Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 MINNING
Knútur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1944, embættisprófi í lögfræði frá
Háskóla Íslands 1950, stundaði
nám í hagsýslu- og stjórnunarfræði
í Stokkhólmi 1952, öðlaðist hdl.-
réttindi 1953 og stundaði nám við
Norræna sumarháskólann í Hels-
inki og Ljungskile 1955 og 1956.
Knútur var fulltrúi í endurskoð-
unardeild fjármálaráðuneytisins í
embættiseftirliti með sýslumönn-
um og bæjarfógetum 1950-54, full-
trúi í menntamálaráðuneytinu frá
1954, deildarstjóri þar frá 1961,
skrifstjóristjóri þar frá 1971 og starf-
aði jafnframt í forsætisráðuneyt-
inu 1954-72, m.a. sem staðgengill
ráðuneytisstjóra, ríkisráðsritara og
ritara á ríkisstjórnarfundum og var
skipaður ráðuneytisstóri í mennta-
málaráðuneytinu 1983. Honum var
veitt lausn fyrir aldurs sakir 1993 en
sinnti þó lengur ýmsum verkefnum
fyrir ráðuneytið.
Knútur var meðdómari í Sjó- og
verslunardómi Reykjavíkur í ýms-
um firma- og vörumerkjamálum
og var auk þess meðdómari í saka-
dómi Reykjavíkur og bæjarþingi
Keflavíkur.
Knútur sat í stjórn Neytenda-
samtakanna 1954-64, vann að end-
urskoðun laga og reglugerða um
skemmtannaskatt 1963, var for-
maður æskulýðslaganefndar og
tækniskólanefndar 1963-64, for-
maður skólakostnaðarlaganefnd-
ar 1965, formaður Samtaka um
vestræna samvinnu 1965-73, sat
í nefnd til að semja lög um þókn-
un til rithöfunda vegna afnota af
bókum þeirra í almenningsbóka-
söfnum 1966, í samstarfsnefnd
ríkis og sveitarfélaga um fjármál
skóla 1967-74, í stjórn Rithöfunda-
sjóðs Íslands 1968-73 og formað-
ur sjóðsins 1969 og 1971, ritari
íslensku UNESCO nefndarinn-
ar 1969-70, í norrænu höfunda-
laganefndinni 1970-78, í nefnd til
að endurskoða lög um myndlist-
ar- og handíðaskóla 1970, í nefnd
til að endurskoða höfundarlaga-
frumvarp 1971 og 1988-91, formað-
ur starfslaunanefndar listamanna
1972-74, í höfundarréttarnefnd frá
1973, formaður leikhúslaganefnd-
ar 1973,formaður framkvæmda-
stjórnar Listahátíðar í Reykjavík
1972 og 1976, vann að samningu
lagafrumvarps um fjölbrautaskóla
1972, sat í norrænni samvinnu-
nefnd um sjónvarpsmál 1972, og
um myndlistarmál 1974-80, for-
maður nefndar til að semja lög um
launasjóð rithöfunda 1973, í nefnd
til að semja lög um skylduskil safna
1974, var varaformaður nefndar til
að gera tillögu um löggjöf og stjórn
umhverfismála 1975, formaður Fé-
lags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
frá 1983, stjórnarformaður Kvik-
myndasjóðs Íslands 1979-90, sat í
stjórn Norræna menningarsjóðsins
1983-90 og um skeið frá 1993, var
formaður endurskoðunarnefndar
Útvarpslaga 1989, formaður stjórn-
ar Fulbrightstofnunnarinnar á Ís-
landi 1990-91, sat í stjórn Norræna
hússins í Færeyjum frá 1991, var
formaður endurskoðunarnefndar
kvikmyndalaga og átti sæti í ýms-
um nefndum á vegum Evrópuráðs-
ins um menningar-, fjölmiðla og
umhverfismál.
Fjölskylda
Eftirlifandi eiginkona Knúts er
Erna Steindórsdóttir Hjaltalín, f.
12.3. 1932, er lauk prófi frá Versl-
unarskóla Íslands, flugstjóraprófi
og flugleiðsögumannaprófi og var
yfirflugfreyja hjá Loftleiðum og
Flugleiðum, síðar húsmóðir. Hún
er dóttir Steindórs Jónasar Bjarna-
sonar Hjaltalín, f. 1.1. 1902, d. 15.5.
1960, útgerðarmanns á Siglufirði og
verslunarstjóra Gránufélagsins á
Akureyri, síðar í Reykjavík, og k.h.,
Svövu Kristinsdóttur Hjaltalín, f.
Havsteen 18.1. 1904, d. 21.1. 1978,
húsmóður.
Sonur Knúts og Ernu er Jónas
Knútsson, f. 13.6. 1967, þýðandi og
kvikmyndagerðarmaður í Reykja-
vík, kvæntur Halldóru Kristínu Þór-
arinsdóttur, f. 23.12. 1968, krabba-
meinslækni barna, og eru dætur
þeirra Erna Kristín Jónasdóttir, f.
14.10. 1999, og Hrefna Kristrún Jón-
asdóttir, f. 14.10. 1999.
Kjörforeldrar Knúts voru Jónas
Sigursteinn Guðmundsson, f. 31.3.
1890, d. 5.6. 1984, rafvirkjameist-
ari í Reykjavík, og Hólmfríður Jó-
hannsdóttir, f. 5.3. 1894, , f. 15.5.
1988, húsmóðir. Jónas var jafnframt
móðurbróðir Knúts.
Ætt
Faðir Jónasar og afi Knúts var
Guðmundur, trésmíðameistari í
Reykjavík Hallssonar, verkamanns
í Hallskoti í Hafnarfirði Sigmunds-
sonar, Hallssonar, b. í Norðurgarði
á Skeiðum Vigfússonar. Móðir Sig-
mundar var Guðrún Sigmunds-
dóttir. Móðir Halls var Kristín, systir
Jóns í Varmadal, langalangafa Kára
Jónassonar, fyrrv. ritstjóra Frétta-
blaðsins og fyrrv. fréttastjóra RÚV.
Kristín var dóttir Jóns, b. á Gafli
í Villingaholtshreppi Ólafssonar,
b. á Mýrum í Flóa Jónssonar, pr. í
Villingaholti Gíslasonar. Móðir Ól-
afs var Kristín Ásmundsdóttir, b. á
Tungufelli Guðnasonar, bróður Sig-
urðar, afa Sigurðar, langafa Tómas-
ar Sæmundssonar Fjölnismanns
og Jóns Sigurðssonar forseta. Móð-
ir Jóns á Gafli var Guðrún Brynj-
ólfsdóttir, systir Jóns, pr. á Eiðum,
langafa Sigfúsar, föður Guðrúnar,
ættmóður Gunnhildargerðisættar.
Móðir Kristínar var Þóra Einars-
dóttir.
Móðir Guðmundar var Þor-
björg Magnúsdóttir, b. í Suðurkoti
í Grímsnesi Ólafssonar, og Sigriðar
Guðmundsdóttur.
Móðir Jónasar og amma Knúts
var Guðrún Jakobína, systir Hann-
esar Þorsteinssonar, alþm., rit-
stjóra Þjóðólfs og þjóðskjalavarðar,
og systir Þorsteins Þorsteinssonar,
hagfræðings og hagstofustjóra, föð-
ur Geirs, forstjóra Ræsis, og Hann-
esar, aðalgjaldkera Landsbank-
ans. Systir Guðrúnar Jakobínu var
Jóhanna, móðir Óskars Gíslason-
ar ljósmyndara. Jóhanna var einn-
ig móðir Alfreðs, sýslumanns og
bæjarfógeta í Keflavík, föður Gísla
leikara og fyrrv.skólasjtóra Leiklist-
arskóla Íslands, og móðir Sigrúnar,
móður Ævars Kvaran leikara.
Guðrún Jakobína var dóttir Þor-
steins, b. á Brú í Biskupstungum
og síðar trésmiðs í Reykjavík Nar-
fasonar, b. á Brú Ásbjörnssonar.
Móðir Narfa var Elísabet Narfa-
dóttir, systir Andrésar, föður Magn-
úsar, alþm. Í Syðra-Langholti, afa
séra Árna Þórarinssonar frá Stóra-
Hrauni, og langafa Ásmundar bisk-
ups. Móðir Þorsteins var Þórelfur
Þorsteinsdóttir.
Móðir Guðrúnar Jakobínu var
Sigrún, systir Steinunnar, móður
Tómasar Guðmundssonar skálds.
Sigrún var dóttir Þorsteins, b.,
smiðs og hreppstjóra á Drumb-
oddsstöðum Tómassonar, b. í Auðs-
holti Halldórssonar, bróður Páls í
Ártúni, langafa Gróu, móður Helga
Sigurðssonar hitaveitustjóra. Móð-
ir Þorsteins á Drumboddsstöðum
var Rannveig Þorsteinsdóttir. Móð-
ir Sigrúnar var Sigríður Knútsdótt-
ir, b. á Drumboddsstöðum Björns-
sonar, og Steinunnar yfirsetukonu
Guðmundssonar.
Útför Knúts fer fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík, þriðjudaginn 16.3.
og hefst athöfnin kl. 13.00.
MINNING
Knútur Hallsson
FYRRVERANDI RÁÐUNEYTISSTJÓRI
Fæddur 30.12. 1923, dáinn 5.3. 2010
MERKIR
ÍSLENDINGAR
Jón Sigurðsson
ALÞINGISMAÐUR Á
REYNISSTAÐ Í SKAGAFIRÐI
f. 13.3. 1888, d. 5.8. 1972
Jón Sigurðsson, alþingismaður á
Reynistað í Skagafirrði, er dæmi-
gerður fyrir þá héraðshöfðingja sem
sátu á Alþingi fram yfir miðbik síð-
ustu aldar, einkum fyrir Sjálfstæðis-
flokk og Framsóknarflokk. Það var
oft þungt í þeim pundið þessum lá-
vörðum sveitanna og þeir höfðu oft
mikil áhrif í sínum stjórnmálaflokk-
um. Þótt þeir deildu oft hart heima
í héraði, sem sjálfstæðismenn og
framsóknarmenn, sneru þeir bök-
um saman þegar kom að hags-
munamálum landbúnaðarins.
Jón fæddist og átti alla tíð heima
á föðurarfleifð sinni - Reynistað -
sögufrægu höfuðbóli sem var jarls-
setur á Sturlungaöld, nunnuklaust-
ur fram yfir siðaskipti, kirkjustaður
og löngum sýslumannssetur.
Foreldrar Jóns voru Sigurður
Jónsson, bóndi á Reynisstað, og k.
h. Sigríður Jónsdóttir húsrfreyja.
Eiginkona Jóns var Sigrún, systir
Þórönnu, ömmu Jónasar Kristj-
ánssonar, fyrrv. ritstjóra DV. Önnur
systir Þórönnu var Friðrika Hall-
fríður, móðir Baldurs Vilhelmsson-
ar, fyrrv. Prófasts í Vatnsfirði. Þriðja
systirin var Þorbjörg, amma Leifs
Þórarinssonar tónskálds en bróðir
þeirra systra var Jón á Þingeyrum,
faðir Guðrúnar arkitekts.
Jón átti kost á að fara í Latínu-
skólann og læra til embættis en
ákvað sjálfur annað nám og ævi-
starf. Hann lauk gagnfræðaprófi á
Akureyri, búfræðiprófi frá Hólum,
stundaði nám í Askov og búfræði-
nám i Danmörku og Noregi 1907.
Jón var bústjóri hjá fóður sínum
frá 1908 og bóndi á Reynistað frá
1919, en á móti Sigurði, syni sínum,
frá 1947.
Jón var eljusamur og framfara-
sinnaður búhöldur, gegndi flestum
helstu trúnaðarstörfum fyrir sveit
sína, hérað og stétt og var alþingis-
maður á þrjátíu og þremur þingum,
lengst af fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Jón stofnaði og starfrækti Sögu-
félag Skagafjarðar, var frumkvöðull
að stofnun byggðasafnsins í Glaum-
bæ og vann ötullega að byggingu
Bókhlöðunnar á Sauðárkróki.
Það þótti góður skóli fyrir ung -
linga að vera í sveit hjá Jóni á Reyn-
isstað en af strákum sem voru í sveit
hjá honum og urðu síðar þjóðkunn-
ir menn má nefna frænda hans,
Jónas Kristjánsson , fyrrv. ritstjóra
DV, Ragnar Borg framkvæmdastjóra
og Björn Bjarnason, fyrrv. dóms- og
menntamálaráðherra.
EFTIRMÆLI
Ég kannaðist lítillega við Knút frá
því á unglingsárunum í Vesturbæn-
um í gamla daga en vinátta okkar
hófst er við urðum samstúdentar
við Háskólann lýðveldisárið, 1944.
Síðan þá vorum við alla tíð mikl-
ir vinir og í stöðugu sambandi. Við
lukum embættisprófi í lögum sam-
tímis, í janúar 1950, og vorum síð-
an samstarfsmenn í menntamála-
ráðuneytinu. Þegar leiðir skildu og
ég varð sýslumaður í Borgarnesi
héldum við uppi reglulegu síma-
sambandi í hverri viku og stundum
oftar. Við áttum okkar síðasta sím-
tal daginn áður en hann lést. Hann
var mér afar kær vinur sem ég sakna
sárt.
Knútur var í alla staði mjög vand-
aður maður sem gott var að eiga að.
Hann var vinnusamur, vandvirk-
ur og afkastamikill embættismað-
ur sem m.a. samdi fjölda lagafrum-
varpa og afskaplega skilmerkilegar
greinargerðir þar að lútandi. Þá var
hann mikill áhugamaður um utan-
ríkismál en hann stofnaði, ásamt
okkur Pétri Benediktssyni, Samtök
um vestræna samvinnu, og var for-
maður þeirra samtaka um skeið.
Eftir Knút liggur veigamik-
ið og víðtækt uppbyggingarstarf í
menntakerfi okkar. En þrátt fyrir
ábyrgðarmikið starf og veigamikil
verkefni var hann einstaklega hæ-
verskur maður og hlédrægur. Hann
var gáfumaður og mikill gæfumað-
ur, í einkalífi og sínu lífsstarfi. Ég er
afar þakklátur fyrir að hafa átt slíkan
öðling að góðum vini í meira en sex-
tíu og fimm ár.
Ásgeir Pétursson
fyrrv. sýslumaður í Borgarnesi og
bæjarfógeti í Kópavogi
EFTIR ÁSGEIR PÉTURSSON