Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 28
28 umræða 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR Einhvern veginn var það þannig að allar heimsins klisjur og fornkveðnu vísur, um hvernig þetta toppaði allt annað, reyndust sannar í mínum huga þann 6. júlí síð-astliðinn. Dagurinn var langur og átakanlegur. Það eina sem ég gat gert var að sitja stífur og stressaður í leðurklæddum hægindastól í Hreiðrinu á Landspítalanum og reyna eftir bestu getu að styðja við konuna mína, sem var með sársauka- fullar hríðir. Klukkan hálfátta um kvöldið, eftir erfiðan dag, fæddist sonur okkar loksins. Það var ótrúlegt að fá þetta litla kraftaverk í fangið. Margoft hafði barnafólk sagt það við mig að það væri ótrúlegasta tilfinn-ing í heimi að eignast barn. Í mínum huga var þetta orðin tugga. Í rúma níu mánuði hafði ég undirbúið mig andlega fyrir þessa stund og reynt að gera mér í hugarlund hvernig þessi ótrúlega tilfinning væri í raun og veru. Eftir að hafa upplifað þetta sjálfur er niðurstaða mín sú að ekki er hægt að ímynda sér hvernig tilfinningin er. Hún er svo yfirþyrmandi og ótrúleg að talsvert meiri stílsnilli en ég bý yfir þarf til að lýsa henni. Á einu augnabliki gjörbreyttist gildismat mitt í lífinu og ég var tilbúinn til að sópa öllu öðru til hliðar fyrir hann og mömmu hans. Frumeðlið tók yfir. Það mikilvægasta í lífinu var að tryggja syni mínum öryggi og sýna honum umhyggju. Það er dálítið eins og maður fari á sjálfstýringu fyrstu dag- ana eftir fæðingu barnsins. Þessi tilfinning rak mig af stað til þess að passa upp á alls konar hluti sem ég hafði aldrei hugsað um áður. Daginn sem hann kom inn á heimilið fór ég rakleiðis út í búð og keypti reykskynjara, sem er nokkuð sem ég hafði ýtt á undan mér í heilt ár. Ég var ofurvarkár í umferðinni á leið minni í búðina, jafnvel þótt ég væri einn í bílnum eins og þúsund sinnum áður. Mér fannst ég vera orðinn svo mikilvægur og hafa svo stóru hlutverki að gegna að alls ekkert mætti skyggja á það. Ekkert mátti henda svo mikilvægan mann. Ég fann hvernig ég var orðinn hluti af þeim hópi fólks sem ég nefndi hér að ofan. Fólki sem mér fannst áður vera óspennandi með meiru. Eftir að ég komst á fullorðinsár þótti mér barnafólk á mínu aldursbili oft frekar óspennandi. Mér fannst ég aldrei geta haldið uppi samræðum við fólk sem átti börn án þess að það væri greinilega annars hugar eða umræðurnar færu að snúast um börnin þeirra. Mér fannst barnafólk vera eigingjarnt, því það var svo upptekið af einhverju öðru en að sýna mér athygli og skemmta mér. Ég ræddi það við Ernu snemma á meðgöngunni að svona yrðum við aldrei. Ég er búinn að skipta algjörlega um skoðun. Barnafólk er í mínum huga ekki lengur eigingjarnt og óspennandi. Vissulega er ekki mesta partíið í kringum foreldra ungra barna en það skiptir ekki máli. Ég gerði mér áður einfaldlega enga hugmynd um hversu sterk tilfinning þetta væri og hvað það er stórkostlegt hlutverk að vera foreldri. Síðasta mánuðinn hafa það verið einföldustu hlutir sem veita mér mestu gleðina. Ég vil til dæmis nefna að stoltið sem ég finn fyrir við að fylgjast með syni mínum er svo skrýtin tilfinning að ég hefði aldrei getað búið mig undir hana. Þegar sonur minn pissaði út í loft- ið svo bunan stóð á ljósmóðurina fann ég fyrir ótrúlegu stolti. Þegar ég skipti á kúkableyju og sé að strákurinn minn er búinn að nota hana vel, þá verð ég stoltur og kalla jafnvel á Ernu og upphefjast umræður okkar á milli hvað hann sé nú duglegur og frábær. Þegar sonurinn pissaði á leðursófa ömmu sinnar í sumarbústaðnum varð ég glaður og fór að hlæja. Þegar ég finn hvernig hann er farinn að spyrna fastar í mig með fótunum þegar ég held á honum verð ég stoltur. Þegar sonurinn er búinn að þamba mjólk og ropar eins og vörubílstjóri í kjölfarið verð ég glaður og ánægður. Allar þessar undarlegu gleðistundir hefðu mér fundist fáránleg tilhugs-un fyrir nokkrum mánuðum, en ég fæ víst engu um það ráðið að nú er ég orðinn sá sem ég ætlaði ekki að verða. FyrStu ViKurnAr Í FöðurHLutVErKi Rökhugsun og rökhyggja eru því miður ekki ýkja hátt skrifuð fyrirbæri á Íslandi. Það þykir jafnvel hæfa að henda gaman að þjóðum þar sem fólk leggur sig fram um að reisa rök- legar vörður að hugsun sinni og gjörðum. “Voðalegir reglingar eru þeir Þjóðverjar, Svíar og fleiri svo- leiðis smásmugumenn,” segjum við! Og rjúkum svo inn í tilfallandi um- ræðuefni eins og eldibrandar, þus- andi og þjótandi, og allir hafa skoð- anir þvers og kruss – og fyrr en varir hafa skoðanirnar sagt meirog minna alveg skilið við viðfangsefnið, heldur lifa sjálfstæðu lífi. Og svo situr hver á sínu skýi, mumpandi ánægjulega, sáttur við sína útgáfu af hinu upp- runalega hugðarefni, þó það eigi þá ekkert skylt við umræðuefnið sem lagt var upp með. Og láta einu gilda þó þeir virðist ekki ýkja skýrir í hugs- un, nei ónei, þetta er mín skoðun, já, mín einkaprívatskoðun, og þú mátt drepast frekar en reyna að svipta mig réttinum til að veifa henni! BEST AÐ TELJA UPP AÐ TÍU Þetta hvarflaði að mér þegar ég var búinn að fylgjast með umræðunni um málefni Runólfs Ágústssonar í nokkra daga. Mál Runólfs var eitt af því tagi þar sem best er að telja upp að tíu áður en maður kemur sér upp skoðun á því – vegna þess einfald- lega að hinar fyrstu upphrópanir og upplýsingar eru ekki alltaf réttar. Sú er raunin um svo sorglega margt í samfélaginu þessa dagana. Og það virðist sorglega fáum treystandi. Hér dugir að minna á blaðskellandi ásak- anir skilanefndar Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri um að hann ætti grillj- ón silljón milljarða inn á einhverj- um bankareikningum í útlöndum, en svo kom í ljós að með einu símtali hefði skilanefndin (og ameríska há- karlafirmað sem vinnur fyrir hana) getað komist að því að milljarðarnir voru reyndar eign einhvers fyrirtæk- is hvar Jón Ásgeir sat í stjórn eða eitt- hvað. Bommertur af þessu tagi hjá skilanefndinni gera að verkum að ég er hættur að rjúka upp til handa og fóta þó hneykslisfréttir birtist í blöð- um eða öðrum fjölmiðlum; það er yfirleitt best að bíða með stórar yfir- lýsingar þangað í annarri eða jafnvel þriðju umferð umræðunnar. Því beið ég rólegur þegar DV birti hinar fyrstu fréttir um skuldamál umboðsmanns skuldara. Gæti hugs- anlega farið hér eitthvað milli mála? Það fór reyndar svo að fréttirnar reyndust réttar. Það mátti ég kannski vita. DV hefur satt að segja ótrúlega sjaldan þurft að bakka með sínar fréttir, svo vel eru þær unnar. En á hinn bóginn varð mál Runólfs fljót- lega að einu miklu fjaðrafoki, þar sem einn talaði í austur að íslensk- um hætti meðan annar þusaði í vest- ur, og fljótlega voru menn að mestu hættir að tala um sama hlutinn. Snerist málið um pólitíska ráðn- ingu? Einkavinavæðingu? Ósiðleg viðskipti Runólfs? Eða þvert á móti alveg eðlilegan bissniss? Skuldanið- urfellingu hans, eða var þetta ekki skuldaniðurfelling? Snerist málið um hvort þeir sem tóku þátt í braski “góðærisins” ættu afturkvæmt inn á veiðilendur okkar hinna? Snerist það um væl í Runólfi? Aðför að honum – kannski af hálfu bankanna? Eða var málið um mannsbrag ráðherrans, eða skort á honum? Sínum augum leit hver greinilega á það. Ég ætla að gera örlitla tilraun til að greiða pínulítið úr flækjunni og kannski koma auga á fáein aðalatriði málsins. FÍNN VIÐ AÐ HEFJA VERK Í fyrsta lagi, þá gæti ég sem best trú- að því að Runólfur Ágústsson hefði orðið fínn umboðsmaður skuldara, jafnvel mjög fínn. Að minnsta kosti til að byrja með, meðan embættið væri í mótun og þróun. Runólfur er greinilega hugmyndaríkur og dríf- andi, einkum við að hefja verk, þótt óneitanlega virðist nokkuð skorta á að hann skilji alltaf nógu vel við sig. Ýmsir hneyksluðust á því að ekki skyldi ráðin til starfans Ásta Sigrún Helgadóttir, sem stýrt hafði Ráð- gjafastofu heimilanna, en ég hef satt að segja ekki orðið var við að sú stofa hafi unnið mikil afrek eða aflað sér áberandi trausts undanfarin misseri. Í öðru lagi, spurningin um það hvort Runólfur geti eða megi gegna embætti af þessu tagi með sitt brask á bakinu (já, það er ekki hægt að kalla það annað en brask), henni treysti ég mér einfaldlega ekki til að svara. Svona almennt séð, á ég við. Ég er ekki þeirrar skoðunar að allir sem með einhverjum hætti stund- uðu viðskipti og jafnvel brask á “góð- æristímanum” hljóti að vera útilok- aðir frá alveg öllu eftir hrunið. Það er bara ekki hægt. Það er vissulega orð- ið afar þreytandi að heyra fólk rétt- læta alls konar rugl með því að það hafi verið “eðlilegt á þeim tíma”, það er að segja árið 2007, en það er nátt- úrlega ekki hægt að hengja alla uppí hæsta gálga sem eitthvað kollkeyrðu sig fjárhagslega eða jafnvel að ein- hverju leyti siðferðilega. En að væntanlegur umboðsmað- ur skuldara sé með akkúrat þessa fortíð – að hafa sloppið á elleftu stundu við miklar skuldir eftir sýnd- arviðskipti – það virðist augljóslega afar óheppilegt. Svo vægt sé nú til orða tekið. Það er ekki endilega auð- velt að festa hendur á því, það er til dæmis örugglega ekki ólöglegt (!), en það er bara óheppilegt. Mjöööög óheppilegt. Og þessu hefði Runólfur Ágústsson sjálfur átt að átta sig á, og leita fyrir sér um annað starf en akk- úrat þetta – hversu mikið gagn sem hann taldi sig geta gert í djobbinu. Ég get því ekki betur séð en það hafi verið undarlegt dómgreindarleysi af hans hálfu að sækja um einmitt þetta starf. Mjög undarlegt. Hvernig gat honum eiginlega dottið í hug að þetta væri besta djobbið fyrir hann? Að breyttu breytanda var þetta svona nánast eins og sá góði Mikki Ref- ur hefði sótt um starf framkvæmda- stjóra Músavinafélagsins! Þótt ekki hafi allar mýsnar kannski verið eins saklausar á sínum tíma … EKKI ENDILEGA PÓLITÍSK RÁÐNING Í þriðja lagi, þykir mér sem raunar hafi verið ekkert illa staðið að ráðn- ingarferlinu – að ýmsu leyti. Ráðn- ingarfyrirtæki var fengið til að meta umsækjendur; það komst að þeirri niðurstöðu að aðeins Runólfur og Ásta Sigrún væru hæf af umsækjend- um, en hann væri henni þó svolítið röggsamari. Við getum deilt um nið- urstöðu og framsetningu fyrirtæk- isins, en þetta eru þó altént vinnu- brögð sem betur hefðu verið viðhöfð við margar fyrri ráðningar ríkisins. Nú sé ég, mér til mikillar undrunar, að sumir bloggarar telja það Árna Páli ráðherra til hnjóðs að hafa við- haft þessa skipan – því með þessu hafi hann framselt ráðherravaldið til fyrirtækis “úti í bæ” sem allt í einu er þá orðin einhvers konar svívirða. En má ég samt biðja um meira af slíku? Hins vegar virðist aldrei í þessu ráðn- ingarferli hafa verið spurt um mögu- legar beinagrindur eða þó ekki væri nema gamlan sviðakjamma inní skáp Runólfs; það var ljóslega veik- leiki. Og líka undarlegt. Í fjórða lagi er ráðning Runólfs kölluð pólitísk, gott ef ekki pólitísk spilling, því Runólfur sé í Samfylk- ingunni rétt eins og Árni Páll ráð- herra. Og hér ætla ég, kannski ein- hverjum á óvart, að leyfa mér að vera ósammála. Ég tek það fram að ég hef þusað út í pólitískar mannaráðn- ingar og spillingu í útvarpspistlum og blaðagreinum í 20 ár, svo ég þyk- ist hafa alveg sæmilegan skilning og jafnvel skikkanlegt orðspor og ped- igrí á þessu sviði. Pólitískar manna- ráðningar kallast það þegar ráðherra ræður flokksbróður eða –systur án þess að viðkomandi sé augljóslega hæfastur. En mér finnst ekki að það sé beinlínis hægt að banna ráðherra að ráða flokkssystkin, svo fremi að það sé metið af hlutlausum aðilum hæfast í starfið. Eins og raunin var vissulega í þessu tilfelli. Helst finnst mér að umsækjandi þurfi hreinlega að vera metinn langsamlega hæfast- ur til að réttlætanlegt sé að ráðherra úr sama flokki ráði hann til starfa – en þetta mál er alla vega ekki sam- bærilegt við ráðningar á Ólafi Berki eða Jóni Steinari í Hæstarétt og Þor- steini Davíðssyni í héraðsdóm. Í öll- um þeim tilfellum voru aðrir um- sækjendur metnir hæfari en þeir þremenningar. Samfylkingarskír- teini Runólfs hefði því eitt og sér ekki átt að koma í veg fyrir að hann yrði ráðinn. NÚ VERSNAR Í ÞVÍ … Í fimmta lagi versnar hins vegar illi- lega í því þegar í ljós kemur að Run- ólfur og Árni Páll eru eða voru vinir. Þeir tilheyrðu jú sömu klíkunni í MH á sínum tíma, ef mér skjöplast ekki. Klíkuskapur og kunningjaráðning- ar hafa ekkert síður leikið íslenskt stjórnkerfi illa en “hreinar” pólitísk- ar ráðningar. Og í raun og veru finnst mér það verstur ljóður á ráði Árna Páls í þessu máli öllu, að hafa ekki áttað sig á því að burtséð frá flokks- pólitískum tengslum, þá gekk bara ekki – á þessum síðustu og bestu tímum – að ráðherra réði kunningja sinn eða vin í starf af þessu tagi. Hann hefði átt að segja sig frá málinu undireins og í ljós kom að skólabróð- ir og vinur/kunningi kom til álita. Það hefði sýnt heilbrigða skynsemi og já, smekkvísi. Þarna varð Árni Páll sekur um dómgreindarleysi. Og það svo rækilegt og stórundarlegt, að það virkaði – dare I say it? – heimskulegt, kannski frekar en nokkuð annað. Og fyrir stjórnmálamann er auðvitað stórvarasamt að tengjast með nokkr- um hætti orðinu heimskulegt. En úr því Árni Páll var meira að segja sjálfur að ræða við umsækj- endur hefði hann auðvitað líka (eins og ráðningarfyrirtækið) átt að spyrja út í hvort Runólfur ætti sér einhverja fjárhagslega fortíð sem gæti vafist fyrir honum í akkúrat þessu starfi. Í sjötta lagi var brugðust þeir vissulega vandræðalega við báð- ir tveir, Runólfur og Árni Páll, þeg- ar í ljós kom að fólki blöskraði fortíð umboðsmannsins nýja. Ég hreinlega nenni samt ekki að elta mjög ólar við það hver hefði mátt segja eða gera hvað hvenær, og hvenær ekki. Í raun er það nefnilega slík nýlunda að embættismaður í bobba segi af sér, og líka að ráðherra reyni ekki að hanga eins og hundur á roði á rangri eða vafasamri ákvörðun, að maður hlýtur að gefa þeim svolítið “tilfinn- ingalegt svigrúm” hvað það snertir. En umfram allt, þá er vonandi að þetta vandræðamál verði til að við lærum eitthvað af því, en notum það ekki sem tækifæri til að fara enn um víðan völl með reykblæstri, fordæm- ingum eða fordómum, réttlætingum og rugli. Valgeir Örn ragnarsson skrifar helgarpistill trésmiðja illuga Það gekk bara ekki – á þessum síðustu og bestu tímum – að ráðherra réði kunningja sinn eða vin í starf af þessu tagi. Illugi Jökulsson fylgdist sér til undrunar með máli Runólfs Ágústssonar og baslar hér við að draga af því lærdóm MiKKi reFUr Í MÚsaVinaFÉlaginU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.