Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 14
Á annað hundrað manns hafa þeg- ar gengið til liðs við ný samtök smá- bátaeigenda í landinu sem kalla sig Félag strandveiðimanna þar til ann- að verður ákveðið á stofnfundi. Fyrir skemmstu stofnuðu einnig sjö aðilar Landssamband línubeitningarbáta og klufu sig þar með út úr Landssam- bandi smábátaeigenda, sem hélt að- alfund sinn í Turninum í Kópavogi í vikunni og áformað er að ljúki á föstu- dagskvöld. „Landssamband smábátaeigenda er nú sérhagsmunasamtök þar sem hagsmunir kvótaeigenda ganga fyrir öllum öðrum hagsmunum,“ segir Jón Gunnar Björgvinsson strandveiði- maður og hvatamaður að stofnun Fé- lags strandveiðimanna. „Það má ef til vill segja að kornið sem fyllti mælinn hafi verið ögrandi skilaboð frá kvóta- eigendum sem létu þau boð út ganga að strandveiðar væru nægilegar fyrir okkur og þeir myndu ekki leigja okk- ur ufsakvóta. Staðreyndin er sú að allt að 60 prósent af ufsakvótanum falla dauð ár hvert og þeim finnst betra að láta svo vera frekar en að leigja okkur hann.“ Fúlasta alvara Jón Gunnar segist ætla að mæta á aðalfund LS enda hafi hann greitt til félagsins þótt það verji ekki hags- muni þeirra sem eru á móti kvóta- kerfinu. „Það er grundvallarágrein- ingur um sjálft kerfið og menn borga til samtaka sem berjast gegn hags- munum þeirra. Formleg stofnun samtaka strandveiðimanna er því fúl- asta alvara. Nú hefur talsvert á ann- að hundrað manna gengið til liðs við okkur þó svo að ekkert sérstakt átak hafi verið gert til að ná til manna sem hagsmuna hafa að gæta.“ Jón Gunnar segir að meðalnýting á ufsakvóta hafi verið 42 prósent und- anfarin ár og mikið álitamál sé hvort nauðsynlegt sé að kvótasetja tegund- ina. Það eigi reyndar við um ýmsar aðrar tegundir. „Enginn okkar er að biðja um að fá neitt gefins. Við viljum að stjórnvöld sjái til þess að við njót- um jafnréttis á við aðra og að mann- réttindi séu ekki brotin að því er at- vinnufrelsið varðar. Hér eru allir sáttir við að keppa á jafnréttisgrundvelli um aflaheimildir á opnum markaði eða greiða auðlindagjald. En stjórnvöld tylla undir kerfi þar sem völdum ein- staklingum er leyfilegt að fénýta sam- keppnishömlur sem fylgja þessu for- réttindakerfi gjafakvótans.“ 700 störf í húfi Jón Gunnar segir að meira að segja Hafrannsóknastofnun sé dregin inn í sérhagsmunabaráttu Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. „Full- trúar þeirra sitja í stjórn stofnunar- innar. Ég veit ekki til þess að nokkru sinni hafi verið gerð áreiðanleika- könnun á ráðgjöf Hafró, en svo mikið er víst að með því sniði sem stofnunin vinnur þjónar hún tiltekinni tegund fiskveiðistjórnunar eða kvótakerfinu. Hún tekur þátt í því að hafa af okkur réttinn, mannréttindin. Það má halda því til haga að á þessu ári hafa 738 bátar landað strandveiðiafla. Það er borðleggjandi að ef okkur yrði leyft að stunda okkar atvinnu myndu skapast að minnsta kosti 700 ný störf án þess að ríkið þyrfti nokkuð til að leggja eða fyrir því að hafa. Það eina sem stjórn- völd þurfa að gera er að virða stjórn- arskrárvarinn rétt okkar.“ Jón Gunnar segir að útilokað sé að handfæraveiðar einar og sér geti ógnað lífríki hafsins. „Þessu viljum við halda á lofti. Við viljum einnig að þeir sem veiða skötusel fái að veiða hann með sömu veiðarfærum og grá- sleppan er veidd í. Enginn skilur hvers vegna haga ætti þeim veiðum öðru- vísi.“ Vilja leigja kvóta af ríkinu Jón Gunnar er þungorður í garð Landssambands smábátaeigenda og formannsins Arthúrs Bogasonar, en félagið heldur nú sinn 26. aðalfund. Arthúr skilaði séráliti í nefnd sjávarút- vegsráðherra um endurskoðun kvóta- kerfisins. „Þar mælti hann fyrir því að kvótakerfið yrði látið halda sér næstu 40 árin. Innanbúðarmenn í LS hafa einnig lagt til að hámark strandveiða verði bundið við 400 kíló á dag. Nú er nóg af þorski alls staðar við land- ið og við myndum fagna því að kvót- inn yrði aukinn um 20 þúsund tonn eða meira og að við fengjum að leigja kvóta af ríkinu á opnum markaði. Við eigum þar af leiðandi ekki samleið með þessu félagi enda færum við að beita okkur þar innan veggja yrði hver höndin uppi á móti annarri vegna hagsmunaárekstra kvótaeigenda og markaðssinna.“ Stofnfundur félags strandveiði- manna hefur ekki verið dagsettur. Hins vegar hefur nú þegar verið stofn- að annað klofningsfélag út úr Lands- sambandi smábátaeigenda eins og áður segir, Landssamband línubeitn- ingarbáta. Páll Jóhann Pálsson, skip- stjóri á Daðey frá Grindavík, sagði í Fiskifréttum 8. október síðastliðinn að unnið yrði að hagsmunamálum þessa bátaflokks. „Landssamband smá- bátaeigenda og forystumenn þess hafa alla tíð unnið gegn hagsmunum okkar og því eigum við ekkert erindi þar innan dyra.“ Málflutningurinn út í hött Arthúr Bogason, formaður LS, mót- mælti því að Landssambandið hefði unnið gegn hagsmunum strandveiði- báta eða línubeitningarbáta. „Mér finnst þetta vera stórmerkileg niður- staða hjá þessum mönnum. Ég veit ekki betur en að fingraför Lands- sambandsins séu á öllu því frjálsræði sem fengist hefur fyrir handfæraveið- ar. Baráttan hefur meðal annars skil- að þeim árangri að búið er að lög- festa strandveiðar og úti um allt hafa svæðafélögin ekki gert neitt annað en að sýna þessu stuðning. Þessi mál- flutningur er alveg út í hött. LS og svæðafélög þess hafa öll barist fyrir því að ufsaveiðar verði frjálsar.“ En hvað um að Landssam- tök smábátaeigenda láti hagsmuni kvótaeigenda ganga fyrir? „Þetta er rakalaust kjaftæði. Ályktanir LS sýna andstæðar skoðanir við Landssam- band íslenskra útvegsmanna. Þar er að finna ályktanir um frjálsar hand- færaveiðar, þær séu byggðavænar og lítil hætta á ofveiði með slíkum veiði- skap. Við höfum mælt fyrir byggða- kvóta, frjálsum ufsaveiðum, línuí- vilnun og svo mætti áfram telja. Ef þetta er barátta fyrir sérhagsmun- um kvótaeigenda hefur veruleikan- um verið snúið á hvolf. Auk þess er barátta fyrir auknum handfæraveið- um barátta fyrir sérstökum hags- munum og það er ekkert að því. Þær eru mannaflsfrekar, byggðavænar og hafa margt annað til síns ágætis og því ætti að hafa þær utan sviga í fisk- veiðistjórnuninni,“ segir Arthúr. Ráðherra boðar aukinn kvóta Í ræðu á aðalfundi LS boðaði Jón Bjarnason nú fyrir helgi að hann ætl- aði að kanna til hlýtar möguleika á að auka kvóta enda liggi viðskipti með kvóta nánast niðri sem torveldu mjög veiðar og auki líkur á brottkasti. „Jafn- framt verður að líta til þess að nú oftar en áður er nauðsynlegt að tekjur þjóð- arbúsins verði hámarkaðar á öllum mögulegum sviðum til þess að takast á við þá erfiðleika sem framundan eru og allir þekkja. Nokkra áhættu verður því að taka í því sambandi. Ég tel því mikilvægt og mun kanna til hlítar þá möguleika sem eru á að rýmka heimildir til veiða og veiðistýr- ingar og þá jafnframt að skapa þjóð- inni auknar beinar tekjur af þessari auðlind, enda mun ekki af veita sé þess kostur að afla fjár sem geti unn- ið á móti þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið á grunnþjónustu eins og til dæmis heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.“ 14 fréttir 15. október 2010 Föstudagur Boða klofning vegna deilna um kvótaeign Strandveiðimenn telja að Landssamband smábátaeigenda gangi erinda kvótaeigenda. Á annað hundrað manns hafa nú þegar lýst áhuga á að ganga til liðs við ný samtök strandveiðimanna og því blasir við klofningur sem á rætur í deilum um kvótaeign. „Raka- laus þvættingur,“ segir Arthúr Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda, en aðalfundi sambandsins lýkur í dag. Ég veit ekki bet-ur en að fingra- för Landssambandsins séu á öllu því frjálsræði sem fengist hefur fyrir handfæraveiðar. Fylgjandi strandveiðum Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra flytur boðskap sinn á fundi Landssambands smábátaeigenda fyrir helgi. Arthúr Bogason, formaður félagsins, situr næst honum. Mynd sigtRygguR ARi Boðar stofnun nýrra samtaka Jón Gunnar Björgvinsson segir að á annað hundrað manns hafi þegar tilkynnt aðild að væntan- legum samtökum strandveiðimanna. jóhAnn hAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.