Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 27
hver annar hefur gert,“ segir hún og
hlær á ný. „Ég byrjaði að syngja þegar
ég var þriggja ára. Með mínum eigin
texta.“
Meðal þekktustu verka Jórunn-
ar eru jólalögin Jól og Það á að gefa
börnum brauð, Kall sat undir kletti,
Únglíngurinn í skóginum við texta
Halldórs Laxness og tónlist við ball-
ettinn Eldur sem var fyrsta íslenska
balletttónlistin. Þá er ónefnd tónlist-
in sem Jórunn samdi við myndina
Síðasti bærinn í dalnum og var hún
þar einnig að feta slóð sem ekki hafði
verið farin áður á tónlistarsviðinu.
Jórunn hefur sótt mikið í íslenskan
tónlistararf, bæði sem innblástur og
við útsetningar á íslenskum þjóðlög-
um.
Menntun í nokkrum löndum seg-
ir Jórunn hafa hjálpað sér mikið á
ferli sínum, að hafa lært víða. Þýska-
land er henni ofarlega í huga í þeim
efnum. „Það var alveg dásamlegt að
læra við þýskan háskóla. Það ligg-
ur við að þeir tali íslensku, þeir eru
svo klárir. Það fara engir vitleysingar
í þýska háskóla. En svo urðum við að
flýja þaðan.“
Flúði Þýskaland vegna stríðsins
Jórunn lærði tónsmíðar við Tónlist-
arakademíuna í Berlín í tvö ár, frá
1937 til ´39. Þau fluttu til Íslands í
júlímánuði, einungis nokkrum vik-
um áður en Þjóðverjar réðust inn í
Pólland sem varð upphafið að síðari
heimsstyrjöldinni. „Það var minnir
mig útgerðarmaður sem lánaði skip
sem kom og sótti okkur,“ segir hún og
virðist ekki vilja gera mikið úr þessari
sérstöku lífsreynslu. Kannski hvers-
dagslegt eðli hennar hafi með það
gera.
Katrín skýtur inn í að Jórunn hafi
sagt nokkuð ítarlega frá dvölinni í
Berlín í heimildamyndinni Orðið
tónlist sem fjallar um ævi og störf
listakonunnar. Myndin er eftir Ara
Alexander Ergis Magnússon og var
sýnd í Ríkissjónvarpinu um síðustu
páska. Blaðamaður nóterar það hjá
sér til að hafa uppi á gripnum seinna
meir. Nema hún verði endursýnd hjá
RÚV fyrst ekki lengur eru keyptar
nýjar, íslenskar myndir?
„Vissi ekki hvað ég
hefði af mér gert“
Náminu í Berlín þurfti Jórunn því
að hætta í miðjum klíðum en fram
að Þýskalandsförinni hafði hún lært
hjá móður sinni, Katrínu Viðar, og
svo Páli Ísólfssyni og Árna Kristj-
ánssyni í Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Árin 1943 til ´46 lærði hún tónsmíð-
ar við Julliard-skólann í New York og
seinna var hún eitt vetur við nám í
Vínarborg.
Jórunn er fljót til svars þegar
blaðamaður spyr hvernig Jórunni
hafi orðið við þegar dætur henn-
ar koma þeim skilaboðum til henn-
ar að hún fengi heiðursverðlaun
Menningarverðlaunanna í ár. „Ég
trúði því bara ekki. Ég hélt að þetta
væri ekki tilfellið. Ég vissi ekki hvað
ég hefði af mér gert.“
Og tár mátti sjá á hvarmi hennar
þegar hún hafði tekið við viðurkenn-
ingunni úr höndum Ólafs Ragnars
Grímssonar, forseta Íslands. „Þetta
voru held ég gleðitár. Þetta var mik-
il stund.
En hann Ólafur hefur breyst svo
mikið. Hann er orðinn svo mildur.
Hann var ekki svona mildur áður
fyrr. Ég held að músíkin hafi haft góð
áhrif á hann.“
kristjanh@dv.is
... Loftkastalanum
sem hrundi
Engin mis-
tök. Frábær
lokakafli
í þríleik
Larssons.
... leikritinu
Hænuungarnir
Hver leikarinn
öðrum betri í þessu
frábæra verki.
... Precious
Gríðarlega vel
leikin mynd
um hrikalegt
líf ungrar
stúlku.
... tölvuleiknum
Heavy Raina
Einstakur leikur
þar sem þú ræður
ferðinni.
... tölvuleiknum
Handball Manager
Misheppnaður
leikur og of
flókinn.
FÓKUS 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 27
FÖSTUDAGUR
n Alþýðu - og heimstónlistarhátíðin
Samtals koma 14 sveitir fram á hátíðinni.
Fjórar hljómsveitir koma fram á
föstudegi og laugardegi. Hverju atriði
er ætlaður 45 mínútna spilatími. South
River Band, Varsjárbandalagið, Narodna
Musika og Ljótu hálfvitarnir.
n Elvis á Akureyri
Friðrik Ómar ásamt landsliði hljóðfæra-
leikara og söngvara hefur slegið í gegn
í Salnum í Kópavogi með frábærum
tónleikum þar sem fluttar eru helstu
perlur Elvis Presley.
Tónleikarnir verða í Sjallanum og kostar
3.500 krónur inn.
n Cornelis Vreeswijk í Norræna húsinu
Guðrún Gunnarsdóttir og Aðalsteinn
Ásberg flytja úrval úr verkum söngva-
skáldsins vinsæla Cornelis Vreeswijk í tali
og tónum. Gunnar Gunnarsson spilar á
píanó og Jón Rafnsson á kontrabassa.
Tónleikarnir verða í Norræna húsinu og
kostar 2500 krónur inn.
LAUGARDAGUR
n Páll Óskar
á NASA
Páll Óskar heldur
upp á fertugsafmæl-
ið sitt með risapartíi
á laugardag. Kostar
aðeins þúsund
krónur inn og lofar
Páll Óskar dúndur-
stuði - pásulaust.
n Wacken Metal Battle 2010
Alvöru þungarokkskeppni sem hefur
vaxið jafnt og þétt frá 2004 og í ár munu
26 þjóðir halda undankeppnir í sínu
landi og verður Ísland þar á meðal í
annað sinn. Sigursveitin í hverju landi
fyrir sig hlýtur að launum þátttökurétt
í lokakeppninni á Wacken. Tónleikarnir
verða á Sódóma og opnar húsið klukkan
20:00. Gone Postal, Carpe Noctem,
Gruesome Glory, Wistaria, Universal
Tragedy, Severed Crotch og Atrum munu
berjast um laust sæti á Wacken.
n Ljósmyndasýning Myndlistaskólans
í Reykjavík
Nemendur úr fornámi Myndlistaskóla
Reykjavíkur sýna ljósmyndir og
myndverk í Gallerí Tukt. Opnun er á
laugardaginn klukkan 16.
Hvað er að
GERAST?
Menningarvika Grindavíkur verð-
ur haldin 13. til 20. mars undir yf-
irskriftinni Menning er mannsins
gaman. Þetta er í annað sinn sem
menningarvikan er haldin og er
dagskráin fjölbreytt og skemmti-
leg.
Um fjörutíu metnaðarfull atriði
eru á dagskrá. Tónleikar, skemmt-
anir, frásagnir, sýningar og uppá-
komur verða alla dagana í Saltfisk-
setrinu, Bryggjunni, Flagghúsinu,
Mömmu míu, Salthúsinu og víðar.
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff
verður viðstödd setningarhátíðina
í Saltfisksetrinu á laugardaginn og
ætlar hún að taka í prjóna þegar
hafist verður handa við að prjóna
lengsta trefil í heimi.
Athygli er vakin á því að ókeypis
aðgangur er að flestum viðburðum
menningarvikunnar.
... From Paris With Love
Einföld spennu-
flétta sem allir
strákar ættu að
hafa gaman af.
Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is
Fermingargjöfin
er íslensk hönnun
PRJÓNIPRJÓN
Dorrit Moussaieff Prjónar í Grindavík
á laugardag.
Hamingjuóskir Forseti Íslands
óskar Jórunni til hamingju með
viðurkenninguna eftir að hafa
afhent henni heiðursverðlaunin.
ER óskaplega HVERSDAGSLEG