Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Side 21
föstudagur 6. ágúst 2010 fréttir 21
það, en þetta er fyrsta sumarið sem
dóttir mín, sextán ára, er á sjón-
um,“ segir Guðbjörg. „Ívar Bjarki
ætlar að verða sjómaður eins og
pabbi sinn – þetta á vel við hann
eins og flesta stráka hér í Grímsey,“
segir Guðbjörg og hún bætir því
við að í eynni hjálpist allir að við
að vinna verkin og leysa vandamál
komi þau upp.
Upprennandi sjóarar
Adam Helgi Jóhannesson er einn
þeirra stráka sem er að koma af
sjónum með pabba sínum – hann
er fjórtán ára. „Það er bara ótrú-
lega gaman á sjónum. Þetta er bara
lífið því fuglalífið er fjölbreytt og
svo þegar síldin er úti um allt þá
er höfrungurinn syndandi í kring-
um bátana,“ segir Adam en þrett-
án ára gamall fór hann að vera allt
sumarið á sjó með pabba sínum.
„Ég fór eiginlega fyrst sex ára út á
sjó og hef ætlað að verða sjómað-
ur síðan þá,“ segir Adam en bróðir
hans Henning, sem er átta ára, ætl-
ar einnig að verða sjómaður. „Ég
held það nú,“ segir Henning og þeir
bræður verða ekki tafðir frekar því
það er kominn kaffitími.
Leikir á bryggjunni
Strákarnir í Grímsey lifa í náinni
snertingu við náttúruna og leikirn-
ir sem þeir stunda eru margvísleg-
ir. Fátt þykir þó skemmtilegra en að
stökkva út í ískaldann sjóinn. Það
er enginn maður með mönnum
nema hann stökkvi. „Við erum að
fara að stökkva,“ heyrist öskrað og
þar eru Ægir Davíð og Guðjón vin-
ur hans fremstir í flokki. „Þetta er
ekkert mál,“ segir Ægir og þar með
var hann stokkinn. Sjórinn er kald-
ur og þegar hann skríður upp á ka-
jann öskrar hann: „Djöfull er þetta
kalt maður,“ og í sama streng tekur
Guðjón vinur hans sem býr í Vest-
mannaeyjum en finnst fátt betra en
að vera í Grímsey.
Stokkið á múkka
Stuttu síðar kemur Ívar Bjarki sem
þá er nýkominn af sjónum með
pabba sínum. „Hey strákar má ég
fá smá slor,“ spyr hann strákana í
aðgerðinni. „Jú, náðu þér í eitthvað
en ekki taka lifrina,“ segja strákarn-
ir. Ívar læðir höndinni ofan í slor-
dallinn, en nælir sér engu að síð-
ur í eina væna lifur. Hann ætlar að
stökkva á múkka. „Ég ætla ekkert að
drepa hann – bara bregða honum
smá,“ segir Ívar en leikurinn geng-
ur út á að lifrinni er hent út á sjó –
múkkinn tryllist og ræðst á hana –
og þá stökkva strákarnir og reyna
að ná einum. „Oj, hann ældi á þig,“
heyrist hrópað af bryggjunni: „Mér
er alveg sama,“ öskrar Ívar Bjarki á
móti. Þarna á bryggjunni mátti sjá
upprennandi kynslóð sjómanna
sem síðar á lífsleiðinni eiga eftir að
hitta aðkomumenn í eynni og segja
þeim sjóarasögur og örugglega
gagnrýna Hafrannsóknarstofnun.
Snemma beygist krókurinn
Hafþór Andri Sigrúnarson er ný-
orðinn þrettán ára og hann vinnur
við að þræða króka á stokk. „Ég er
að taka svona sex stokka á dag sem
eru sirka þrír balar,“ segir Hafþór
en hann býr á Akureyri og kemur
til Grímseyjar til að vinna á sumr-
in. „Það er ágætiskaup í þessu,“
segir hann og hefur engan tíma til
að spjalla. Fyrir aftan hann er Ola
Alexandra að þræða á stokka. Hún
er pólsk og hefur verið á Íslandi í
tvö og hálft ár. „Ég er búin að búa
hér í Grímsey í níu mánuði og hér
líkar mér vel. Hér eru allir eins og
ein stór fjölskylda og allir þekkja
alla. Og meira að segja ég þekki alla
hér. Það er bara gott að vera hérna,“
segir Ola en auk hennar eru tveir
pólskir karlmenn einnig í Gríms-
ey við störf. „Ég bara vona að ég
geti verið hér áfram,“ segir Ola um
leið og hún réttir boginn krók sem
þræddur verður upp á stokkinn.
Búðin í Grímsey
Verslunin í Grímsey ber ekki flókið
nafn. Hún heitir einfaldlega Búð-
in í Grímsey. Í henni ræður Anna
María Sigvaldadóttir ríkjum, en
hún kom fyrst til Grímseyjar til að
hjálpa föður sínum að kenna dans
í fimm daga. Stuttu síðar var hún
flutt í eyna. „Ég er búin að vera
hérna í tuttugu ár og líkar mjög vel.
Ég myndi aldrei vilja búa í Reykja-
vík – aldrei,“ segir Anna María en
í búðinni eru póstkassar eyjar-
skeggja. „Pósturinn er settur í hólf-
in hérna á veggnum og svo koma
íbúarnir að ná í hann hingað. Þetta
er allt mjög heimilislegt.“
Himmelblå
Í vetur var norski sjónvarpsþátt-
urinn Himmelblå á dagskrá Rík-
issjónvarpsins þar sem fylgst var
með lífi norskra eyjarskeggja.
Margar kvennanna í Grímsey
horfðu á þættina og fannst þeir
góðir. „Jú það er margt sem er líkt
með okkar lífi hér í Grímsey og í
þessum norsku þáttum. Það voru
margir sem fylgdust með þeim,“
segir ung kona og vinkona henn-
ar bætir við: „Í þáttunum voru að
koma upp alls kyns vandamál og
smáerjur. Það gerist líka í Grímsey
en málin leysast alltaf.“
Stelpurnar ánægðar
Júlía Ósk Ólafsdóttir og Valgerð-
ur Halldórsdóttir eru báðar sautj-
án ára og þær vinna báðar í salt-
fiski hjá Sigurbirni ehf. Þær búa
báðar í Reykjavík á vetrum en
koma til Grímseyjar hvert sumar
til að vinna. „Það er bara öðruvísi
að vera hér en í Reykjavík. Maður
gerir hluti hér sem maður myndi
aldrei gera fyrir sunnan og mað-
ur er meira frjáls,“ segja þær og
það er nóg við að vera fyrir ungt
fólk í Grímsey. „Við vinnum alla
virka daga en reynum um helgar
að gera eitthvað. Eins og til dæm-
is um síðustu helgi þá fórum við
með nokkrum stelpum til að tjalda
upp á ey og það var mjög gaman.
Svo ef það er gott veður þá förum
við stundum á báti út í Básavík þar
sem er sandfjara og þar liggjum við
í sólbaði þegar það er gott veður,“
„Bara gott að vera hérna“
Ég er mjög feg-inn að vera laus
úr stressinu í Reykjavík
og mér líður mjög vel
hér.
framhald á
næstu sÍÐu
Upprennandi sjómenn Bræðurnir Adam
Helgi og Henning Jóhannessynir ætla báðir
að verða sjómenn. Adam var að koma úr túr
með pabba sínum. myndir jóHanneS kr.
Þræðir í rekka Hafþór Andri þræðir sex
rekka á dag. Það jafngildir um þremur bölum
af línu. Hafþór býr á Akureyri en kemur til
Grímseyjar til að vinna.
Stekkur í sjóinn Ívar Bjarki er hraustur. Hann
stundar sjóinn og stekkur í sjóinn til að ná múkka.