Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 SPORT ÞRUMUFLEYGARNIR ÞAULÆFÐIR djamminu. „Ég fékk nú bara bílprófið í fyrra þannig að ég var bara gaurinn aftur í, edrú. Eftir að ég fékk bílprófið hef ég bara verið gaurinn á bílnum,“ segir Gylfi og hlær. Vínið er einfaldlega ekkert sem heillar hann. „Það hjálpar mér örugglega að drekka ekki því ég held að áfengi sé ekkert það besta sem þú færð fyrir vöðvana. Það er samt alveg hægt að drekka þó maður sé í íþróttum en ég bara ákvað að gera það ekki og sé ekki eftir því. Svo lengi sem mig langar ekki í þá mun ég ekki fá mér. Strákarn- ir voru eitthvað að skjóta á mig eftir leikinn að ef ég fengi mér ekki bjór eftir að hafa komist á EM, þá myndi ég aldrei fá mér. Ef við komumst einhvern tíma á HM fæ ég mér kannski einn ískaldan.“ LENGI Í LANDSLIÐIÐ Þrátt fyrir velgengnina með Reading í hinni mjög svo sterku Championship-deild á Eng- landi, þar sem hann skoraði í hverri viku, tók það Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara nokk- uð langan tíma að velja Gylfa í landsliðið. Gekk Ólafur svo langt að segja í byrjun árs að Gylfi væri einfaldlega ekki einn af tuttugu bestu leik- mönnum sem Ísland ætti. Þau orð vöktu furðu margra. „Það var ekki skemmtilegt að heyra það,“ segir Gylfi um ummæli Ólafs. „Ég von- aðist alltaf til þess að vera í hópnum hjá lands- liðinu þannig að ég varð mjög reiður þegar ég sá hópinn. Þá var samt ekkert annað að gera en að einbeita sér að Reading því ég vissi að ef ég myndi halda áfram að skora gæti hann ekki skilið mig eftir heima endalaust. Svo fékk ég á endanum minn fyrsta leik gegn Andorra og hef spilað nokkra leiki eftir það,“ segir Gylfi sem var valinn maður leiksins af flestum miðlum fyrir frammistöðu sína gegn Noregi og Danmörku í fyrstu leikjum undankeppninnar. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér per- sónulega og í raun liðinu þannig séð. Við höf- um spilað vel gegn Noregi og Danmörku en því miður ekkert fengið út úr því. Það eru kynslóða- skipti í liðinu og ungu strákarnir eru að brjóta sér leið inn í liðið. Þótt við séum ekki með neitt stig á töflunni núna getum við miðað að því að spila betur og svo verðum við bara betri í næstu keppni.“ NOKKUR VINABOÐ Á FACEBOOK Gylfi fékk ekki tækifæri til að mæta stórstjörn- unum í portúgalska landsliðinu þar sem hann var upptekinn við að koma Íslandi á EM. Óhætt er að segja að íslenska þjóðin hafi einfaldlega farið á hliðina á mánudagskvöldið en áður hafði hún sýnt stuðning sinn í verki þegar ríf- lega sjö þúsund manns flykktust á Laugardals- völlinn til að fylgjast með liðinu gegn Skotum. Þannig áhorfendatölur í þessum aldursflokki eru án fordæmis hér heima en vanalega mæta nokkrar hræður að horfa á þessa leiki. Mest- megnis foreldrar og umboðsmenn. „Þetta var náttúrulega rosalegt á mánudag- inn. Ég er varla enn búinn að ná því að ég sé á leið á lokakeppni EM þar sem eru bara átta bestu lið Evrópu. Þetta er náttúrulega alveg fá- ránlegur árangur. Maður fékk alveg „nokkur“ vinaboð á Facebook eftir leikinn. Það er alveg frábært að sjá hversu mikinn áhuga og stuðning þjóðin hefur sýnt U21 liðinu eins og sást í leikj- unum gegn Þýskalandi og Skotlandi,“ segir Gylfi en hafði hann dreymt um að ganga út á Laug- ardalsvöll fyrir framan sjö þúsund manns þrátt fyrir að áhuginn væri til staðar? „Nei, ég bjóst ekki við því. Ég var ekki ánægð- ur með KSÍ, að það skyldi rukka inn á völlinn, en það var frábært að sjá hversu margir komu á völlinn. Það skipti líka máli því þó að við lentum undir nýttum við stuðning áhorfendanna til að rétta okkur við.“ KEYPTI HÚS Gylfi er nú kominn til þýska liðsins Hoffenheim þar sem hans bíður spennandi vetur í þýsku úrvalsdeildinni. En hvernig líkar honum lífið í Þýskalandi þessar fyrstu vikur? „Lífið er mjög fínt hérna og veðrið alveg fáránlega gott mið- að við að það sé kominn október. Ég var að fá lykla að nýju húsi sem ég flyt inn í um helgina. Ég bjó fyrstu tvær vikurnar á hóteli áður en fé- lagið reddaði mér síðan íbúð á leigu. En nú er maður loks bú- inn að finna sér hús, rétt hjá æf- ingasvæðinu sem er mjög fínt. Ég nenni ekki að vakna snemma til að keyra í einhverjar fjörutíu mínútur upp á æfingasvæði. Það tekur mig einhverjar þrjár mín- útur að keyra héðan,“ segir Gylfi en það var faðir hans sem fann húsið fyrir strákinn. „Ég var búinn að skoða einhver fimmtán til tuttugu hús en fann ekkert. Pabbi hjálpaði mér við þetta og á endanum sagði hann mér að taka þetta hús þótt ég væri ekki búinn að líta á það. Ég er mjög ánægður með það, þetta er nýlegt hús, mjög flott,“ segir Gylfi sem ætlar að láta senda sér innbúið frá Englandi. „Ég sagði fólk- inu sem bjó hér að taka allt í burtu. Ég flyt síðan dótið mitt frá Englandi. Ég var búinn að safna mér nóg af dóti þar,“ segir hann. VONANDI Í BYRJUNARLIÐINU UM HELGINA Gylfi hefur ekki enn fengið að vera í byrjunarliði Hoffein- heim. Hann hefur þó fjór- um sinnum komið inn á sem varamaður. „Maður er auðvitað pirraður að byrja ekki þó ég skilji það vel. Ég kann lítið í þýsk- unni og skil því lítið hvað menn eru að segja. Það hefur samt gengið ágæt- lega hjá mér þegar ég hef komið inn á. Tvö mörk á einhverjum níutíu mín- útum er fínt held ég. Ég vonast til að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Það var einhver frá liðinu á leiknum gegn Skot- um þannig að vonandi hjálpaði það,“ segir Gylfi sem dreymir eins og svo marga unga drengi um að leika í ensku úrvals- deildinni. „Draumurinn er úr- valsdeildin eða La Liga á Spáni. Mig hefur alltaf langað að spila á völlum Real Madrid og Barce- lona auk þess sem mik- il gæði eru í spænska boltanum. Svo hefur maður auðvitað horft á enska boltann frá því maður var sex eða sjö ára gamall,“ segir Gylfi sem er þó með hugann við sitt verkefni núna. „Nú er það bara að koma sér í liðið hjá Hoffen- heim og sýna hvað maður getur. Mað- ur veit aldrei hvað gerist í fótboltanum. Það er æfing á morg- un og ég vonast svo innilega til þess að ég fái að byrja næsta leik en ef það verður ekki um þessa helgi, þá verður það bara um þá næstu,“ segir gullfótur- inn þolinmóði, Gylfi Þór Sigurðsson. tomas@dv.is Ég var ekki ánægður með KSÍ, að það skyldi rukka inn á völlinn. HETJAN Gylfi Þór skoraði tvö rosaleg mörk á mánudagskvöldið þegar hann skaut Íslandi á EM. Árið hefur verið draumi líkast hjá honum. MYND TOMASZ KOLODZIEJSKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.