Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2010, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 12. mars 2010 MINNING Knútur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944, embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1950, stundaði nám í hagsýslu- og stjórnunarfræði í Stokkhólmi 1952, öðlaðist hdl.- réttindi 1953 og stundaði nám við Norræna sumarháskólann í Hels- inki og Ljungskile 1955 og 1956. Knútur var fulltrúi í endurskoð- unardeild fjármálaráðuneytisins í embættiseftirliti með sýslumönn- um og bæjarfógetum 1950-54, full- trúi í menntamálaráðuneytinu frá 1954, deildarstjóri þar frá 1961, skrifstjóristjóri þar frá 1971 og starf- aði jafnframt í forsætisráðuneyt- inu 1954-72, m.a. sem staðgengill ráðuneytisstjóra, ríkisráðsritara og ritara á ríkisstjórnarfundum og var skipaður ráðuneytisstóri í mennta- málaráðuneytinu 1983. Honum var veitt lausn fyrir aldurs sakir 1993 en sinnti þó lengur ýmsum verkefnum fyrir ráðuneytið. Knútur var meðdómari í Sjó- og verslunardómi Reykjavíkur í ýms- um firma- og vörumerkjamálum og var auk þess meðdómari í saka- dómi Reykjavíkur og bæjarþingi Keflavíkur. Knútur sat í stjórn Neytenda- samtakanna 1954-64, vann að end- urskoðun laga og reglugerða um skemmtannaskatt 1963, var for- maður æskulýðslaganefndar og tækniskólanefndar 1963-64, for- maður skólakostnaðarlaganefnd- ar 1965, formaður Samtaka um vestræna samvinnu 1965-73, sat í nefnd til að semja lög um þókn- un til rithöfunda vegna afnota af bókum þeirra í almenningsbóka- söfnum 1966, í samstarfsnefnd ríkis og sveitarfélaga um fjármál skóla 1967-74, í stjórn Rithöfunda- sjóðs Íslands 1968-73 og formað- ur sjóðsins 1969 og 1971, ritari íslensku UNESCO nefndarinn- ar 1969-70, í norrænu höfunda- laganefndinni 1970-78, í nefnd til að endurskoða lög um myndlist- ar- og handíðaskóla 1970, í nefnd til að endurskoða höfundarlaga- frumvarp 1971 og 1988-91, formað- ur starfslaunanefndar listamanna 1972-74, í höfundarréttarnefnd frá 1973, formaður leikhúslaganefnd- ar 1973,formaður framkvæmda- stjórnar Listahátíðar í Reykjavík 1972 og 1976, vann að samningu lagafrumvarps um fjölbrautaskóla 1972, sat í norrænni samvinnu- nefnd um sjónvarpsmál 1972, og um myndlistarmál 1974-80, for- maður nefndar til að semja lög um launasjóð rithöfunda 1973, í nefnd til að semja lög um skylduskil safna 1974, var varaformaður nefndar til að gera tillögu um löggjöf og stjórn umhverfismála 1975, formaður Fé- lags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi frá 1983, stjórnarformaður Kvik- myndasjóðs Íslands 1979-90, sat í stjórn Norræna menningarsjóðsins 1983-90 og um skeið frá 1993, var formaður endurskoðunarnefndar Útvarpslaga 1989, formaður stjórn- ar Fulbrightstofnunnarinnar á Ís- landi 1990-91, sat í stjórn Norræna hússins í Færeyjum frá 1991, var formaður endurskoðunarnefndar kvikmyndalaga og átti sæti í ýms- um nefndum á vegum Evrópuráðs- ins um menningar-, fjölmiðla og umhverfismál. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Knúts er Erna Steindórsdóttir Hjaltalín, f. 12.3. 1932, er lauk prófi frá Versl- unarskóla Íslands, flugstjóraprófi og flugleiðsögumannaprófi og var yfirflugfreyja hjá Loftleiðum og Flugleiðum, síðar húsmóðir. Hún er dóttir Steindórs Jónasar Bjarna- sonar Hjaltalín, f. 1.1. 1902, d. 15.5. 1960, útgerðarmanns á Siglufirði og verslunarstjóra Gránufélagsins á Akureyri, síðar í Reykjavík, og k.h., Svövu Kristinsdóttur Hjaltalín, f. Havsteen 18.1. 1904, d. 21.1. 1978, húsmóður. Sonur Knúts og Ernu er Jónas Knútsson, f. 13.6. 1967, þýðandi og kvikmyndagerðarmaður í Reykja- vík, kvæntur Halldóru Kristínu Þór- arinsdóttur, f. 23.12. 1968, krabba- meinslækni barna, og eru dætur þeirra Erna Kristín Jónasdóttir, f. 14.10. 1999, og Hrefna Kristrún Jón- asdóttir, f. 14.10. 1999. Kjörforeldrar Knúts voru Jónas Sigursteinn Guðmundsson, f. 31.3. 1890, d. 5.6. 1984, rafvirkjameist- ari í Reykjavík, og Hólmfríður Jó- hannsdóttir, f. 5.3. 1894, , f. 15.5. 1988, húsmóðir. Jónas var jafnframt móðurbróðir Knúts. Ætt Faðir Jónasar og afi Knúts var Guðmundur, trésmíðameistari í Reykjavík Hallssonar, verkamanns í Hallskoti í Hafnarfirði Sigmunds- sonar, Hallssonar, b. í Norðurgarði á Skeiðum Vigfússonar. Móðir Sig- mundar var Guðrún Sigmunds- dóttir. Móðir Halls var Kristín, systir Jóns í Varmadal, langalangafa Kára Jónassonar, fyrrv. ritstjóra Frétta- blaðsins og fyrrv. fréttastjóra RÚV. Kristín var dóttir Jóns, b. á Gafli í Villingaholtshreppi Ólafssonar, b. á Mýrum í Flóa Jónssonar, pr. í Villingaholti Gíslasonar. Móðir Ól- afs var Kristín Ásmundsdóttir, b. á Tungufelli Guðnasonar, bróður Sig- urðar, afa Sigurðar, langafa Tómas- ar Sæmundssonar Fjölnismanns og Jóns Sigurðssonar forseta. Móð- ir Jóns á Gafli var Guðrún Brynj- ólfsdóttir, systir Jóns, pr. á Eiðum, langafa Sigfúsar, föður Guðrúnar, ættmóður Gunnhildargerðisættar. Móðir Kristínar var Þóra Einars- dóttir. Móðir Guðmundar var Þor- björg Magnúsdóttir, b. í Suðurkoti í Grímsnesi Ólafssonar, og Sigriðar Guðmundsdóttur. Móðir Jónasar og amma Knúts var Guðrún Jakobína, systir Hann- esar Þorsteinssonar, alþm., rit- stjóra Þjóðólfs og þjóðskjalavarðar, og systir Þorsteins Þorsteinssonar, hagfræðings og hagstofustjóra, föð- ur Geirs, forstjóra Ræsis, og Hann- esar, aðalgjaldkera Landsbank- ans. Systir Guðrúnar Jakobínu var Jóhanna, móðir Óskars Gíslason- ar ljósmyndara. Jóhanna var einn- ig móðir Alfreðs, sýslumanns og bæjarfógeta í Keflavík, föður Gísla leikara og fyrrv.skólasjtóra Leiklist- arskóla Íslands, og móðir Sigrúnar, móður Ævars Kvaran leikara. Guðrún Jakobína var dóttir Þor- steins, b. á Brú í Biskupstungum og síðar trésmiðs í Reykjavík Nar- fasonar, b. á Brú Ásbjörnssonar. Móðir Narfa var Elísabet Narfa- dóttir, systir Andrésar, föður Magn- úsar, alþm. Í Syðra-Langholti, afa séra Árna Þórarinssonar frá Stóra- Hrauni, og langafa Ásmundar bisk- ups. Móðir Þorsteins var Þórelfur Þorsteinsdóttir. Móðir Guðrúnar Jakobínu var Sigrún, systir Steinunnar, móður Tómasar Guðmundssonar skálds. Sigrún var dóttir Þorsteins, b., smiðs og hreppstjóra á Drumb- oddsstöðum Tómassonar, b. í Auðs- holti Halldórssonar, bróður Páls í Ártúni, langafa Gróu, móður Helga Sigurðssonar hitaveitustjóra. Móð- ir Þorsteins á Drumboddsstöðum var Rannveig Þorsteinsdóttir. Móð- ir Sigrúnar var Sigríður Knútsdótt- ir, b. á Drumboddsstöðum Björns- sonar, og Steinunnar yfirsetukonu Guðmundssonar. Útför Knúts fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík, þriðjudaginn 16.3. og hefst athöfnin kl. 13.00. MINNING Knútur Hallsson FYRRVERANDI RÁÐUNEYTISSTJÓRI Fæddur 30.12. 1923, dáinn 5.3. 2010 MERKIR ÍSLENDINGAR Jón Sigurðsson ALÞINGISMAÐUR Á REYNISSTAÐ Í SKAGAFIRÐI f. 13.3. 1888, d. 5.8. 1972 Jón Sigurðsson, alþingismaður á Reynistað í Skagafirrði, er dæmi- gerður fyrir þá héraðshöfðingja sem sátu á Alþingi fram yfir miðbik síð- ustu aldar, einkum fyrir Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk. Það var oft þungt í þeim pundið þessum lá- vörðum sveitanna og þeir höfðu oft mikil áhrif í sínum stjórnmálaflokk- um. Þótt þeir deildu oft hart heima í héraði, sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, sneru þeir bök- um saman þegar kom að hags- munamálum landbúnaðarins. Jón fæddist og átti alla tíð heima á föðurarfleifð sinni - Reynistað - sögufrægu höfuðbóli sem var jarls- setur á Sturlungaöld, nunnuklaust- ur fram yfir siðaskipti, kirkjustaður og löngum sýslumannssetur. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, bóndi á Reynisstað, og k. h. Sigríður Jónsdóttir húsrfreyja. Eiginkona Jóns var Sigrún, systir Þórönnu, ömmu Jónasar Kristj- ánssonar, fyrrv. ritstjóra DV. Önnur systir Þórönnu var Friðrika Hall- fríður, móðir Baldurs Vilhelmsson- ar, fyrrv. Prófasts í Vatnsfirði. Þriðja systirin var Þorbjörg, amma Leifs Þórarinssonar tónskálds en bróðir þeirra systra var Jón á Þingeyrum, faðir Guðrúnar arkitekts. Jón átti kost á að fara í Latínu- skólann og læra til embættis en ákvað sjálfur annað nám og ævi- starf. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, búfræðiprófi frá Hólum, stundaði nám í Askov og búfræði- nám i Danmörku og Noregi 1907. Jón var bústjóri hjá fóður sínum frá 1908 og bóndi á Reynistað frá 1919, en á móti Sigurði, syni sínum, frá 1947. Jón var eljusamur og framfara- sinnaður búhöldur, gegndi flestum helstu trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, hérað og stétt og var alþingis- maður á þrjátíu og þremur þingum, lengst af fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón stofnaði og starfrækti Sögu- félag Skagafjarðar, var frumkvöðull að stofnun byggðasafnsins í Glaum- bæ og vann ötullega að byggingu Bókhlöðunnar á Sauðárkróki. Það þótti góður skóli fyrir ung - linga að vera í sveit hjá Jóni á Reyn- isstað en af strákum sem voru í sveit hjá honum og urðu síðar þjóðkunn- ir menn má nefna frænda hans, Jónas Kristjánsson , fyrrv. ritstjóra DV, Ragnar Borg framkvæmdastjóra og Björn Bjarnason, fyrrv. dóms- og menntamálaráðherra. EFTIRMÆLI Ég kannaðist lítillega við Knút frá því á unglingsárunum í Vesturbæn- um í gamla daga en vinátta okkar hófst er við urðum samstúdentar við Háskólann lýðveldisárið, 1944. Síðan þá vorum við alla tíð mikl- ir vinir og í stöðugu sambandi. Við lukum embættisprófi í lögum sam- tímis, í janúar 1950, og vorum síð- an samstarfsmenn í menntamála- ráðuneytinu. Þegar leiðir skildu og ég varð sýslumaður í Borgarnesi héldum við uppi reglulegu síma- sambandi í hverri viku og stundum oftar. Við áttum okkar síðasta sím- tal daginn áður en hann lést. Hann var mér afar kær vinur sem ég sakna sárt. Knútur var í alla staði mjög vand- aður maður sem gott var að eiga að. Hann var vinnusamur, vandvirk- ur og afkastamikill embættismað- ur sem m.a. samdi fjölda lagafrum- varpa og afskaplega skilmerkilegar greinargerðir þar að lútandi. Þá var hann mikill áhugamaður um utan- ríkismál en hann stofnaði, ásamt okkur Pétri Benediktssyni, Samtök um vestræna samvinnu, og var for- maður þeirra samtaka um skeið. Eftir Knút liggur veigamik- ið og víðtækt uppbyggingarstarf í menntakerfi okkar. En þrátt fyrir ábyrgðarmikið starf og veigamikil verkefni var hann einstaklega hæ- verskur maður og hlédrægur. Hann var gáfumaður og mikill gæfumað- ur, í einkalífi og sínu lífsstarfi. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa átt slíkan öðling að góðum vini í meira en sex- tíu og fimm ár. Ásgeir Pétursson fyrrv. sýslumaður í Borgarnesi og bæjarfógeti í Kópavogi EFTIR ÁSGEIR PÉTURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.