Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 69
12. mars 2010 FÖSTUDAGUR 69 Það verða tólf lið sem taka þátt í Formúlunni í ár en fyrsta keppni tímabilsins er á sunnudaginn í Barein. Ný lið eru mætt til leiks á þessu tímabili, Lotus er komið aft- ur eftir margra ára fjarveru ásamt öðrum nýliðum, HRT F1 frá Spáni og Virgin Racing. Allt snýst samt um endurkomu Michaels Schum- acher sem ekur fyrir Mercedes. Það lið varð meistari í fyrra undir nafn- inu Brawn og gerði Jenson Button að meistara. STÆRSTA TÍMABILIÐ Í ÁRARAÐIR „Það eru fjórir meistarar að keppa, Hamilton, Button, Alonso og Schumacher. Svo eru gífurleg- ar reglubreytingar þannig þetta er stærsta tímabilið í Formúlu 1 frá því byrjað var að sýna það hér á landi,“ segir Gunnlaugur Rögn- valdsson, formúlusérfræðingur á Stöð 2 Sport. Hann segir end- urkomu Michaels eðlilega vera stærsta saga tímabilsins til þessa. „Endurkoma Schumachers vekur heimsathygli og ekki síst hér á landi. Þegar hann var að keppa hélt helmingur allra áhugamanna hér heima með honum. En mál- ið er að hann er með þriggja ára samning, hann er ekkert bara að koma í eitt ár,“ segir Rögnvaldur en hvað heldur hann um form kapp- ans? „Schumacher hefur alltaf ver- ið tröll að burðum og í toppfomi. Hann hefur verið góður á æfingum á Spáni og er því til alls líklegur,“ segir hann. ÁHÆTTA HJÁ BUTTON Nýju reglurnar, sem var farið ítar- lega yfir í miðvikudagsblaði DV, setja sinn svip á mótið. Ein sú stærsta er þó bensíntankurinn sem verður nú að rýma eldsneyti sem dugar alla keppnina, bannað er að fylla á. „Bílarnir taka mið af þessu og eru því stærri og lengri. Þeir byggjast þó allir á gamalli hefði,“ segir Gunnlaugur. Núverandi heimsmeistari, Jen- son Button, bauðst að vera áfram í herbúðum Mercedes og aka við hlið Michaels Shumacher, hann ákvað þó að taka tilboði McLar- en og aka með Lewis Hamilt- on, meistaranum frá 2009. „ Þetta er mikil áskorun fyrir Button, að skipta yfir í búrið til Jenson Butt- on þar sem hann þekkir alla frá gólfi upp í topp. Hann vill þó láta á þetta reyna og það verður spenn- andi,“ segir Gunnlaugur sem tel- ur þó Button ekki upp þegar lík- legustu menn að hampa titlinum eru nefndir. „Þeir líklegustu núna eru Alonso, sem verður sterkur hjá Ferrari held ég, Lewis Hamilton og Vettel. Það er þó ómögulegt að spá,“ segir hann. EKKI HÆGT AÐ BYRJA Á TOPPNUM Þrjú ný lið taka þátt í ár en þau hafa átt erfitt uppdráttar á æfing- um, verið þremur til sex sekúnd- um á eftir hinum liðunum. Hafa sumir ökuþórar í Formúlunni lýst yfir áhyggjum sínum af því, aðal- lega vilja þeir að ökumenn þeirra liða verði duglegir að færa sig frá þegar þeir verða hringaðir. „Mér finnst þessi gagnrýni ekki alveg sanngjörn ef ég tala bara fyrir mig. Menn geta náttúrlega ekki byrjað á toppnum,“ segir Gunnlaugur sem telur Lotus vera líklegast til árang- urs af nýju liðunum. Sem fyrr verður umfjöllunin á Stöð 2 Sport frá Formúlunni glæsi- leg. „Við verðum með föstudagsæf- ingar, morgunæfingar á laugardög- um, tímatökuna, kappaksturinn sjálfan og endamarkið á sunnu- degi, allt í beinni. Tímatakan og kappaksturinn eru áfram í opinni dagskrá,“ segir Gunnlaugur Rögn- valdsson spenntur. Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina þegar tólf lið aka af stað í Barein. Allt snýst um endurkomu Michaels Schu- macher en miklir umbrotstímar eru í Formúlunni eftir stórar reglubreytingar. Gunnlaugur Rögnvaldsson, formúlu- sérfræðingur á Stöð 2 Sport, segir þetta stærsta tímabilið í Formúlu 1 frá því sýningar hófust hér heima. EKIÐ AF STAÐí Barein TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is MEISTARINN Jenson Button tók mikla áhættu og er farinn til Lewisar Hamilton og félaga í McLaren. MYND AFP ÚRSLIT 2009 1. Jenson Button, Brawn 2. Sebastian Vettel, Red Bull 3. Jarno Trulli, Toyota 4. Lewis Hamilton, McLaren 5. Rubens Barrichello, Brawn FREMSTUR Á RÁSPÓL 2009 n Jarno Trulli, Toyota 1:33:431 FLJÓTASTUR Í EINSTÖKUM HRING n Jarno Trulli, Toyota 1:34:556 BRAUTARMET n Michael Schumacher, Ferrari 1:30:252 FYRRI SIGURVEGARAR 2009: Jenson Button, Brawn 2008: Felipe Massa, Ferrari 2007: Felipe Massa, Ferrari 2006: Fernando Alonso, Renault 2005: Michael Schumacher, Ferrari Shakir-brautin BÍLAR OG ÖKUMENN 2010 MCLAREN 1 Jenson Button, Bretlandi 2 Lewis Hamilton, Bretlandi MERCEDES (Brawn í fyrra) 3 Michael Schumacher, Þýskalandi 4 Nico Rosberg, Þýskalandi RED BULL 5 Sebastian Vettel, Þýskalandi 6 Mark Webber, Ástralíu FERRARI 7 Felipe Massa, Brasilía 8 Fernando Alonso, Spáni TORO ROSSO 16 Sebastien Buemi, Sviss 17 Jaime Alguersuari, Spáni WILLIAMS 9 Rubens Barrichello, Brasilíu 10 Nico Hülkenberg, Þýskalandi RENAULT F1 11 Robert Kubica, Póllandi 12 Vitaly Petrov, Rússlandi FORCE INDIA 14 Adrian Sutil, Þýskalandi 15 Vitantonio Liuzzi, Ítalíu VIRGIN RACING 24 Timo Glock, Þýskalandi 25 Lucas di Grassi, Brasilíu BMW SAUBER 22 Pedro de la Rosa, Spáni 23 Kamui Kobayashi, Japan LOTUS 18 Jarno Trulli, Ítalíu 19 Heikki Kovalainen, Finnlandi HRT F1 20 Karun Chandhok, Indlandi 21 Bruno Senna, Brasilíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.