Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Síða 8
EinkatónlEikar goðsins n Gítargoðið Eric Clapton hef- ur undanfarin ár veitt lax úr Laxá á Ásum en sýnir nú stórlöxum í Vatnsdalsá meiri áhuga. Clapton hefur dvalið á Íslandi undan- farna daga og borðaði hann meðal annars á Hamborgarafa- brikku Simma og og Jóa síðastlið- inn mánudag. DV.is greindi svo frá því að hann hafi gist á Hótel Holti þó það hafi ekki fengist staðfest. En við komu hans nú til landsins rifjast upp saga af Clapton þar sem hann sat með veiðifélögum sínum á hóteli á Blönduósi fyrir nokkrum árum eftir vel heppnaðan dag á bökkum Laxár. Piltur á táningsaldri bankaði upp á með gítarinn sinn og bað goð- ið um að rita nafn sitt á hann. Clap- ton vildi verða við því gegn því að fá gítarinn lánaðan eina kvöldstund og var það auðsótt. Sagan segir að hann hafi leikið sínar helstu ballöð- ur á þesum einkatónleikum og verið í miðju lagi þegar gall í leigutaka árinnar: Háttatími, upp klukkan 7 í fyrramálið! röng gagnrýni? n Margt hefur verið rætt um hæfni Runólfs Ágústssonar til að gegna starfi umboðsmanns skuldara sem hann gegndi á endanum í einn dag eða svo. Víst er að hann er vel menntaður og með mikla reynslu, meðal annars af því að koma á fót starf- hæfum eining- um hratt og örugglega. Enda skoraði hann ögn hærra á hæfnisprófi en keppinauturinn Ásta Sigrún Helga- dóttir. Þjóðfélagsrýnir vildi vekja athygli DV á að lítið væri gefandi fyrir umræðuna um flokksböndin og skuldir Runólfs. Alvarlegra væri að hann safnaði fé og stýrði háskóla á Bifröst sem lét undir höfuð leggjast að stunda gagnrýna fræðimennsku í aðdraganda hrunsins. öngstrætið n Stjórnvöld virðast komin í öng- stræti með hvert málið á fætur öðru. Guð- mundur Ólafs- son hagfræð- ingur er meðal þeirra sem bent hefur á hversu veik ríkisstjórn- in sé og þurfi í sífellu að stilla til friðar við villta vinstrið sem fylgi eftir and- stöðunni við Samfylkinguna af meiri festu en rótgróinni andstöðu sinni við vonda kapítalista og Sjálf- stæðisflokkinn. Nefndarskipun stjórnvalda til að rýna í Magma- málið með hraði þykir dæmi um auðsveipnina við villta vinstrið þegar í rauninni sé einfaldara að komast að því að Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir og fáeinir aðrir þingmenn VG vilja yfirhöfuð ekki nýta orku- lindir á Suðurnesjum. sandkorn 8 fréttir 6. ágúst 2010 föstudagur Rúmteppi • Tvær stærðir. 6 teg - 6 litir • Létt og meðfærileg rúmteppi. • Hægt að nota báðum megin. • 2 stk púðaver fylgja. • Má þvo í þvottavél. TILBOÐSVERÐ aðeins kr. 15.995.- Verum vinir ÚTSÖLULOK Full búð af flottum nýjum vörum á TILBOÐSVERÐI 20% Rúmföt 20 teg.Opera K r i n g l u n n i - S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 40 ára Vörur á verði fyrir þig 25% Palio Fusion Invino Trix 18 kristalsglös í gjafakassa 6 stk kampavín 6 stk rauðvín 6 stk hvítvín Verð aðeins frá kr. 13.500.- Aria fimmtudag til sunnudags - öll glös á TILBOÐSVERÐI Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi í fram- kvæmdastjórn Samfylkingarinn- ar, hefur farið fram á fjárnám hjá Frjálslynda flokknum. Þar gegndi hún embætti framkvæmdastjóra um nokkurt skeið og snýr fjárnámskraf- an að ógreiddum launum upp á eina milljón með vöxtum. Árið 2007 hætti Margrét í fússi hjá flokknum og sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri hans. Skömmu áður hafði hún verið í laun- uðu leyfi sem slíkur áður en til að- alfundar flokksins kom og fyrir þá mánuði reynir Margrét nú að sækja laun. Vangoldnu launin hafði Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmt Frjáls- lynda flokkinn til að greiða en þau hafa enn ekki verið greidd. Margrét segir fjárnámskröfuna því vera neyð- arúrræði. Réttlætismál „Ég hef svo sem ekki verið að reikna með þessum aurum því flokkurinn hefur ekki sýnt neinn lit til að gera þetta upp. Ég á inni vangoldin laun frá sínum tíma og í mínum huga er þetta réttlætismál,“ segir Margrét. Margrét segist leið yfir því að þurfa að krefjast fjárnáms en þess þurfi hún einfaldlega þar sem for- svarsmenn Frjálslynda flokksins hafi ekki sýnt sóma sinn í að borga henni vangoldin laun. Hún ítrekar að dóm- stólar hafi dæmt í þá veru að flokkn- um beri að greiða henni þessi laun. „Auðvitað finnst mér það ómerkilegt að flokkurinn skuli ekki bregðast bet- ur við. Mér finnst það stórmál að ein- staklingur þurfi að fara svona fram gegn flokknum. Þrátt fyrir þennan dóm hefur ekkert komið og þessi fjárnámskrafa var bara næsta rök- rétta skref. Engu að síður geri ég mér engar sérstakar væntingar um að ná þessu í gegn,“ segir Margrét. Byggt á misskilningi Aðspurður hafði Sigurjón Þórðar- son, formaður Frjálslynda flokks- ins, ekki heyrt af fjárnámskröfunni þegar blaðamaður DV bar málið undir hann. Hann telur hana vera á misskilningi byggða þar sem krafan snúi einkum að húseign sem flokkurinn eigi ekki í dag. „Þú segir mér fréttir en ég er kannski ekkert endilega hissa. Eftir því sem ég best veit þá er fjárnámið í hús- næði sem flokkurinn er búinn að selja. Því held ég að krafan sé á mis- skilningi byggð,“ segir Sigurjón. „Við erum öll af vilja gerð en höf- um því miður takmarkaða fjármuni úr að spila. Uppgjör Reykjavíkur- borgar við flokkinn hefur tafist en væri það komið hefðum við rýmra svig- rúm til að gera upp við Mar- gréti. Ef borgin stæði við sitt gæt- um við staðið við okkar.“ Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylking- arinnar, hefur krafist fjárnáms hjá Frjálslynda flokknum, fyrrver- andi vinnuveitenda sínum. Kröfuna segir hún vera neyðarúrræði þar sem flokkurinn greiði ekki launin þrátt fyrir dómsúrskurð. Formaður flokksins, Sigurjón Þórðarson, bíður eftir aurum til að gera upp við Margréti. Krefst fjárnáms hjá frjálslynda floKKnum tRAuSti HAfStEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þú segir mér frétt-ir en ég er kannski ekkert endilega hissa. Bíður uppgjörs Sigurjónbíðureftir uppgjörihjáReykjavíkurborgogvonastþá tilaðgetagertuppviðMargréti. Vill launin Margrét segirfjárnámskröfuna neyðarúrræðienásama tímaséþaðréttlætismál aðfálauninsíngreidd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.