Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 26
Satanískt vond bíómynd Þar sem guð hefur fengið leið á syndumspilltu mannfólkinu er heimsendir næst á dagskrá. Hann sendir englaher af stað í þeim til- gangi að koma endalokunum til leiðar. Erkiengillinn Mikael hefur allt aðrar hugmyndir um framhald- ið og ákveður að há lokaorrustuna á einmanalegri bensínsjoppu í miðri eyðimörkinni. Þar nýtur hann fé- lagsskapar og aðstoðar görótts hóps af ferðalöngum sem eru nú strandaglópar á sama stað. Björgun mannkyns er í þeirra höndum. Landslið b-myndaleikara er hér mætt með nokkrum undantekn- ingum á borð við Paul Bettany sem leikur hinn lítt englalega engil sem fer mikinn með gríðarlegu vopna- búri sínu. Sögusviðið er einnig vont. Það er alltaf jafnkjánalegt þeg- ar spádómar miðausturlandatrú- arbragða á borð við kristni ganga í uppfyllingu í Bandaríkjunum. Það er ekki nógu mikill hasar og geð- veiki til að hún myndi sleppa sem skítsæmileg zombie-mynd á trúar- legu nótunum. Og hér er síðan eng- in dýpt til að lifa upp í flókna trúar- bragðaræmu en grunnhugmyndin er í sjálfu sér ekkert alslæm. Brell- urnar fá ekki að lifa til enda, það er klippt undarlega á hasaratriðin sem þar að auki eru alltof fá. Síðan eru sögupersónurnar á trúnó meðan beðið er eftir endalokunum, hverju öðru verra. Sýnu verst samt þegar englarnir Mikael og Gabríel taka hómóerótískt Hamletstrúnó með breskum hreim. Útkoman er eins og lélegur þátt- ur á lélegri sjónvarpsstöð. Mynd- ir á trúarlegum grunni er marg- ar hverjar mjög kraftmiklar óháð því hverju menn trúa síðan þegar menn yfirgefa bíósalinn. Angel He- art, Exorcist, Stigmata, Dekalogue, Anti Christ, Devils Advocate o.s.frv. eru allt snilldardæmi um slíkt. Paul Bettany er auðvitað góður leikari en í öðru eins syndaflóði af vondri mynd er erfitt að haldast á floti. Það er ekkert guðlegt við þessa mynd. Hún er bara ekki að virka, er hall- ærisleg og maður vill bara að guð klári þennan heimsendi svo maður komist út sem fyrst. Erpur Eyvindarson SÝNING HÖRPU DAGGAR Harpa Dögg Kjartansdóttir opn- aði á dögunum einkasýninguna Úr mynd í Gallerí Crymo, Laugavegi 41a. Harpa útskrifaðist úr mynd- listardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og lauk kennsluréttindum frá sama skóla vorið 2009. Hún hefur verið virk í listsköpun sinni og tekið þátt í fjölda sýninga víða um land og erlendis. Harpa vinnur verk sín með blandaðri tækni og í ólíka miðla, svo sem innsetningar, myndbandsverk og ljósmyndir. Undanfarin ár hef- ur hún einbeitt sér að gerð klipp- imynda og hefur þróað sína eigin tækni í vinnslu og framsetningu. UM HELGINA FJALLABRÆÐUR Á FLATEYRI Vestfirski karlakórinn Fjallabræður hefur tekið höndum saman við Krabbameinsfélagið Sigurvon og ætlar að halda styrktartónleika í íþróttahúsinu á Flateyri á laugardaginn. Um leið eru þetta útgáfutónleikar Fjallabræðra á Vestfjörðum. Forsala aðgöngumiða er hjá Birki ehf. og í Bókahorninu á Ísafirði. Einnig geta þeir sem búa á Flateyri, eða eiga leið hjá, tryggt sér miða á N1 þar í bæ. Miðaverð er 1.500 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Í BARNASTÆRÐUM Í barnastærðum er yfirskrift sýn- ingar sem opnar í Hafnarborg í Hafnarfirði á laugardaginn. Sýn- ingargestir á öllum aldri kynnast leikföngum og húsgögnum sem sérstaklega eru hönnuð fyrir börn og sækja innblástur í leiki þeirra og hugmyndaheim. Bæði verður sýnd íslensk og alþjóðleg hönn- un. Eldri hluti sýningargripanna hefur ekki verið mikið sýndur opinberlega og er sýningin því einstakt tækifæri til að kynn- ast lítt þekktum verkum annars þekktra höfunda. Þeirra á meðal má nefna Gunnar Magnússon húsgagnahönnuð, Manfreð Vil- hjálmsson arkitekt og myndlist- armanninn Dieter Roth. 26 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 FÓKUS TÓNLISTARHLAÐ- BORÐ Á SÓDÓMU Tónleikastaðurinn Sódóma Reykja- vík er eins árs um þessar mundir og af því tilefni verður boðið upp á girnilegt tónlistarhlaðborð þar í kvöld, föstudag. Hljómsveitirnar sem koma eru Jeff Who?, Lights on the Highway, Ultra Mega Techno- bandið Stefán, Sudden Weather Change, Hudson Wayne, Morð- ingjarnir, Reykjavík!, Cynic Guru, Franz og Jenni, Árstíðir, Nolo og 13. Ókeypis inn og guðaveigarnar á af- mælistilboði. Húsið opnar klukk- an 20. LEGION Leikstjóri: Scott Stewart Aðalhlutverk: Paul Bettany, Dennis Quaid, Tyrese Gibson, Jon Tenney KVIKMYNDIR Legion „Maður vill bara að guð klári þennan heimsendi svo maður komist út sem fyrst.“ „Ég er engin viðtalskona því mér dettur aldrei neitt í hug nema þegar enginn hlustar. Þá dettur manni voða mikið í hug. Tónlistin er eiginlega mitt mál,“ segir Jórunn blaðamanni þegar hann kíkir í stutta heimsókn til hennar á Droplaugarstaði, daginn eftir að hún hlaut heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV 2009 sem afhent voru síðastliðinn miðvikudag. „Það eina sem vekur athygli fólks er eitthvað fáránlegt,“ heldur Jórunn áfram. „En ég er nefnilega svo óskap- lega hversdagsleg.“ Hún segir þó fleiri kosti fylgja því að vera svona hversdagsleg. „Mað- ur þekkir fólk betur á eftir því það geta allir talað um hversdagsleika. Til dæmis nefið á mér, hvort það sé stórt eða lítið. Og hvort tennurnar í mér séu skakkar,“ segir Jórunn og þá lætur Katrín, dóttir hennar sem sit- ur með blaðamanni og tónlistarkon- unni fræknu, í sér heyra. „Þær verða að passa mig stelp- urnar,“ segir Jórunn og hlær. „Ég er nefnilega svo óskaplega ófeimin. Það er það sem gengur að mér. En ef þeir sem að búa til mús- ík eru feimnir kemur ekkert út. Al- veg eins og ef þú ert að segja einhver spakmæli og þau eru svo hversdags- leg þá tekur enginn eftir þeim. Þetta geta samt verið spökustu mæli fyrir því.“ Söng eigin texta 3 ára Jórunn skilgreinir tónlist sína þó ekki sem hversdagslega. „Hún er það ekki. Ég hef aldrei gert tón sem ein- Glöð Jórunn glöð á svip þegar mannfjöldinn í Iðnó fagnar henni síðastliðinn miðvikudag. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI Jórunn Viðar, tónskáld og píanóleikari, hlaut heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV 2009 í Iðnó síðastliðinn miðvikudag. Tónlistarferill hennar spannar hátt í sjö ára- tugi en hún er meðal annars höfundur lagsins Það á að gefa börnum brauð og tónlist- arinnar við kvikmyndina Síðasti bærinn í dalnum. ER óskaplega HVERSDAGSLEG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.