Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 49
VIÐTAL 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 49 Lifir sem prinsessa Kristrún segir vinnuna á elliheimilinu hjálpa sér við að halda sér á jörðinni og það sé gaman og gefandi að hugsa um gamla fólkið. „Ætli ég sé samt ekki með smá dívustæla þegar ég er nýlent heima eftir að hafa dvalið úti í prins- essulífinu mínu. Annars er ég algjör prinsessa heima líka,“ segir hún hlæj- andi og bætir við að hún skilji stundum ekkert í af hverju leigubílstjórar opni ekki fyrir hana bíldyrnar. „Ég er hoppandi á milli þessara tveggja heima og er oft hneyksluð á að fá ekki betri þjónustu. Ég reyni samt að fela það nema heima fyrir en mamma og pabbi eru vön þessum stælum enda kunna þau á mig.“ Lét hann ganga á eftir sér Kristrún vissi ekki hver Yorke væri þeg- ar hann gaf sig á spjall við hana á veit- ingahúsi í litlum bæ á Englandi. „Við vinkonurnar vorum á leiðinni yfir á annan stað þegar hann og félagar hans komu og þeir eltu okkur yfir og buðu okkur í glas. Ég lét hann ganga á eftir mér og ekki batnaði það þegar stelp- urnar sögðu mér hver hann væri. Þeg- ar við erum saman þarf hann nánast að slá kvenfólkið af sér en ég hef alltaf ver- ið mjög róleg og yfirveguð yfir honum og hans frægð og það er kannski það sem hann hrífst af,“ segir hún. Yorke á barn með glamúrmódel- inu Katie Price, öðru nafni Jordan. Þau tvö hafa rifist mikið í fjölmiðlum um drenginn en Jordan sakar hann um af- skiptaleysi en hann hana um að leyfa sér ekki að hitta soninn. Kristrún seg- ist aldrei hafa hitt Jordan. „Yorke talar voðalega lítið um hana og hló bara þeg- ar hún gifti sig um daginn. Hann talar hins vegar reglulega um son sinn og sagði mér frá honum fyrsta kvöldið sem við hittumst. Ég heyri náttúrulega bara hans hlið en ég held að hann vilji vera í sambandi við barnið sitt. Jordan er bara erfið við hann. Þau eru ekki vinir.“ Afþakkaði háar upphæðir Í fyrra tók Kristrún tók þátt í Ungfrú Norðurland og hafnaði í fimmta sæti. Hún afþakkaði keppnisrétt í Ungfrú Ís- land og ákvað að slík keppni væri ekki fyrir hana. „Ég hefði viljað ná lengra en þar sem það tókst ekki ákvað ég að láta gott heita. Ég hef setið mikið fyrir fáklædd og það fór kannski fyrir brjóst- ið á einhverjum og útskýrir ef til vill út- komuna. Kannski þótti ég ekki góð fyr- irmynd. Ég hef líka meiri áhuga á að verða glamúrfyrirsæta,“ segir hún en bætir við að hún eigi engar sérstakar fyrirmyndir í bransanum. „Ætli Ásdís Rán sé ekki sú eina hér á landi sem hefur náð langt. Hún er dug- leg að koma sér áfram og mér finnst hún mjög flott. Öfund og baktal fylgir þessum bransa en slæm umfjöllun er betri en engin,“ segir Kristrún sem voru boðnar háar fjárhæðir fyrir að opna sig um samband þeirra Yorkes af slúður- blaðinu News of the World. „Þeir vildu að ég myndi segja frá mjög persónulegum hlutum sem mér fannst ekki við hæfi. Mér hefur líka verið boðið að vera Page 3 stelpan hjá The Sun sem ég afþakkaði líka því mér fannst ég ekki tilbúin. Þá hefði ég þurft að vera ber að ofan og í það var ég ekki tilbúin 18 ára. Sem betur fer. Í dag gæti ég vel hugsað mér þetta enda eru miklir peningar í þessum bransa og til dæm- is Jordan byrjaði sinn feril þarna,“ segir hún og bætir við að Yorke sé ekki á móti því að hún gerist glamúrmódel. „Eini gallinn við Yorke er hvað hann er afbrýðisamur og það getur farið í taugarnar á mér en hann setur sig ekki á móti því að ég sitji fyrir. Ég vil bara vinna að mínum ferli á mínum hraða og gera hlutina rétt en ekki heimsku- lega.“ Afbrýðisemi heillar ekki Aðspurð um dæmi um afbrýðsemi knattspyrnumannsins segir hún að Yorke og Cole hafi eitt skiptið setið á fundi í glerherbergi með útsýni yfir sundlaugina. „Ég og konan hans Coles vorum í sólbaði niðri og spjölluðum við einhverja karlmenn sem undu sér að okkur. Yorke var ekki ánægður og starði á okkur og gat ekkert einbeitt sér að fundinum en ég hló bara að honum.“ Sjálf segist hún stundum verða afbrýði- söm en að henni takist þá að fela það. „Ég reyni alltaf að halda kúlinu,“ segir hún og brosir. Þolir baktalið Ævintýri Kristrúnar hafa ekki komið íslenskum vinkonum hennar á óvart. „Þær þekkja mig og vita að svona er ég einmitt. Ég hafði meira að segja grínast með það áður en ég fór út að ég myndi ekkert koma heim aftur því ég ætlaði að ná mér í moldríkan knattspyrnumann. Það var sagt í gríni en svo var það raun- in,“ segir hún og bætir við að Íslending- ar séu mjög forvitnir um Yorke og líf- erni þeirra frægu og ríku í Englandi. „Afi er mikill Liverpool-maður og sagði að ég ætti nú frekar að ná mér í einhvern í þeirra röðum,“ segir hún brosandi og bætir við að vinkonur hennar hafi alveg rétt fyrir sér, þessi heimur eigi afar vel við hana. „Þetta er búið að vera mikið ævin- týri en er að sama skapi erfitt líka. Það hafa allir skoðun á manni og það er ekki alltaf auðvelt. Ég hef vanið mig á að vera ekkert að spá í þetta og á mína vini sem ég veit að baktala mig ekki og hef beð- ið þá um að segja mér ekkert af þess- um sögum sem ganga. Hins vegar gerði ég einu sinni þau mistök að flakka um netið og lesa það sem þar hefur verið skrifað um mig. Það mun ég aldrei gera aftur og ég reyni að hugsa sem minnst um slíkt. Ég er mjög ákveðin, sjálfstæð, með bein í nefinu og ég þoli þetta,“ segir hún og tekur dæmi um baktal sem hún hafi orðið fyrir þegar hún hafi fjallað um heilsuvörur sem hún sé að selja. „Ég skil ekki fólk sem þarf að smjatta á því sem aðrir eru að gera og sjálf reyni ég að tala ekki illa um fólk. Auðvitað baktala allir einhvern tímann en ég geri það þá við bestu vini mína sem ég veit að fara ekki með hlutina lengra. Ég er ekki góð með mig og lít ekkert stórt á mig þótt sumir haldi það kannski út af því hvernig ég ber mig. Ég er bara vön að bera mig tignarlega og hef alltaf gert en er ekkert að sýnast vera eitthvað.“ Þekkir ástina Kristrún segist spennt að eignast frænd- systkini og að hún stefni á að eignast börn í framtíðinni. Sem au pair hafi hún passað þrjú börn og hafi líkað barn- fóstruhlutverkið vel. „Sumar vinkon- ur mínar eru komnar með börn og ein meira að segja búin að gifta sig svo slík- ar hugsanir hafa alveg hvarflað að mér. Ég ætla samt ekki að plana neitt,“ segir hún og bætir við að hún verði að verða ástfangin þegar hún ákveði að eyða restinni af ævinni með einhverjum. „Ég ætla ekki að fara mér of hratt og gera einhver mistök. Annars væri ég löngu flutt út og komin í fast samband. Ég vil bara vera alveg viss áður en ég tek slíkar ákvarðanir. Ég hef einu sinni verið ást- fangin þegar ég var yngri en við vorum saman í fjögur ár. Þar til ég kynnist öðru voru það mín kynni af ástinni.“ Íslenskir karlar dónar Aðspurð segir Kristrún íslenska karl- menn eiga séns í sig en hún segir að til þess verði þeir að kunna sig. „Ég var bara 18 ára þegar ég fór út og nýbyrj- uð að deita svo mín fyrsta reynsla var af mjög kurteisum karlmönnum. Íslenskir karlmenn heilla mig ekki og mín reynsla er sú að ef þér er boðið í glas hér heima þá ætlast þeir til þess að þú farir í rúmið með þeim. Svoleiðis hugsa þeir bresku ekki. Minn maður verður að vera góð- ur við mig og hann verður að hugsa vel um sig og líta vel út. Ég hef alltaf heillast af íþróttamönnum en þeir verða að eiga sitt líf. Ég hef nóg að gera og vil hafa mitt „space“ og ætla ekki að breyta því þótt ég fari að vera með einhverjum manni.“ Nekt lítið mál Hún segir umfjöllun slúðurblaðanna ekki hafa farið fyrir brjóstið á foreldrum hennar og að þau kaupi alltaf Séð og heyrt þegar hún sé á forsíðunni. „Þau skilja samt lítið í þessu og finnst skrít- ið að það sé ekki eitthvað merkilegra að gerast en eitthvað sem snýr að mér en umfjöllunin hefur verið mikil síðustu tvö árin og þau eru orðin vön þessu.“ Aðspurð segist hún ekki óttast að sitja fyrir nakin og jafnvel ekki þótt fjölskyldan eigi eftir að sjá myndirnar. „Fyrir mig er nekt ekki mikið mál og ég er vön að spranga um á nærbuxun- um heima hjá mér. Ég er sátt við líkama minn og veit ekki hvað feimni er,“ seg- ir hún og viðurkennir fúslega að hafa farið í brjóstastækkun. Ekki af því að bransinn hafi krafist þess heldur af því að hún hafi sjálf valið það. „Ég ákvað það einn daginn og eins og með flest sem mér dettur í hug verður það að gerast í dag svo ég lét strax verða af því og sé ekki eftir því. Ég vil líta vel út og á eflaust eftir að láta lappa upp á eitthvað meira í framtíðinni. Ég er mjög hrædd við að eldast og helst vildi ég vera tvítug í tíu ár og þrítug í tíu ár. Ég er bæði hrædd við dauðann og svo vil ég halda útliti mínu sem lengst. Til þess þarf að hugsa vel um sig og þótt ég geri það fylg- ir þessu líferni mínu mikið áfengi og djamm.“ Glamúrinn heillar Kristrún Ösp ætlar sér langt og hef- ur fulla trú á sjálfri sér. Hún stefnir til Bretlands í nánustu framtíð því þar segir hún að glamúrinn sé að finna. „Mér líkar ofsalega vel í Bretlandi og þegar kemur að því að flytja kem- ur ekkert annað land til greina. Þar er bókstaflega búist við manni að sitja fyrir og peningarnir freista. Hver vill ekki græða? Ég veit samt að með því að velja þessa braut er ég að gefa ákveðið skotleyfi á mig en það verður þá bara að hafa það. Allir sem koma sér á fram- færi lenda í aðkasti og það er bara fylgi- fiskur frægðarinnar. Það talar enginn um ómerkilegt fólk svo ég ætti kannski bara að vera ánægð með þetta baktal,“ segir hún hlæjandi að lokum. indiana@dv.is HRÆDD VIÐ AÐ ELDAST Ekki hrædd við nektina Kristrún segist vön að spranga um heima hjá sér á nærbuxun- um einum fata og óttast ekki að pabbi hennar eða aðrir í fjölskyldunni rekist á nektar- myndir af henni. MYND ÞÓRHALLUR PEDRÓMYNDIR Flott par Kristrún segir Yorke vilja að hún flytji út til hans. Hún sé hins vegar ekki nógu ástfangin og ætli sér að taka sér nægan tíma til að hugsa sig um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.