Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2009, Page 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Nýs lífs Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Breiðholtsskóla, Seljaskóla og Tjarnarskóla, stundaði nám við Hússtjórnarskólann á Hallorms- stað og stundaði nám í iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Ingibjörg sinnti liðveislu fyrir einstaklinga með fötlun á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjavík, vann á vegum ÍTR, m.a. með ung- lingum sem áttu við vandamál að stríða, var framkvæmdastjóri Jafn- ingjafræðslunnar 2001-2004, leið- beinandi á Stígamótum frá 2006, var blaðamaður við Mannlíf 2006, var síðan ritstjórnarfulltrúi við tímaritið Ísafold og hefur verið rit- stjóri Nýs lífs frá 2007. Ingibjörg skipulagði alþjóð- lega ungmennaráðstefnu, Euro- pean Cities Agains Drugs, á vegum Reykjavíkurborgar en frú Vigdís Finnbogadóttir var verndari ráð- stefnunnar og tók þátt í stofnun og uppbyggingu Europian Youth Against Violence Network, regn- hlífarsamtaka fyrir verkefni og ein- staklinga sem berjast gegn ofbeldi og var samstarfsverkefni evrópskra æskulýðsleiðtoga. Fjölskylda Unnusti Ingibjargar er Darri Jo- hansen, f. 4.1. 1974, viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni TBWA Pip- ar. Synir Ingibjargar og Darra eru Lúkas Emil Johansen, f. 5.3. 2005; Daníel Elí Johansen, f. 17.11. 2008. Systkini Ingibjargar eru Lúðvík Emil Arngrímsson Kjerúlf, f. 2.3. 1975, sjómaður, búsettur á Nes- kaupstað; Stefán Ágúst Hafsteins- son, f. 23.11. 1981, nemi í læknis- fræði við HÍ; Agnes Þorsteinsdóttir, f. 3.2. 1985, ljósmyndari, búsett á Selfossi; Aðalsteinn Kjartansson, f. 27.1. 1990, dansari og nemi í heim- speki við HÍ. Foreldrar Ingibjargar eru Kjart- an Rolf Árnason, f. 13.9. 1957, raf- magnsverkfræðingur hjá RARIK, og Þórný Óskarsdóttir, f. 5.12. 1956, búsett á Neskaupstað. Uppeldis- móðir Ingibjargar er Alda Agnes Sveinsdóttir, f. 3.5. 1961, leikskóla- stjóri. 30 ára á föstudag 70 ára á laugardag Eiður Guðnason seNdiherra Eiður fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í stjórnmálafræði við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum 1960- ‘61, varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku 1962, lauk BA- prófi í ensku og enskum bókmennt- um við HÍ 1967 og stundaði nám í sjónvarpsfræðum og upptökustjórn hjá ITV í London 1967 og hjá sænska sjónvarpinu 1968. Eiður var blaðamaður og síð- ar ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublað- inu 1962-‘67, var yfirþýðandi og fréttamaður Sjónvarpsins 1967-‘78 og varafréttastjóri 1971-‘78, skrif- aði reglulega fréttapistla í American Scandinavian Review 1962-‘72, var fréttaritari vikuritsins Time 1965- ‘78, fréttaritari CBS útvarpsstöð- anna 1970-‘76, alþm. Alþýðuflokks- ins í Vesturlandskjördæmi 1978-‘93, þingflokksformaður Alþýðuflokks- ins 1983-‘91, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 1991-‘93, sendiherra Íslands í Osló í Noregi 1993-‘98 og fleiri umdæm- islöndum sendiráðsins, fyrsti skrif- stofustjóri Auðlinda- og umverfis- skrifstofu utanríkisráðuneytisins 1998-2001, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada 2001-2002 og sendiherra Íslands í Kína og um- dæmislöndum þess sendiráðs með aðsetur í Beijing 2002-2006 og skrif- stofustjóri menningarmálaskrifstofu utanríkisráðueytisins 2006 og var skipaður aðalræðismaður Íslands í Færeyjum 2007, en lét af störfum í utanríkisþjónustunni í ársbyrjun 2009. Fyrsti diplómatíski embættis- maður annars ríkis í Færeyjum. Eiður stjórnaði gerð fjölda heim- ildarkvikmynda og þýddi útvarps- leikrit og útvarpssögur. Hann sat í stjórn Skátafélags Reykjavíkur 1959- ‘60, Stúdentafélags Reykjavíkur 1962-64, Fulbright stofnunarinnar 1964-‘69, Blaðamannafélags Íslands 1968-‘73 og formaður þess 1971- ‘72, í flokksstjórn Alþýðuflokksins 1964-‘69 og 1978-‘93, var varaborg- arfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík 1966-‘70, sat í útvarpsráði 1978-‘87, var formaður fjárveitinganefndar Al- þingis 1979-‘80, sat í harðindanefnd 1979, í viðræðunefnd við aðildar- ríki EFTA 1979, sat í Norðurlanda- ráði 1978-‘79 og 1981-‘89, formað- ur Íslandsdeildar ráðsins 1978-‘79 og í forsætisnefnd Norðurlandaráðs 1978-‘79, aðalmaður í Norðurlanda- ráði 1981-‘89, formaður menningar- málanefndar þess 1981-‘87, og laga- nefndar 1987-‘89, sat í fjárlaganefnd þess 1981-‘89, var fulltrúi á ráðgjafa- þingi Evrópuráðs 1989-‘91, fulltrúi á allsherjarþingi Sþ 1980, sat í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu frá 1982 og varaformaður þeirra, í ráð- gjafarnefnd Pósts og síma 1980-‘83, í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum um sameiginleg hagsmunamál 1984-‘86,var formað- ur þjóðarátaksnefndar um umferð- aröryggi 1988-‘89, formaður Skáta- sambands Reykjavíkur 1988-‘89 og formaður stjórnar Sementsverk- smiðju ríkisins 1989-‘91. Fjölskylda. Eiður kvæntist 16.3. 1963 Eygló Helgu Haraldsdóttur, f. 19.1. 1942, píanókennara. Hún er dóttir Har- alds Gíslasonar, framkvæmdastjóra í Reykjavík, og k.h., Þórunnar Guð- mundsdóttur húsmóður. Börn Eiðs og Eyglóar eru Helga Þóra, f. 4.10. 1963, viðskiptafræð- ingur MBA í Hafnarfirði , gift Ingv- ari Erni Guðjónssyni rafmagns- og tölvuverkfræðingi og eiga þau þrjár dætur; Þórunn Svanhildur, f. 19.2. 1969, viðskiptafræðingur MBA, bú- sett í Mosfellsbæ en maður hennar er Gunnar Bjarnason framkvæmda- stjóri og eiga þau tvö börn; Haraldur Guðni, f. 24.5. 1972, MBA í Reykjavík en kona hans er Ragnheiður Jóns- dóttir, sérkennslustjóri og eiga þau tvö börn. Systkini Eiðs: Ingigerður Þórey, f. 29.12 1940, d. 17.12. 1982, handa- vinnukennari í Reykjavík, var gift Bjarna Þjóðleifssyni lækni; Guðmundur Brynjar, f. 15.5. 1942, gæðaeftirlitsfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Guðríði Eygló Þórðardóttur. Bræður Eiðs, samfeðra, voru Tryggvi, f. 17.11. 1930, d. 19.10. 1952, múrari í Reykjavík; Sverrir, f. 23.12. 1937, d. 13.8. 1988, skrifstofumaður á Höfn í Hornafirði, var kvæntur Erlu Ásgeirsdóttur bankastarfsmanni. Foreldrar Eiðs: Guðni Guð- mundsson, f. 14.6. 1904, d. 17.11. 1947, verkamaður í Reykjavík, og k.h., Þóranna Lilja Guðjónsdóttir, f. 4.6. 1904, d. 17.3. 1970, húsmóðir. Ætt Guðni var sonur Guðmundar, b. á Þverlæk í Holtum, bróður Margrét- ar, ömmu Þórðar Einarssonar sendi- herra. Guðmundur var sonur Jóns, b. í Hreiðri í Holtum Guðmundssonar, b. í Steinkrossi Oddssonar, bróður Eyjólfs, langafa Odds, föður Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins. Móðir Guðmundar var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöll- um Bjarnasonar, ættföður Víkings- lækjarættar Halldórssonar. Móðir Jóns var Kristín Jónsdóttir, systir Þor- gils, föður Þuríðar, langömmu Guð- rúnar Erlendsdóttur, fyrrv. hæsta- réttardómara. Móðir Guðna var Ólöf Árna- dóttir, b. á Skammbeinsstöðum, langafa Svanfríðar, móður Signýj- ar Sæmundsdóttur óperusöngkonu. Bróðir Árna var Jón, langafi Guðnýjar, móður Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings. Árni var sonur Árna, b. á Galtalæk á Landi Finnbogasonar, bróður Jóns, afa Guðrúnar, ömmu Þórs veðurfræðings og Jökuls rithöf- undar Jakobssona og Boga Ágústs- sonar fréttastjóra. Jón var einnig faðir Jóhanns, langafa Ingólfs Margeirs- sonar rithöfundar. Móðir Árna var Helga Teitsdóttir. Móðir Helgu var Jarþrúður Jónsdóttir, systir Einars, langamma Guðlaugar, langömmu Karitasar, móður Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra. Móðir Árna á Skammbeinsstöðum var Margrét Jónsdóttir, b. á Ægissíðu Þorsteins- sonar, og Guðrúnar Brandsdóttur, b. í Rimhúsum Bjarnasonar, bróður Ólafs á Fossi. Móðir Ólafar var Ingi- ríður, systir Jóns, afa Jóns Helgason- ar, prófessors og skálds; systir Árna, langafa Árna Sigurðar Árnasonar sendiherra og Einars Ágústssonar, ráðherra og sendiherra; systir Páls, langafa Helga Gíslasonar sendi- herra, og systir Júlíu, móður Helga Ingvarssonar læknis, afa Júlíusar Vífils borgarfulltrúa. Ingiríður var dóttir Guðmundar, ríka á Keldum Brynjólfssonar, b. í Vestri-Kirkjubæ Stefánssonar, b. á Árbæ Bjarnasonar, bróður Brands í Rimhúsum. Þóranna var dóttir Guðjóns, rennismiðs og sjómanns í Réttar- holti í Garði Björnssonar, b. á Íma- stöðum í Vöðlavík Jónssonar, b. á Ímastöðum Þorgrímssonar í Skógar- gerði Þórðarsonar. Móðir Þorgríms var Guðrún Þorgímsdóttir, systir Ill- uga, langafa Friðjóns, föður skáld- anna Guðmundar á Sandi og Sig- urjóns á Laugum. Móðir Guðjóns var Svanhildur Magnúsdóttir. Móðir Svanhildar var Valgerður Jónsdóttir, b. á Kirkjubóli Vilhjálmssonar. Móðir Valgerðar var Valgerður Sveinsdóttir, systir Halldóru, langömmu Stefaníu, ömmu Ármanns Snævarr hæstarétt- ardómara, föður Sigríðar sendiherra og Stefáns heimspekings. Móðir Þórönnu var Guðrún Guð- mundsdóttir, b. í Réttarholti í Garði Grímssonar, bróður Guðrúnar, lang- ömmu Sigurlaugs Þorkelssonar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Þor- kelsdóttir, b. á Grímsstöðum í Með- allandi Þorkelssonar. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Vilborg Karen Hjartardóttir bóNdi á skjöldólfsstöðum í breiðdal Vilborg fæddist í Eyjum en ólst upp í foreldrahúsum á Lágafelli sem var nýbýli frá Eyjum. Hún gekk í farskóla í Breiðdal og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað veturinn 1955-‘56. Vilborg vann við bú foreldra sinna og var matráðskona við vega- gerð sumarið 1956. Hún og maður hennar hófu búskap sinn 1959 að Gljúfraborg í Breiðdal þar sem þau bjuggu í þrjú ár. Þau fluttu siðan að Ósi þar sem þau bjuggu í þrjú ár, bjuggu eitt ár að Lágafelli í félagi við foreldra hennar en festu siðan kaup á jörðinni Skjöldólfsstöðum og hófu þar búskap 1967 þar sem þau hafa verið með fjárbúskap síðan. Vilborg og maður hennar tóku við Skjöld- ólfsstöðum húsalausum og ræktun- arlausum en hafa byggt þar upp öll útihús og byggt við íbúðarhúsið og margfaldað ræktað land þar. Vilborg hefur unnið um árabil í sláturhúsinu á Breiðdalsvík á haust- in og sat í stjórn Sláturfélags Suður- fjarða í nokkur ár. Fjölskylda Vilborg giftist 7.2. 1958 Gesti Reim- arssyni, f. 28.6. 1940, bónda. Hann er sonur Reimars Magnússonar og Stefaníu Jónsdóttur, bænda í Víði- nesi og í Keldu- skógum í Beru- neshreppi. Fósturdæt- ur Vilborgar og Gests eru Hrefna O‘Conn- or, f. 18.10. 1958, en hún ólst upp hjá Vilborgu og Gesti frá sex ára aldri. Hún er snyrtifræðingur í New York og er sonur hennar Hafþór Hilm- arsson; Sigrún Ragna Rafnsdóttir, f. 8.6. 1975, búsett á Egilsstöðum en maður hennar er Björn Jónsson frá Laugum, bílstjóri, og eru dætur hennar Guðný Ósk Friðriksdóttir, f. 16.9. 1997, og Sunneva Rós Björns- dóttir, f. 12.7. 2004. Auk þess hafa mörg önnur börn og unglingar dvalið hjá Vilborgu og Gesti um lengri eða skemmri tíma. Systir Vilborgar er Þórey Erna Hjartardóttir, f. 7.2. 1945, skrifstofu- maður í Reykjavík, en maður henn- ar er Birgir Guðmundsson og eiga þau tvö börn. Foreldrar Vilborgar: Hjörtur Ein- arsson, f. 16.3. 1913, d. 27.2. 1979, bóndi á Lágafelli í Breiðdal, og k.h., Jónína Þórhalla Bjarnadóttir, f. 9.11. 1917, d. 25.6. 2002, húsfreyja. 70 ára á föstudag 38 föstudagur 6. nóvember 2009 ættfræði Eiður Guðnason og kona hans, Eygló Helga Haraldsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.