Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 26
Svarthöfði er kominn af sjóurum og bændum eins og allir aðrir Íslendingar. Sjálfur hefur hann marga báruna sopið. Virðingin fyr- ir þessum stéttum er algjör. Það var honum því mikið gleðiefni að gerð var íslensk kvikmynd um sjómenn á hafi úti. Svarthöfði fór í bíó. V ið upphaf myndarinn-ar var kynnt til sögunn-ar persónugallerí sem samanstóð af furðu- fuglum og einni konu sem var án bakgrunns. Síðan byrjuðu ósköp- in öll. Stúlkan var í vandræðum með að komast úr stígvélunum og einn hásetinn puðaði við að draga þau af henni með furðulegum til- þrifum. Skipið valt til og frá eins og korktappi. Óljóst var hvort það var að veiða í snurvoð eða troll. Útbúnaðurinn var fyrir snurvoð en skipið dró draslið á eftir sér eins og botn- vörpu. Það er grundvallaratriði til sjós að vita á hvaða veiðum menn eru. Aflinn sem sást koma um borð var líka með furðulegasta móti. Steindauðir kolar í bland við merkilegri dýr. Það var engin leið að átta sig á boðskap myndarinn-ar. Stór hluti af áhöfn-inni drap sig af óljósum ástæðum og skipstjórinn reyndi sjálfur að stökkva fyrir borð. Og aðalvélin drap á sér. Þá var illt í efni. Veiðarfærið úti og skipið lá þannig fyrir föstu. Vélstjórinn hökti um með skrúflykil en bug- aðist svo. Skipstjórinn, þungur á brún, ákvað að ekki væri annað til ráða en að skera á togvírana. Al- gjörlega óskiljanleg ákvörðun þar sem skipið lá fyrir föstu. Svo byrj- aði bíóið þegar hásetinn kom með logsuðutæki. Hann settist klofvega á togvírinn og brenndi hann í sundur. Allir sjómenn vita að þeg- ar vír í spennu hrekkur í sundur er eins gott að vera rétt staðsettur. Sá sem situr klovega á vírnum við þessar aðstæður missir punginn. Það hefði örugglega verið gagn að því fyrir kvik-myndafólkið úr Reykja-vík miðri að fá sjóara sér til ráðgjafar. Veruleikafirringin er algjör. Þetta er mynd fyrir land- krabba sem hafa engan áhuga á að kynna sér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á sjónum. Myndin heitir Brim, sem er fuðulegt ef litið er til þess að það sjólag á aðeins við þar sem sjór og land mætast. Það er aldrei brim á ballarhafi heldur brotsjóar þegar verst lætur. Ótal spurningar vöknuðu eftir myndina. Sú stærsta í höfði Svarthöfða var þessi: Af hverju fór ég í bíó? Klofvega í brimi „Það er verið að kæra mig fyrir að vinna vinnuna mína.“ n Spéfuglinn og sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, hefur verið kærður fyrir að keyra upp Laugaveginn. - Fréttablaðið „Við erum að leita að stelpum sem eru töffarar í sér og eru til í að koma fram berar að ofan.“ n Nana Alfreðsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Elektru, auglýsir eftir stelpum sem þora í nýjasta myndbandið. - Fréttablaðið „Ég var kominn með ógeð á þessu umhverfi þarna.“ n Framherjinn Björgólfur Takefusa, er farinn frá KR til Víkings en hann var orðinn leiður í Vesturbænum. - Fótbolti.net „Ég fór út sem saklaus drengur og lendi í hellingi af hlutum.“ n Handknattleikshetjan Logi Geirsson var illa svikinn af svikahrappi sem keypti íbúðir í hans nafni. – DV „Ég er því ekki vinsælasti kallinn í bókinni hjá vinum mínum í Ármúla 3.“ n Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega og stjórnarmaður í Borgarahreyfingunni, sendi frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Pressunnar á málefnum hans. - DV.is Illska á Íslandi Undanfarið hafa birst fréttir af sér-stæðri fólsku. Tveir heimiliskett-ir virðast hafa verið skornir upp og slægðir af tærri illsku. Full- orðinn maður gekk í skrokk á 16 ára stúlku í Laugardalnum. Í Hafnarfirði stundar hópur ungmenna að láta grjót falla á hrað- brautina þegar bílar nálgast. Móðir sem ók þar um sagði frá einu slíku atviki í samtali við DV. Hún getur þakkað líf sitt og barn- ungrar dóttur sinnar því að grjótið fór á þak bílsins en ekki á framrúðuna. Eftir bankahrunið breiddist út ótti um siðrof í samfélaginu. Fjárhagslega ofbeldið, sem fólk er saklaust beitt af bönkunum og ríkinu, leiðir til árásargirni. En fólk finn- ur ekki óvininn. Einn öskrar á saklausan gjaldkera, annar gengur berserksgang hjá umboðsmanni skuldara. Þeir sem brjóta gegn fólki ganga lausir og hagnast jafnvel á því. Margir hafa því misst virðinguna fyrir lögunum. Samfélagssátt- málinn er rofinn. En venjulegu fólki hefur að mestu tekist að standa saman. Aðeins örfáir mótmælendur hafa tapað siðferðinu og beint árásargirni sinni að lágt launuðum lögreglumönnum eða gjaldkerum. Reiðin er ekki slæm. Tilfinningadoði er mun verra viðbragð við ranglæti. Hættan felst í því að varnarviðbrögð gegn ranglæt- inu fari í rangan farveg. Hættan er að í inni- króuðum, vonlausum fjölskyldum verði siðrof sem birtist í því að fólkinu verður sama um aðra og foreldrar hætti að kenna börnum sínum að setja sig í fótspor ann- arra. Að setja sig í fótspor annarra er for- senda þess að taka tillit til annarra. Barn sem veldur vanlíðan er þess vegna sjálft lát- ið upplifa vanlíðan með skömmum eða til- mælum. Grunnurinn að siðferði okkar og góðri breytni gagnvart náunganum er að það hafi slæmar afleiðingar að valda öðr- um vanlíðan ranglega. Til að berjast gegn siðrofinu þurfum við réttlæti. Í því felast refsingar gegn hinum seku eða í það minnsta tilraunir til sakfell- ingar hinna grunuðu. Þess vegna var mik- ilvægt að Geir Haarde yrði ákærður. Sam- sekir samflokksmenn og samstarfsmenn hans náðu að hlífa þremur ráðherrum við mati landsdóms. Betra er hins vegar einn ráðherra en enginn. Svo þurfum við að fá eigendur og stjórnendur bankanna fyrir dóm. Þetta er á endanum ekki bara spurn- ing um hugsjón, heldur leið til að viðhalda samfélaginu sem góðum vettvangi til að leita hamingjunnar. Hættan er að siðrofið leiði til alvarlegri afbrota og óskiljanlegrar grimmdar. Við höfum hins vegar leiðir til að berjast gegn illskunni. Nú sem aldrei fyrr þarf fólk að setja sig í fótspor annarra og hjálpa öðrum að setja sig í sín fótspor. Fólk þarf að læra að deila tilfinningum sínum og skynja tilfinn- ingar annarra. Þannig verður samhugur til. Kirkjan er orðin nánast ófær um að mynda samhug, því fáir treysta henni eða trúa. Fleiri Íslendingar sækja sér sam- kennd á Facebook en í kirkjunni. Enda skiptir ekki máli hvar samhugur er – á meðan hann er. Á endanum veltur það á okkur sjálfum að viðhalda siðferðinu. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri sKrifar. Hættan er að siðrofið leiði til alvarlegri afbrota og óskiljanlegrar grimmdar. leiðari svarthöfði 26 umræða 15. október 2010 föStudagur Björn vakti athygli n Margt manna og kvenna var í kveðjuhófi sem haldið var til heiðurs Evu Joly í Norræna húsinu á mið- vikudagskvöld. Á meðal gesta var Egill Helgason sjónvarpsmaður sem stóð í upphafi fyrir komu Evu til Íslands. Mesta undrun vakti hins vegar að Björn Bjarnason, fyrr- verandi dómsmálaráðherra, var á með- al gesta. Óljóst er hver bauð honum í hófið og þá hvers vegna. Var um þetta pískrað meðal gesta. Slæm fyrirmynd n Í Hafnarfirði eru ýmsir ósáttir með það að Kristján Arason gegni stöðu eins konar íþróttastjóra hjá FH. Krist- ján á auðvitað að baki glæstan feril sem handbolta- maður á heims- vísu og þess vegna ætti að vera ávinn- ingur fyrir félagið að hafa hann. Á móti kemur kol- svört kúlulánafor- tíð hans hjá Kaupþingi. Kurr er á meðal foreldra barna sem æfa hjá FH. Telja þeir að vera Kristjáns hjá félaginu jafn- gildi því að hafa brotamann í vinnu. Hann sé börnunum slæm fyrirmynd. loforð Þorgerðar n Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, er á endastöð síns pólitíska ferils vegna fjár- málabralls eigin- manns síns og eig- in meðvirkni. Þorgerður og Guð- finna Bjarnadóttir eru að sögn vin- konur. Þorgerður mun hafa hvatt vinkonu sína til að fara í pólitík á meðan allt lék í lyndi. Guðfinna yfirgaf starf rektors Háskól- ans í Reykjavík og fékk ríflegar starfs- lokagreiðslur. Sagan segir að Guðfinna hafi látið til leiðast að bjóða sig fram ef Þorgerður lofaði henni ráðherrastól. Þorgerður á að hafa gert það en hún gat ekki staðið við loforð sitt. Þetta er sögð ástæðan fyrir því að Guðfinna dró sig út úr pólitík. veðSettir móar n Slitastjórn VBS fjárfestingarbank- ans stendur frammi fyrir miklu tjóni sem fyrrverandi eigendur og stjórn- endur VBS urðu valdir að. Sem kunnugt er hasl- aði VBS sér völl meðal verktaka og fjárfesti í nýju íbúðarhúsnæði. Þegar slitastjórnin undir stjórn Hró- bjarts Jónatans- sonar kortleggur eignir nú og reynir að hámarka verðmætin fyrir kröfu- hafa blasir hins vegar við ófögur mynd. Mörg veðanna eru einfaldlega móar og mýrar í íslenskri náttúru sem spákaup- menn höfðu reist mikla loftkastala á í svikalogni bólunnar. Sögur fara af því að mörg riftunarmál séu í pípunum og fjöldi mála verði sendur sérstökum saksóknara. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Um daginn las ég grein í LÍÚ-tíðindum, eftir hinn ágæta galgopa Jón Gunnars- son, sjálfstæðismann. Þar gleymir Jón því vísvitandi að það var á margra ára vakt hans frábæra flokks sem hrunið var vandlega undirbúið og framkvæmt með stæl. Núna fer Jón þessi allajafna mikinn og grenjar þegar hann væl- ir ekki. Hann hefur þær lausnir sem þjóðina vantar. Jón styður það fyrst og fremst að kúlulánapakk sitji sem fastast á þingi – að verndarar sjálftöku og siðspillingar fái að ráða sem mestu um óhag þjóðarinnar. Jón talar um að núna þurfi þjóðin að fá Sjálfstæðis- flokk og Framsókn að stjórnarborðinu. Núna segir þessi ungi maður okkur, að forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins sé hið eina rétta. Hann hefur líklega ekki áttað sig á því, að hjá þeim sem eitt- hvert vit hafa, eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn yfirleitt sagðir: vit- grannar afætur, sníkjudýr, kúlu- lánahyski og lið- leskjur. Lygin kom okkur í ógöngur – núna skulum við láta reyna á sann- leikann. Á þingi eru menn svo skít- hræddir um að fjórflokkaklíkan missi tökin, að þar þorir enginn að tala um kosningar. Menn vita sem er að klíkunni verður sparkað út í hafsauga við næsta tæki- færi. Þjóðin er nefnilega smátt og smátt að átta sig á því að lífslygi stjórn- málaflokkanna er komin til að fara. Það er ekkert sem segir mér að við þurfum að sitja uppi með hrunapakk- ið, kvótakóngana, kúlulánagengið og allt yfirstéttarhyskið sem er ósnertan- legt og hafið yfir lög og reglur. Vernd LÍÚ-tíðinda mun reynast skamm- góður vermir þegar fimbulkuldi stað- reynda og sannleika herðir tökin. Því hefur verið logið að okkur að við þurfum að eignast allt og allt. Því er troðið inn í höfuð okkar að allir verði að eiga þak yfir höfuðið. Allt er þetta gert til þess eins að halda miklu magni peninga í umferð. Ef það væri svona fullkomlega nauðsynlegt að eiga hús- næði þá ætti ríkisvaldið og samtrygg- ing velferðarkerfisins að gera allt til þess að veita fólki húsnæði. Sannleikurinn er hins vegar sá, að við þurfum ekkert að eiga neitt hús- næði þegar við drepumst. Það er ekk- ert um það skráð í lögum að sérhver maður verði að hafa puðað heila lífs- tíð, til þess eins að eignast þak yfir höf- uðið. Okkur er nauðsynlegt að hafa húsaskjól og það á að vera 100% lög- varinn réttur hvers og eins. Við eig- um að fá að njóta lífsins – ekki vera neydd til að gera lífið að byrði; eigum að nota peninga en ekki láta peninga nota okkur. Með æðruleysi verð ég víst mín vandamál að lofa því allt í heimi um það snýst að: elska, éta og sofa. Hin ljúfa lygi skáldið skrifar KrisTJán hreinsson skáld skrifar Það hefur verið logið að okkur. bókstaflega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.