Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 ERLENT 25
Óvenjuleg leið hefur verið farin til
að berjast gegn alnæmisvánni sem
herjar grimmt á Suður-Afríku. Ný-
lega kom út fyrsta klámmyndin þar í
landi, sem hefur einungis á að skipa
þeldökkum leikurum. Framleið-
andi myndarinnar vildi leggja sitt af
mörkum í baráttunni gegn alnæmi
en á degi hverjum láta um 1.000
manns lífið af völdum sjúkdóms-
ins. „Fjölmiðlar tala mikið um að
ungt fólk sé óábyrgt en þó mikið sé
talað um öruggt kynlíf er lítið gert.
Í Suður-Afríku er smokkurinn ekki
vinsæll og ég held í raun að fæst-
ir kunni að setja hann á sig,“ segir
Tau Morena, framleiðandi mynd-
arinnar. Í klámmyndinni, sem ber
titilinn „Nakin“ nota báðir karlkyns
leikararnir smokka í þeim kynlífsat-
riðum sem þeir taka þátt í. Morena
segist ekki ætla sér að leysa alnæm-
isvandann í Suður-Afríku en vonar
að myndin hjálpi til. Mun annarri
útgáfu myndarinnar, sem er á döf-
inni, jafnvel fylgja fræðsluefni um
öruggt kynlíf.
Það eru þó ekki allir á eitt sátt-
ir við ásetning Morena með mynd-
inni. „Ég veit ekki hvort framleiðsla
á klámefni í Suður-Afríku sé jákvæð
þróun,“ segir dr. Rebecca Hodes
sem stýrir rannsóknarstofnun um
alnæmi og samfélag í háskólanum
í Höfðaborg. Hún segir samt sem
áður að jákvætt sé að smokkurinn
sé notaður: „Þetta gæti verið ágæt-
is leið til að koma þessum skilaboð-
um til fólksins en ég vil vita meira
um bakgrunn fólksins sem tekur
þátt í þesari mynd. Mínar áhyggjur
snúa fyrst og fremst að þeim kynjaí-
myndum sem settar eru í sviðsljósið
í klámmyndum.“
Klámmyndaframleiðandi í Suður-Afríku ætlar að berjast gegn alnæmi:
Klám gegn alnæmi
Í Þýskalandi ríkir enn ákveðin
bannhelgi við því að mæla upp-
hátt nafnið Adolf Hitler. Nú á hins
vegar að opna sýningu tileink-
aða honum á Þýska sögusafninu,
í fyrsta sinn í sögu Sambandslýð-
veldisins. Þar með er þó ekki sagt
að Þjóðverjar hafi ekki gert nas-
istatímanum, síðari heimstyrjöld-
inni eða helförinni skil, en fjöldi
slíkra sögusýninga skipta tugum ef
ekki hundruðum. Nafn Hitlers er
aftur á móti eins og nafn Voldem-
orts í Harry Potter sögunum, fólk
óttast einfaldlega að nefna hann á
nafn. Sýningarstjórans, Hans-Ul-
rich Thamer, beið því erfitt verk-
efni sem krafðist mikillar varkárni.
Höfðu hann og starfsbræður hans
miklar áhyggjur af því að sýningin
gæti ýtt undir óæskilega aðdáun
hægri öfgamanna á kanslaranum
fyrrverandi. Einnig óttuðust þeir
hörð mótmæli frá almenningi,
sem kærir sig ekkert um að vera
minntur á voðaverk nasista með
neinum hætti.
Hitler afhöfðaður
Fyrir nokkrum árum var ákveðið
að vaxmynd af Hitler myndi sóma
sér vel á vaxmyndasafni Madame
Tussauds í Berlín. Stóð mynd af
honum þar við hlið eftirmyndar
fyrirsætunnar Heidi Klum, eða allt
þar til ósáttur gestur sýningarinn-
ar tók upp á því að afhöfða mynd-
ina af Hitler. Vaxmyndin var síðar
lagfærð en þarf nú standa á bak
við skothelt gler á hinu víðfræga
safni. Skipuleggjendur hinnar
nýju sögusýningar hafa reynt að
gæta fyllstu varúðar, svo slíkt þurfi
ekki að gerast á sögusafninu. „Við
hefðum getað fengið marga muni,
málverk og ljósmyndir, sem sýna
Hitler í dýrðarljóma,“ segir Tham-
er og heldur áfram „við höfnuðum
öllum slíkum boðum, enda vilj-
um við ekki gefa fólki tækifæri til
að finna til nokkurrar samkennd-
ar með honum.“ Með því að sýna
smærri og íburðarminni hluti
vonast Thamer til þess hægt sé að
gera upp fortíðina, án þess að fas-
isma sé gefið undir fótinn.
Viðkvæmur titill
Þegar kom að því að velja titil á
sýninguna var á endanum haft
samband við hóp sagnfræðinga
sem lögðu höfuðið í bleyti. Hef-
ur sá hópur í raun verið safninu
innan handar síðan 2004 þegar
hugmyndir um sýningu tileink-
aða Hitler skutu fyrst upp koll-
inum. Hópurinn var leiddur af
þeim Michael Stürmer og Rein-
hard Rürup og var fyrsta vinnu-
heitið einfaldlega „Hitler“. Var
því nafni fljótlega kastað af borð-
inu, en þeir Stürmer og Rürup
segja mikilvægt að afbaka þá
almennu söguskoðun að hinn
sjarmerandi foringi hafi leitt sak-
lausan og óafvitandi almenning
Þýskalands til glötunar. Sýning-
in hefur því hlotið titilinn „Hitl-
er og Þjóðverjarnir: Samfélag og
glæpir.“ Sýningin verður opnuð
um helgina.
Umdeild sögusýning hefur göngu sína í Þýskalandi um helgina. Sýningarstjóri mun
gæta fyllstu varúðar til að kynda ekki undir aðdáun á foringjanum. Ráðgjafar ætla sér
að afbaka þá skoðun að þýskur almenningur hafi verið leiddur saklaus til glötunar.
UMDEILD SÝNING Í
BERLÍN UM HITLER
BJÖRN TEITSSON
blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is
Stóð mynd af honum þar við hlið eftir-myndar fyrirsætunnar Heidi Klum, eða
allt þar til ósáttur gestur sýningarinnar tók upp
á því að afhöfða myndina af Hitler.
Foringinn Brjóstmyndir af Hitler
sem eru til sýningar í Berlín.
Suður-Afríka Alnæmi er eitt stærsta
vandamálið sem steðjar að íbúum.
Morði afstýrt
í Pakistan
Lögregluyfirvöld í Pakistan hafa
greint frá því að þeim hafi tekist að
koma í veg áætlanir um að ráða af
dögum Yousuf Raza Gilani, forsæt-
isráðherra landsins. Hópur manna
sem kenna sig við hópinn Lash-
kar-e-Jhangvi var handtekinn eftir
skotbardaga við lögreglu í smáþorpi
nálægt borginni Multan. Árið 2008
var einnig gerð tilraun til að myrða
Gilani, þegar skotárás var gerð á
bílalest hans í Islamabad, höfuðborg
Pakistan.
Valmúafræ
varasöm
Samtök um borgaraleg réttindi í
Bandaríkjunum hafa tekið að sér
að verja unga konu sem hefur verið
sökuð um að misnota eiturlyf og
missa þannig umgengnisrétt yfir
nýfæddu barni sínu. Segir konan,
Elizabeth Mort, að hún hafi borðað
beyglu sem var þakin valmúafræ-
um en úr þeim eru eiturlyf eins og
ópíum unnin. Minnir málið óneit-
anlega á atvik í gamanþættinum
Seinfeld, þar sem ein höfuðpersón-
an, Elaine Benes, var sökuð um ná-
kvæmlega sama misferli eftir neyslu
valmúafræa.
Obama og Palin eru
fjarskyldir ættingjar
Komið hefur í ljós að Barack Obama,
forseti Bandaríkjanna, og Sarah Pal-
in, sem gæti verið mótframbjóðandi
hans í næstu forsetakosningum, eiga
sameiginlegan forföður. Prestur að
nafni John Smith, sem var uppi á 17.
öld, mun vera forfaðir þeirra beggja
og eru þau því skyld í tíunda ættlið.
Obama er reyndar ekki óvanur slík-
um venslum, en hann mun einnig
vera skyldur þeim George W. Bush
og Dick Cheney í ellefta ættlið.