Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Síða 40
40 föstudagur 6. nóvember 2009 helgarblað Helga fæddist í Reykjavík. Hún lauk einleikaraprófi í píanóleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1963, lauk Künstlerische Staatsprüfung með semballeik sem aðalgrein frá Staatliche Hochschule für Musik í München í Þýskalandi 1968, fyrst Ís- lendinga, stundaði framhaldsnám í semballeik, m.a. hjá Gustav Leon- hardt, Kenneth Gilbert, Jill Severs, Ton Koopman og Alan Curtis. Þá stundaði hún nám í barokktúlkun hjá Jesper Bùje Christensen 1978-’79. Helga var stundakennari í píanó- og semballeik við Tónlistarskóla Kópavogs 1972-’78, var kennari í hlutastarfi í semballeik, barokktúlk- un, hljómfræði og hljómborðsleik við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1972 og í nær þrjá áratugi. Helga var brautryðjandi í sembal- leik á Íslandi og í túlkun barokktón- listar með upprunalegum hætti. Hún stofnaði Bach-sveitina í Skálholti 1980 sem var lengi eina sérhæfða hljómsveitin í barokk hér á landi. Helga hélt fjölda tónleika inn- anlands og á Norðurlöndunum, í Austurríki, Bandaríkjunum og víð- ar og lék fyrir útvarpsupptökur, m.a. í Noregi og í Hollandi. Leikur Helgu á verkum Jóhanns Sebastians Bachs hlaut mikið lof, ekki síst á Goldberg- tilbrigðunum, auk sónötusyrpu sem hún lék með hinum heimsþekkta barokkfiðluleikara Jaap Schröder. Aðalstarfsvettvangur Helgu var í Skálholti en hún stofnaði þar til sumartónleika 1975 og leiddi síðan tónlistarhátíðina í Skálholtskirkju í þrjátíu sumur, m.a. sem listrænn stjórnandi, eða til 2004 er hún varð að hætta sökum veikinda. Hún var þó formaður stjórnar Sumartón- leikanna þar næstu fjögur ár. Undir stjórn Helgu varð hátíðin í Skálholti miðstöð fyrir túlkun barokktónlist- ar og smiðja fyrir ný íslensk tónverk. Hún hvatti tónskáld til að leggja út af fornum íslenskum söngarfi en í hennar tíð voru frumflutt nær hundr- að og fimmtíu tónverk á hátíðinni eftir meira en fjörutíu tónskáld, oft- ast fyrir hennar tilstilli og mörg fyrir hana sérstaklega. Í kjölfarið á tón- leikahaldinu í Skálholtskirkju fylgdu svo hljóðritanir á plötum og geisla- diskum. Helga var ritari Kennarafélags Tónlistarskólans í Reykjavík 1985-’86, formaður Félags íslenskra tónlistar- manna 1985-’87, formaður Collegi- um Musicum, samtaka um tónlistar- starf í Skálholtskirkju, frá 1986, sat í Skálholtsskólaráði frá 1993. Helga hlaut, ásamt Manuelu Wies- ler, Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir tónlist 1980, Menningarverð- laun DV í tónlist 1994 fyrir sembal- leik og framlag sitt til tónleikahalds í Skálholti, riddarakross íslensku fálkaorðunnar 2001, heiðursverð- laun Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004, var útnefnd heiðurssveitungi á Álftanesi þar sem hún bjó lengst af auk þess sem síðasti geisladisk- ur hennar, Frá strönd til fjarlægra stranda, var kjörinn klassíska plata ársins 2005. Fjölskylda Helga giftist 11.4. 1963 Þorkeli Helga- syni, f. 2.11. 1942, stærðfræðingi, fyrrv. ráðuneytisstjóra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og fyrrv. orku- málastjóra. Hann er sonur Helga Þorlákssonar, f. 31.10. 1915, d. 18.10. 2000, skólastjóra, og Gunnþóru Kristmundsdóttur, f. 10.6. 1922, hús- móður. Systkini Helgu eru Agnar, f. 29.7. 1937, vistfræðingur og fyrrv. prófess- or í líffræði við HÍ, og Edda, f. 25.2. 1939, fóstra og myndlistarkona. Foreldrar Helgu eru Ingólfur Dav- íðsson, f. 14.1. 1903, d. 23.10. 1998, grasafræðingur, og k.h., Agnes Dav- íðsson, f. Christensen í Álaborg í Danmörku 26.6. 1902, d. 7.2. 2000, vefnaðarkennari. Ætt Meðal systkina Ingólfs má nefna Er- ling, rithöfund og fyrrv. ritstjóra Dags á Akureyri. Ingólfur var sonur Dav- íðs, hreppstjóra á Stóru-Hámundar- stöðum Sigurðssonar, b. á Ytri-Reist- ará Hallgrímssonar. Móðir Davíðs var Steinunn Davíðsdóttir, b. á Glerá Tómassonar, b. á Grund, bróður Sig- ríðar, ömmu Jóns Magnússonar for- sætisráðherra. Önnur systir Tómas- ar á Grund var Þórunn, amma Káins. Tómas var sonur Davíðs, b. á Arnar- stöðum Tómassonar, b. á Hvassa- felli Tómassonar, bróður Jónasar á Hvassafelli, afa Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Móðir Steinunnar var Helga Jónsdóttir, b. á Grjótgarði Þor- lákssonar, dbrm. á Skriðu í Hörgárdal Hallgrímssonar, bróður Gunnars, afa Tryggva Gunnarssonar bankastjóra og langafa Hannesar Hafstein, skálds og ráðherra. Móðir Ingólfs var María Jóns- dóttir, b. á Hólum og Hallgilsstöð- um, bróður Önnu, móður Jónasar á Syðri-Brekkum, föður Hermanns forsætisráðherra, föður Steingríms, fyrrv. forsætisráðherra. Jón var sonur Ólafs, b. á Syðri-Brekkum Ásgríms- sonar. Móðir Maríu var Bergþóra Pálsdóttir. Agnes var dóttir Peters A.M. Christensen, faktors við Ålborg Amtstidende í Danmörku, og k.h., Birthe A.H. Christensen. Helga var jarðsungin frá Hall- grímskirkju mánudaginn 2.11. sl. Pétur Jens Thorsteinsson sendiherra F. 7.11. 1917 D. 12.4. 1995 Pétur fæddist í Viðey. Hann var sonur Hannesar Hafstein, skálds og fyrsta íslenska ráðherrans, og Katrínar, systur Muggs myndlist- armanns. Katrín var dóttir Péturs Thor- steinssonar, stórút- gerðarmanns á Bíldudal og í Kaup- manna- höfn. Pét- ur lauk stúd- entsprófi frá MR 1937, prófi í viðskipta- fræðum frá HÍ 1941 og embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1944. Hann var starfsmað- ur utanríkisþjónustu Íslands frá 1944, sendiherra Íslands í fjölda ríkja og oft i mörgum ríkjum samtímis, lengst af með aðsetur í Moskvu, París og loks Washing- ton. Auk þess var hann fastafull- trúi Íslands hjá Nató, OECD og EBE og ráðuneytisstjóri í utan- ríkisráðuneytinu 1969-’76. Pétur átti farsælan embættisferil, enda traustur og vel látinn og ætíð tilbúinn að leysa hvers manns vanda. Hann var í forsetafram- boði 1980, ásamt Albert Guð- mundssyni, Guðlaugi Þorvalds- syni og Vigdísi Finnbogadóttur. Pétur kvæntist Oddnýju Elísa- betu Stefánsson, BBA í viðskipta- fræði og húsmóður og eignuð- ust þau þrjá syni, Pétur Gunnar, Björgólf og Eirík. Ragnar Ásgeirsson ráðunautur og rithöfundur F. 6.11. 1895 D. 1.1. 1973 Ragnar fæddist að Kóra- nesi á Mýrum, sonur Ásgeirs Eyþórs- sonar, kaup- manns i Kóranesi og síðar bókhaldara í Reykjavík, og Jensínu Bjargar Matthíasdóttur. Hann var albróðir Ásgeirs Ás- geirssonar forseta. Ragnar stundaði garðyrkju- störf og nám í Danmörku, lauk prófum frá Garðyrkjuskólan- um Vilvorde í Danmörku og tók síöan próf sem skrúðgarða- arkitekt. Hann var kennari við Vilvorde og síðan skrúðgarða- arkitekt í Kaupmannahöfn 1918- ’20 og garðyrkjuráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands 1920-’57. Hann vann síðan brautryðj- endastarf í menningarmálum sem ráðunautur um byggðasöfn víðs vegar um landið. Á ferðum sínum safnaði hann sögnum úr íslensku mann- lífi fyrri tíma sem komu út í Skruddum, þriggja binda safni þjóðlegs fróðleiks. Auk þess komu út eftir hann æskuminn- ingarnar Strákur og Bændaförin 1938. Ragnar var auk þess fræg- ur fararstjóri í ferðum bænda og húsmæðra, landskunnur hag- yrðingur og mikill listunnandi. minning Helga Ingólfsdóttir semballeikari merkir Íslendingar Jón fæddist í Flatey á Breiðafirði, ólst þar upp og gekk þar í barnaskóla. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1946-’47. Jón fór fjórtán ára til sjós og stund- aði bæði sjómennsku og verkamanna- vinnu víðs vegar um landið þar til hann kvæntist og settist að í Kópavog- inum 1953. Jón hóf störf við rannsóknir hjá Hafrannsóknastofnun1972 og starfaði jafnframt sjálfstætt að söfnun skelja og annarra sjávarlífvera. Eftir að Jón hætti störfum hjá Hafrannsóknarstofn- un hélt hann áfram söfnun sinni og greiningu en hóf einnig að teikna þær sjávarlífverur sem rekið hafði á fjörur hans. Opnuð var sýning á teikningum hans í veitingahúsinu Gullna hliðinu á Álftanesi fyrir skömmu og sýningin en opin. Jón hlaut viðurkenningu frá HÍ 1993 fyrir afrek við þrotlausa söfnun á botndýrum við Ísland. Þá hlaut hann viðurkenningu Starfsgreinasjóðs Rot- ary á Íslandi og heiðursviðurkenn- ingu Lýðveldissjóðs fyrir rannsóknir á vistfræði sjávar. Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar vegna rannsókna sinna á botndýrum við Ísland 1998. Fjölskylda Jón kvæntist 10.10. 1953 Guð- rúnu Berglind Sigurjónsdóttur, f. 19.6. 1932, d. 29.11. 2001, ljósmóður. Hún var dóttir Sigurjóns Gestssonar leigu- bílstjóra og Herdísar Jónsdóttur, hús- móður og bónda. Börn Jóns og Guðrúnar eru Her- dís, f. 28.2. 1954, kennari, gift Hall- dóri S. Gunnarssyni kerfisfræðingi og eiga þau Berglind Björk, Svanhildi Sif, Lovísu Láru og Gunnar Má; Sigurborg Inga, f. 10.1. 1956, kennari, gift Einari Hafsteinssyni húsasmið og eiga þau Auði Ingu, Jón Inga og Hjört; Bogi, f. 25.5. 1960, blikksmíðameistari, kvænt- ur Narumon Sawangjaitham veitinga- manni og eiga þau Charin, Nimit og Jón; Sigurbjörg, f. 1.6. 1963, búfræðing- ur, í sambúð með Jóni Pétri Líndal og á hún Líf Steinunni, Jakob Elvar og Vikt- or Frey; Berglind, f. 18.10. 1967, hjúkr- unarfræðingur í sambúð með Ara Ein- arssyni hljómlistarmanni og eiga þau Ísar Kára, Ástrósu Birtu og Arnar Snæ. Systkini Jóns: Guðmundur, f. 2.1. 1903, d. 15.2. 1975; Ólafía, dó ung; Ólafía Guðrún, f. 13.1. 1906, d. 13.4. 1930; Jónína Sigríður, f. 26.11. 1907; Ingvi, f. 26.8. 1909, d. 2.7. 1954; Lára, f. 10.12. 1910, d. 13.11. 1997; Sturla, f. 5.2. 1913, d. 17.2. 1994; Þórður, f. 16.5. 1915, d. 2.10. 1990; Kristín, f. 29.12. 1916, d. 9.1. 1943; Sigurbergur, f. 18.12. 1918, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Jóns voru Bogi Guð- mundsson, f. 21.1. 1877, d. 20.5. 1965, kaupmaður í Flatey á Breiðafirði, og Sigurborg Ólafsdóttir, f. 7.9. 1881, d. 24.9. 1952, húsmóðir. Jón verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 6.11. kl. 15.00. minning Jón Bogason rannsóknarmaður Fædd 25.1. 1942 – dáin 21.10. 2009 Fæddur 9.4. 1923 – dáinn 20.10. 2009 „Ég kynnist Helgu mjög ungur þar sem foreldrar mínir eru báðir tónlistar- menn og störfuðu með Helgu frá byrj- un sjöunda áratugarins, meðal annars við Sumartónleikana í Skálholti sem Helga setti á laggirnar. Mér er minnis- stæðast hvað hún var djörf og stóð fast við sínar listrænu ákvarðanir. Einnig hvernig hún treysti okkur flytjendun- um fyrir stórum og bitastæðum verk- efnum. Manni leið þannig svo vel með þau undir hennar stjórn. Helga studdi alla tíð vel við tónlist- armenn af yngri kynslóðinni og gaf þeim mörg tækifæri til að spreyta sig. Það er rosalega dýrmætt fyrir mann sem ungan tónlistarmann að kynn- ast þannig fólki. Helga var jafnframt frábær fyrirmynd í því hvernig maður nálgast tónlistina, sérstaklega hvern- ig skynsamlegt er að nálgast hana út frá sjónarhorni þess sem bjó til tón- listina. Túlkun hennar var mér mikill innblástur og þau skipti sem ég spilaði með henni voru gífurlega lærdómsrík. Helga stofnaði Sumartónleikana í Skálholti árið 1975 og stjórnaði þeim í þrjátíu ár. Það koma held ég mjög seint fram öll þau áhrif sem það fram- tak hefur. Þegar Skálholtshátíðin var haldin fyrst hafði Listahátíð í Reykja- vík einungis verið haldin tvisvar eða þrisvar sem var eina eiginlega hátíðin þar sem klassísk tónlist var spiluð, en hún var auðvitað ekki sérhæfð tónlist- arhátíð. Næstu ár og áratugi byrja svo miklu fleiri hátíðir víða um land og eru Sumartónleikarnir í Skálholti braut- ryðjendastarf að því leyti.“ Helga Ingólfsdóttir - eftirmæli Vel virt Helga fékk menningarverð- laun DV árið 1994. sIGURÐUR sIGURÐssON vígslubiskup í Skálholti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.