Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 13
FRÉTTIR 2 dálkar = 9,9 *10 Opið: má-fö. 12-18, Opið á laugard. til jóla frá 12-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Fyrir bústaðinn og heimilið KOMIÐ ÚTKOMIÐ ÚTOMIÐ ÚT VEÐSETNING BJARNA TIL AÐ BJARGA GLITNISBRÉFUNUM hlutverki að vera leppur fyrir tvö eign- arhaldsfélög, Racon annars vegar og Vafning og Þátt International hins vegar, sem skulduðu Morgan Stan- ley fjármuni vegna kaupa á bréfum í tveimur fjármálafyrirtækjum, Glitni og Invik. Vafningsviðskiptin eru því hluti af ákveðnu vandamáli sem kom upp í árslok 2007 þegar erlend fjármála- fyrirtæki vildu ekki endurnýja lána- samninga við stór íslensk eignar- haldsfélög og fyrirtæki. Afleiðingin af þessu var sú að íslensku bankarnir fengu íslensku eignarhaldsfélögin aft- ur í fangið ef svo má segja og þurftu að tryggja þeim lánafyrirgreiðslu til að varna því að félögin færu á hliðina. Þarna spilar líka inn í að þessi eign- arhaldsfélög, með- al annars Þáttur International, voru mörg hver stórir hluthafar í bönk- unum. Fall þeirra hefði því getað þýtt upphafið að falli bankanna en með viðskiptum eins og þeim sem tengdust Vafningi og Svartháfi var komið í veg fyrir upphafið að slíku hruni, að minnsta kosti um sinn. KEYPTU Í KCAJ ÁRIÐ 2007 Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, núverandi formanns Sjálfstæðis- flokksins, skrifaði undir hlutafjárhækkun í fjárfestingarfélaginu Mætti á hluthafa- fundi í lok júlí 2007 þar sem einnig var gengið frá kaupum Máttar á 12,1 prósents hlut Milestone í breska fjárfestingarsjóðnum KCAJ. Máttur var í eigu dótturfélags Sjóvár og eignarhaldsfélaga Benedikts og Einars, bróður hans, Hafsilfurs og Hró- mundar. Einar skrifaði sömuleiðis upp á hlutafjárhækkunina á fundinum þar sem kaupin voru ákveðin. Kaupverðið á bréfunum í KCAJ var tveir milljarðar króna. DV greindi frá því á mánudaginn að sama dag í febrúar árið 2008 og Bjarni Bene- diktsson veðsetti hlutabréfin í eignarhaldsfélaginu Vafningi fyrir hönd föður síns og frænda keypti félagið 82 prósenta hlut í KCAJ af Sjóvá fyrir 5,4 milljarða króna sem og fasteignaverkefni í Makaó í Asíu fyrir 5,2 milljarða króna. Báðar fjárfest- ingarnar voru fjármagnaðar með láni frá Sjóvá. Vafningur var í eigu dótturfélags Sjóvár sem aftur var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona í gegnum Milestone og Benedikts og Einars Sveinssona. Í samtali við DV á sunnudaginn vildi Bjarni ekkert tjá sig um KCAJ og viðskipti Vafnings í febrúar 2008. Sú staðreynd að Máttur keypti í KCAJ árið 2007 og að Vafningur gerði það rúmu hálfu ári síðar sýnir að í kjölfarið hafa félög í Werners- sona og þeirra Sveinssona ráðið yfir nær öllu hlutafénu í KCAJ. Viðskipti þeirra bræðra með hlutabréf í KCAJ ná því lengra aftur en til febrúar 2008. Umboð Bjarna Bjarni fékk þrjú umboð frá þremur eignarhaldsfélögum í eigu fjölskyldu sinnar til að veðsetja hlutabréf félagsins í Vafningi í febrúar í fyrra. Veðsetningin var vegna lána frá Glitni sem síðan runnu til Vafnings í gegnum eignarhaldsfélagið Svartháf. Nátengdir Myndin sýnir hvernig viðskiptahagsmun- ir Karls og Steingríms Wernerssona og Benedikts og Einars Sveinssona fóru saman. Eignarhaldsfélögin Þáttur International og Vafningur voru meðal annars í þeirra eigu en hið fyrrnefnda hélt utan um eignarhlut þeirra í Glitni en hið síðarnefnda um turninn í Makaó og breskan fjárfestingarsjóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.