Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 36
Bókmenntir Byggingarlist Kristján Árnason, bókmenntafræðingur og þýðandi, sagði frá því í ræðu sinni í Iðnó á miðvikudaginn, þegar hann tók við Menningarverðlaunum fyrir þýðingu sína á Ummynd- unum eftir rómverska skáldið Óvíd, að honum hafi brugðið þegar hann sá mynd af sér á forsíðu DV á dögunum. Ástæða myndbirtingarinnar var umfjöllun um þá sem tilnefnd- ir voru til verðlaunanna. „Ég er vanari að sjá öðruvísi fólk á forsíðunni. Mér brá því eitt andartak, hugsaði með mér hvort ég væri nú kominn í hóp útrásarvíkinga,“ segir Krist- ján og hlær þegar blaðamaður spjallar við hann að afhend- ingunni lokinni. Ummyndanir er eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna, ritað um þær mundir sem tímatal okkar hefst. Kristján kveðst hafa byrjað að þýða það fyrir hartnær hálfri öld. „Ég þýddi upphaflega nokkra kafla af þessu til að flytja í útvarpi. Svo leið og beið náttúrlega en einn og einn kafli bættist við. Ég tók mig svo ekki almennilega til fyrr en síðustu árin.“ Kristján kenndi við bókmenntafræðiskor Háskóla Íslands þar til fyrir fimm árum og segist hann þá hafa fengið rýmri tíma til að vinna að þýðingunni. Kristján segir tilfinninguna undarlega nú þegar verki sem spannaði um fimmtíu ár í vinnslu sé nú að baki. „Ég er eig- inlega enn þá að átta mig á því að ég hafi klárað þetta,“ segir hann og brosir en þýðingin kom út hjá Máli og menningu síðastliðið haust. „Ég ætlaði í fyrstu aldrei að þýða þetta allt. En það endaði með því þegar ég fékk almennilegan stuðn- ing til þess. Það skipti sköpum til að ég gæti sökkt mér í þetta,“ segir Kristján af sinni kunnu hógværð. kristjanh@dv.is Rökstuðningur dómnefndar: Afbragðsgóð þýðing á einu af lykilverkum vestrænna bók- mennta hefur litið dagsins ljós í fyrsta sinn. Kristján Árna- son hefur skilað þýðingu sem nautn er að lesa og flytur nú- tímalesendur í goðsagnaheim fornaldar, bæði með þýðingu sinni og greinargóðum inngangi. Ummyndanir Óvíds eru eitt af stærstu og merkustu verkum heimsbókmenntanna sem lesendur, og ekki síður önnur skáld og listamenn, geta nú notið í íslenskum búningi. Kristján Árnason byrjaði að þýða Um- myndanir eftir Óvíd fyrir bráðum 50 árum. Hann lauk því á síðasta ári og segist eiginlega enn vera að átta sig á því að vinnan sé nú að baki. Næstum hálfrar aldar verkefni „Þetta kom mér ánægjulega á óvart, svo ég noti aðra klisju,“ segir Pétur H. Ármannsson, annar ritstjóra bókar um Man- freð Vilhjálmsson arkitekt sem fékk Menningarverðlaun DV í flokki byggingarlistar, þegar hann er spurður klisjuspurning- arinnar hvernig honum hafi orðið við þegar ljóst varð að verð- launin voru hans og annarra aðstandenda bókarinnar. „Og kannski af því að þetta er nýbreytni að tilnefnt sé rit í þessum byggingarlistaflokki en ekki einungis byggingar. Ég verð að segja að það er mjög mikil hvatning að fá þessi verð- laun vegna þess að það er ekkert sjálfgefið að bækur um arki- tektúr komi út á svona þröngu málsvæði eins og hér á landi. Við renndum blint í sjóinn má segja og þeim mun meiri ánægja að taka við þessum verðlaunum.“ Pétur segir bókina hafa verið um fimm ár í vinnslu. „Við gáf- um okkur mjög góðan tíma og það tók líklega lengstan tíma að finna útgefanda sem hafði skilning á sérstæðu þessa verk- efnis. Það var því mikill áfangi þegar Hið íslenska bókmennta- félag sló til og ákvað að styðja okkur í þessu. Þeir hafa verið al- veg einstaklega góðir í öllu samstarfi og sýnt mikinn skilning á sérstöðu þessa verkefnis.“ Hugsjónin sem dreif Pétur og aðra sem komu að verkinu áfram var sú að alltaf sé verið að tala um hvað byggingarlist og skipulag á Íslandi sé á lágu plani. „Vissulega má margt betur fara í þeim efnum, en hin hliðin á því er að þjóðin veit ekki af því sem vel hefur verið gert. Merkustu frumherjar í íslenskum arkitektúr hafa gert mjög merkilega hluti sem fáir vita af og það er kannski sú hugsjón meira en nokkuð annað sem dreif okkur áfram,“ segir Pétur og bætir við að lokum að vonir hans standi til þess að þetta sé aðeins fyrsta bókin af fleirum um frumherja í íslenskum arkitektúr. kristjanh@dv.is Rökstuðningur dómnefndar: Bókin er löngu tímabært yfirlit yfir verk Manfreðs Vilhjálms- sonar frá rúmlega hálfrar aldar starfsferli. Þar má meðal ann- ars sjá sum af hans merkustu verkum sem þegar hafa þurft að víkja fyrir fjöldaframleiddum nútímabyggingum. Bókin er mikilvæg áminning til íslensks samfélags um að líta sér nær og þekkja sinn styrk í hógværum snillingum heima fyrir áður en gáttin er opnuð gagnrýnislaust út á við. Í bókinni eru þrjár vandaðar greinar eftir Halldóru Arnardóttur, Aðalstein Ing- ólfsson og Pétur H. Ármannsson, sem fjalla um verk Manfreðs frá þremur ólíkum sjónarhornum. Fjöldi mynda prýðir bók- ina og eru flestar eftir Guðmund Ingólfsson. Verkið er allt hið vandaðasta og unnið af stakri fagmennsku og alúð. Bók um Manfreð Vilhjálmsson arkitekt í ritstjórn Halldóru Arnardóttur og Péturs H. Ármannssonar hlaut verðlaunin í flokki byggingarlistar. Pétur vonar að þetta sé einungis fyrsta bókin af fleirum um frumherja íslensks arkitektúrs. Þjóðin veit ekki af hinu vel gerða 36 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 HELGARBLAÐ Kristján Árnason Hélt að hann væri í kominn í hóp útrásarvíkinga þegar hann sá mynd af sér á forsíðu DV. MYND SIGTRYGGUR ARI Þakklæti Pétur H. Ármannsson þakkar fyrir sig í Iðnó á miðvikudaginn. Manfreð Vilhjálmsson fylgist með. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.