúhnetum,
apríkósum og mangó
UmsjóN: iNdíaNa Ása hreiNsdóttir, indiana@dv.is
Ráð handa
foReldRum
vaRðandi
einelti
Trúðu barninu þínu og stattu
með því.
Það er afar mikilvægt að halda
ró sinni og hugsa málið áður en
eitthvað er gert.
Ekki vera kaldi karlinn sem seg-
ir: Þú skalt ekki ergja þig út af
þessu.
Ekki vera fórnarlambið sem seg-
ir: Þetta er ekkert, þegar ég var í
skóla, þá ...
Ekki vera yfirheyrandinn sem
segir: Ég vil vita allt.
Ekki vera bjargvætturinn sem
segir: Ég bjarga þessu fyrir þig.
Ekki vera töframaðurinn sem
segir: Ég redda þessu í hvelli.
Hlustaðu frekar af þolinmæði
og rannsakaðu málið af athygli.
Reyndu að fá eins sannar upp-
lýsingar frá barninu og hægt er
án þess að beita löngum yfir-
heyrslum. Það er mikilvægt að
þú látir barnið vita að þú sért
ánægð/ur með að það skuli hafa
sagt þér frá erfiðleikum sínum.
Heimild: doktor.is
himneskt
bRauð
300 g spelt
3 msk. ólífuolía
1 msk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. sjávarsalt
2 dl vatn
Blandið saman þurrefnunum
og bætið vatninu og olíunni út
í. Blandið varlega saman og eins
stutta stund og hægt er.
Uppskriftin er af vefnum
himneskt.is
Vinkonurnar Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Ragnarsdóttir stofnuðu nýlega fyrir-
tæki sem sérhæfir sig í hönnun á plexígleri. Hafdís og Vilborg hræðast ekki kreppu en
segja svolítið púsl að sameina móðurhlutverkið og fyrirtækjareksturinn. Þær stöllur
mæla endregið með því að fólk láti drauma sína rætast og bara kýli á hlutina.
Það veRða alliR
að bjaRga séR
Glæsileg gæs með
kasjúhnetum, apríkós-
um og mangó.
„Hugmyndin vaknaði í fermingar-
veislu síðastliðið vor, en þá fórum við
að velta því fyrir okkur hvað köku-
diskar tækju alltaf mikið skápapláss
og það varð kveikjan að hugmynda-
fræðinni á bak við vörulínu Arca,“
segir Hafdís Heiðarsdóttir en hún,
ásamt vinkonu sinni, Vilborgu Aldísi
Ragnarsdóttur, stofnaði nýlega fyrir-
tækið Arcadesign Iceland. „Upp frá
því fórum við að hanna kökudiskinn
og í framhaldi komu fleiri hugmynd-
ir á teikniborðið og áður en við viss-
um af vorum við búnar að teikna upp
heila vörulínu,“ segir Hafdís en fyrir-
tækið sérhæfir sig í hönnun úr plexí-
gleri en það er síðan fyrirtækið Lóg-
óflex sem annast framleiðsluna. Að
sögn Hafdísar heitir vörulínan Alfa
og samanstendur af kökudiski á fæti,
servíettustandi, þrískiptum köku-
diskum, kertastjaka og jólatrjám en
alla hlutina er hægt að taka í sundur
og eru þeir því þægilegir í geymslu.
Stelpurnar voru báðar að sinna öðr-
um málum þegar hugmyndin að fyrir-
tækinu kviknaði. Hafdís, sem er lærður
snyrtifræðingur, var í fæðingarorlofi og
Vilborg að vinna sem auglýsingastjóri.
Þær segjast ekki hefðu getað ímyndað
sér fyrir nokkrum vikum að þær yrðu
fljótlega komnar á fullt með eigið fyr-
irtæki. „Ég var ekkert á leiðinni út að
vinna, enda með þrjú börn og þar af
eina tíu mánaða stelpu. Þetta vatt bara
allt upp á sig og gerðist mjög hratt,“
segir Hafdís og bætir við að maður
geti aldrei vitað hvað lífið bjóði upp á
handan við hornið. Aðspurð segir Vil-
borg að þær stöllur óttist ekki ástandið
í þjóðfélaginu. „Í kreppunni verða allir
að bjarga sér og við ákváðum strax að
hafa vöruna eins ódýra og mögulegt
er, enda er fólk ekki tilbúið að borga
eins mikið fyrir hönnunarvöru nú eins
og fyrir tveimur árum. Við höldum
verðinu niðri með því að halda þessu
í heimakynningum auk þess sem við
seljum í gegnum Facebook en draum-
urinn er að koma þessu í verslanir er-
lendis á næstunni.“
Hafdís og Vilborg eiga fimm börn
til samans og aðspurð segir Vil-
borg að þeim gangi vel að sameina
fyrirtækjareksturinn og móðurhlut-
verkið. „Þetta er púsluspil en, sem
betur fer, eigum við góða að. Börn-
in hennar Vilborgar eru líka töluvert
eldri en mín svo hún getur komið til
móts við mig, enda vinnum við mik-
ið heima hjá mér,“ segir Hafdís og
bætir við að hún óttist ekki að starfa
með vinkonu sinni. „Samstarfið hef-
ur gengið afskaplega vel og við erum
mjög líkar í lund en höfum samt ólík-
an smekk en það gerir það að verkum
að við eigum auðveldara með að kasta
mismunandi hugmyndum á milli en
náum alltaf að komast að samkomu-
lagi. Það hafa ekki komið upp neinir
árekstrar enn þótt ýmislegt hafi geng-
ið á og stressið hafi verið mikið,“ segir
Vilborg og bætir við að vinnan í kring-
um fyrirtækið hafi verið gífurleg. „Við
stofnuðum þetta núna í september
og erum strax komnar á fleygiferð.
Ferlið hefur tekið stuttan tíma og ver-
ið miklu erfiðara en ég bjóst við en á
móti kemur að vinnan er einstaklega
skemmtileg og fjölbreytt. Við mælum
eindregið með því fyrir alla sem ganga
með einhverja hugmynd í magan-
um slá til en það gerist ekkert nema
þú farir af stað,“ segir þær að lokum.
Facebook-síða Hafdísar og Vilborgar
er facebook.com/arcadesign.
Vinkonur „samstarfið hefur gengið
mjög vel og við erum mjög líkar í lund
en höfum samt ólíkan smekk en það
gerir það að verkum að við eigum
auðveldara með að kasta mismunandi
hugmyndum á milli en náum alltaf að
komast að samkomulagi.“ mynd RóbeRt