Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR 15. október 2010 FÖSTUDAGUR „Ég verð að segja að það kemur flatt upp á mig og marga aðra að líf fyrir- tækja, sem bera uppi sjávarútveginn á Hornafirði, skuli vera háð milljarða afskriftum. Þess vegna ætla ég að bera fram fyrirspurn á næsta bæjarráðs- fundi um fjárhagslega stöðu Skinn- eyjar-Þinganess og Nónu ehf.,“ segir Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar á Hornafirði, en framsóknarmenn eru einir í meiri- hluta við stjórn bæjarins. „Sú tillaga hefur verið lögð fram á Alþingi að leyfa þjóðinni að kjósa um framtíð kvótakerfisins í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Er það ekki einmitt lágmarkskrafa þeirra sem eiga að borga skuldirnar að fá að kjósa um kerfið sem þeir eiga að vinna eftir?“ Árni segir að íbúar á Hornafirði hugsi sitt þótt fæstir hafi mjög hátt og hugsi fyrst um atvinnuöryggi sitt. „Á kaffistofunum segja menn að fyrst hafi risarnir fengið kvótann, svo trygg- ingarfélögin og bankana og nú eigi al- menningur að borga fyrir þá skuldirn- ar. Það er von að mönnum finnist sem þeir hafi verið plataðir,“ segir Árni. Fréttir voru sagðar af því fyrir skemmstu að Nóna ehf., dótturfyr- irtæki Skinneyjar-Þinganess hf. sem fjölskylda Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi forsætisráðherra á drjúg- an hlut í, hafi fengið vel á þriðja millj- arð króna afskrifaða eftir að leystur var út úr fyrirtækinu um 600 milljóna króna arður. Þessar fréttir urðu til þess að Árni Rúnar ákvað að taka málið upp á næsta bæjarráðsfundi. Látin verja kvótakerfið Árni undirstrikar að sjávarútvegur sé grundvöllur byggðar í sveitarfélag- inu Hornafirði. Kjörnum fulltrúum beri því skylda til að fylgjast vel með framvindu mála innan greinarinn- ar og greina hugsanlegar hættur sem að henni steðji. Bæjarstjórnin hafi hingað til verið sammála um að fara varlega í breytingar á kvótakerfinu. „Skömmu eftir síðustu alþingiskosn- ingar fundaði bæjarstjórn með hags- munaaðilum í sjávarútvegi í sveitar- félaginu um fyrirhugaða fyrningarleið stjórnvalda í sjávarútvegi. Það var samdóma álit manna að bæjarstjórn ætti að beita sér í málinu og töldu út- gerðarmenn einsýnt að hagsmunir þeirra, íbúa og sveitarfélagsins færu saman. Þarna voru sem sagt teknar upp varnir fyrir kvótakerfið. Fréttir af 2,5 milljarða króna afskriftum hjá dótturfyrirtæki Skinneyjar-Þinganess, Nónu ehf., skömmu eftir arðgreiðsl- ur út úr fyrirtækinu upp á rúmar 600 milljónir króna til eigenda þess eru til þess fallnar að draga úr trú fólks á fyr- irtækið. Mér finnst því mikilvægt að for- ystufólk í bæjarstjórn Hornafjarðar, bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs, upplýsi bæjar- stjórn og bæjarbúa um stöðu mála.“ Hann ætlar því að leggja eftirfarandi spurningar fyrir bæjarráð: „1. Hafa forsvarsmenn sveitarfélagsins verið í samskiptum við stjórn og stjórnendur Skinneyjar-Þinganess vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í málefnum fyrirtækisins? 2. Er forsvarsmönnum sveitarfélagsins kunnugt um fjárhags- lega stöðu fyrirtækisins og er það háð frekari afskriftum hjá lánastofnun- um? 3. Hversu stór hluti af útgreiðslu arðs upp á 600 milljónir til eigenda skilar sér í skatttekjum í sjóði sveitar- félagsins?“ Gengistapið afskrifað Í ársreikningi Nónu ehf., dótturfélags Skinneyjar-Þinganess, fyrir síðastlið- ið ár kemur fram að eftirgjöf skulda nam liðlega 2,6 milljörðum króna. Það slagar upp í gengistap félagsins árið 2008 þegar bankarnir hrundu og krónan féll eins og steinn gagn- vart öðrum gjaldmiðlum. Gengistap félagsins þá nam nærri 2,9 milljörð- um króna. Athyglisvert er að lang- tímaskuldir félagsins á árinu 2009 í evrum jukust um nærri 1,8 milljarða króna. Af þessum langtímaskuldum eru afborganir innan við 150 milljónir króna á ári en árið 2014 þarf félagið að greiða langtímaskuldirnar niður um 1,4 milljarða króna. Tap Nónu árið 2008, hrunárið, nam um 2,5 milljörðum króna og bókfært eigið fé félagsins var neikvætt um sömu upphæð, um 2,5 milljarða króna. Fréttir af geigvænlegum 5,3 milljarða króna skuldum Nónu, sem gerir út tvo smábáta, voru sagðar rétt fyrr jól í fyrra, meðal annars í Frétta- blaðinu. Við fréttinni brást Sigurpáll Ingibergsson, Hornfirðingur búsettur í Kópavogi, á eftirfarandi hátt: „Springi einkahlutafélagið Nóna, smábátaútgerð í eigu Skinneyjar- Þinganess, fær almenningur á Íslandi enn einn reikninginn. Það gera 16.000 á hvert mannsbarn [...] Hann er dýr Íslandsmeistaratitillinn hjá smábátn- um Ragnari SF-550. Dýrt er hvert tonn. Þetta er afleiðing af kvótakerf- inu. Kerfi sem byggir á óréttlæti, rang- læti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upp- lausn, hrörnun og flótta, „hagræð- ingu“, einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.“ 34 milljóna króna eftirgjöf Í niðurlagi ársreiknings Nónu fyr- ir síðastliðið ár segir orðrétt: „Í kjöl- far hruns fjármálamarkaða á árinu 2008 versnaði fjárhagsstaða Nónu ehf. verulega vegna mikillar veiking- ar íslensku krónunnar þar sem skuld- ir félagsins við lánastofnanir eru að stærstum hluta í erlendri mynt. Sam- ið hefur verið við lánastofnanir um endurfjármögnun á hluta af skuld- um félagsins en stjórnendur þess eiga enn í samningaviðræðum við lána- stofnanir um endurfjármögnun þess hluta skuldanna sem ósamið er um. Samhliða viðræðum um endurfjár- mögnun vinna stjórnendur að endur- skipulagningu og hagræðingu í rekstri félagsins. Ef stjórnendum félagsins tekst að ljúka samningum um endur- fjármögnun og hagræðingaraðgerðir skila þeim árangri sem vonast er til, er það mat stjórnenda að hægt verði að reka félagið til framtíðar.“ Ef einvörðungu er litið til hlut- ar fjölskyldu Halldórs Ásgrímsson- ar nemur eftirgjöf skulda samkvæmt ársreikningi Nónu um 650 milljón- um króna. Eins og síðar er vikið að er hlutur Halldórs Ásgrímssonar liðlega 1,3 prósent í Skinney-Þinga- nesi. Það jafngildir um 34 milljóna króna eftirgjöf skulda af hlut hans þar sem Nóna er að nær öllu leyti í eigu Skinneyjar-Þinganess. Þess skal þó getið að eftirgjöf skulda kemur hluthöfum ekki til góða með nein- um beinum hætti. Náin eigna- og fjölskyldutengsl Nóna ehf. er nær algerlega í eigu Skinneyjar-Þinganess hf. Í stjórn Nónu sitja Ingólfur Ásgrímsson, bróðir Halldórs Ásgrímssonar, og Að- alsteinn, sonur Ingólfs. Aðalsteinn er jafnframt framkvæmdastjóri félags- ins. Auk feðganna situr Gunnar Ás- geirsson í stjórn Nónu, en hann er jafnframt stjórnarformaður Skinneyj- ar-Þinganess. Þess má geta að Ingólf- ur Ásgrímsson var fengsæll skip- stjóri á fiskiskipinu Jónu Eðvalds í eigu Skinneyjar-Þinganess. Hann er tengdafaðir Hjalta Þórs Vignissonar, núverandi bæjarstjóra á Hornafirði. Tvísker ehf. er að 40 prósentum í eigu feðganna Ingólfs og Aðalsteins, en félagið er stærsti einstaki eigandi Skinneyjar-Þinganess með nærri fjórðungshlut. Aðrir eigendur Tví- skers eru Gunnar Ásgeirsson, sem einnig situr í stjórn Nónu, og Ingvald- ur bróðir hans. Þeir bræðurnir, sem koma frá Þinganeshluta Skinneyjar- Þinganesveldisins, eiga samanlagt 40 prósent í Tvískeri. Birgir Sigurðsson er fimmti og síðasti hluthafinn en hann á 20 prósenta hlut. Reyndar á Ingvaldur einn og sér 11,5 prósenta hlut í Skinney-Þinga- nesi að auki. Næststærsti eigandi Skinneyj- ar-Þinganess er félag sem ber nafnið Skarðfjörur ehf., en félagið á 16,3 pró- senta hlut. Eignarhaldið á Skarðsfjör- um er athyglisvert. Það skiptist jafnt í þrjá hluta. Gift fjárfestingarfélagið, sem er í raun gjaldþrota með tugmillj- arða skuldir á bakinu og skilanefnd Landsbankans höfðaði skuldamál gegn í fyrra, er einn eigandinn. Annar eigandi er Fisk-Seafood hf. í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Loks á Skinney-Þinganes þriðjungshlut í Skarðsfjörum og á því hlut í sjálfu sér. Tengslin við S-hópinn svonefnda, sem á sínum tíma keypti Búnaðar- bankann fyrir um 11 milljarða króna af ríkinu, eru mikil og flókin í gegnum Skarðsfjörur ehf. Einn af lykilmönn- Er það ekki ein-mitt lágmarks- krafa þeirra sem eiga að borga skuldirnar að fá að kjósa um kerfið sem þeir eiga að vinna eftir? Mörgum var misboðið þegar sagðar voru fréttir af því að fyrirtæki í eigu Skinneyjar- Þinganess á Hornafirði hefði fengið afskrifaða 2,5 milljarða á sama tíma og eigendur tóku út hundruð milljóna króna í arð. DV skoðaði eignatengsl og stöðu sjávarútvegs- risans á Hornafirði sem er að drjúgum hluta í eigum fjölskyldu Halldórs Ásgríms- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra. „Fyrst fengu þau kvótann, svo bankann og vilja nú láta okkur borga skuldirnar,“ segir bæjarstjórnarmaður á Hornafirði. SKULDIR KVÓTAKÓNGA GUFA UPP REKSTRARTEKJUR 7,2 milljarðar REKSTRARGJÖLD 5,1 milljarður REKSTRARHAGNAÐUR 2,1 milljarður HAGNAÐUR EFTIR SKATTA 1,3 milljarðar HAGNAÐUR HLUTDEILDAR- FÉLAGA 2,3 milljarðar (M.A. NÓNA EHF. SEM ER 98 PRÓSENT Í EIGU SKINNEYJAR-ÞINGANESS)* SKULDIR ALLS 18 milljarðar LANGTÍMASKULDIR 12,6 milljarðar SKAMMTÍMASKULDIR 4,5 milljarðar KVÓTAEIGN 5,5 milljarðar EIGNIR UMFRAM SKULDIR 3,9 milljarðar ÁRSREIKNINGUR 2009 Úr ársreikningi 2009 Skinneyjar-Þinganess. Ljóst er að afskriftir skulda hjá Nónu breyttu talsverðu um rekstrarniðurstöðu Skinneyjar-Þinganess árið 2009. Hverjir fá niðurfellingu skulda? Árni Rúnar Þorvaldsson bæjarfulltrúi ætlar að bera fram fyrirspurn um afskriftir hjá Skinney-Þinganesi og dótturfélagi fyrirtækisins. Hornafjörður Rík tengsl eru milli athafnamanna í atvinnulífi og bæjarstjórna víða um landið. Bróðir og frændur Halldórs sitja í bæjarstjórn og stýra Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Ingólfur bróðir hans er auk þess tengdafaðir bæjarstjórans. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.