Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR „Fortíðin er framandi land: menn gera hlutina á annan hátt þar,“ er fyrsta setningin í skáldsögu eftir breska rit- höfundinn L.P. Hartley sem kom út árið 1953. Merking setningarinnar er sú að á tilteknum augnablikum í mannkynssögunni geti sú tilhneiging orðið ofan á í samfélagi að reynt sé að minnka tengsl nútímans við óþægi- lega atburði í fortíðinni. Í slíkum tilfellum er helsta ástæðan fyrir þessu meðvitaða minnisleysi að það geti þjónað hagsmunum samfé- lagsins eða einhverra hópa innan þess að láta það ógert að gera upp fortíðina þar sem hún hamli því að hægt sé að einbeita sér að núinu og framtíðinni. Stríð, morð, hneyksli, kynþáttahyggja og almennt séð atburðir sem verða að teljast neikvæðir í sögu heilla þjóða eru meðal þess sem stundum gæti verið betra að gleyma til að öðlast hugarró og stappa í sig til stálinu til að byggja sig aftur upp eftir erfiða tíma. Þá getur það þjónað praktískum til- gangi, sem miðar að því að lágmarka skaðann af fortíðinni, að líta fram á veginn og hugsa sem svo að fortíðin hafi ekki átt sér stað í „okkar“ samfé- lagi heldur annars staðar. Þess vegna getur fortíðin verið eins og framandi land í hugum þeirra sem þannig vilja hugsa og hægt er að halda áfram í nýju landi sem er óskrifað blað. Uppgjörs- eða framtíðarhyggja Ýmsir hafa látið í ljós slíkar skoðanir hér á landi á liðnum mánuðum. Um- mælin miða þá að því að benda fólki á að hætta að einbeita sér svo mikið að því að gera upp íslenska efnahags- hrunið og góðærisárin þar á undan og verja tíma sínum frekar í uppbyggilega umræðu um efnahagslegar lausnir við kreppunni. Ekki eru allir sammála þessu við- horfi og segja þá sem svo að algert uppgjör við efnahagshrunið þurfi að eiga sér stað á sama tíma og horft sé til núsins og til framtíðar við endurbygg- ingu efnahagslífsins. Hægt er að kalla þessar tvær skoð- anir uppgjörs- og framtíðarhyggju, eftir því hversu miklu púðri menn vilja eyða í uppgjörið við hrunið. Báðir hóparnir telja væntanlega að gera þurfi upp efnahagshrunið – eng- inn gengur svo langt að segja að við eigum hreinlega að gleyma fortíðinni og sleppa því að gera hana upp – en umræðan gengur út á hversu miklu púðri þjóðin eigi að eyða í uppgjör- ið við hrunið. Umræðan snýst því um hversu mikil uppgjörshyggjan eigi að vera og hversu langt þjóðin eigi að ganga í því að gera upp fortíðina. Viðbrögð við hörmungum Íslenska efnahagshrunið er að öllum líkindum dramatískasti atburður sem átt hefur sér stað hér á landi um ára- tugaskeið eða jafnvel lengur. Hrunið er svo dramatískt sem raun ber vitni vegna þess að Ísland fór frá því að vera efnahagsundur og yfir í að vera að- hlátursefni umheimsins á tiltölulega skömmum tíma; hagkerfi sem var yfir- fullt af erlendu fé hrundi til grunna og eftir stendur þjóð í efnahags- og hug- myndafræðilegri kreppu. Þetta hrun hagkerfisins er svo dramatískt sem raun ber vitni vegna þess að það hefur slæm áhrif á alla íbúa landsins því að lífskjör þeirra versna. Að þessu leytinu til má bera hrun- ið á Íslandi saman við hörmungar sem átt hafa sér stað úti í heimi sem vissu- lega eru alvarlegri og stærri í sniðum vegna þess að áhrif hrunsins eru svo geigvænleg á íslenskt samfélag. Ísland var nánast í rúst eftir hrunið. Eftir síðari heimsstyrjöldina stóð Evrópa í rúst eftir sex ára styrjöld. Nánast móðgandi væri að bera þær hörmungar saman við íslenska hrun- ið sem er smámál í samanburði við þann mannskaða og eyðileggingar sem þá riðu yfir álfuna en atburðirn- ir eiga það þó sameiginlegt að við tók tímabil uppgjörs við fortíðina þar sem reynt var að komast að því hvað hefði gerst sem orsakaði ófarirnar. Uppbygging í stað uppgjörs Breski sagnfræðingurinn Tony Judt skrifaði grein fyrir nokkrum árum þar sem færði rök fyrir því að íbúar Vest- ur-Evrópu hefðu ákveðið að gera ekki upp við fortíðina og nasismann eft- ir seinni heimsstyrjöldina árið 1945 vegna þess að þeir hefðu orðið að búa til hina nýju sameinuðu Evrópu sem reisa átti eftir það. Grípa þurfti til að- gerða strax eftir hörmungar stríðsins og hefja uppbygginguna í hinni stríðs- hrjáðu Evrópu auk þess sem Vestur- Þýskaland þjónaði mikilvægum hern- aðarlegum tilgangi í kalda stríðinu í baráttunni við útbreiðslu kommún- ismans frá Sovétríkjunum. Evrópu- sambandið varð táknmynd þessarar hugmyndar um sameiningu Evrópu í kjölfar stríðsins. Enginn tími var því til þess alls- herjaruppgjörs við nasismann og aðra öfgahyggju í Evrópu sem vert hefði verið að fara í að mati Judts. Í stað þess var aðeins helstu glæpamönn- um stríðsins refsað: æðstu mönn- unum í þýska nasistaflokknum og öðrum þeim sem augljóslega höfðu framið stríðs- og mannréttindaglæpi. Ákveðið var að samlyndið yrði ofan á og visst yfirvarp yfir fortíðinni. Frekar hefði verið alið á sundurlyndi meðal landa Evrópu ef ákveðið hefði verið að fara út í heildstæðara uppgjör á glæp- um nasista, til dæmis með því að refsa fleirum af þeim óbreyttu Þjóðverj- um sem tóku þátt í þjóðarmorðinu á gyðingum álfunnar. Meirihluti nasist- anna fékk hins vegar syndaaflausn og ekki var farið að tala um að ábyrgðin á glæpum Þriðja ríkisins hefði hugsan- lega átt að vera víðtækari en ekki ein- skorðast við Hitler og næstráðendur hans fyrr en á sjöunda áratugnum. Judt vill meina að þetta meðvitaða minnisleysi hafi verið slæmt því að það hafi komið í veg fyrir að þeim sem báru ábyrgð á hörmungunum væri refsað, jafnvel þó að þetta hafi kannski þótt heppileg praktísk lausn á sínum tíma. „Óþægileg“ umræða Viðhorfið gegn umræðunni um for- tíðina, íslenska efnahagshrunið, sást til dæmis vel í ummælunum sem einn af gestunum í boðsferð Landsbankans í Courchevel í frönsku Ölpunum árið 2007 lét út úr sér í samtali við DV fyrir skömmu. Gesturinn var einn af þeim sem sést á mynd sem tekin var á veit- ingastað í Courchevel þar sem gest- irnir í boðsferð bankans skemmtu sér saman. „Mér finnst að við eigum að einbeita okkur að framtíðinni. Mér finnst komin nóg umfjöllun um for- tíðina,“ sagði gesturinn í veislunni og mátti heyra sams konar sjónarmið sjá öðrum gestum veislunnar sem DV tal- aði við. Einn þeirra sagði til dæmis: „Ég held að flestum á myndinni finnist þetta afskaplega óþægileg umræða.“ Þarna er komið að veigamiklu at- riði í umræðunni um hversu mikið eigi að ræða um hrunið og þá atburði í viðskipta- og þjóðlífinu sem leiddu til þess. Margir þeirra sem gagnrýna uppgjörshyggjuna við hrunið eru nefnilega nátengdir því og hafa þar af leiðandi ákveðinna hagsmuna að gæta þegar þeir tala um að við ættum ekki að festast um of í fortíðinni. Þetta sjónarmið er því skiljanlegra þegar lit- ið er til þess að þetta fólk telur sig geta beðið skaða af uppgjörshyggjunni og að rýrð gæti hugsanlega verið kastað á mannorð þess og fólks í kringum það. Fáir sem ekki hafa hagsmuna að gæta hafa hins vegar haldið þessu viðhorfi fram. Gagnrýni á uppgjörshyggjuna Eitt besta dæmið um gagnrýni á upp- gjörshyggjuna sem komið hefur fram í umræðunni síðustu mánuði er frá Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1, sem hann birti á bloggsíðu sinni á vefmiðlinum Pressunni í lok febrúar. Hermann er einn nánasti sam- starfsmaður bræðranna Einars og Benedikts Sveinssona, eigenda N1, og hefur tekið þátt í fjárfestingum þeirra um árabil. Meðal annars kom Her- mann að viðskiptum einkahlutafé- lagsins Vafnings sem þeir bræður voru hluthafar í ásamt eigendum Mile- stone. Í pistlinum gagnrýnir Hermann þá uppgjörs- og rannsóknarhyggju „álits- gjafa og blogghetja“ sem hann telur „ríða röftum“ í samfélaginu og kall- ar eftir aðgerðum í efnahagsmálum í stað umræðu um fortíðina. „Stjórnmálamenn eru með rann- sóknir á heilanum en skeyta engu um þá staðreynd að Ríkissjóður stefnir í þrot verði ekkert að gert og það hratt. Sjúklingurinn mun ekki lifa af rann- sókn læknanna […] Einn kollegi minn segir reglulega: Við eyðum 95% af tím- anum í að greina stöðuna og fortíðina en 5% af tímanum í að ræða framtíð- ina og aðgerðir. Þetta er kjarni máls- ins […] Við erum löngu búin að greina allt sem þarf að greina og skrifa allt sem þarf að skrifa. Aðgerða er þörf og sú þörf er brýn,“ sagði Hermann en orðalag hans er afar skýrt dæmi um framtíðarhyggjuna og gagnrýni á upp- gjörshyggjuna. Hermann svarar því hins vegar ekki hversu mikið uppgjör eigi að fara fram, aðeins að honum þyki miklu meira en nóg rætt um fortíðina. Fórnarlömb uppgjörsins Helstu fórnarlömb uppgjörsins sem Hermann gagnrýndi í pistli sínum eru þeir auðmenn sem mest hefur ver- ið kennt um að hafa valdið efnahags- óförunum haustið 2008. Þessir auð- menn fóru frá því að vera táknmyndir góðærisins yfir í að vera gerend- ur efnahagshrunsins á nánast einni nóttu. Einn þessara manna er Pálmi Har- aldsson, kenndur við Fons, sem lýsti því í viðtali við DV um síðustu helgi hvernig hróp hefðu verið gerð að hon- um á almannafæri og hvernig hann gæti varla látið sjá sig opinberlega, slík væri heiftin hjá sumu fólki. „Held- ur þú að ég líði ekki fyrir að geta ekki farið á kaffihús á Íslandi lengur? Auð- vitað er þetta ofboðslega sárt. Mað- ur lærir það að peningar eru ekki allt. Það eru önnur gildi í lífinu. Gildismat mitt er algerlega breytt,“ segir Pálmi en hann sagðist einnig hafa fengið morð- hótanir og hótunarbréf í pósti. „Þetta Margir Íslendingar vilja uppgjör við efnahagshrunið á meðan aðrir tala um að hugsað sé um framtíðina en ekki fortíðina og styðja það praktískum rökum. Eftir seinna stríð var uppgjör við það tafið um áratugi af praktískum ástæðum. Sagnfræðingur segir að hrunsumræðan geti farið saman við uppbygginguna. VARÐ HRUNIÐ Í FRAMANDI LANDI? INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Uppgjör við hrun Umræða fer nú fram í landinu um hvernig gera eigi upp við efnahagshrunið: einkavæðingu bankanna, útrásina, stjórnmálin og starfsemi eftirlitsaðila. Þeiri umræðu má gróflega skipta í tvo skóla, uppgjörshyggju og framtíðarhyggju. Ég held að þetta geti einmitt far- ið saman: umræðan um hrunið og uppbygingin... Afleiðingar hrunsins Dramatískasti atburður hrunsins og mánaðanna þar á eftir er búsaáhaldabyltingin í upphafi árs 2009. Margir vilja nú að talað verði minna um atburðina sem orsökuðu hrunið og síðar búsáhaldabyltinguna og að landinn einbeiti sér að framtíðinni. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. Getur farið saman Sigurður Gylfi segir að umræðan um hrunið geti farið saman við uppbyggingu samfélagsins. Þráhyggja slæm Jón segir að Íslend- ingar verði að horfast í augu við hrunið þó þráhyggja um það sé ekki góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.