Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2010, Page 62
Dóttir Hemma Gunn, Edda Hermanns- dóttir, er samkvæmt heimildum DV líkleg sem næsti spyrill Gettu betur-keppninn- ar. Eva María Jónsdóttir hefur verið spyr- ill undanfarin ár en er nú í barneignar- fríi. Ljóst er að ekki verður létt verk að taka við af Evu Maríu enda er hún ein vinsælasta sjónvarpskona landsins. Edda hefur enga reynslu af fjölmiðlum en ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að koma fram ef henni kippir í kynið enda fjölmiðlun í blóð borin. Hemmi pabbi hennar hefur í mörg ár verið ein stærsta fjöl- miðlastjarna okkar Íslendinga og er enn að. Þegar DV náði tali af Eddu þá vildi hún ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hún sagði að hún ætti eftir að fara í lokaprufu og þá myndi skýrast hvort starfið væri hennar. Edda hefur getið sér góðs orðs í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands og leiddi hún framboðslista Röskvu fyrr á þessu ári. Inni á framboðssíðu Röskvu kemur fram að Edda sé nemi í hagfræði ásamt því að vera móðir og eig- inkona. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort Edda taki við keflinu af föður sínum sem stjarna í íslensku sjónvarpi. Dóttir Hemma Gunn í sjónvarpið Edda HErmannsdóttir kEmur til grEina sEm spyrill í gEttu bEtur: 62 fólkið 6. ágúst 2010 föstudagur Gríðarstór grein birtist um ís- lensku tónlistarkonuna Ólöfu Arnalds í vefútgáfu Wall Street Journal á dögunum. Fjallað var um tónleika hennar í Rockwood Music Hall í Bandaríkjunum. En um þessar mundir er Ólöf á ferð og flugi um heiminn. Margar- eth Lough höfundur greinarinn- ar segir hana minna um margt á Sigur Rós og Björk, og að kominn sé tími til að nýr íslenskur tónlist- armaður stígi fram í sviðsljósið. Hún bætir þó við að þjóðlagatónn Ólafar sé kærkominn viðbót við íslenska yfirbragðið og fagnar því að hún sé ekki jafn tilraunakennd og fyrrnefndu tónlistarmennirnir. ólöf í Wall Street Journal seabear til banDa- ríkjanna Hljómsveitin Seabear heldur til Bandaríkjanna í haust á tónleika- ferðalag. Þar mun hún kynna sína nýjustu plötu We Built A Fire, sem gefin er út af Morr Music. Í sum- ar hefur hljómsveitin ferðast um Evrópu og því nóg að gera. Meðal áfangastaða í Bandaríkjunum má nefna New York, Denver, Salt Lake City, Seattle, Portland, San Fransisco og Los Angeles. Seabear má eiga von á góðum viðtökum vestra, en lag sveitarinnar Cold Summer var notað í sjónvarps- þáttunum Grey‘s Anatomy sem njóta mikilla vinsælda þar í landi. Þ ó mikið hafi gengið á hjá grínistanum Steinþóri Hróari Steinþórssyni, bet- ur þekktum sem Steinda Jr., á undan- förnu ári hefur kappinn heldur betur fundið sér tíma til þess að spila tölvuleiki á net- inu. Samkvæmt öruggum heimildum DV hef- ur Steindi spilað leikinn Call of Duty 4: Modern Warfare 2 í sex daga, fimm klukkustundir og 40 mínútur á netinu, en þessar upplýsingar geta vin- ir hans á PlayStation-netinu nálgast. Þar með er ekki talinn sá tími sem hann eyðir í að spila við tölvuna sjálfa, eða sá tími sem hann notar í að spila aðra tölvuleiki en þann sem um ræðir. Gerir það að minnsta kosti tæpar 140 klukkustundir í það heila, sem verður að teljast ansi vel af sér vik- ið, miðað við að Steindi sendi frá sér heila sjón- varpsþáttaseríu, var í auglýsingaherferð og margt annað tilfallandi á árinu. Call of Duty er skotleik- ur þar sem leikmenn keppa í tveimur fylkingum með tilheyrandi vélbyssum, og handsprengju- vörpum. Hann hefur notið töluverðra vinsælda og fékk meðal annars fimm stjörnur hér í DV. Herma heimildir DV að félagi Steinda, Ágúst Bent Sigbertsson, sem er leikstjóri gamanþátt- anna Steindinn okkar, sé einnig liðtækur Modern Warfare-spilari, en þó ekki jafn djarfur og grínist- inn. Steindi er um þessar mundir staddur á Tene- rife ásamt þeim Auðuni Blöndal og Sverri Berg- mann, þar sem hann ætlar að hlaða rafhlöðurnar fyrir átök komandi vetrar. Fyrir liggur upptaka annarrar seríu af Steindanum, og jafnvel spilun tölvuleikja í fleiri hundruð klukkustundir. grínistinn slakar á í Call of duty 2: modern Warfare: Steindi Jr. Búinn að Spila í Sex daga Samfleytt Call of Duty Einn vinsælasti leikur síðasta árs. Steindi Jr. og Bent Spila tölvuleiki eins og meistarar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.