Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Page 24
24 erlent 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Á meðan Bandaríkjamaðurinn
Bradley Birkenfeld starfaði sem
millistjórnandi í svissnesku banka-
samsteypunni UBS varð hann inn-
anbúðarmaður í hinni leynilegu
veröld bankastarfseminnar í Sviss.
Árið 2007 greindi hann bandarísk-
um yfirvöldum frá kerfisbundn-
um skattsvikum í UBS þar sem ríkir
Bandaríkjamenn földu háar upp-
hæðir í skjóli svissneskrar banka-
leyndar. Uppljóstranir hans sviptu á
endanum hulunni af gríðarstórum
vef alþjóðlegra skattsvika þar sem
milljörðum Bandaríkjadala er kom-
ið undan. Uppljóstranir hafa orð-
ið tilefni umfangsmikilla lögreglu-
rannsókna um allan heim, sem ekki
sér fyrir endann á, og hafa valdið
breyttu hugarfari hjá æðstu valda-
mönnum heims í garð skattaskjóla.
Þrátt fyrir að hafa af sjálfsdáðum
leitað til yfirvalda og veitt þeim yf-
irgripsmikla aðstoð, er Birkenfeld
eini Bandaríkjamaðurinn sem hef-
ur verið dæmdur í fangelsi vegna
þessa hneykslis.
Vefritið Global Post birti í gær
ítarlega grein um Birkenfeld og
ástæður þess að hann situr í stein-
inum. Í viðtölum við Global Post
segir hann frá hinni furðulegu ver-
öld hinnar goðsagnakenndu svissn-
esku bankaleyndar.
Hafði aðgang að miklum
leyndarmálum
„Ég réðist á stærsta banka veraldar
og hafði betur, og ég réðist á valda-
mestu menn veraldar og ljóstraði
upp um spillingu þeirra, og mér er
launað með fangelsisvist. Þrátt fyrir
það myndi ég samt endurtaka leik-
inn,“ sagði Birkenfeld, sem nú sit-
ur í hinu rammgirta Schuylkill-al-
ríkisfangelsi í Pennsylvaníu-fylki í
Bandaríkjunum, í samtali við Mic-
hael Bronner, blaðamann Global
Post, rétt áður en hann hóf fangels-
isvist sína í janúar á þessu ári.
Birkenfeld er fæddur í Boston í
Bandaríkjunum og var hálaunaður
bankastarfsmaður í áratugi, síðast
hjá UBS í Sviss. Þar hafði hann að-
gang að upplýsingum sem yfirvöld
í Bandaríkjunum gátu varla leyft sé
að dreyma um þrátt fyrir að þau hafi
í áratugi reynt að þefa uppi fjármuni
sem hryðjuverkamenn, einræðis-
herrar, vopnasalar, mafíuforingjar
og fjárglæframenn höfðu falið kirfi-
lega á bankareikningum í Sviss.
Eltu uppi ríkt fólk
í Bandaríkjunum
Birkenfeld annaðist einkabanka-
þjónustu fyrir auðmenn hjá UBS.
Starf hans fólst meðal annars í að
umgangast auðugasta fólk heims
og sannfæra það um að flytja við-
skipti sín yfir til UBS. „Við beindum
sjónum okkar að þeim sem búsett-
ir voru í Bandaríkjunum – það var
markmiðið. Þeir þurftu ekki að vera
bandarískir ríkisborgarar – það gat
verið Þjóðverji búsettur í New York,
eða Ítali í LA, það sáu allir í hendi
sér kostina við að skipta við okk-
ur,“ sagði Birkenfeld. Hann sóttist,
ásamt félögum sínum í UBS, eftir
þeim auðmönnum sem þurftu að
borga skatta í Bandaríkjunum – og
gátu komist hjá því með því að fela
peninganna í Sviss.
Gamaldags spjaldskrá
Hjá UBS eru nöfn viðskiptavinanna
og upplýsingar um bankareikninga
þeirra geymdar í gagnageymslum
í tölvuþjónum á leynilegum stöð-
um. Jafnvel þó að bestu tölvuþrjót-
ar heims kæmust inn fyrir dyrnar og
hefðu bankareikningana fyrir fram-
an sig, væri engin leið til þess að
samræma gögnin, þar sem tölur og
nöfn koma aldrei fyrir saman.
En eins furðulega og það hljóm-
ar, eru gögnin einnig geymd á list-
um sem minna á spjaldskrár á Borg-
arbókasafninu í gamla daga. Að
morgni hvers vinnudags fór Birken-
feld niður í læsta öryggisgeymslu og
náði í viðarkassann sinn. Í honum
voru spjöld með upplýsingum um
viðskiptavini hans. Á hverju spjaldi
var prentað nafn, reikningsnúmer,
upphæðir og ýmsar aðrar viðkvæm-
ar upplýsingar.
Sendi yfirvöldum gögnin
„Ef ég væri mjög brögðóttur, hefði
ég einfaldlega getað rennt kassan-
um inn í íþróttatösku, gengið út um
dyrnar og stokkið um borð í flug-
vél,“ sagði Birkenfeld í viðtalinu
við Global Post. En þegar hann
fór af stað með uppljóstrun sína í
júní 2007, ári eftir að hann sagði
upp störfum hjá svissnesku banka-
samsteypunni, var hann ekki með
spjaldskrána í höndunum held-
ur ýmis gögn sem hann hafði tekið
með sér heim úr vinnunni á sínum
tíma. Það voru tölvupóstar, hand-
bækur starfsfólks, glærusýningar
og símaskrá sem sýndu vel hvernig
skattsvikin voru framkvæmd.
Upplýsingarnar sem Bradley
Birkinfeld veitti, fyrst dómsmála-
ráðuneyti Bandaríkjanna og síðar
skattrannsóknaryfirvöldum, fjár-
málaráðuneytinu og fleiri stofnun-
um vestanhafs, opnuðu flóðgáttir
rannsókna á hendur UBS. Tveim-
ur árum síðar urðu þær til þess að
öll aflandsviðskipti við bandaríska
auðmenn hjá UBS hættu og í kjöl-
farið fylgdu gríðarlega umfangs-
miklar samningaviðræður á milli
æðstu ráðamanna Bandaríkjanna
og Sviss.
Tvö þúsund milljarðar á
leynireikningum
UBS viðurkenndi að hafa með
ásetningi komist fram hjá banda-
rískum skattalögum og svikið
bandarísk stjórnvöld með því að
senda tugi óskráðra bankamanna,
Birkenfeld þar á meðal, til Banda-
ríkjanna í þúsundir ólöglegra ferða
til að auðvelda ríkum auðmönn-
um í Bandaríkjunum að svíka und-
an skatti. Talið er að bankinn hafi
geymt um 20 milljarða Bandaríkja-
dala, um 2.300 milljarða íslenskra
króna, á leynilegum reikningum
viðskiptavina sinna og aflað UBS
um 200 milljóna dala á ári í gróða.
Bankinn ákvað, til að forðast
stefnu fyrir hegningarlagabrot og
hugsanlegt gjaldþrot, að greiða
bandarískum yfirvöldum 780 millj-
ónir daa í sekt. Það sem meira var,
bankinn sættist á að láta af hendi til
bandarískra skattayfirvalda, nöfn
þeirra mörg þúsund bandarískra
auðmanna sem falið höfðu pen-
HElGi Hrafn GuðmundSSon
blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Ég réðist á stærsta banka
veraldar og hafði bet-
ur, og ég réðist á valda-
mestu menn veraldar og
ljóstraði upp um spillingu
þeirra, og mér er launað
með fangelsisvist.
Uppljóstrarinn
sem dúsir í
steininUm
Banki leyndar MótmæltíkjölfaruppljóstranaBirkenfeld.UBS-bankinnáeignir
yfireinnibilljónsvissneskrafranka(900milljarðardala,eða114,3billjónirkróna),
tvöfaldastærðsvissneskahagkerfisins.