Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Í bréfi ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara vegna máls níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi er sérstaklega fjallað um aðkomu ellefu þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið. Ragnar Aðal- steinsson verjandi nokkurra hinna ákærðu segist ekki vita hvers vegna og hvernig þau níu sem ákærð séu, hafi verið valin úr 30 manna hópi. „Áverkar brotaþola voru í flestum tilfellum minniháttar tognanir eða mar. Á nokkrum sást ekkert. Hef ekki enn fengið áverkavottorð fyrir lög- reglumennina sem voru bitnir,“ segir í greinargerð ríkislögreglustjóra um mál níumenninganna sem ákærð- ir eru fyrir árás á Alþingi. Greinar- gerðin sem er stíluð á ríkissaksókn- ara er hvorki dagsett né undirrituð, en í bréfi sem Lára V. Júlíusdóttir, saksóknari í málinu, sendi til Hér- aðsdóms Reykjavíkur þann 22. sept- ember segir að skjalið hafi „að öllum líkindum fylgt bréfi lögreglustjór- ans til ríkissaksóknara frá 7. október 2009, en orðið viðskila við það bréf í gögnum málsins.“ DV hefur greinargerðina und- ir höndum en athygli vekur að ell- efu einstaklingar eru teknir fyrir í greinargerðinni, níu þeirra voru síð- ar ákærðir. Þá kemur fram í grein- argerðinni að fleiri hafi ekki verið teknir fyrir vegna þessa máls. Tveir þeirra ákærðu segja við skýrslutöku lögreglu að miða hafi verið dreift á mótmælum við Austurvöll þann 6. september 2008 og að fólk hafi átt að mæta við Iðnó klukkan 15.00 þann 8. desember. Óskiljanlegt mál „Í þessu máli réðist hópur fólks inn á Alþingi og reyndi að komast upp á þingpalla. Fólkið hafði ákveðið að hittast við Iðnó og fara inn á Al- þingi,“ segir meðal annars í grein- argerðinni. Ragnari Aðalsteinssyni, lögmanni nokkurra þeirra ákærðu, var lengst af synjað um að fá grein- argerðina í hendurnar en fékk hana svo undir lok september. Hann seg- ir að í kringum 30 einstaklingar hafi verið í hópi þeirra sem fóru inn í þinghúsið þennan dag. Aðspurður um það hvort hann viti hvers vegna tveir einstaklingar sem fjallað er um í greinargerðinni hafi ekki verið ákærðir segir Ragn- ar: „Mér er þetta mál allt meira og minna óskiljanlegt. Það hefur eng- in skýring komið fram á því hvaða aðferð var notuð til að velja út fólk. Við vitum að þeir höfðu nöfn á miklu fleira fólki og hefðu getað afl- að þeirra upplýsinga ef þeim sýndist svo.“ Hvernig á að verjast? Ragnar fór í upphafi fram á að mál- inu yrði vísað frá í heild sinni þar sem ákæran væri svo óljós að hann teldi erfitt að verjast henni. Hvorki hann né skjólstæðingar hans vissu um hvað málið snerist í raun. Var níumenningunum gefið að sök að hafa brotið gegn Alþingi, valdstjórn- inni, almannafriði og allsherjarreglu og framið húsbrot með því að hafa í heimildarleysi ruðst inn í Alþingis- húsið meðan á þingfundi stóð. Frá- vísunarkröfu hans var hafnað. Ragnar tekur dæmi af ákæru á hendur skjólstæðingi sínum, Ragn- heiði Briem, en í greinargerðinni segir að hún hafi verið handtekin í þinghúsinu en sleppt strax: „Það stendur ekkert um hana í ákæru- skjalinu, en samt er hún ákærð, hvernig á ég að halda uppi vörnum sem verjandi? Ég get að vísu haldið uppi þeim vörnum að henni verði ekki refsað fyrir að hafa verið stödd þarna niðri í miðbæ.“ Jafn sekur og hin níu Ragnar segir að vegna þessa verði hann í raun að bíða eftir því að heyra fyrstu ræðu ríkissaksóknara til að geta svarað ákæruatriðunum. Ragn- ar segir að í ákæruskjali eigi að koma fram hvað hverjum sé gefið að sök en svo sé ekki í þessu máli og því sé erfitt að verjast. Þeir tveir einstakl- ingar sem fjallað er um í greinar- gerðinni og ekki eru ákærðir, virðast samkvæmt lýsingum í skjalinu, hafa gerst sekir um það sama og Ragn- heiður – að fara inn í þinghúsið. Í samtali við DV.is í sumar sagð- ist Lárus Páll Birgisson sjúkra- liði ekki skilja hvers vegna hann væri ekki ákærður. Lárus er annar þeirra tveggja sem fjallað er um í greinar- gerðinni og ekki voru ákærðir. Hann sagðist ekki hafa hegðað sér öðruvísi en aðrir sem fóru inn í húsið þennan dag og ætti samkvæmt því að vera á lista yfir níumenningana. „Virðist ekkert gera af sér.“ Í niðurstöðu greinargerðarinnar kemur fram að það sem standi eft- ir í málinu í kjölfar lögreglurann- sóknar sé að einn ákærðu hafi bit- ið lögreglumenn og átt í átökum við þingverði. Í Kastljósi þann 20. maí síðastliðinn var sýnd upptaka af atvikinu þar sem þingvörður- inn virðist reyna að koma mann- inum, sem síðan fellur á þingvörð- inn, út. Í niðurstöðunni kemur einnig fram að annar ákærðu hafi haldið hurðinni opinni og sá þriðji hafi farið á pallana og truflað störf þingsins og reynt að frelsa hand- tekinn mann. Þá segir að það hafi verið samantekin ráð hjá hópnum að fara inn í þinghúsið og hittast klukkan 15.00 við Iðnó „í þeim til- gangi að fara öll saman á Alþingi og trufla störf þingsins.“ Samkvæmt niðurstöðu gagnanna gerðust sex hinna ákærðu ekki sek um annað en að hafa farið inn í þinghúsið, en það gerðu eins og fyrr segir í kring- um 30 manns þennan sama dag. Í umfjöllun um Kolbein Aðalsteins- son, einn hinna ákærðu segir með- al annars orðrétt: „...virðist ekkert gera af sér annað en að koma gang- andi inn...“ Hluti hópsins ætlaði sér að lesa upp yfirlýsingu og fara svo. Yfirlýs- ingin var svohljóðandi: „Alþingi á að vera vettvangur samráðs og lýðræðis. Hlutverk Alþingis er að setja lög, almenningi til vernd- ar og heilla. Alþingi sem þjónar hagsmunum auðvaldsins og bregst skyldum sínum gagnvart almenn- ingi er ekki Alþingi fólksins. Þetta hús þjónar ekki lengur tilgangi sín- um, þess vegna skorum við á ykkur þingmenn að ganga héðan út.“ Í umfjöllun um Kolbein Aðal- steinsson, einn hinna ákærðu segir með- al annars orðrétt: „... virðist ekkert gera af sér annað en að koma gangandi inn...“ JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is „VIRÐIST EKKERT GERA AF SÉR“ Hin ákærðu Áttaþeirraníusem ákærðerufyrirárásáAlþingi. Óskiljanlegt mál RagnarAðalsteins- sonsegirmáliðíraunóskiljanlegtog aðhannvitiekkihvernighanneigiað verjasumaskjólstæðingasína. Starfsfólk Orkuveitunnar er uggandi og hrætt um stöðu sína: UppnámíOrkuveitunni „Andrúmsloftið er vægast sagt hræðilegt. Það eru allir hrædd- ir um sína stöðu og framtíð innan fyrirtækisins,“ segir starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur, sem ekki vill láta nafn síns getið. Eins og fram kom í kvöldfrétt- um RÚV á miðvikudag þá áformar Orkuveitan að segja upp allt að 80 manns á næstu dögum. Það mun höggva stórt skarð í þann starfs- mannafjölda sem fyrir er en núna starfa á bilinu 580 til 600 manns hjá fyrirtækinu. Nærri lætur að sjötti hver starfsmaður fái upp- sagnarbréf á næstu dögum. Starfs- menn eru uggandi yfir ástandinu og finnst erfitt að bíða á milli von- ar og ótta. „Auðvitað líður engum vel og það er doði yfir mannskapnum en lífið gengur sinn vanagang,“ segir annar starfsmaður sem vildi ekki koma fram undir nafni. Hann seg- ir að þetta sé búið að vera lang- dregið ferli og allir langeygir eftir að því ljúki. Starfsmaðurinn bend- ir á að fólk hafi vitað að uppsagn- ir væru inni í myndinni en ekki hversu margir yrðu látnir fara. „Þetta er óþægilegt fyrir alla, hvort sem maður heldur vinnu eða verð- ur látinn fara þá er þetta sorglegt,“ bætir hann við. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða starfsmenn missa vinnu sína né á hvaða sviðum verður skorið nið- ur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar vildi í samtali við DV ekki tjá sig um mál- ið og sagði að ekki væri unnt að ræða málið á meðan Orkuveitan sé í samráðsferli við stéttarfélögin og lögbundinn trúnaður ríki um það ferli. Heimildarmenn DV segja að starfsfólk sé óánægt með að heyra um yfirvofandi uppsagnir í fjöl- miðlum og það hafi áhrif á fólk að frétta af þessu utanfrá. Frá því að nýr meirihluti tók við í borgarstjórn Reykjavíkur hefur legið fyrir að mikilla breytinga sé að vænta í starfsemi Orkuveitunn- ar, með það að markmiði að koma fjármálum fyrirtækisins í betra horf. gunnhildur@dv.is Orkuveitan Starfsmenneru uggandivegnayfirvofandi uppsagna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.