Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 6
Klettaklifrarinn Elísabet Birgis- dóttir var heppin að ekki fór verr þegar hún féll niður sex metra við klettaklifur nærri bænum Adel- eide í Ástralíu á þriðjudaginn. Hún handleggsbrotnaði á báðum en að mati lögreglunnar í Ástralíu var mildi að ekki fór verr. Elísabet er 31 árs sjúkraþjálfari og lauk meist- aranámi í Ástralíu fyrir stuttu. Hún hefur verið búsett þar í nokkur ár ásamt kærasta sínum Hilmari Ingi- mundarsyni en þau eiga soninn Tómas sem er fjögurra ára. Reynd klifurkona Í samtali við DV segir Birgir Bjarna- son, faðir Elísabetar, að hún sé mjög reynd klifurkona og hún hafi verið að klifra bæði á Íslandi og í Ástralíu undanfarin ár. „Hún var búin að klifra þarna oft og mörgum sinnum og þekkti mjög vel aðstæð- ur,“ segir hann. Að sögn Birgis urðu mannleg mistök til þess að Elísabet féll. „Það gerist stundum að þegar klifrarar detta þurfa þeir sem halda um línuna niðri að vera viðbúnir að halda línunni strekktri. Stelpan sem var niðri náði því ekki,“ seg- ir Birgir en tekur fram að slíkt geti þó alltaf gerst og ekkert við hana að sakast í þeim efnum. Lögregl- an var kölluð á staðinn. „Það var nokkuð bratt upp að klettunum þar sem hún var og því líklega betra að senda þyrlu þangað,“ segir Birgir. Útivistarfíklar Að sögn Birgis hefur hann ekki fengið að vita tildrög slyssins í þaula. Hann og móðir hennar hafa verið í einhverju símasambandi við hana. Elísabet sé búin að vera á sterkum verkjalyfjum til að lina sársaukann í höndunum. Birg- ir segir að klifuráhugi Elísabetar komi frá kærastanum Hilmari Ingi- mundarsyni. „Hann er þaulvanur fjallamaður. Hefur verið í björgun- arsveit á Íslandi og klifrað í Nepal svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa klifr- að mikið saman,“ segir hann. Fyrrverandi landsliðs- kona í fimleikum „Elísabet var í aðgerð í gær sem heppnaðist vel. Hún verður í gifsi næstu tvo mánuði en læknar segja að Elísabet ætti að vera búin að jafna sig í höndunum og geta náð fullum bata eftir sex mánuði,“ segir hann. Það sé mikilvægt fyrir hana að ná sér fljótt til þess að geta sinnt starfi sínu sem sjúkraþjálfari. Að sögn Birgis fer kærasti henn- ar fljótlega í vettvangsnám til Kína. „Hann fer til Kína í hálfan mán- uð. Það er spurning hvernig hún spjarar sig á meðan. Það er verið að meta það hvort við foreldrarnir þurfum ekki bara að skella okkur til Ástralíu til að hugsa um hana,“ seg- ir hann. 6 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR SKOTIÐ Á HANNES n Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör heitir nýjasta bók Hannes- ar Hólmsteins Gissurarsonar. Þar skoðar hann skattamál og metur reynsluna af skattalækkun- um. Laffer-kúrf- an er í lykilhlut- verki á kápu bókarinnar og ljóst að Hannes er mjög sannfærður um ágæti þeirrar kenningar. Örfáum dögum áður en bókin kom út skrifaði flokksbróðir hans, Deiglupenninn og hagfræðineminnn Hafsteinn Gunnar Hauksson, pistil og taldi kenninguna ofmetna. „Stóri feill okkar hægri- manna felst hins vegar ekki í því að tala fyrir kenningu sem gengur mis- vel upp, heldur í því að halda að hún skipti einhverju höfuðmáli.“ Pistlin- um virðist beint til höfuðs Hannesi. LÍK Í LESTINNI n Benedikt Erlingsson leikari vakti mikla athygli fyrir ræðu þegar hann tók við Menningarverðlaunum DV í leiklist fyrir Jesúm litla ásamt félögum sínum Halldóru Geir- harðsdóttur og Bergi Þór Ingólfs- syni. Benedikt vakti kátínu þegar hann sagði erfitt að taka við verð- launum úr hendi gagnrýnanda því að með því væri hann að viðurkenna vald gagnrýnandans. Öllu meiri at- hygli vakti þó hörð gagnrýni hans á Reyni Traustason, ritstjóra DV. Bene- dikt sagðist vilja feta í fótspor Jesú litla og velta um borðum í musterinu, það gerði hann best með því að benda á smákónga sem væri nóg af í samfé- laginu. Einn þeirra væri Reynir sem hann skammaði fyrir atlögu að heiðri blaðamannsins Jóns Bjarka Magn- ússonar þegar sá hætti á DV skömmu fyrir jól 2008 og greindi frá samtölum þeirra um hótanir í garð DV og frétt sem ekki birtist. ÞRJÚ GLÖS AF VÍNI n Auglýsing frá starfsmannafélagi Arion banka Finns Sveinbjörnssonar hefur gengið manna á milli á netinu. Verið er að auglýsa árshátíð félagsins sem fram fer á næstunni. Í auglýs- ingunni er farið yfir matseðil kvöldsins sem er hefðbundinn með tilheyr- andi risarækj- um, nautalund, trufflumeðlæti og desertmús. Það sem vekur at- hygli við auglýsinguna er hins vegar ekki maturinn heldur drykkjarföng- in sem í boði eru: Tekið er fram að með matnum sé boðið upp á 3 glös af víni. Einhverjir hafa haft orð á því að þessi vínglasaskömmtun sýni betur en margt annað að það er af sem áður var í bönkunum. BJÖRGÓLFUR THOR FALLINN AF LISTANUM n Kannski markar það endanleg lok íslensku útrásarinnar að nú skuli ekki lengur vera einn einasta Íslending að finna á lista Forb- es yfir ríkustu menn heims. Það þótti merkur við- burður og margir fögnuðu þegar Björgólfur Thor Björgólfsson komst á listann fyrstur Íslend- inga. Ýmsum þótti það til marks um að Ísland væri komið til að vera sem hluti af viðskiptalífi heimsins. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Björg- ólfur fallinn af listanum. Eitt sinn átti Björgólfur Thor þrjá og hálfan milljarð Bandaríkjadollara að því er sérfræðingar Forbes mátu auð hans. Nú er hins vegar ljóst að hann hefur tapað meira en tveimur þriðju hlutum eigna sinna því lágmarksupphæðin til að komast inn á lista Forbes er einn milljarður dollara í eignir. SANDKORN HRAPAÐI SEX METRA Í KLIFRI Sjúkraþjálfarinn Elísabet Birgisdóttir féll niður sex metra og brotnaði á báðum hönd- um við klettaklifur. Atvikið átti sér stað nærri bænum Adeleide í Ástralíu þar sem hún hefur verið búsett undanfarin ár ásamt kærasta sínum og syni þeirra. Faðir hennar telur að Elísabet verði fljótlega farin að klifra aftur. ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Skúli Skúlason, eigandi Capacent ráðinn til Orkuveitunnar: Eftirsóttir starfsmenn Capacent Skúli Skúlason, einn eigenda ráðn- ingarfyrirtækisins Capacent, var ráðinn í starf sviðsstjóra þjónustu- sviðs Orkuveitu Reykjavíkur í byrjun febrúar. Capacent sá um ráðninguna í starfið og var Skúli starfsmaður og einn eigenda Capacent þegar hann var ráðinn í starfið. Heimildir DV herma að um 280 hafi sótt um starfið sem Skúli var ráðinn í. Hann er með BS próf í viðskiptafræði og starfaði áður hjá Reykjavíkurborg. Á miðvikudaginn sagði DV frá því að Capacent hefði séð um ráðn- ingu kúlulánþegans Magnúsar Bjarnasonar í starf framkvæmda- stjóra markaðs- og viðskiptaþróun- ar Landsvirkjunar sem tilkynnt var um á mánudaginn var. Magnús starf- aði líkt og Skúli hjá Capacent þeg- ar hann var ráðinn í starfið. Magnús skuldar skilanefnd Glitnis 640 millj- ónir króna vegna kúluláns sem hann fékk til hlutabréfakaupa í Glitni með- an hann var framkvæmdastjóri hjá bankanum. „Það er ekkert óeðlilegt að starfs- fólk Capacent sæki um störf sem fyrirtækið auglýsir og fái þau,“ sagði Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri ráðninga hjá Capacent, á miðviku- daginn þegar hann var inntur eft- ir því hvort eðlilegt væri að Magnús hefði verið ráðinn til Landsvirkjunar. Hann sagði að eina reglan sem gildi við slíkar ráðningar sé að umsækj- andi njóti fyllsta trúnaðar hjá þeim sem sér um ráðninguna gagnvart yf- irmönnum Capacent. Sagði Gunnar fjölmörg dæmi þess að starfsmenn hjá Capacent hafi sótt um störf sem fyrirtækið sá um að ráða í og fengið þau. Það vekur þó nokkra athygli að nú þegar rúmlega tveir mánuðir eru liðnir af árinu 2010 hafi Capacent þegar ráðið tvo háttsetta starfsmenn sína í störf sem fyrirtækið auglýsir og sér um að ráða í. as@dv.is Þaulvanur klettaklifrari Elísabet er þaulvön klettaklifri og hefur mikið klifrað á Íslandi og í Ástralíu undanfarin ár. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Það var nokk-uð bratt upp að klettunum þar sem hún var og því líklega betra að senda þyrlu þangað. Sjúkraþjálfari Elísabet er menntaður sjúkraþjálfari. Það verður því erfitt fyrir hana að sinna starfi sínu næstu mán- uði en talið er að hún verði búin að ná sér í höndunum eftir sex mánuði. Vinsælir Tveir toppar hjá Capacent hafa verið ráðnir í störf sem fyrirtækið sá um ráðninguna í á fyrstu mánuðum ársins 2010. MYND SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.