Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 48
48 LífsstíLL umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 15. október 2010 föstudagur
Heldur hann
framhjá?
5 mýtur um konur
Mýta: Kona getur eKKi orðið
ófrísK á blæðingum.
„Þótt það sé ólíklegt er ekkert ómögu-
legt þegar kemur að getnaði,“ segir
Aaron Carroll við háskólann í Indíana-ríki
og annar höfunda Don’t swallow Your
Gum: myths, Half-truths and Outright
Lies About Your Body and Health. „sæðið
getur beðið eftir eggi inni í líkama konu
í allt að viku. Egglos getur átt sér stað
stuttu eftir blæðingar og jafnvel á sama
tíma,“ segir Carroll sem segir að það sé til
orð yfir þau pör sem noti blæðingar sem
getnaðarvörn: Foreldrar.
Mýta: tíðahvörf slöKKva á
löngun Kvenna í Kynlíf.
samkvæmt stórri rannsókn Edwards
Laumann og félaga frá árinu 1994
á kynhegðum Bandaríkjamanna,
stundar meira en helmingur kvenna á
sextugsaldri kynlíf nokkrum sinnum í
mánuði. „Hitaköst og önnur óþægindi
koma þeim úr stuði tímabundið en það
eru engin bein tengsl á milli tíðahvarfa
og kynlífslöngunar,“ segir dr. Rachel C.
Vreeman, hinn höfundur bókarinnar
Don’t swallow Your Gum.
Mýta: sýKlalyf óvirKja
getnaðarvarnarpilluna.
„Pillan klikkar í einu prósenti tilfella en
það hefur ekkert með sýklalyf að gera,“
segir Carroll.
Mýta: Konur og Karlar
þurfa jafn miKinn svefn.
samkvæmt rannsókn Edward suarez við
Duke university hefur lítill svefn mun
alvarlegri áhrif á heilsu kvenna en karla.
Mýta: læKnir sér hvort Kona
er hrein mey.
„Þótt læknir myndi nota stækkunargler
gæti hann ekki flokkað hreinar meyjar
frá þeim kynferðislega virku. margir
halda að meyjarhaftið innsigli leggöngin
en það er einfaldlega ekki satt. Í þeim
örfáu tilfellum þegar það er alveg lokað
festist tíðablóð inni og veldur vandræð-
um,“ segir dr. Vreeman.
Konur nota stunur, öskur og skipanir í rúminu til að flýta fyrir fullnægingu makans:
Stynja og öskra í rúminu
Stærstu lim-
irnir í New
Orleans
smokkaframleiðandinn Condomania
hefur raðað 20 stærstu borgum
Bandaríkjanna upp eftir lengd
getnaðarlima íbúanna. Fyrirtækið
byggði listann á upplýsingum yfir 27
þúsund viðskiptavina sem lagt höfðu
inn sérpantanir á smokkum. sú borg
sem trónir á toppnum yfir lengstu
getnaðarlimi er new Orleans. Fast á
eftir koma Washington, san Diego og
new York City. Þær þrjár borgir sem
sitja á botninum eru Detroit, Phila-
delphia og Dallas. „sérpantanirnar
voru allt frá 7 cm til 25 cm og allt frá
súper þröngum yfir í extra breiða,“
segir Chris Filkins hjá Condomania en
listann er hægt að skoða í heild sinni
á www.condomania.com.
Konur sem láta mikið í sér heyra í
rúminu gera það oftast í von um að
æsa bólfélagann upp. Þetta kemur
fram í rannsókn vísindamannanna
Gayle Brewer, við háskólann Cent-
ral Lancashire, og Colin Hendrie,
við háskólann í Leeds, sem spurðu
71 konu á aldrinum 18 til 48 fjölda
spurninga. Orðanotkun kvennanna
var flokkuð niður í „stunur“, „ösk-
ur/skrækir“ og „orð“ eins og „já“ eða
nafn bólfélagans, eða „skipanir“ líkt
og „fastar“. Þær voru einnig spurð-
ar hvort þær gæfu frá sér þessi hljóð
þegar þær væru sjálfar að því komn-
ar að fá fullnægingu, hvort þær
fengu hana yfir höfuð, og ef ekki, af
hverju þær væru þá æpa.
„Konur gefa helst frá sér hljóð til
að hafa áhrif á makann. Þær nota
stunur, öskur og skipanir til að flýta
fyrir fullnægingu hans þegar þeim
er farið að leiðast, þær eru orðnar
þreyttar eða eru í tímaþröng,“ segir
Brewer sem segir konur síður gefa
frá sér hljóð þegar þær eru sjálfar
hvað æstastar og nálægt því að fá
fullnægingu.
Sumar kvennanna hafi einnig
viðurkennt að öskra og æpa í rúm-
inu svo makanum líði betur. „Yfir
92 prósent þeirra sögðust vissar um
að lætin hefðu jákvæð áhrif á sjálfs-
traust makans og 87 prósent þeirra
sögðust láta heyra í sér í þeim til-
gangi. Yfir 25 prósent nota stunur
og hróp til að leika fullnægingu og
grípa til þess ráðs þegar þær gera sér
grein fyrir að þær fái ekki fullnæg-
ingu,“ segir Hendrie og bætir við að
konur feiki það því karlmenn hætti
ekki fyrr en takmarkinu sé náð.
þreyta eða fullnæging? samkvæmt rannsókninni nota
konur stunur og öskur til að leika á bólfélagann þegar þær
gera sér grein fyrir að þær fá ekki fullnægingu. mynd photos.com
Makar sem halda fram hjá geta verið afar varkárir og falið slóð sína vel. Lykillinn
er að vita að hverju þú leitar. Hér eru átta merki um að makinn sé ótrúr. Listinn er
skrifaður út frá karlmönnum en konur halda líka fram hjá og sami listi gildir um þær.
Ekki láta fífla þig.
Hann getur ekki skilið notuðu hand-klæðin eftir á gólfinu en felur þau
neðst í þvottakörfunni og setur ný í staðinn.
Tómur farsími
Hefur hann tekið upp á því að eyða
öllum SMS-um og tæma talhólfið? Ef
þú getur ekki heldur séð hvert hann
hefur hringt og hverjir hafa hringt í
hann er hann greinilega að fela eitt-
hvað. Það nennir enginn að standa
í því að eyða öllum upplýsingum úr
símanum sínum jafnóðum nema þar
sé eitthvað sem forvitin augu mega
ekki sjá. Skoðaðu símreikninginn til
að komast að sannleikanum.
Falin tölvuslóð
Sá sem eyðir sögunni úr tölvunni
hlýtur að vera fela eitthvað. Þú get-
ur alla vega ekki séð á hvaða síðum
hann hefur verið né hvaða prófíla
hann hefur skoðað á Facebook. Er
hann á Einkamálum? Hangir hann á
klámsíðum? Hefur hann stofnað nýj-
an tölvupóst? Hvað er hann að fela?
Horfnir Visa-reikningar
Hefurðu ekki séð yfirlit reikning-
anna í svolítinn tíma? Sá sem felur
yfirlitin vill ekki að þú sjáir í hvað
peningarnir fóru. Sérðu kannski út-
tektir í blómabúðum, skartgripa-
verslunum, hótelum og flottum
veitingastöðum sem þú kannast
ekkert við? Hafa stórar upphæðir
verið teknar út í hraðbanka?
Beint í bað
Ef hann stekkur beint inn í sturtuna
þegar hann kemur heim og gefur sér
ekki einu sinni tíma til að kyssa þig
hæ gæti hann verið að reyna fela ein-
hverja lykt. Ef hann er ekki vanur að
fara í bað um leið og hann kemur
heim er skiljanlegt að þú hafir þínar
grunsemdir.
Nýþveginn heim
Ef hann kemur heim úr vinnunni
líkt og hann hafi stigið út úr sturt-
unni gæti verið eitthvað undarlegt í
gangi. Var hann að þvo í burtu eitt-
hvað sem hann vill ekki að þú finnir
lyktina af? Er hár hans blautt? Lyktar
hann af sápu tegund sem þú kannast
ekki við?
Hrein rúmföt
Tandurhrein rúmföt á hjónarúminu
þegar þú kemur heim úr ferðalagi
eða vinnunni virðast yndisleg. Hins
vegar ef hann hefur aldrei áður skipt
um á rúminu óbeðinn er eðlilegt
að fyllast grunsemdum. Er hann að
koma í veg fyrir að þú finnir líkams-
vessa, bletti eða ókunnug hár í rúm-
inu ykkar?
Ný handklæði
Ef hann tekur skyndilega upp á því
að taka fram hrein handklæði gæti
hann verið að fela eitthvað. Hverjir
voru í sturtu á meðan þú varst ekki
heima? Hann getur ekki skilið not-
uðu handklæðin eftir á gólfinu en
felur þau neðst í þvottakörfunni og
setur ný í staðinn.
Skyndilegur þvottaáhugi
Er hann allt í einu farinn að þvo föt-
in sín sjálfur – án þess að þú haf-
ir beðið hann um það? Ef svo er, er
það líklega ekki vegna þess að hann
hafi ákveðið að vera örlítið hjálpsam-
ari við húsverkin. Annað merki, sem
ætti að vekja grunsemdir, er þeg-
ar hann tekur skyndilega upp á því
að fara sjálfur með fötin í hreinsun,
þ.e.a.s. ef þú hefur hingað til séð um
það. Er hann að fela bletti eða lykt?
grunsamleg hegðun Hefur makinn
skyndilega tekið upp á að stökkva beint
inn í sturtuna þegar hann kemur heim úr
vinnunni? myndir photos.com