Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 50
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Þórður Harðarson YFIRLÆKNIR OG PRÓFESSOR Þórður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í gamla Vesturbænum, fyrst við Vesturgötuna og síðan við Öldugötu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1960, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1967, stundaði sérfræðinám í hjarta- sjúkdómum við Royal Postgradu- ate Medical School og við Hammer- smith Hospital í London 1971-74, var jafnframt rannsóknarlæknir hjá Brit- ish Heart Foundation 1972-74, var sérfræðingur í hjartasjúkdómum við Fondren Brown Cardiovascular Res- earch Center, Methodist Hospital og Baylor College of Medicine í Hous- ton í Texas 1974-75, og við háskóla- sjúkrahúsið í San Diego í Kaliforníu og kennari við læknadeild Kaliforn- íuháskóla 1975-76. Þórður var yfirlæknir við lyflækn- ingadeild Borgarspítalans frá 1977, hefur verið yfirlæknir á lyflækninga- deild Landspítalans frá 1982, hefur verið prófessor í lyflæknisfræði við HÍ frá 1982 og starfrækir eigin lækna- stofu. Þórður var formaður Félags ís- lenskra lækna í Bretlandi 1973-74, í stjórn Hjartaverndar frá 1977, var formaður Vísindaráðs Hjartavernd- ar, ritari Hjartasjúkdómafélags ís- lenskra lækna 1977-79 og formað- ur þar um skeið, var ritari Félags íslenskra lyflækna, trúnaðarlækn- ir Flugmálastjórnar og var forseti læknadeildar HÍ. Þórður er meðlimur fjölda er- lendra og alþjóðlegra samtaka um hjartarannsóknir, hefur skrifað fjölda greina um sitt sérfræðisvið og hefur verið meðritstjóri Journal of Internal Medicine, Tímarits Hjartaverndar og Tímarits HÍ. Fjölskylda Þórður kvæntist 4.2. 1962, Sólrúnu Björgu Jensdóttur, f. 22.7. 1940, sagn- fræðingi og fyrrv. skrifstofustjóra í menntamálaráðuneytinu. Hún er dóttir Jens Steindórs Benediktsson- ar, prests og blaðamanns í Reykjavík, og k.h., Guðríðar Guðmundsdóttur verkstjóra. Börn Þórðar og Sólrúnar eru Hörður, f. 23.10. 1965, veðurfræð- ingur á Nýja-Sjálandi, en kona hans er Tomoko Gamo og er dóttir þeirra Sólrún Maya; Steinunn, f. 6.7.1977, læknir í framhaldsnámi í Svíþjóð en maður hennar er Árni Grímur Sig- urðsson læknir og eru börn þeirra Nína Þorbjörg Árnadóttir og Þórð- ur Árnason; Jens, f. 14.2. 1982, verk- fræðingur og deildarstjóri hjá Ice- landair en kona hans er Erna Kristín Blöndal lögfræðingur og er sonur þeirra Lárus Jensson Blöndal. Systir Þórðar er Anna, f. 12.6. 1943, skrifstofustjóri læknadeildar HÍ. Foreldrar Þórðar: Hörður Þórð- arson, f. 11.12. 1909, d. 6.12.1975, sparisjóðsstjóri i Reykjavík, og k.h., Ingibjörg Oddsdóttir, f. 31.10. 1909, d. í desember 1999, húsmóðir. Ætt Hörður var bróðir Úlfars augnlækn- is, Agnars rithöfundar og Gunn- laugs hrl. Hörður var sonur Þórðar, yfirlæknis á Kleppi Sveinssonar, b. á Geithömrum í Svínadal Pétursson- ar, b. á Refsstöðum, bróður Kristjáns, afa Jónasar Kristjánssonar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. rit- stjóra DV. Pétur var sonur Jóns, b. á Snæringsstöðum Jónssonar, b. á Balaskarði Jónssonar „harðabónda“, í Mörk Jónssonar. Móðir Þórðar var Steinunn Þórð- ardóttir, b. í Ljótshólum Þórðarson- ar, b. á Kúfustöðum Þórðarsonar, af Guðlaugsstaðaætt. Móðir Harðar var Ellen Johanne, dóttir Jens L.J. Kaaber, stórkaup- manns og forstjóra í Kaupmanna- höfn, bróður Ludvigs Kaaber, banka- stjóra Landsbankans. Móðir Ellenar var Sara frá Suður-Jótlandi. Ingibjörg var systir Bjarna skurð- læknis og Önnu, móður Flosa Ólafs- sonar. Ingibjörg er dóttir Odds, skó- smiðs í Reykjavík, sonar Bjarna, b. á Hömrum, Sigurðssonar, og Ingi- bjargar Oddsdóttur, b. á Brennistöð- um, bróður Jóns, langafa Sigmund- ar Guðbjarnasonar, fyrrv. rektors HÍ. Oddur var sonur Bjarna, ættföður Vatnshornsættar Hermannssonar. Móðir Odds skósmiðs var Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Vatnshorni, Ísleifs- sonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, systur Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Ingibjargar var Helga Böðvarsdóttir, b. í Skáney Sigurðssonar og Ástríðar Jónsdóttur, ættföður Deildartungu- ættar Þorvaldssonar. Móðir Ingibjargar var Andrea Kristjánsdóttir, trésmiðs á Eyrar- bakka Teitssonar, b. í Vatnahjáleigu Jónssonar, á Hamri Árnasonar, pr. í Steinsholti, bróður Ögmundar, afa Tómasar Fjölnismanns. Annar bróð- ir Árna var Böðvar, langafi Þorvalds, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Árni var sonur Presta-Högna Sigurðsson- ar. Móðir Teits var Helga Ólafsdóttir frá Eystri-Loftsstöðum, af Bergsætt. 70 ÁRA Á SUNNUDAG 65 ÁRA Á SUNNUDAG Ingimar Pálsson TÓNLISTARMAÐUR, SÁLGÆTIR OG RÁÐGJAFI Ingimar fæddist á Akureyri en ólst upp í Vestmannaeyjum frá fimm ára aldri. Hann stundaði tónlistar- nám á harmoníum, píanó, orgel, fiðlu og klarinett, bæði hérlendis og erlendis. Kennarar hans voru m.a. Guðjón Pálsson, Oddgeir Kristjáns- son, Leifur Þórarinsson, Árni Arin- bjarnarson, Haukur Guðlaugsson og James E. Geottsche, fyrsti organ- isti við Péturskirkjuna í Rómaborg. Ingimar stundaði nám við fé- lagsvísindadeild HÍ með sálarfræði sem aðalgrein og félagsráðgjöf sem aukagrein, stundaði nám við guð- fræðideild HÍ í rúmlega fimm ár, á að baki þriggja ára nám í sálgæslu- fræðum og tengdu námi við End- urmenntun- og guðfræðideild HÍ ásamt eins árs námi í hugrænum atferlisfræðum. Ingimar stundaði sjómennsku og ýmis verslunar-, skrifstofu- og stjórnunarstörf framan af. Auk þess sinnti hann kórstjórn og kennslu og lék einnig með hljómsveitum. Hann var skólastjóri Tónlistar- skóla Skagafjarðarsýslu 1975-82 og stjórnaði á þeim tíma Karlakórnum Heimi í nokkur ár, Karlakór Sauðár- króks, söngfélaginu Hörpu, ásamt barna- og unglingakór. Hann var kennari við Bændaskólann á Hól- um í tvö ár og var organisti Hóla- dómkirkju, Viðvíkurkirkju og Hofs- staðakirkju í sjö ár. Þá kenndi hann orgelleik á Sauðárkróki við Tón- skóla Þjóðkirkjunnar 1978-79. Ingimar sinnti hjálpar- og þró- unarstörfum, ásamt tónlistarstörf- um í Afríku 1981-91, starfaði m.a. við bókakristniboð, var yfirmað- ur söng- og tónlistardeildar Per- forming Arts í Jóhannesarborg um þriggja ára skeið og stjórnandi The Johannesburg Conservatoire of Music í um þrjú ár. Hann var gestalektor við tónlistardeild Wits University í Jóhannesarborg 1986- 87 og lék í kirkjulegum athöfnum, ýmist á orgel eða píano, hjá ýms- um kirkjudeildum. Einnig lék hann kvöldverðartónlist m.a. á Holiday- inn hótelum og á veitingastöðum í Jóhannesarborg og víðar í Suður Afríku og í öðrum löndum á ferða- lögum sínum við dreifingu á kristi- legum les-myndabókum á 15 mál- lýskum og tungumálum. Ingimar þjálfaði staðarhljómsveit á Hilton hóteli í Naíróbí þegar hann dvaldi þar á ferðum sínum í Austur-Afr- íku og lék einnig með hljómsveit- inni. Með leyfi og skriflegu um- boði skiptaráðanda og utanríkis- ráðuneytisins höfðaði Ingimar og rak dómsmál í Afríku í tengslum við andlát föður síns sem var þar kristniboði. Málið sem var hugs- að og rekið sem þróunaraðstoð við Afríkubúa, var prófmál og beind- ist að tryggingalöggjöf í landinu. Leyfi yfirvalda var skilyrt við per- sónulega ábyrgð Ingimars á rekstri þess og umframkostnaði, þ.e. bæri málið sig ekki sjálft. Málinu lauk eftir átta ára baráttu með fullum sigri í hæstarétti Swazilands og hefur haft fordæmisgildi sem al- menn réttarbót Afríkubúa. Fjölskylda Synir Ingimars eru Gunnlaugur Ingi Ingimarsson, f. 19.10. 1965, starfsmaður Hólagarðs, búsettur í Reykjavík; Páll Lúther Ingimars- son, f. 15.8. 1974, verslunarmað- ur, búsettur í Kaupmannahöfn og er dóttir hans Jóhanna Marín Páls- dóttir, f. 22.8. 2002. Systkini Ingimars eru Elín Páls- dóttir, f. 11.2. 1949, húsmóðir og leikskólakennari, búsett í Hafnar- firði; Arnbjörg Pálsdóttir, f. 17.3. 1951, húsmóðir og starfsmaður Landsbankans, búsett í Kópavogi; Lúther Pálsson, f. 2.6. 1953, leigu- og langferðarbílstjóri, búsettur í Kópa- vogi; Pála Björg Pálsdóttir, f. 7.10. 1957, húsmóðir og starfsmaður við Sjúkrahús Vestmannaeyja; Sesselja Kristín Pálsdóttir, f. 28.7. 1965, hús- móðir og starfsmaður Rimaskóla, búsett í Reykjavík; Páll Elfar Páls- son, f. 27.11. 1962, bassaleikari og offetprentari og starfsmaður Húsa- smiðjunnar í Reykjavík. Foreldrar Ingimars: Páll Lúth- ersson, f. á Eskifirði 20.10. 1926, d. 25.5. 1981, klæðskerameistari og síðar kristniboði í Afríku, og Að- albjörg Stefanía Ingólfsdóttir, f. á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði 11.11. 1924, húsmóðir, búsett í Reykjavík. Ingimar verður að heiman á af- mælisdaginn. Harpa fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún var í Lundarskóla, Gagnfræðaskóla Akureyrar, lauk stúdentsprófi frá MA 2000, stund- aði söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri á árunum 2000-2006 og stundar nú nám í ensku og íslensku við Háskóla Íslands. Harpa vann við Landsbank- ann á Akureyri í sex sumur, starfaði við veitingahúsið Friðrik V á Akur- eyri um skeið og vann í ísbúðinni Brynju. Harpa hefur sungið með Lund- arskólakórnum, MA kórnum og kvennakórnum Emblunum. Þá stundar hún blak með Þrótti í Reykjavík. Fjölskylda Unnusti Hörpu er Ólafur Freyr Birk- isson, f. 5.8. 1988. Systkini Hörpu eru Kristrún Lind Birgisdóttir, f. 1971; Jón Víðir Birgis- son, f. 1972. Foreldrar Hörpu eru Birgir Sveinbjörnsson, f. 1945, kennari og dagskrárgerðarmaður, og Rósbjörg H. Jónasdóttir, f. 1948, starfsmaður Vegagerðarinnar. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Harpa Björk Birgisdóttir HÁSKÓLANEMI Í REYKJAVÍK 50 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 ÆTTFRÆÐI Sveinbjörg fæddist í Norð- urfirði á Ströndum og ólst þar upp til fimmt- án ára aldurs. Hún var í Finnbogastaðaskóla og Grunnskólanum á Ísafirði og stundar nú nám við Menntaskólann á Ísafirði. Sveinbjörg ólst upp við öll almenn sveitastörf í Norðurfirði II, vann í fiski á Ísfirði á unglingsárunum og starfaði við leikskóla á Ísafirði. Sveinbjörg hefur stundaði bocc- ia með íþróttafélaginu Ívari frá 1995. Fjölskylda Bróðir Sveinbjargar er Skúli Sveinbjörnsson, f. 7.8. 1972, starfsmaður hjá Ósafli við Bolungarvíkur- göngin. Foreldrar Sveinbjargar: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, f. 15.10. 1944, fyrrv. bóndi í Norðurfirði II, og Ingibjörg Skúladóttir, f. 16.5. 1944, d. 25.12. 2003, húsmóðir og bóndi. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir NEMI VIÐ MENNTASKÓLANN Á ÍSAFIRÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.