Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 4
4 fréttir 15. október 2010 Föstudagur Kettirnir Kæfðir „Ég er ennþá í sjokki og veit ekki al- veg hvað ég á að segja,“ segir Dan- íel Tumason, eigandi tveggja læða sem drepnar voru á hrottalegan hátt um helgina. Fjölskylda hans fékk símhringingu frá dýralækni á mánudagsmorgun þar sem þeim var tilkynnt að læðurnar þeirra, Fred og Jethro, væru dauðar. Þær höfðu fundist sundurskornar skammt frá heimili þeirra í Njörva- sundi og þótti strax ljóst að dauða þeirri hefði ekki borið að með eðli- legum hætti. Innyflin farin „Við fengum símhringingu frá dýraspítalanum í Víðidal en þá hafði lögreglan komið þeim þang- að. Dýralæknir þar sá að það var ekki allt með felldu og lét okkur vita. Það voru engir áverkar sýni- legir og við fengum þær upplýs- ingar að líkast til hefði verið eitrað fyrir þeim eða þær kæfðar,“ segir Daníel sem er mjög brugðið vegna málsins og veltir fyrir sér hvers konar mannvonska liggi að baki. „Þær voru skornar upp og garnirn- ar voru fjarlægðar. Það er augljóst að það var ekki ekið á þær,“ segir hann og bætir við að ekkert blóð hafi verið á hræjunum. Það bendi til þess að þær hafi verið skornar upp eftir að þær drápust. Katrín Harðardóttir, dýralæknir í Víðidal, tók við læðunum og stað- festir hún að það virðist sem kett- irnir hafi verið skornir upp. Engar upplýsingar Daníel segir að fjölskylda hans hafi strax haft samband við lög- reglu eftir að dýralæknirinn hringdi til að afla frekari upplýs- inga um málið. En Daníel segist hafa komið að tómum kofunum því lögregla sagðist engar upplýs- ingar hafa um málið. Líkast til hafi þeir lögregluþjónar sem komu köttunum til dýralæknisins ekkert bókað um málið. „Við héldum að það væri búið að stofna eitthvað mál í kringum þetta en það hafði ekkert verið gert. Við fengum því engar upplýsingar um það hvort málið hefði yfir höfuð eitthvað verið skoðað. Mér finnst það vera algjört hneyksli. Í Bandaríkjunum fengju menn fangelsisdóm fyr- ir svona lagað. Þetta er klárt brot á dýraverndarlögum. Við vitum ekkert og það eina sem maður get- ur gert er að láta almenning vita af þessu,“ segir hann. Öskunni dreift um garðinn Daníel segir að læðurnar, Jethro og Fred, hafi komið inn á heimil- ið fyrir þremur árum en þær voru undan sömu læðunni. Hann seg- ir að Fred hafi verið nefnd eftir grænlenskum vini litlu systur hans en Jethro hafi verið nefndur eftir hljómsveitinni Jethro Tull. „Þær voru nefndar áður en við vissum kynin. Við fengum þær þegar þær voru bara kettlingar og þær voru yndislegar. Jethro var mjög góð- ur vinur hundsins á heimilinu og svaf oft á sama stað og hann. Fred var líka mjög skemmtileg og elti hundinn oft þegar hann fór í göngutúr.“ Daníel segir að hann hafi ekki lagt í að fara á dýraspítalann til að skoða hræin. „Við létum brenna þær og ætlum að dreifa öskunni í garðinum,“ segir hann að lokum. Kattareigandinn Daníel Tumason er miður sín yfir afdrifum tveggja læða í hans eigu. Þær fundust dauðar skammt frá heimili þeirra og bendir flest til þess að ann- aðhvort hafi verið eitrað fyrir þeim eða þær kæfðar. Eftir voðaverkið voru innyflin fjarlægð. Öskunni verður dreift í garðinum við heimili foreldra hans. Við létum brenna þær og ætlum að dreifa ösk- unni í garðinum. EInar þór sIgurðsson blaðamaður skrifar: einar@dv.is Miður sín DaníelermiðursínafdrifumþeirraJethroogFred. Fallegur köttur HérséstlæðanFredíþægilegristöðu.MynD Úr EInkasaFnI góður vinur Jethrovargóðurvinur hundsinsáheimilinuogkúrðioftmeð honum.MynD Úr EInkasaFnI Krónan nálgast Bónus Aðeins 85 króna verðmunur var á vörukörfu ASÍ milli Bónuss og Krón- unnar eða 1 prósent. 23 prósenta verðmunur reyndist vera á matar- körfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum síðastliðinn þriðjudag. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem að hún kostaði 6.879 krónur, en aðeins 85 krónum dýrari í Krónunni. Vörukarfan var dýrust í Nóatúni á 8.469 krónur. Lítill verðmunur var á milli Kosts, Samkaupa Úrvals og Nóatúns en karfan var 20–23 prósent dýrari en í Bónus og Krónunni. Mun- urinn á milli dýrustu og ódýrustu vörukörfunnar er 1.590 krónur. Svo um umtalsverða fjárhæð er að ræða fyrir neytendur. Vörukarfan sam- anstendur af 31 almennri neysluvöru til heimilisins, til dæmis mjólkur- vörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. fjölskylduhjálpinni vísað frá „Það er mjög slæmt fyrir starfið okk- ar á næsta ári að verða af styrkn- um,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands en Fjölskylduhjálpin fær ekki fjögurra milljóna styrk frá fjárlaga- nefnd Alþingis eins og vaninn hefur verið undanfarin ár. Ástæðan er sú að styrkumsóknin barst hálfum mánuði eftir að frestur rann út. Ásgerður Jóna segir fjárlaganefnd sýna ósveigjan- leika. Í bréfi frá fjárlaganefnd Alþingis sem DV hefur fengið afrit af og sent var til Fjölskylduhjálpar Íslands þann 12. október segir: „Þar sem umsókn ykkar barst eftir lok tilskilins umsókn- arfrests er hún hér með endursend.“ Ásgerður Jóna staðfestir að hún hafi fengið bréfið í hendurnar og segir að slíka endursendingu hafi hjálparsam- tökin ekki fengið áður. Líklegast sé um nýjar reglur að ræða. „Mér finnst það vera svolítið mikill ósveigjanleiki af fjárlaganefnd að senda umsóknina til baka, þó svo að við höfum ekki sent þetta inn á nákvæmlega réttum tíma. Hingað til hefur alltaf verið ákveðinn sveigjanleiki í þessu,“ segir hún. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu, gæti átt von á allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur um innherjasvik samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Greint var frá því í gær að settur ríkissaksóknari í málefnum bankahrunsins, Björn L. Bergsson, hefði ákært Baldur fyrir umrætt brot, sem og brot í opinberu starfi samkvæmt almennum hegn- ingarlögum. Innherjasvik geta varðað sekt- um eða allt að sex ára fangelsi sam- kvæmt lögum um verðbréfavið- skipti. Þá segir í 147. grein laganna: „Heimilt er að gera upptækan með dómi beinan eða óbeinan hagn- að sem hlotist hefur af broti gegn ákvæðum laga þessara.“ Með setu sinni í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika og sem ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu er Baldur talinn hafa hagnýtt sér vitneskju sem hann fékk í opinberu starfi sem aðrir höfðu ekki þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljón- ir króna. Sá gjörningur fór fram 18. september 2008, rúmum tveimur vikum fyrir bankahrunið. Er því lit- ið svo á að vegna stöðu sinnar hafi Baldur haft stöðu tímabundins inn- herja samkvæmt lögum um verð- bréfaviðskipti. Rannsókn á máli Baldurs var hætt þann 7. maí í fyrra. Fjármála- eftirlitið ákvað hins vegar á fundi sínum rúmum mánuði síðar að hefja rannsókn á nýjan leik á grund- velli nýrra gagna í málinu. Mun þetta vera fyrsta mál sinnar tegund- ar hér á landi. mikael@dv.is Baldur guðlaugsson verður dreginn fyrir dóm: sex ár við meintum brotum Ákærður BaldurGuðlaugsson,fyrrver- andiráðuneytisstjóriífjármálaráðuneyt- inu.SeldihlutabréfíLandsbankanumfyrir 192milljónirskömmufyrirhrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.