Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 23
Hver er maðurinn? „Patrekur
Jóhannesson, íþróttafulltrúi Garðabæjar.“
Hvaðan ertu? „Uppalinn í Garðabæ.“
Hvað drífur þig áfram? „Það er bara
metnaður í starfi og gaman að lifa.“
Hver er fyrsta minning þín úr æsku?
„Það var þegar litli bróðir minn fæddist.“
Hver er þín fyrirmynd? „Móðir mín
náttúrlega í lífinu. Ég átti líka margar
góðar í íþróttunum.“
Hver eru þín áhugamál? „Íþróttir
númer eitt, tvö og þrjú.“
Fylgistu með öllum íþróttum? „Ég
reyni það. Ég fylgist náttúrulega mikið
með handbolta og hef gert í gegnum
árin en eftir að ég tók við sem
íþróttafulltrúi hér í Garðabæ fylgist ég
með nánast öllu.“
Hvaða bók er á náttborðinu? „Eftir
hann Karl Ágúst, hamingjubókin. Hún
var helvíti góð. Ég var ánægður með
hana.“
Hver er besta kvikmynd sem þú
hefur séð? „Þær eru margar góðar.“
Var kominn tími á að bjóða upp á
betri mat í íþróttamiðstöðvum? „Já,
mér finnst það. Allavega að hafa þennan
möguleika. Að fólk geti valið á milli –
þannig að það sé ekki bara hægt að
borða sælgæti.“
Er mataræði ungra krakka
ábótavant? „Samkvæmt þeim
rannsóknum sem hafa verið gerðar og
fræðimenn tala um í dag. Ég hef verið
mikið á mörgum fyrirlestrum um
mataræði íslenskra barna og við erum
alltaf að fitna og það þarf að huga að
þessum þáttum. Ég er svo heppinn að
starfa í þessum geira og geta haft áhrif á
þetta svo mig langaði að gera þetta.“
Er þetta komið til að vera? „Alveg
pottþétt.“
Heldur Stjarnan sæti sínu í efstu
deild? „Það er markmiðið og ég er
sannfærður um að við náum því. Það er
jafnpottþétt og með ávextina.“
Hvað er fram undan? „Ég er að fara á
fund hjá Golfklúbbi Garðabæjar um
afreksstefnu og svo er leikur fram undan
við Akureyri og þar er stefnan sett á tvö
stig.“
UM HVAÐ VERÐUR KOSIÐ Í NÆSTU ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU?
„Við erum búin að kjósa stjórnir til að
taka þessar ákvarðanir og því ekki að
láta þær taka þær?“
BRAGI ÓSKARSSON,
74 ÁRA ELDRI BORGARI
„Það er ég ekki með á hreinu. Málin
verða að fá að þróast.“
SIGURBERGUR HAUKSSON,
62 ÁRA SJÓMAÐUR
„Um næsta Icesave-samning.“
GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON,
52 ÁRA BÍLSTJÓRI
„Um inngöngu í Evrópusambandið,
held ég.“
STEINMAR GUNNARSSON,
45 ÁRA NEMI
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
PATREKUR JÓHANNESSON,
íþróttafulltrúi Garðabæjar, hefur tekið
áskorun frá Lýðheilsustöð um að bjóða
upp á hollari mat í íþróttamiðstöðvum.
Þá verður hægt að kaupa ávexti,
heilsusamlokur, bláberja- og jarðar-
berjabúst, pastabakka og ávaxtabakka í
íþróttamiðstöðinni við Ásgarð.
Á AÐ VERA HÆGT AÐ
VELJA Á MILLI
„Um Evrópusambandið, hlýtur að vera.“
SIGURLAUG O. STURLAUGSDÓTTIR,
74 ÁRA ELDRI BORGARI
Það hlýtur að vera erfitt að vera sat-
íristi á Íslandi í dag. Raunveruleik-
inn er fáránlegri en nokkurt abs-
úrdistaleikhús gæti komið til skila.
Ég er líklega orðinn jafn leiður á að
skrifa um Icesave-málið og þú, kæri
lesandi, ert orðinn leiður á að lesa
um það. Eigi að síður er þetta það
mál sem enn þarf að leysa og því
þarf víst að ræða það enn um stund.
Flestum er kunnugt um hversu
mikill viðsnúningur flokkanna hef-
ur orðið eftir því hver situr í stjórn
og hver í stjórnarandstöðu. Samt
er talsverður munur á þessum við-
snúningi. Þegar Steingrímur J. Sig-
fússon var í stjórnarandstöðu sagði
hann að helst ætti að skila láninu frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og töldu
margir að hann hefði þá talað af sér.
Slíkt myndi enginn ábyrgur stjórn-
málamaður leggja til. Þegar hann
hins vegar komst í stjórn og hafði
aðgang að þeim gögnum sem fjár-
málaráðuneytið býr yfir skipti hann
snarlega um skoðun. Endalaus-
ar deilur við umheiminn gera eng-
um gagn, nema þá helst óvinsælum
stjórnmálamönnum sem vilja höfða
til þjóðernishyggju frekar en skyn-
semi til að bæta fylgi sitt.
Heilindi eða klókindi
Viðsnúningur Sjálfstæðisflokksins
er annars eðlis. Hann hafði sjálfur
samið um lausn Icesave-deilunn-
ar, en skipti síðan um skoðun þegar
hann missti völdin. Sjálfstæðismenn
mátu það svo að Icesave-deilan
væri besta leiðin til að koma höggi
á ríkisstjórnina. Þeir mátu þá stöðu
rétt. Það var fyrst þegar þeim virtist
í raun ætla að takast að koma í veg
fyrir Icesave-samning í byrjun árs
að þeir fóru að draga í land, enda
óttast þeir að lenda í stjórn með
óleysta Icesave-deilu á herðum sér.
Þá vita þeir, rétt eins og ríkisstjórn-
in nú, að deiluna þarf að leysa með
samningum, og mun þá verða enn
annar viðsnúningurinn.
Steingrímur starfar af heilind-
um, en ekki endilega af miklum
pólitískum klókindum. Hann fékk
Icesave-málið í arf og hefur lagt
mikið undir til að leysa það, enda
telur hann hag þjóðarinnar best
borgið með slíku. Ef til vill hefði
verið betra fyrir pólitískt líf hans
ef hann hefði frá upphafi stjórn-
arsetu hafnað því að borga Icesa-
ve. Það er lítill vafi á því að ef hann
hefði gert það hefðu sjálfstæðis-
menn skorið upp herör gegn rík-
isstjórninni, krafist þess að samið
yrði um Icesave og lýst því yfir að
vinstrimenn væru ótækir í stjórn
þar sem þeir virða ekki alþjóðlegar
skuldbindingar. Andúð sjálfstæð-
ismanna var alltaf gefin, það var
bara spurning um hvaða rökum
þeir myndu beita. Ef ríkisstjórnin
væri með Icesave yrðu þeir á móti,
ef ríkisstjórnin væri á móti yrðu
þeir með.
Hægri og vinstri í hring
Með því að hafna Icesave hefði
vinstrimönnum þó tekist að þétta
sínar eigin raðir. Steingrímur hefði
staðið uppi sem eldheitur hug-
sjónamaður, frekar en sá prakt-
íski stjórnarmaður sem hann hef-
ur reynst. Þetta hefði styrkt bakland
hans, á meðan óvinirnir hefðu
haldið áfram að vera óvinir hvort eð
er. Núna er hins vegar sú undarlega
staða komin upp að sumir af helstu
gagnrýnendum stjórnarinnar eru
þeir sem eru lengst til vinstri og
beita fyrir sig nánast nákvæmlega
sömu rökum og þeir sem eru lengst
til hægri.
Niðurstaðan af þessu er augljós.
Vinstrimönnum hefur mistekist að
standa saman og Sjálfstæðisflokk-
urinn mun fyrr eða síðar, líklega
frekar fyrr, komast aftur til valda.
Það eina sem getur breytt stöðunni
er rannsóknarskýrslan, sem engin
leið er að sjá fyrir hvaða áhrif muni
hafa. Líklegt er þó að eini flokkur-
inn sem komi nokkuð klakklaust
út úr því sé Vinstri-grænir, sem er
eini flokkurinn sem ekki getur talist
bera ábyrgð á hruninu. Það er einn-
ig líklegt að sjálfstæðismenn, sem
bera höfuðábyrgðina, muni reyna
hvað þeir geta að koma stjórninni
frá áður en hin raunverulega til-
tekt byrjar. Þeir hafa þó ekki þing-
meirihluta fyrir því, enn sem kom-
ið er. Til þess að geta fellt stjórnina
þurfa þeir fyrst að kljúfa Vinstri-
græna, og fá þannig meirihluta fyr-
ir vantrauststillögu. Mögulega mun
næsta lota Icesave-deilunnar, sem
enn er óleyst, gefa færi á slíku.
Icesave og absúrdisminn
MYNDIN
Vaknað við þoku Veðrið var ægifagurt þegar höfuðborgarbúar vöknuðu á fimmtudaginn. Kristinn Magnússon, ljósmyndari DV, tók þessa fallegu mynd af af tónlistar- og
ráðstefnuhúsinu Hörpu, sem iðnarðarmenn vinna nú hörðum höndum að því að reisa. Stefnt er að því að taka húsið í notkun í maí á næsta ári. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
KJALLARI
UMRÆÐA 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 23
VALUR GUNNARSSON
rithöfundur skrifar
„Með því að hafna
Icesave hefði
vinstrimönnum þó
tekist að þétta sínar
eigin raðir.“
MAÐUR DAGSINS
DV03112010_2.
jpg