Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 21
HELGARBLAÐ 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 21 Eitt mesta leyndarmál popp-sögunnar og tilefni vanga-veltna er lagið You’re So Vain eftir söngkonuna Car- ly Simon. Lagið kom upphaflega út árið 1972 og fjallar um sjálfhverfan elskhuga sem Carly Simon segir að sé „svo hegómlegur“ að hann „haldi sennilega að lagið sé um hann“. Síðan lagið kom út hefur spurn- ingin um hvern lagið fjallar brunnið á fólki og hefur Carly sjálf kynt und- ir með því að gefa litlar vísbendingar um svarið. Í nýrri útgáfu lagsins sem kom út í ár á plötunni Never Been Gone er að sögn Carly að finna vísbend- ingu um elskhugann hégóm- lega. „Ég ætla bara að segja þér þetta. Svarið er að finnaí nýrri útgáfu You’re So Vain. Það er smá hvísl – og í því liggur svar- ið,“ sagði Carly Simon í viðtali við tímaritið Uncut. Spilað afturábak En málið er flóknara en svo því það er nauðsynlegt að spila hvíslið afturábak til að heyra hvað raunverulega er hvísl- að. Árið 1972, á tímum gömlu góðu hljómplötunnar sem hægt var að spila báðum meg- in, hefði það ekki verið mik- ið mál, en í dag er það eilítið snúnara. Hvað sem því líður heyr- ist nafnið David þegar hvíslið er spilað afturábak. En David hver? Áður en lagt er upp í leit að því svari er vert að líta á þá sem nefndir hafa verið til sög- unnar. Kyntröllið og leikarinn Warren Beatty hefur oftar en ekki verið talinn umfjöll- unarefni lagsins. Og í viðtali árið 1989 viðurkenndi Carly að lagið væri að litlu leyti um hann, en bætti við að í raun væri um að ræða umfjöllun um þrjá karlmenn frá dögum hennar í Los Angeles um það leyti sem lagið var sam- ið. Sjálfur virðist Warren ekki velkjast í vafa því í viðtali árið 2007 sagði hann: „Verum ærleg. Þetta lag var um mig.“ Sjálf hefur Carly látið hafa eftir sér að Warr- en hafi hringt í hana og þakkað henni fyrir lagið. Jagger og Geffen Árið 1983 sagði Car- ly að lagið fjallaði ekki um Mick Jagger, sem reyndar lagði til sinn skerf í bakröddum þess. Árið 1993 sagði Angela Bowie, fyrrverandi eig- inkona Davids Bowie, í bók sinni Backstage Passes að hún væri ná- inn vinur þess sem lag Carly fjallaði um, og að Mick Jagger hefði haft Carly á heil- anum á tímabili. Í ljósi fullyrðingar Carly kemur Mick Jagger þó varla til greina. Í ljósi þess að nafnið David er hvíslað afturábak í nýrri útgáfu lags- ins hafa augu beinst að David Geff- en. Geffen var á sínum tíma yfirmað- ur hjá Elektra, útgáfufyrirtæki Carly Simon og samkvæmt einni kenn- ingu byggðist lagið á afbrýðisemi Carly Simon í garð annarrar söng- konu, Joni Mitchell, sem var einnig á mála hjá útgáfufyrirtækinu, sem naut meiri athygli af hálfu David Geffen en Carly hugnaðist. Enginn frægur Skömmu áður en Carly samdi lagið giftist hún tónlistarmanninum Jam- es Taylor, en hún hefur fullyrt að hann sé „örugglega ekki“ umfjöll- unarefnið. Hins vegar hafa tónlistar- mennirnir Kris Kristofferson, David Bowie, Cat Stevens (nú Ysuf Islam) og David Cassidy allir verið nefnd- ir í sömu andrá og lagið. Reyndar sagði fyrrverandi eiginmaður Carly Simon, Jim Hart, árið 2005 að hann væri þess fullviss að lagið fjallaði ekki um neinn frægan. Fjölmiðlamaðurinn Howard Stern sagði árið 2008 að Carly hefði trúað honum fyrir sannleikanum um yrkisefnið í You’re So Vain, og það ætti sér örlítið skrítna hlið því náunginn sem um ræddi væri „ekki svo hégómlegur“. Enginn skyldi velkjast í vafa um að Carly leiðast ekki vangavelturnar sem lagið hefur valdið. Með nánast reglulegu millibili gefur hún upp vís- bendingar sem leiða eiga fólk í sann- leikann. Árið 2003 upplýsti Carly um að bókstafurinn „E“ væri í nafninu. Fyrir hafði hún gefið upp stafinn „A“ og árið 2004 bættist þriðji stafurinn við - „R“. Ef ummæli Jims Hart frá 2005 eiga við rök að styðjast þá er lít- il hjálp í vísbendingum Carly Simon. Leiðist ekki vangavelturnar Í viðtali við CNN árið 2002 sagði Carly Simon að viðfangsefni henn- ar í You’re So Vain kæmi fyrir í fleiri lögum. „Það eru alltaf vísbendingar í öðrum lögum. Náunginn kemur oft fyrir í lögunum mínum,“ sagði Carly. Ljóst má telja að Carly leiðist ekki sá áhugi sem lagið hefur búið að í nánast fjóra áratugi og áhuginn nú hefur mikið auglýsingagildi. Ný plata Carly er nýkomin út og á vef- síðu sinni hefur Carly tilkynnt um keppni þar sem aðdáendum og kvik- myndagerðarfólki er boðið að nota lagið, í gömlu eða nýju útgáfunni, í tónlistarmyndband. Carly hyggst fara sjálf yfir afrakst- urinn, velja og hitta sigurvegarann, auk þess sem vinningsmyndbandið verður sýnt á Tribeca-kvikmyndahá- tíðinni í ár. Í hartnær fjörutíu ár hefur fjöldi tónlistaráhugamanna velt fyrir sér hvaða karlmaður væri yrkisefni Carly Simon í laginu You’re So Vain. Í nýrri útgáfu lagsins er að sögn Carly að finna falda vísbendingu um sann- leikann í málinu, en það er viðbúið að svarið verði leyndarmál enn um sinn Fjörutíu ára RÁÐGÁTA Fjölmiðlamaður-inn Howard Stern sagði árið 2008 að Carly hefði trúað honum fyrir sannleikanum um yrk- isefnið í You’re So Vain, og það ætti sér örlítið skrítna hlið því náung- inn sem um ræddi væri „ekki svo hégómlegur.“ Carly Simon Leiðist ekki áhuginn sem You’re So Vain nýtur. Gamla brýnið Mick Jagger var víst með Carly á heilanum í eina tíð. Ysuf Islam Hefur verið nefnd- ur til sögunnar sem mögulegt yrkisefni Carly Simon. Tónlistarmaðurinn Joni Mitchell Afbrýðisemi í hennar garð hugsan- lega tilefni lags Carly Simon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.