Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FRÉTTIR Almenningsþjónusta og samgöngur á Grikklandi lágu niðri á fimmtudag vegna þriðju lotu allsherjarverkfalls í mótmælaskyni við harkalegar að- gerðir ríkisstjórnarinnar. Flug lá niðri og skólar og sjúkra- stofnanir voru lokuð vegna sól- arhrings vinnustöðvunar innan tveggja stærstu stéttarfélaganna. Ríkisstjórnin lýsti yfir skilningi á reiði almennings vegna skattahækk- ana og launalækkana, en hyggst ekki hvika frá ákvörðunum sínum. For- maður vinnuveitendasambandsins sakaði verkfallsmenn um tilraun til að gera Grikkland að góðgerðarmáli, en viðskiptahalli landsins er 12,7 prósent eða fjórum sinnum meiri en reglur innan evrusvæðisins leyfa. Ríkisstjórn landsins hefur heit- ið að minnka viðskiptahallann nið- ur í 8,7 prósent á þessu ári og lækka að auki þjóðarskuldirnar með því að lækka laun í opinbera geiranum, hækka eftirlaunaaldur og hækka virðisaukaskatt. Skuldir þjóðarinnar nema nú um 300 milljörðum evra. Helmingur vinnandi fólks Síðan aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru tilkynntar í fyrra mánuði hafa mótmæli og verkföll litað grískt sam- félag og í síðustu aðgerðum fóru flugumferðastjórar í sólarhrings verkfall og ferjur voru við festar í höfnum því stéttarfélög sjómanna fóru í verkfall. Gert var ráð fyrir því í gær að lögreglan, slökkviliðsmenn og tollverðir slægjust í hóp mótmæl- enda. Verkföllin eru skipulögð af tveim- ur stærstu verkalýðsfélögum lands- ins, GSEE í einkageiranum og syst- urfélagi þess, ADEDY í opinbera geiranum, en innan vébanda þeirra er um helmingur vinnandi fólks í Grikklandi og innan þeirra er ríkj- andi sú skoðun að aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem njóta stuðn- ings Evrópusambandsins, muni fyrst og fremst bitna á hinum fátæku og auka á fjárhagsvanda þjóðarinnar. „Á milli gjaldþrots og kreppu, á milli steins og sleggju, er eng- inn annar kostur í stöðunni,“ sagði Dimitris Daskalopoulos, fram- kvæmdastjóri vinnuveitendasam- bands Grikklands. Daskalopoulos fordæmdi götumótmælin og sagði verkfallsmenn vilja viðhalda hinu sorglega ástandi sem neytt hefur Grikki til að leita ölmusu hjá öðrum þjóðum. Stuðningur frá Evrópusambandinu Leiðtogar Evrópusambandsland- anna hafa heitið Grikkjum aðstoð, en hafa þó ekki gefið upp hvernig sú aðstoð verður í framkvæmd. „Ef Grikkland þarf fjárhagsaðstoð mun evrusvæðið styðja það,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á sunnudaginn, og bætti við að til þess væru félagar. Annað var uppi á teningnum hjá Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir viku þegar hún hitti George Pap- andreou. Við það tækifæri forðaðist hún að gefa Papandreou skuldbind- andi heit um fjárhagsaðstoð. „Þýska- land getur lýst yfir samstöðu. Við erum hér til að hjálpa, sýna skilning,“ sagði Angela Merkel. Tveir þýskir þingmenn stungu upp á því að Grikkir seldu eyjar sín- ar og forna gripi til að laga viðskipta- hallann og í mótmælaskyni hafa Grikkir sniðgengið þýskar vörur. Skoðanakannanir í Þýskalandi sýna að yfirgnæfandi andstaða er á meðal Þjóðverja gegn fjárhagsleg- um björgunaraðgerðum af hálfu Þýskalnds Grikkjum til handa. Í slæmum málum Lítill vafi leikur á umfangi spillingar í Grikklandi og samkvæmt skýrslu Transparency International-stofn- unarinnar er að minnsta kosti 780 milljónum evra, um 150 milljörðum króna, árlega varið í mútur í opin- bera geiranum til að liðka fyrir hlut- um. Velta svarta hagkerfis landsins er áætluð 30 prósent af vergri þjóð- arframleiðslu. Árlegur kostnaður grísku stjórnsýslunnar ku vera um átján milljarðar evra á ári, en henni hefur ekki verið hampað fyrir skil- virkni innan OECD. Árið 2008 taldist Alþjóðavinnumálastofnuninni til að 1.022.100 manns ynnu hjá hinu op- inbera, sem svarar til um 22 prósenta alls vinnuafls landsins. Hjá öðrum ríkjum er hlutfallið um 14 prósent. Í Grikklandi er algengt að opin- berir starfsmenn hafi fengið starfið vegna tengsla og í könnun sem gerð var fyrir Information Society kom í ljós að mikill fjöldi þeirra býr að tak- markaðri tölvuþekkingu. Engu að síður hækkuðu laun og eftirlaun um 30 prósent og launakostnaður hins opinbera hækkaði um 88 prósent frá 2001. Á vormánuðum þarf Grikkland að endurfjármagna stóran hluta skulda þjóðarinnar eða eiga á hættu að geta ekki greitt af lánunum. Eins og mál- um er nú háttað gera gríðarmiklar skuldir Grikkja að verkum að mun dýrara er fyrir Grikki að taka lán mið- að við aðrar Evrópuþjóðir. Forsætisráðherrann hefur leitað aðstoðar annarra þjóða innan evru- svæðisins svo Grikkir geti fengið ódýrari lán á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum og leiðtogar Evrópu- sambandsins hafa heitið að hjálpa Grikkjum, en ekki upplýst nánar um beinar aðgerðir. George Papandreou fór til fund- ar við Barack Obama Bandaríkjafor- seta fyrr í vikunni og fór þess á leit að hann beitti sér gegn spákaupmönn- um sem, að sögn Papandreous, reyndu að grafa undan Grikklandi. FARIÐ FYRR Á FÆTUR! Mótmæli og verkföll hafa sett svip sinn á grískt samfélag síðan ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til að vinna bug á miklum viðskiptahalla og bágum fjárhag landsins í fyrri mánuði. Skatta- hækkanir og launalækkanir fara fyrir brjóstið á landsmönnum sem hafa sýnt andstöðu sína í verki. n Í kjölfar tillögu þingmannanna tveggja um að Grikkir seldu eyjar sínar, sögu- frægar byggingar og listmuni birtist í þýska tímaritinu Bild opið bréf til George Papandreou forsætisráðherra Grikklands. „Kæri forsætisráðherra. Ef þú ert að lesa þetta þá ertu kominn í land ólíku þínu. Þú ert í Þýskalandi. Hér vinnur fólk til 67 ára aldurs og ekkert sem heitir fjórtándi launamánuðurinn fyrir opinbera starfsmenn. Hér þarf enginn að greiða 1.000 evra mútur til að fá sjúkrahúspláss tímanlega. Á bensínstöðvum eru afgreiðslukassar, leigubílstjórar gefa kvittun og bændur svindla ekki á styrkjakerfi Evrópusambandsins með milljónum ólífutrjáa sem fyrirfinnast ekki. Þýskaland skuldar mikið en við stöndum undir þeim skuldum. Það er vegna þess að við förum snemma á fætur og vinnum allan daginn. Við viljum vera vinir Grikkja. Þess vegna hefur Þýskaland, síðan þið tókuð upp evruna, gefið ykkar landi 50 milljarða evra.“ Opið bréf til til Grikkja Þýskaland get-ur lýst yfir sam- stöðu. Við erum hér til að hjálpa, sýna skilning,“ sagði Angela Merkel. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Evrópusambandsfáninn með Akropolis í baksýn Þýskir þingmenn hvöttu Grikki til að selja sögufrægar byggingar. MYND AFP Óeirðalögreglan tekst á við mótmælendur Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands standa að baki verkföllum í landinu. MYND AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.