Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 46
Kvikmyndir „Ég verð að viðurkenna að ég bjóst alls ekki við þessu, enda engir smá risar sem ég var að keppa við,“ segir Þórunn Hafstað, höfundur og framleiðandi heimildamyndarinnar Íslensk al- þýða sem fékk Menningarverðlaun DV í kvikmyndum. Þetta er fyrsta mynd Þórunnar en á meðal tilnefndra voru reynsluboltar í íslenskri kvikmyndagerð á borð við Friðrik Þór Friðriksson og Ragnar Bragason. Myndin gefur innsýn inn í líf nokkurra íbúa í verkamannabú- stöðunum við Hringbraut en húsin standa við Ásvallagötu og Hofsvallagötu auk Hringbrautar. Þórunn hefur ekki búið í nein- um húsanna sjálf en hefur í gegnum tíðina kynnst fólki sem býr og bjó þarna. „Ég fór svo að viða að mér upplýsingum um sam- félagið og fór þannig smám saman að fá innsýn inn í Húsfélag alþýðu, samfélagið sem þrífst þarna og söguna á bak við það. Ég ólst sjálf upp í Vesturbænum og það var svolítið sérstakt að uppgötva eiginlega þarna samfélag sem var fyrir framan augun á mér allan tímann. Og ég nálgaðist myndina eins og ég væri að fara að skoða samfélag inni í samfélagi, og ég er líka svolítið að skoða samband fólks við íbúðirnar sínar. Þetta eru nefnilega litlar íbúðir, mjög fúnksjónal íbúðir, og ég er svolítið að skoða hvernig arkitektúrinn hefur áhrif á íbúana og öfugt.“ Aðspurð hvort myndin fari í dreifingu erlendis segir Þórunn þreifingar í gangi í þeim efnum sem hún geti því miður ekki sagt frá að sinni. kristjanh@dv.is Rökstuðningur dómnefndar: Það er ávallt gleðiefni þegar fyrsta kvikmynd ungs kvik- myndahöfundar heppnast svo vel að áhorfandinn fær nýja sýn á veruleikann. Heimildamyndin Íslensk alþýða eftir Þórunni Hafstað er þannig mynd. Þórunn, sem ný- lokið hefur námi í sjónrænni mannfræði, beinir sjónum að verkamannabústöðunum við Hringbraut og nokkrum íbúum þeirra. Áherslan er bæði skemmtileg og nýstár- leg; þetta er saga um samskipti fólks við það rými sem það hrærist í. Með því að skoða þessi samskipti nær Þórunn að sýna okkur venjulegt fólk í því samhengi sem við leiðum oftast hjá okkur. Smáatriði opinbera óvæntar hliðar. Hið ofur hvunndagslega reynist áhugaverðara en áhorfandinn ætlar. Húsið hefur sál og aðgát skal höfð í allri nærveru og umgengni. Myndin vakti mikla athygli á Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, síðastliðið vor og á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í haust. Vonandi ber Sjónvarpið gæfu til að sýna hana sem fyrst, enda á hún fullt erindi við íslenska alþýðu. Þórunn Hafstað hlaut Menningarverð- launin í flokki kvikmynda fyrir heimilda- mynd sína Íslensk alþýða. Leiklist Bjóst ekki við að vinna risana „Mér finnst gaman að fá verðlaun, mér finnst gott að fá verðlaun í hóp, veit ekki hvernig það færi í mig sem einstaklingur, kannski yrði ég of montin, en mér finnst ægilega gaman að deila verð- launum með Bergi og Benedikt,“ segir Halldóra Geirharðsdótt- ir leikkona. „Benedikt kom um borð og gaf okkur mikinn kraft. Hann er félagi okkar og talar sama tungumál og við. Það er gam- an að landa þessu saman.“ Halldóra og Bergur Þór Ingólfsson hafa leikið trúðaparið Bar- böru og Úlfar í langan tíma en þau segjast þó aðeins vera á miðri leið í verki sem hafi ekki afmörkuð endalok. „Við höfum unnið að þessu í 15 ár og þetta er viðurkenning fyrir úthald. Vonandi verðum við enn að um sjötugt og leikum trúða,“ segir Bergur. Halldóra segir að trúðarnir séu í stöðugri þróun. „Trúðarnir verða til svo lengi sem við verðum til. Markmiðið er að þetta sé leikhúsform sem aðrir kveikja á og fá líka áhuga á að leika. Það eru komnir fleiri trúðar, þeir sem voru með okkur í Dauðasynd- unum, þeir sem voru með okkur í Jesú litla, margir grípa bolt- ann,“ segir hún. „Við stefndum alltaf að trúðboði og það hefur heppnast,“ bætir Bergur við. Halldóra segir að lokum að hún hafi fundið frelsi þegar hún lærði leiktækni trúðanna í Nemendaleikhúsinu fyrir 15 árum. „Þegar við lærðum þessa leiktækni, þá hugsaði ég: „já, nú skil ég hvers vegna ég er í leikhúsi“ og „ég vil taka þátt í svona leikhúsi“. Og ég fann andlegt frelsi.“ helgihrafn@dv.is Rökstuðningur dómnefndar: Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir hafa á und- anförnum árum þróað trúðaparið Barböru og Úlfar í ýmsum sýningum. Þau hafa þar kveikt nýjan áhuga á trúðleik hér á landi og skapað honum áður óþekktan sess innan íslensks leikhúss. Þetta starf þeirra hefur sjaldan borið betri ávöxt en í sýningunni Jesú litli undir leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Halldór Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson léku trúða Jesú litla í leikstjórn Benedikts Erlingssonar: „Trúðarnir verða til svo lengi sem við verðum til.“ 46 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 HELGARBLAÐ Þórunn Hafstað Leikstjóri og framleiðandi Íslenskrar alþýðu sem Þórunn gerði í tengslum við nám sitt í sjónrænni mannfræði. MYND SIGTRYGGUR ARI Aðstandendur Jesú litla Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson hafa þróað trúðana Barböru og Úlfar í langan tíma. Þau segja Benedikt Erlingsson hafa veitt þeim mikinn kraft og innblástur. ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.