Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 13
FRÉTTIR 2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12-18, Opið á laugard. til jóla frá 12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið KOMIÐ ÚTKOMIÐ ÚTOMIÐ ÚT VEÐSETNING BJARNA TIL AÐ BJARGA GLITNISBRÉFUNUM hlutverki að vera leppur fyrir tvö eign- arhaldsfélög, Racon annars vegar og Vafning og Þátt International hins vegar, sem skulduðu Morgan Stan- ley fjármuni vegna kaupa á bréfum í tveimur fjármálafyrirtækjum, Glitni og Invik. Vafningsviðskiptin eru því hluti af ákveðnu vandamáli sem kom upp í árslok 2007 þegar erlend fjármála- fyrirtæki vildu ekki endurnýja lána- samninga við stór íslensk eignar- haldsfélög og fyrirtæki. Afleiðingin af þessu var sú að íslensku bankarnir fengu íslensku eignarhaldsfélögin aft- ur í fangið ef svo má segja og þurftu að tryggja þeim lánafyrirgreiðslu til að varna því að félögin færu á hliðina. Þarna spilar líka inn í að þessi eign- arhaldsfélög, með- al annars Þáttur International, voru mörg hver stórir hluthafar í bönk- unum. Fall þeirra hefði því getað þýtt upphafið að falli bankanna en með viðskiptum eins og þeim sem tengdust Vafningi og Svartháfi var komið í veg fyrir upphafið að slíku hruni, að minnsta kosti um sinn. KEYPTU Í KCAJ ÁRIÐ 2007 Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, núverandi formanns Sjálfstæðis- flokksins, skrifaði undir hlutafjárhækkun í fjárfestingarfélaginu Mætti á hluthafa- fundi í lok júlí 2007 þar sem einnig var gengið frá kaupum Máttar á 12,1 prósents hlut Milestone í breska fjárfestingarsjóðnum KCAJ. Máttur var í eigu dótturfélags Sjóvár og eignarhaldsfélaga Benedikts og Einars, bróður hans, Hafsilfurs og Hró- mundar. Einar skrifaði sömuleiðis upp á hlutafjárhækkunina á fundinum þar sem kaupin voru ákveðin. Kaupverðið á bréfunum í KCAJ var tveir milljarðar króna. DV greindi frá því á mánudaginn að sama dag í febrúar árið 2008 og Bjarni Bene- diktsson veðsetti hlutabréfin í eignarhaldsfélaginu Vafningi fyrir hönd föður síns og frænda keypti félagið 82 prósenta hlut í KCAJ af Sjóvá fyrir 5,4 milljarða króna sem og fasteignaverkefni í Makaó í Asíu fyrir 5,2 milljarða króna. Báðar fjárfest- ingarnar voru fjármagnaðar með láni frá Sjóvá. Vafningur var í eigu dótturfélags Sjóvár sem aftur var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona í gegnum Milestone og Benedikts og Einars Sveinssona. Í samtali við DV á sunnudaginn vildi Bjarni ekkert tjá sig um KCAJ og viðskipti Vafnings í febrúar 2008. Sú staðreynd að Máttur keypti í KCAJ árið 2007 og að Vafningur gerði það rúmu hálfu ári síðar sýnir að í kjölfarið hafa félög í Werners- sona og þeirra Sveinssona ráðið yfir nær öllu hlutafénu í KCAJ. Viðskipti þeirra bræðra með hlutabréf í KCAJ ná því lengra aftur en til febrúar 2008. Umboð Bjarna Bjarni fékk þrjú umboð frá þremur eignarhaldsfélögum í eigu fjölskyldu sinnar til að veðsetja hlutabréf félagsins í Vafningi í febrúar í fyrra. Veðsetningin var vegna lána frá Glitni sem síðan runnu til Vafnings í gegnum eignarhaldsfélagið Svartháf. Nátengdir Myndin sýnir hvernig viðskiptahagsmun- ir Karls og Steingríms Wernerssona og Benedikts og Einars Sveinssona fóru saman. Eignarhaldsfélögin Þáttur International og Vafningur voru meðal annars í þeirra eigu en hið fyrrnefnda hélt utan um eignarhlut þeirra í Glitni en hið síðarnefnda um turninn í Makaó og breskan fjárfestingarsjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.