Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 80
n Árshátíð 365 fer fram um helgina með pomp og prakt. Eins og venjan hefur verið er gert árshátíðarmynd- band þar sem flestallar stórstjörn- ur fyrirtækisins koma við sögu. Auðunn Blöndal, sjónvarpsmaður- inn magnaði, fékk aðeins að kenna á sínu eigin meðali í undirbúningi en þá mætti Ari Edwald og vakti kappann. Auðunn hefur ásamt Sveppa vakið þó nokkuð af þjóðþekktum mönnum og var víst ekki sáttur við að fá forstjórann í heimsókn – eldsnemma um morguninn. Fór Hannes á klósettið? FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. Hannes Smárason, sem gjarnan er kenndur við FL Group, var einn af gestunum í veislu Landsbankans í Courchevel í frönsku Ölpunum í apríl árið 2007. Mynd úr veislunni sem orðin er fræg var birt á vefsíð- unni Eyjunni fyrir skömmu og nafn- greindi DV nær alla sem á mynd- inni voru. Meirihluti þeirra var starfsmenn Landsbankans og Baugs og þótti myndin sýna afar vel fram á þau nánu tengsl sem voru á milli Lands- bankans og Baugs á árunum fyr- ir hrunið enda er bankinn stærsti kröfuhafi félagsins. Nokkra athygli vakti einnig að kona Hannesar Smárasonar var á myndinni góðu en hvergi sást tang- ur né tetur af FL-manninum sjálf- um og vöknuðu spurningar um hvort hann hefði verið í gleðinni ásamt konu sinni. Nú hefur það fengist staðfest að Hannes var líka á svæðinu en af einhverjum ástæð- um var hann ekki fangaður á mynd- ina góðu sem nánast er dæmd til að verða að þekktu minni um útrásina. Ekki þarf hins vegar að koma á óvart að Hannes hafi verið í gill- inu þar sem margir af hans nánustu félögum voru þar einnig, meðal annars Jón Ásgeir Jóhannesson og Magnús Ármann en Hannes naut lánafyrirgreiðslu frá Landsbankan- um líkt og þeir tvímenningar. Þá herma heimildir DV einnig að þrátt fyrir að kona Lárusar Weld- ing, sem var starfsmaður Baugs, sé á myndinni hafi hann ekki verið í för í þetta skipti. AUDDI VAKINN FL-maðurinn var í veislunni í Courchevel 2007 en ekki Lárus Welding: HANNES Í BOÐI BANKANS n Einar Bárðarson, umboðsmað- ur Íslands, hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að hjóla í vinnuna. Hann býr í Keflavík og starfar sem út- varpsstjóri Kanans sem er með að- setur á gamla varnarliðssvæðinu. „Hjólaði í vinnuna kl sex í morgun – og enn stendur til að hjóla til baka,“ sagði Einar á Facebook-síðu sinni. Skömmu seinna skrifaði hann á síðuna. „Er með Gulla Helga í bíl á Reykjanesbrautinni – djöfull er ég frægur.“ Það er spurning hvort reiðhjóla- átakið hafi strax dáið drottni sínum eða hvort um smá undanþágu hafi ver- ið að ræða. HJÓLAR Í VINNUNA n Forsetafrúin Dorrit Moussaieff mun byrja að prjóna lengsta trefil í heimi í Saltfisksetrinu á laugardag- inn. Með því verður sett menning- arvika í Saltfisksetrinu en stefnt er að því að fá heimsmetið staðfest í heimsmetabók Guinness. Gert er ráð fyrir að heilt ár taki að prjóna trefilinn og hann verði klár þegar menningarvikan hefst árið 2011. Benný Ósk Jökuls- dóttir, áhugakona um hannyrðir, átti hugmyndina að því að prjóna lengsta trefil í heimi sem yrði yfir 55 kílómetra langur og næði frá Grindavík til Reykjavíkur. Það er spurning hvort Dorrit muni einnig prjóna síðustu lykkj- urnar í treflinum að ári liðnu. LENGSTI TREFILL Í HEIMI Hannes var þarna líka Hannes Smárason var líka í Courchevel-veislunni þótt hann sé ekki á myndinni frægu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.