Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 22
22 fréttir 15. október 2010 Föstudagur Bandaríski eðlisfræðingurinn Fred Singer er ekki eins og fólk er flest, hvorki í skoðunum né í útliti. Hann er einn helsti efasemdarmaður um loftslagsbreytingar í heiminum í dag, og einnig einn sá háværasti. En ef fólk myndi ímynda sér hvernig aldnir umhverfisverndarsinnar ættu að líta út, myndi það sennilega teikna mynd af einhverjum eins og Singer í höfð- inu. Hann er orðinn 86 ára gamall en skartar síðu gráu hári, gengur um í flauelsbuxum og ber ætíð steingerv- ing fastan í leðurband um hálsinn. Hinn hippalegi Singer er hins vegar alls enginn umhverfisverndarsinni, þvert á móti. Segir hann að ef jörðin sé að hlýna sé það alls ekki af manna- völdum, heldur vegna náttúrunnar sjálfrar. „Náttúruna ber að óttast, hún er einstaklega grimm og einstaklega hættuleg,“ segir Singer. Fundar með áhrifafólki Í septembermánuði síðastliðnum var Singer staddur í Berlín og hélt fyr- irlestur sem var skipulagður af Frjáls- lyndum demókrötum en þingmenn allra flokka þýska þingsins voru við- staddir, en þýska vikuritið Der Spieg- el greindi frá þessu. Hlustuðu þing- mennirnir á erindi Singers af mikilli athygli, sem kann að skjóta skökku við, en Þýskaland hefur kynnt mjög metnaðarfullar aðgerðir í umhverf- ismálum – ekki síst til að sporna við loftslagsbreytingum. Engu að síð- ur sagði Marie-Luise Dött fundinn hafa verið „einstaklega upplýsandi“, en hún starfar sem talskona ríkis- stjórnar Angelu Merkel í umhverfis- málum. Það var einmitt Merkel sem Singer langaði helst að ná sambandi við en hún er menntuð í raunvís- indum, er með doktorsgráðu í efna- fræði. Singer sagðist „vona að Merk- el, sem er ekki heimsk, sjái ljósið. Það eru ekki mannlegar aðgerðir sem sem stjórna loftslaginu, heldur nátt- úran. Vandamálið er ekki loftslagið sem slíkt, heldur stjórnmálamenn- irnir sem ætla sér að bjarga því.“ Að mati Singers eru loftslagsfræði því lít- ið annað en froða og telur hann enn fremur umhverfisverndarsinna yfir höfuð hafa lítið annað á prjónunum en að eyðileggja heiminn – með því að koma á sósíalísku þjóðskipulagi. Afsprengi kalda stríðsins Ótti Singers við sósíalískt þjóðskipu- lag er skiljanlegur þegar tekið er mið af starfsferli hans. Sem táningi tókst honum að flýja til Bandaríkjanna frá Austurríki, en Singer er gyðingur og var ekki vært í fæðingarlandi sínu sökum ofsókna nasista. Hann þótti afburðanámsmaður og var farsæll sem slíkur en jafnframt námi sínu tók hann að starfa fyrir bandaríska sjóherinn við þróun eldflauga og rannsóknir á loftslagi. Hann varð síð- ar prófessor við Maryland-háskóla og síðar Virginíu-háskóla en hélt þó ætíð tengslum sínum við varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna og lutu rannsóknir hans oftar en ekki að framþróun eldflauga og geimvísinda – sem var einn helsti vígvöllur kalda stríðsins. Singer var því alinn upp sem dyggur þjónn hins bandaríska markaðshagkerfis, og trúir hann umfram allt á afskiptaleysisstefnu stjórnvalda, að hans mati eru eftirlit og reglugerðir aðeins til trafala. Ekki hefur það orðið til að breyta skoðun- um hans, að bandarískir umhverfis- sinnar fyrirfinnast yfirleitt á vinstri væng stjórnmálanna í Bandaríkj- unum, en Singer kallar þá alla einu nafni: kommúnista. Studdi tóbaksfyrirtækin Þrátt fyrir allt hefur Singer tekist að efla málstað efasemdarmanna um loftslagsbreytingar. Hann er heldur ekki óvanur því að skipta sér af um- deildum málefnum en á sínum tíma hafnaði hann því að göt væru að myndast í ósónlaginu og þá tók hann einnig upp hanskann fyrir stóru tób- aksfyrirtækin á 10. áratug síðustu aldar. Sagði hann engar sannan- ir vera fyrir því að óbeinar reykingar væru slæmar heilsunni og sagði allar rannsóknir sem sýndu fram á annað vera „léleg vísindi“. Hann gaf upplýs- ingafulltrúum stóru tóbaksfyrirtækj- anna góð ráð um hvernig mætti gera lítið úr vísindalegum rannsóknum, en skilaboðin sem tóbaksfyrirtækin sendu frá sér voru að „vísindi eru allt of oft notuð til að ná fram pólitísk- um markmiðum.“ Þegar Umhverfis- verndarstofnun Bandaríkjanna birti skýrslu árið 1993 þess efnis að árlega létust 3.000 Bandaríkjamenn af völd- um óbeinna reykinga, hafði Singer svar á reiðum höndum – þetta væri allt áróður kommúnista. Ódýr rök Nú hefur Singer gengið til liðs við samtökin EIKE (Europäische Institut für Klima und Energie) en þrátt fyrir íburðarmikið nafn eru samtökin lít- ið annað en póstfang í borginni Jena í Þýskalandi. Singer ætlar sér núna að ná fótfestu fyrir málstað sinn í Evrópu en hann hefur viðurkennt að það gæti reynst erfitt því „Evr- ópu er stjórnað af stjórnmálaelítum sem virðast trúa á loftslagsbreyting- ar, ólíkt venjulegu fólki.“ En það er staðreynd að vísindamönnum hef- ur reynst erfitt að sannfæra hinn al- menna borgara um að loftslagsbreyt- ingar eigi sér stað um þessar mundir. Singer og skoðanabræðrum hans hefur tekist að telja fólki trú um að vísindasamfélagið sé klofið í afstöðu sinni til loftlagsbreytinga þrátt fyr- ir að nýleg bandarísk könnun sýndi fram á að 97 prósent þeirra vísinda- manna sem stunda loftslagsrann- sóknir telja jörðina vera að hlýna af völdum gróðurhúsalofttegunda. Hans Joachim Schellnhuber er yf- irmaður Potsdam rannsóknarstofn- unarinnar í loftslagsfræðum og einn helsti ráðgjafi Angelu Merkel. Seg- ist hann vera tilbúinn til að ræða við Singer og aðra EIKE-vísinda- menn, en það geti ekki verið á jöfn- um grundvelli. Það sé nákvæmlega það sem Singer stefni að, að búa til ræðukeppni um vísindi fyrir framan almenna borgara. „Vísindi geta oft verið mjög flókin og því miður get- ur almenningur ekki alltaf haft full- an skilning á því sem við erum að fást við. Efasemdamenn um loftslags- breytingar vilja hins vegar einfalda hlutina og það er auðvelt að kaupa ódýr rök,“ segir Schellnhuber og bæt- ir við: „Ímyndið ykkur að Einstein hefði þurft að verja afstæðiskenn- ingu sína í þýskum spjallþætti, það myndi bara ekki takast.“ Eðlisfræðingurinn Fred Singer freistar þess að ná eyrum stjórn- málamanna í Evrópu. Hann er einn háværasti gagnrýnandi kenning- arinnar um hlýnun jarðar. Hann fær mikla athygli þrátt fyrir að 97 prósent loftslagsfræðinga séu hon- um ósammála. Hann starfaði áður við að verja tóbaksframleiðendur í Bandaríkjunum. björn teitSSon blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is HLÝNUN JARÐAR EKKI AF MANNA VÖLDUM Það eru ekki mannlegar að- gerðir sem sem stjórna loftslaginu, heldur náttúran. Vandamálið er ekki loftslagið sem slíkt, heldur stjórnmála- mennirnir sem ætla sér að bjarga því. Úlfur í sauðargæru? FredSingerer ekkiumhverfisverndarsinni,þóhannsé „hippalegur“íútliti. Angela Merkel Talskonu hennarfannstfundurinn meðSingerafarupplýsandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.