Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Síða 48
48 útlit umsjón: viktoría hermannsdóttir viktoria@dv.is 6. ágúst 2010 föstudagur
Við byrjuðum með þetta „concept“ í febrúar, það er Sir Hákon, endurunnar vörur. Þetta er allt saumað
upp úr gömlu efni og gömlum flíkum
með það að leiðarljósi að við séum
umhverfisvæn. Við erum að nota
það sem til er. Ég hef alltaf spáð mik-
ið í endurnýtingu. Endurnýting heill-
ar mig mjög,“ segir Hákon, en hann
mun hefja sína fyrstu önn í fatahönn-
un í Listaháskólanum í haust. „Það er
gaman að vinna með þessi efni því
þau eru takmörkuð. Þú hefur ekki al-
veg frjálsar hendur til að gera hvað
sem er og þarft að beita þér svolít-
ið til að vera bæði skapandi og beita
markvissri hugsun á hvað þú getur
gert mikið úr efninu.“
herbergið leit út eins og
byggðasafn
Hákon segist alltaf hafa haft gaman
af gömlum hlutum. „Það er einhver
væntumþykja sem ég ber til gam-
alla hluta. Mér finnst vont þegar ég
sé að hlutum sem eiga sér sögu og
eru gerðir til að endast er hent. Ég
veit ekki hvaðan þessi áhugi kemur
en ég veit bara að ég var örugglega
ekki nema fimm ára þegar ég byrj-
aði að skrifa niður alla hluti sem ég
átti og hvaðan þeir komu. Ég var al-
veg óþolandi barn með það. Það var
ekki hægt að fara með mig í göngu-
túra eða bara eitthvað út því ef ég sá
eitthvað gamalt þá þurfti ég alltaf að
hirða það. Herbergið mitt leit út eins
og byggðasafn þegar ég var krakki.“
samvinnuverkefni með
reyndri saumakonu
Hugmyndin að baki Sir Hákon er
komin frá Hákoni sjálfum en hann
fékk í lið með sér reynda sauma-
konu til að sjá um saumaskapinn.
„Ég byrjaði að sauma af viti þegar ég
var að gera umsóknina fyrir Listahá-
skólann. Það sem ég er að gera núna
er samvinnuverkefni mín og Önnu
Gunnarsdóttur saumakonu. Okkur
var komið í samband hvoru við ann-
að, við höfum sameiginlegan áhuga
á þessu og tókum höndum saman og
fórum að gera Sir Hákon „concept“-
ið,“ segir Hákon en að hans sögn
gengur samstarfið ljómandi vel. „Ég
sé um hönnunina og hún um sauma-
skapinn. Það er alveg „brilliant“ fyr-
irkomulag að vera með konu sem
hefur svona mikla reynslu í sauma-
skap. Hún er mjög tæknileg og út-
sjónarsöm og getur náð sem mestu
út úr hverju og einu.“ En þegar unnið
er með efni úr gömlum flíkum skipt-
ir miklu máli að geta nýtt efnið sem
best.
Undir álfasöguáhrifum
„Innblásturinn kemur aðallega úr
íslenskum þjóðsögum, sérstaklega
álfasögum. Þetta er svolítið úr þess-
um þjóðsagnaheimi, svona nostalg-
ísku umhverfi,“ segir Hákon dreym-
inn á svip. „Það er mjög mikið um
blúndur og satín og alls konar tjull.“
Hákon segir markhópinn vera
fólk á öllum aldri, sem þorir. „Mark-
hópurinn okkar er í rauninni þó
nokkuð dreifður. Við erum með rosa-
lega klassískar flíkur sem geta bæði
gengið á ungar stelpur og fullorðn-
ar konur. Við erum líka með föt fyrir
karlmenn,“ segir hann og vill meina
að karlmenn mættu vera djarfari í
fatavali. „Þeir þurfa að vera svolítið
ögrandi. Við erum með jakka, legg-
ings, slaufur og eitt og annað fyrir
karla. Það þarf dálítið sterkan karl-
mann til að ganga í fötunum okkar,“
segir Hákon og glottir. „Það er í raun
ekki spurning um aldurinn hjá okk-
ur heldur um „attitude“. Þetta eru
allt svolítið sterkar týpur sem ganga í
fötunum okkar. Þú þarft að hafa ein-
hvern eld í brjóstinu.“
hver flík einstök
Hákon segir þau leggja mikið upp
úr því að hver flík sé einstök. „Það
eru engar tvær flíkur eins. Hver ein-
asta flík er einstök og það er líka
það skemmtilega við endurvinnsl-
una að þú færð bara að búa til eitt af
hverju. Það er mjög fínt fyrir svona
lítinn markað eins og á Íslandi. Þótt
kannski séu tuttugu flíkur unnar úr
sömu hugmyndinni þá eru engar
tvær eins. Það eru öðruvísi litir eða
mynstur eða eitthvað þannig og þú
átt alltaf þína flík einn.“
dýrt að endurnýta
Efnið kemur hvaðanæva af og hann
reynir að leita eftir gömlum, góðum
efnum. „Við höfum fengið efnin gef-
ins og tökum á móti fatasendingum
á vinnustofunni alla daga. Það hef-
ur í raun verið nóg fyrir okkur en
auk þess förum við í Rauða krossinn,
Hjálpræðisherinn og þessar búðir og
kaupum gamlar flíkur. Þá erum við
að spá í að efnin séu góð og það sé
ekki búið að sauma of mikið í þau.
Það skiptir máli hversu stór flíkin er
og hversu miklu efni við náum út úr
henni. Þó að maður myndi sjálfkrafa
álykta að það væri ódýrara að búa til
endurnýttar flíkur vegna þess að efn-
iskostnaðurinn er ekki mikill þá er
það aftur á móti margfalt dýrara því
það er mikil vinna að rekja upp flík-
urnar og ná sem mestu út úr efninu.
Þannig að við höfum farið eftir því
hvort flíkin er úr mjög góðu efni og
saumaskapurinn frekar einfaldur og
að það sé þá fljótlegt fyrir okkur að ná
saumunum úr.“
Frábærar viðtökur
Hákon segir viðtökurnar hafa verið
mjög góðar. „Það er búið að ganga
mjög vel. Miklu betur en við hefðum
nokkurn tímann þorað að vona. Við
byrjuðum bara í 20 fermetra pínu-
litlu iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði
og sprengdum það utan af okkur á
svona mánuði. Þá komum við hing-
að niður í bæ og það hefur geng-
ið ljómandi vel.“ En vinnustofan er
staðsett að Smiðjustíg 10 í miðbæ
Reykjavíkur. Einnig er hægt að nálg-
ast vörur á góðviðrisdögum á Lauga-
veginum þar sem Hákon stendur
við hliðina á kaffihúsinu Hemma og
Valda og selur flíkur. „Við erum opin
vinnustofa en ekki verslun. Við erum
með smá sýningaaðstöðu og það er
alveg ótrúlegt hvað hefur gengið vel.
Við höfum fengið alveg frábærar við-
tökur.“
vöfflur og kaffi á Gay Pride
Hákon er mikill smekkmaður og
fatahönnun er ekki það eina sem
hann gerir. Hann hefur líka verið að
hanna kökudiska, svokallaða turna,
úr gömlu leirtaui. Leirtauið er úr
kaffihúsinu Frú Lúlú sem hann rak
til skamms tíma á Neskaupsstað. „Ég
hef alltaf verið hrifinn af postulíni,“
segir hann og skellir upp úr. Reynsl-
an af kaffihúsarekstrinum kemur sér
vel fyrir hann um helgina því þau
ætla að bjóða upp á vöfflur og kaffi í
vinnustofunni á laugardaginn. „Um
helgina verður opið hjá okkur eftir að
dagskránni á Gay Pride-sviðinu lýk-
ur. Þá ætlum við að bjóða upp á vöffl-
ur og kaffi fyrir þá sem verða hrakt-
ir og kaldir eftir gönguna. Fólk getur
þá komið hingað til okkar og hlýjað
sér og kíkt á fötin í leiðinni. Það eru
allir velkomnir,“ segir þessi ungi upp-
rennandi hönnuður brosandi að lok-
um.
viktoria@dv.is
hákon hildibrand er hönnuðurinn að baki línunni Sir Hákon.
Flíkurnar eru saumaðar upp úr gömlum fötum og gömlu efni. Há-
kon leggur mikið upp úr endurvinnslu og að hver flík sé einstök.
föt fyrir fólk
með eld í brjósti
Í anda
Grease
Tíska sem kennd er við mynd-
ina Grease mun ryðja sér til rúms
í haust. Ökklasíð pils, væmnar
prjónapeysur, há tögl, hælaskór
og flatbotna skór í anda sjötta
áratugarins munu verða áberandi
þegar fer að hausta. Grease-tísk-
an er frekar sæt og góð, kannski
örlítið væmin á köflum. Pilsin
eru í sídd sem langt er síðan var
í tísku en er skemmtileg tilbreyt-
ing. Prjónapeysur með stuttum
ermum eða hálfermum gætu líka
orðið vinsælar. Fylgihlutir í anda
sjötta áratugarins munu líka
skjóta upp kollinum.
Kow
hættir
Hönnunarbúðin Kow mun
senn hætta rekstri. Kow sel-
ur hönnun eftir Kolbrúnu Ýr
Gunnarsdóttur sem var annar
hönnuður KVK-merkisins. Kol-
brún hyggst leita á ný ævintýra-
mið og hætta með búðina um
sinn. Kow verður opin út ág-
úst og því um að gera að kíkja
við síðustu dagana. Kow-vörur
munu þó enn um sinn verða fá-
anlegar á netinu á vefsíðunni
kow.is og á Facebook.
Fata-
markaður
Fatahönnuðurinn Ágústa Hera
Harðardóttir ætlar ásamt vin-
konum sínum, Loru og Kötlu,
að halda fatamarkað um helg-
ina. Þær stöllur eiga víst fjöldann
allan af fötum sem þær ætla að
selja og mun kenna ýmissa grasa
á markaðinum. Notuð föt, ný föt,
merkjavara og fleira skemmti-
legt. Markaðurinn verður í garð-
inum að Laugavegi 52 á milli
klukkan 12.00 og 17.00.
m
yn
d
r
ó
b
er
t
re
yn
is
so
n