Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Page 44
44 sakamál 6. ágúst 2010 föstudagur DrykkfellDi hárskerinn Kanadamaðurinn Gilbert Paul Jordan var þekktur sem drykkfelldi hárskerinn. Hann var talinn raðmorðingi því hann bendlaðist við dauða átta til tíu kvenna. Hárskerinn var þó aðeins dæmdur fyrir eitt manndráp. Gilbert Paul Jordan er tal-inn hafa framið svo-nefnd „áfengismorð“ í Vancouver í Bresku Kól- umbíu í Kanada. Hann bendlaðist við dauða allt að tíu kvenna og voru öll fórnarlömb hans frumbyggjakon- ur sem haldið höfðu til í East Side- hverfinu í Vancouver. Jordan fann fórnarlömbin á börum, bauð þeim drykk eða greiddi þeim fyrir kynlífs- þjónustu og hvatti þær til að fá sér í glas með sér. Jordan var hárskeri og fékk nafngiftina drykkfelldi hársker- inn vegna drykkjuvenja sinna. Þegar konurnar liðu út af vegna ofdrykkju hellti hann áfengi ofan í þær með þeim afleiðingum að sum- ar þeirra söfnuðust til forfeðra sinna. Dánarorsök kvennanna var skráð áfengiseitrun en lögreglan veitti dauða þeirra litla athygli því ein- hverjar þeirra voru þekktir áfengis- sjúklingar. Tvöhundruð drykkjufélagar á ári Árið 1965 lést Ivy Rose, starfskona á skiptiborði, eftir að hafa setið að drykkju í félagsskap Jordans. Rose, sem var frumbyggjakona, er fyrsta konan sem vitað er til að hafi mætt örlögum sínum á þann hátt. Hún fannst nakin og látin á hóteli í Van- couver og mældist áfengismagn í blóði hennar 0,51 prómill. Engar kærur voru lagðar fram. Við réttarhöld yfir Jordan síðar meir kom í ljós að „hann leitaði ár- lega félagsskapar um tvö hundruð kvenna til ofsadrykkju frá 1980 til 1988. Hann sóttist einnig eftir kyn- ferðislegri fullnægju“. Einnig kom í ljós að hægt var með sönnunargögn- um að tengja Jordan við sex aðrar frumbyggjakonur sem látist höfðu við svipaðar aðstæður og Ivy Rose og að hann hefði aukinheldur verið með sex öðrum konum þegar dauða þeirra bar að. Þær voru Mary Johnson, Barbara Paul, Mary Johns, Patricia Thom- as, Patricia Andrew og Vera Harry. Áfengismagn í blóði þeirra mældist frá 0,04 prómillum í Veru Harry, upp í 0,79 prómill í Patriciu Andrew. Dauði við Niagara-fossa Þann 12. október 1987 fannst Van- essa Lee Buckner nakin og látin á gólfi herbergis á Niagara-hótelinu, eftir að hún hafði setið að drykkju með Jordan. Ýmislegt er á reiki hvað varðar Vanessu og heimildum ber ekki saman því samkvæmt sumum var hún ekki frumbyggjakona held- ur hvít, hvorki drykkjumanneskja né vændiskona. Hvað sem því líður segir í opin- berum gögnum að dauði hennar hafi verið afleiðing þess að Jordan hafi „útvegað áfengissjúkri konu ban- vænt magn áfengis, og hún hafi dáið af völdum þess.“ Vanessa hafði nýlega misst for- ræði yfir nýfæddu barni sínu sem hafði fæðst með lyfjafíkn og í opin- berum gögnum segir ennfremur um Vanessu að hún hafi „verið áfengis- sjúklingur og neytt ýmissa lyfja.“ Jordan settur undir eftirlit Mánuði eftir dauða Vanessu fannst önnur kona, Edna Shade, látin á hóteli. Á vettvangi fundust fingraför Jord ans sem tengdu hann með bein- um hætti við dauða Vanessu Buckn- er . Jordan var þó ekki ákærður fyrir neitt varðandi dauða Vanessu eftir að hann var yfirheyrður. En lögregl- an ákvað að gefa honum nánari gæt- ur. Frá 12. nóvember til 26. nóvem- ber 1987 fylgdist lögreglan með Jorð- an þegar hann leitaði frumbyggja- kvenna í skítugum skúmaskotum Vancouver. Í fjögur skipti kom lög- reglan konum til bjargar áður en í óefni var komið. Samkvæmt dómskjölum heyrði lögreglan sem lá á hleri fyrir utan hótelherbergin orðaskipti á borð við: „Fáð’ér sjúss. Slokaðu þessu niður gæskan, 20 dalir ef þú klárar það; sjá- um hvort þú ert alvöru kona; kláraðu drykkinn; ég skal gefa þér 50 dali ef þú þolir það.“ Og þar fram eftir göt- unum. Framburður lögreglunnar var mikilvægur við réttarhöldin yfir Jord- an árið 1988. Hann var fundinn sek- ur um manndráp í tilviki Vanessu Buckner og dæmdur til fimmtán ára fangelsisvistar. Dómurinn var síðan styttur í níu ár eftir áfrýjun. Ákæra á ákæru ofan Jordan afplánaði sex ár og fékk lausn á skilorði sem bannaði honum að yf- irgefa Vancouver Island. Í júní árið 2000 hafði hann verið ákærður fyrir kynferðislega árás, líkamsárás, van- rækslu sem olli líkamstjóni og fyrir að veita áfengi. Hann reyndi árang- urslaust að breyta nafni sínu í Paul Pierce. Jordan var handtekinn árið 2002 fyrir brot á skilorði eftir að hann var staðinn að drykkju í návist konu. Hann var dæmdur til fimmtán mán- aða fangelsis og fékk að auki þriggja ára skilorðsbundinn dóm. Enn og aftur var hann hand- tekinn árið 2004 eftir að hann var gripinn glóðvolgur við ofsadrykkju í félagsskap konu að nafni Barb Burkley . Vinkona Barb kom henni undir læknishendur og bar kennsl á Jordan sem drykkjufélaga hennar. Jordan var þó sýknaður af ákærum í því tilfelli, en lögreglan brá á það ráð að gefa út almenna viðvörun vegna hans. Gilbert Paul Jordan safnaðist til feðra sinn árið 2006. Fáð’ér sjúss. Slokaðu þessu niður gæskan, 20 dalir ef þú klárar það; sjáum hvort þú ert alvöru kona; kláraðu drykkinn; ég skal gefa þér 50 dali ef þú þolir það. Drekkti konum í áfengi Fórnarlömb Gilberts Jordan voru nánast eingöngu frumbyggjakonur í Vancouver.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.