Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Blaðsíða 36
36 viðtal 6. ágúst 2010 föstudagur Ég hef ávallt viljað gera samfélaginu gagn,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir nýskipaður umboðsmaður skuldara. Eins og kunnt er var embætti umboðs- manns skuldara auglýst til umsóknar í byrjun sumars. Umsóknarfrestur var settur 12. júlí og áætlað að starfsemi embættisins hæfist þegar þann 1. ágúst. Ástu Sigrúnu Helgadóttur, lögfræðingi og fyrrverandi forstöðumanni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, var tjáð í lok júlí að Run- ólfur Ágústsson hefði hlotið stöðuna. Þau tvö hefðu úr hópi umsækjanda verið valin hæf en Runólfur hæfari. Í ljósi reynslu sinnar og þess að Ásta Sigrún hefur síðastliðin ár byggt upp starfsemi Ráð- gjafarstofu á krefjandi tímum ákvað hún að láta hart mæta hörðu og krafðist rökstuðnings. Nú nýverið sagðist Árni Páll hafa fyrir ráðn- ingu Runólfs í stað Ástu Sigrúnar efnisleg rök og síðar kom fram að þau voru talin vera betri sýn Runólfs á nýtt embætti auk góðrar frammi- stöðu hans í starfsviðtali. Í fjölmiðlum voru einnig bornar á Ástu sögusagnir um að á Ráð- gjafarstofu væru 850 óafgreiddar umsóknir. Ásta hefur sagt þessar staðhæfingar rangar. Runólfur hefur nú stigið til hliðar vegna fjár- málasögu sinnar eins og DV greindi frá og ráð- herra hefur skipað Ástu umboðsmann skuld- ara eftir mikið fjölmiðlafár. EinbEittur áhugi „Ég er lögfræðingur að mennt og lauk embætt- isprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og hóf þá strax störf hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík þar sem ég starfaði sem lögfræðing- ur fjölskyldudeildar og barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Málaflokkurinn vakti strax með mér áhuga og ég fann að ég vildi vinna með fólki að því að bæta félagsstöðu þess. Ég starf- aði hjá Félagsþjónustunni í nærri 6 ár. Næstu fjögur árin starfaði ég í félags- og trygginga- málaráðuneytinu á skrifstofu jafnréttis- og vinnumála þar sem ég sinnti meðal annars málefnum innflytjenda og úrskurðaði um ýmis mál er vörðuðu Félagsþjónustuna. Hjá Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna hef ég síð- an gegnt forstöðu frá árinu 2003 og mér hef- ur fundist starfið bæði krefjandi og mikilvægt. Mér finnst brýnt að vinna að greiðsluvanda fólks vegna þess hve ábatinn er mikill og góð- ur og skilar sér félagslega og í bættum efnahag.“ hröð uppbygging og miklar annir Hvernig var staða Ráðgjafarstofu heimilanna fyrir hrunið í október 2008 og þróunin næstu Félags -og tryggingamálaráðherra hefur skipað ástu Sigrúnu helgadóttur lögfræð- ing umboðsmann skuldara. kristjana guðbrandsdóttir ræddi við Ástu Sigrúnu um nýliðna atburði, hugsjónir hennar, uppbyggingu Ráðgjafarstofu undanfarin misseri, líðan skuldsettra fjölskyldna í landinu og nýtt embætti umboðsmanns skuldara. að minnsta kosti jafnhæf Runólfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.