Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 VIÐTAL að það er aldrei að vita hvort þessum vini mín- um sem er svona vel tengdur inn á blöðin verði að ósk sinni.“ ÍMYNDIN AF VÍKINGUM EKKI ALVEG RÉTT Þær hafa verið ófáar víkingamyndirnar sem hafa verið gerðar hér á landi. Þær eru jafnmisjafnar eins og þær eru margar en bera það svolítið með sér oft að vera eilítið kjánalegar. Eru víkingar ein- faldlega nógu töff? „Mér finnst þeir ógeðslega töff,“ svarar Baltasar um hæl. „Ég verð bara að gera þetta flott. Það er verið að leggja rosalega vinnu í það að búa til heiminn eins trúverðug- an og hægt er. Ég held að ímynd fólks af þessum tíma sé í gegnum bíómyndir sem hafa ekki ver- ið með nóg af peningum til þess að gera þenn- an heim almennilega. Maður sér alþingi fyrir sér sem nokkur tjöld og kalla talandi saman undir kletti. En þarna hljóta hafa verið hundruð ef ekki þúsundir manna og fleiri þúsundir hesta. Þarna voru menn að kaupa og selja, þarna voru allir, það var ekkert annað partí í gangi,“ segir Baltasar sem hallar ser nú fram af ákafa þegar hann talar um myndina. „Hús þessara manna voru heldur engin smá- smíði eins og sást við uppgröftinn niðri í Aust- urbæ. Svo má ekki gleyma bátunum, víkingabát- arnir eru þeir flottustu sem hafa verið byggðir. Gæinn sem sigldi þessu til New York um alda- mótinn sagði að þetta væri eins og spíttbát- ur. Þetta er svo vel byggt að það tekur ekki á sig neinar öldur. Menn sem gátu gert svona báta voru ekki á lágu menningarstigi,“ segir hann en ekki hefur verið ákveðið hvort myndin verði á ís- lensku eða ensku. „Kannski þarf ég að fórna ís- lenskunni, kannski ekki, en mig langar að búa til þennan heim. Mig langar samt ekki að gera hann með nokkrum indjánatjöldum, ég vil fara alla leið.“ SPARK Í PUNG Á fjölum Þjóðleikhússins má þessa dagana sjá leikritið Gerplu sem byggt er á skáldsögu nób- elsverðlaunahafans Halldórs Laxness. Leikhús- rýnir DV, Jón Viðar Jónsson, vægast sagt slátr- aði sýningunni í dómi sínum í DV og gaf verkinu eina og hálfa stjörnu. Rak hann Baltasar og leik- arana á gat í dómnum. „Ég les dóma og reyni að fá út úr þeim eitthvað sem getur orðið mér að gagni. Oft eru í dómum góðir punktar en oft er líka bara skítkast og það hjálpar engum,“ segir Baltasar sem talaði um dóminn í Spjallinu hjá Sölva á Skjá Einum. „Þú ert að koma mér í aðstöðu núna sem ég er samt alveg sáttur við. Þegar ég svaraði fyrir mig hjá Sölva kom á DV: „Baltasar kjökrar,““ segir hann og vitnar til sandkorns sem birtist á DV.is. „Þarna berjið þið mig í hausinn með Jóni Viðari og meðan ég ber fyrir mig hendurnar hjá Sölva sparkið þið í punginn á mér.“ JÓN VIÐAR STUNDUM ÆRUMEIÐANDI „Fyrir mína parta finnst mér Jón Viðar mjög skemmtilegur gagnrýnandi þó ég sé ekki alltaf sammála honum,“ segir Baltasar. „Hann segir oft hluti sem aðrir þora ekki að segja og það finnst mér áhugavert. Jón Viðar er óvenju vel að sér í íslenskri leiklistarsögu. Hann getur rakið aftur- ábak alla leiklistarsögu Íslands og þannig sett hluti í samhengi, sem er frábært. Það er ekkert gaman að lesa dóma sem fólk skrifar sem veit ekkert hvað var fyrir fimm árum í leikhúsinu. Stundum finnst mér hann aftur á móti detta í það að vera ærumeiðandi við fólk, og það finnst mér fyrir neðan hans virðingu. Hef ég það á til- finningunni að hann geti ekki setið á strák sínum að vekja á sér neikvæða athygli, svolítið eins og Simon Cowel í American Idol. Nú er ég komin út á hálan ís því að það eru fáir sem taka gagn- rýni verr en þeir sem vinna við að skrifa hana,“ segir hann. „Meirihluti dómsins fór þó í að rakka bókina niður,“ segir Baltasar. „Hann hefst á því hversu ógeðfelldur Jóni Viðari þótti Halldór Laxnes. Eftir þessi upphafsorð vissi ég að ekki var von á góðu.“ Baltasar segir stjörnugjöfina í dómum vera orðna meiri óvinur þess sem dæmir heldur en þess sem er dæmdur. „Fólk sér bara stjörnun- ar og sleppir því sem kannski mestu máli skipt- ir sem er greining gagnrýnandans. Stjörnugjöfin er það eina sem skiptir orðið máli. Stundum les maður einhverja dóma og stjörnugjöfin er ekki í neinu samhengi við það sem skrifað er.“ Þannig er þó mál með vexti að Jón Viðar er almennt mjög hrifinn af Baltasar og hans verk- um. Baltasar segir þó frá öðru augnabliki þegar Jón Viðar hakkaði hann í sig í beinni útsendingu. „Ég var í þættinum Á elleftu stundu og þurfti að sitja undir myndbandi frá honum að jarða mig sem leikara. Ég þurfti bara að sitja með mynda- vélarnar á mér og hlusta á það. Þarna átti bara að grilla mig, ég veit ekki til þess að margir leikar- ar hafi fengið þessa meðferð. Jón Viðar tók ekki bara þarna eitt verk heldur haugaði yfir allan fer- ilinn minn sem leikari. Honum varð kannski að ósk sinni síðar þegar ég hætti að leika á sviði. En hann hafði það í sér að biðja mig afsökunar eft- ir þetta sem ég virði mjög mikið við hann,“ segir Baltasar. GRÁTBAÐ UM FRESTUN Daginn sem leikdómurinn var birtur í DV var forsíðutilvitnun framan á blaðinu með fyrirsögn dómsins frá Jóni Viðari: „Misheppnuð Gerpla – Jón Viðar gefur Gerplu eina og hálfa stjörnu.“ „Að setja Misheppnuð Gerpla sem fyrirsögn utan á blaðið er ákveðin sölumennska og ég fer ekki ofan af því. Enda þótt það hafi verið aðrir dómar sem voru mjög jákvæðir er þetta sá dóm- ur sem flestir tóku eftir,“ segir Baltasar og heldur áfram: „Þá komum við aftur að þessu. Ég er þekkt- ur og er ákveðin stærð í þessu samfélagi þannig að það vekur athygli það sem ég geri. Menn eru ekkert að fara í tvær og hálfa stjörnu eða þrjár, það er bara farið alla leið niður og á forsíðuna með það. Það þarf ekki alltaf að vera sanngjarnt því ég er ekki sá eini sem kem að þessu verki,“ segir hann. „Að segja að eitthvað sé misheppnað er mjög harður stimpill á eitthvað sem mjög margir aðrir eru hrifnir af. Eða að fullyrða að Björn Thors hafi ekki sviðsjarma, meðan aðrir ganrýnendur hæla honum á hvert reipi og konur kikna í hnjánum,“ segir Baltasar. „Það verður samt að virða það við Jón Viðar og aðra gagnrýnendur að sýningin var ekki alveg tilbúin sem var mjög sárt fyrir mig. Ég fékk bara tvær og hálfa viku á sviði sem er mjög lítið með svona flókna sýningu. Þessi sýning var ekki æfð lengur en gengur og gerist sérstaklega þegar litið er til þess að við vorum að vinna upp leikverk úr bókinni á sama tíma. Ég bað einni og hálfri viku fyrir frumsýningu um að fá frest því ég sá ekki fram á að ná þessu. Það var ekki hægt. Þremur dögum fyrir frumsýningu grátbað ég svo Tinnu [Gunnlaugsdóttir, leikhússtjóra] um frest því ég vissi að þetta myndi ekki nást, ég var að kála leik- urunum. Svo var litið á það eins og glæpamál í DV að ég hafi leyft mér að laga verkið eftir frum- sýningu. Mér finnst stundum ekki gerður greina- munur á því hvort menn séu að klífa Everst eða rölta upp í Öskjuhlíð hvorki af leikhúsinu né þeim sem fjalla um það. En þess má geta að margir hafa litið á Gerplu sem ókleifan hamar. Stundum þegar fólk tekst á við hluti sem eru ekki fyrirsjáanlegir, tekur áhættu fær það oft verstu útreiðina ef það gengur ekki allt upp. En svo gera menn kassastykki og þá eru allir í skýjunum. Ég er ekki viss um að það sé það sem menn vilja þegar upp er staðið En nú er Gerplan komin á flug, mikið hlegið á sýningum og ég vona bara að Jón Viðar komi að sjá hana aftur, en skrifi helst ekki annan dóm,“ segir Baltasar. MÁ EKKI VIÐ MARGNUM Baltasar segist yfirleitt ekki kippa sér upp við umföllun um sig en sé hún mjög ósanngjörn að hans mati bregst hann við. „Einstaka sinnum þegar mér finnst vegið að mér með ósanngirni í umfjöllun þá er ég ekki að tala um gagnrýni . Þegar borin eru upp á mig hrein ósannindi, þá tek ég upp símann. Annars læt ég flest bara sem vind um eyru þjóta,“ segir hann og minnist á orð leiklistagagnrýnandans Maríu Kristjánsdóttur sem sagði eftir að upplýst var að Baltasar hefði æft daginn eftir frumsýningu: „Vonandi ger- ir Þjóðleikhúsið þetta fyrir fleiri en þá sem eru taldir heimsfrægir á þjóðleikhúsheimilinu.“ Þetta líkar Baltasar ekki. „Hvernig á þessi manneskja að skrifa heiðarlega um mig? Þarna sést að hún getur ekki horft á mig bara sem leik- stjóra þessara sýningar því ég er svona ,,heims- frægur á þjóðleikhúsheiimilinu” eins og hún segir. Maður má náttúrulega ekki við margnum ef fólk ætlar að fjalla um allt sem maður gerir á þessum forsendum,“ segir hann. NIÐURSKURÐURINN EINS OG AÐ DETTA ÚR SKÍÐALYFTU Kvikmyndargerðarmenn og fólk sem starfar í kringum bransann eru ríkinu ævareið þessa dagana fyrir mikinn niðurskurð sem hamlar gerð nýra kvikmynda og þátta svo um munar. Baltas- ar var kynnir á Edduverðlaunahátíðinni um dag- inn og nýtti tækifærið til að skjóta á stjórnvöld, þar sem hann tók Katrínu Jakobsdóttur mennta- málaráðherra sérstaklega fyrir. „Það er nú samt þannig að mér finnst Katrín klár og viðkunnan- leg og ég held með henni! En það má líka taka fram að Þorgerði Katrínu ber að þakka fyrir sitt framlag. Það hefur kannski svolítið gleymst í allri umræðunni. Þegar ég var formaður íslenskra kvikmyndaframleiðanda átti ég í miklum sam- skiptum við hana og hún tvöfaldaði sjóðinn. Þá hafði lengi ekkert verið gert og í raun hafði sjóð- urinn minnkað miðað við kostnað,“ segir Baltas- ar sem er jafnvel enn reiðari Ríkissjónvarpinu. „Ég er líka rosalega ósáttur við yfirlýsing- ar Páls Magnússonar um að hætta að kaupa og sýna íslenskar kvikmyndir í sjónvarpinu. Á með- an Stöð 2 heldur í sér lífinu með íslensku efni ætlar RÚV að skera það niður. Það hlýtur að vera tilgangur RÚV að framleiða íslenskt efni, hvort sem það sé fréttatengt eða leikið. Á endanum gerir RÚV sig tilgangslaust sem er mjög leiðinlegt finnst mér því ég er fylgjandi ríkissjónvarpi. Þessi hávaði í mér er samt ekkert fyrir sjálfan mig. Ég er að fara að gera verkefni í Bandaríkjunum sem kemur þessu ekkert við. Það eru næstu menn sem ég hef áhyggjur af. Það er líka grátlegt upp á að horfa að loksins þegar við erum komin af stað með sjónvarpsefni er löppunum kippt undan okkur. Þetta er eins og að vera komin langleiðina upp brekkuna í skíðalyftu en missa skíðin af sér og þurfa að labba niður brekkuna,“ segir Baltas- ar að lokum. Hann kveður svo snögglega, borgar fyrir kaffið, og hleypur út. Það er hálftími í næsta flug hjá leikstjóranum. Fjölskyldan bíður norðan heiða. tomas@dv.is „Þarna berjið þið mig í hausinn með Jóni Viðari og meðan ég ber fyrir mig hendurnar hjá Sölva þá sparkið þið í punginn á mér.“ Flakkar mikið á milli Þreytan getur sagt til sín hjá Baltasar og þá vill hann komast heim í Skagafjörðinn. MYND BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON Hjón til fjórtán ára Hjónabandið getur orðið erfitt þegar annar aðilinn er svo mikið í burtu en Baltas- ar og Lilja Pálmadóttir eru sæl saman. Sáttur við Þorgerði Baltasar er óánægður með niður- skurð stjórnvalda í kvikmyndaiðnaði. Hann hrósar Þorgerði Katrínu, fyrrverandi menntamálaráðherra, fyrir að tvöfalda Kvikmyndasjóð á sínum tíma. MYND GUNNAR GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.