Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 35
Netkosning
„Þessi verðlaun hafa mikla merkingu fyrir okkur og sér-
staklega að fá netverðlaunin,“ segir Helgi Svavar Helga-
son, trommari í hljómsveitinni Hjálmar. „Þetta er val
fólksins í landinu, því sem við erum að spila fyrir og
leggja okkur alla fram við.“
Hljómsveitin Hjálmar gaf út sína fjórðu plötu, plötuna
IV, á síðasta ári og þótti hún ekki síðri en þær þrjár sem
komu á undan. „Þetta segir okkur bara að halda áfram.“
Helgi er ánægður með síðasta ár hvað tónlist varðar:
„Það var frábært ár og það sem mér finnst helst standa
upp úr er að plötuútgáfa skuli hafa haldið áfram að vera
eins sterk og hún er. Salan var ágæt og það gerir okkur
kleift að halda áfram að gera fleiri plötur.“
Sú er raunin hjá þeim félögum því þeir eru strax byrjaðir
að vinna efni á næstu plötu. „Við erum að fara taka upp
bara á morgun (í dag). Það er búið að gera nokkur lög nú
þegar og stefnum að því að gera eins konar „döbb“-plötu.
Þá plötu stefnum við að gefa út á vínyl en það er ekki al-
veg komið á hreint. Það er allavega stefnan,“ segir Helgi
Svavar, ánægður með lífið.
Rökstuðningur dómnefndar:
Hjálmar hafa verið að gera frábæra hluti í mörg ár og
virðast bara bæta sig. Eftir að hafa gefið út þrjár góðar
plötur á ferli sínum kom sú fjórða á árinu og heitir hún
einmitt IV. Platan var sú mest selda á landinu árið 2009
og fékk einróma lof gagnrýnenda. Að margra mati besta
plata ársins og sennilega besta plata Hjálma til þessa.
Sveitin hélt fjölda frábærra tónleika á árinu og fór sínar
eigin leiðir með því að vera með í stofnun útgáfufyrir-
tækisins Borgin sem hefur það að leiðarljósi að bæta hlut
tónlistarmanna. asdisbjorg@dv.is
Hjálmar hafa verið að gera frábæra hluti í
mörg ár, þar á meðal á síðasta ári, og varð
hljómsveitin hlutskörpust í netkosningu
Menningarverðlauna DV 2009.
Segir okkur að halda áfram
Menningarhátíð í Iðnó
Margmenni Vel var mætt í Iðnó á miðvikudag.
Svartar og sætar Svart er alltaf klassískt. Það vita
þessar fögru konur sem skemmtu sér vel í Iðnó.
Barnaleikur Una Margrét Jónsdóttir, í miðjunni, var tilnefnd í
fræðaflokknum fyrir bók sína Allir í leik - söngvaleikir barna.
Ávarp Reynir Traustason, annar
ritstjóra DV, ávarpaði samkomuna áður
en verðlaunaafhendingin sjálf hófst.
Tvö á toppnum Jón Proppé var í forsvari fyrir dómnefndina í
flokki myndlistar og afhenti því verðlaunahafanum viðurkenningu
sína. Áður spjallaði hann við þessa brosmildu konu.
HELGARBLAÐ 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 35
Gleði Helgi Svavar Helgason, trommari Hjálma, tekur
glaðbeittur við viðurkenningarskjali og blómvendi úr hendi
Sverris Arngrímssonar, framkvæmdastjóra DV og Birtíngs, á
sviði Iðnó á miðvikudaginn.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Vinningshafi Yean Fee Quay, lengst til hægri, er
sýningarstjóri sýningaraðarinnar í D-sal Listasafns
Reykjavíkur sem fékk verðlaunin í flokki myndlistar.