Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐA 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Strax eftir hrun- ið haustið 2008 hófust vikulegir mótmælafund- ir á Austurvelli, þar sem Hörð- ur Torfason söngskáld veitti reiði og örvænt- ingu fjöldans nauðsynlega og sanngjarna útrás. Þar voru frá byrjun sett- ar fram nokkrar skýrar og einfaldar kröfur sem allir viðstaddir gátu fallist á. Við viljum nýja ríkisstjórn, Davíð burt úr Seðlabankanum og svo fram- vegis. ÓFRJÁVÍKJANLEG KRAFA Meðal þeirra krafna sem fjöldinn setti þarna fram var ein um stjórn- lagaþing og nýja stjórnarskrá. Sú krafa varð ófrávíkjanlegur hluti þeirrar öldu sem reis á Austurvelli og endaði með Búsáhaldabyltingunni í lok janúar 2009. Hún var jafn mik- ið alvörumál fyrir okkur, sem stóð- um þarna á Austurvellinum hvernig sem viðraði viku eftir viku, og kröf- urnar um að ríkisstjórn Geirs Haarde færi frá og óhæfir yfirmenn Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins yrðu reknir. Svo fór að allar þær kröfur, sem settar voru fram á Austurvelli, voru uppfylltar, nema hvað fyrst nú hillir undir að krafan um nýja stjórnarskrá verði að veruleika. Og það er ekki vonum seinna. Ég var satt að segja farinn að hafa þungar áhyggjur af því hve hin nýja ríkisstjórn virtist allt síð- astliðið ár og langt fram á vorið í vor ætla að draga lappirnar í þessu máli. En loks var skarið tekið af, og stjórn- lagaþing verður háð í tvo mánuði á næsta ári. Og ég ætla að bjóða mig fram til að sitja á þessu stjórnlagaþingi. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær. Í fyrsta lagi held ég að fyrir þessu þingi liggi að eiga ríkari þátt í að skapa „nýtt Ísland“ en nokkuð ann- að. Menn hafa bent á, og vissulega með réttu, að hrunið hafi ekki bein- línis orðið vegna gallaðrar stjórnar- skrár. Enda snýst stjórnlagaþingið ekki um hrunið í október 2008. Hin nýja stjórnarskrá snýst um framtíð- ina, um það samfélag sem við viljum byggja upp í kjölfar þess að við vor- um á svo ruddafenginn hátt neydd til að horfast í augu við spillinguna í samfélaginu – spillingu sem við höfðum talið okkur trú um að væri varla til. ÖFLUGT ÖRYGGISNET Ný stjórnarskrá kemur ekki sjálfkrafa í veg fyrir spillingu, en hún á að verða til þess að við hljótum að semja nýj- ar og réttlátari leikreglur fyrir samfé- lagið okkar allt – hún á að verða nýtt upphaf, leiðarljós út úr þrengingum undanfarinna missera, tákn þess að við viljum bylta og breyta, og það verði ekki bara „business as usual“ þegar mesta kreppan verði hætt að bíta. Í öðru lagi þykir mér persónulega ekki annað sæmandi en gefa kost á mér til þessa verks. Ég hef í meira en tvo áratugi flutt pistla og skrifað greinar um samfélagsmál, og vissu- lega fremur fundið að, en hrósað. Nú þegar almenningur hefur sjálfur sótt þann rétt að fá að véla um framtíð samfélagsins án afskipta stjórnmála- flokka, þá þætti mér satt að segja lít- ið fyrir mig leggjast ef ég reyndi ekki þessa leið til að koma mínum hug- sjónum í framkvæmd. Þær hugsjónir snúast um frelsi með ábyrgð, velferð, gagnsæi og algjöra virðingu fyrir mannréttindum. Mínar lífsskoðanir gætu líklega flokkast sem nokkuð vinstrisinnaðar þegar lýtur að grunngildum samfé- lagsins; ég styð eindregið allar hug- myndir sem gætu orðið til þess að hér kæmist á raunverulegt norrænt velferðarsamfélag. Því það hefur því miður aldrei orðið í raun og veru. En í málum er snúast um frelsi einstak- lingsins til að haga sínu prívatlífi sjálfur, án óþarfra afskipta yfirvalda, þá telst ég líklega heldur hægrisinn- aður – ef þau hugtök hafa þá ein- hverja merkingu lengur. Kannski má orða það svo að ég vil hafa mjög öflugt öryggisnet undir línudansi samborgara minna, en ég vil ekki banna neinum að stíga út á línuna. SKRIFUÐ FYRIR FÓLK, EKKI LÖGSPEKINGA Svo er það sérstakt áhugamál mitt að hin nýja stjórnarskrá verði skrifuð á skýru, auðskiljanlegu og vonandi fallegu máli. Stjórnarskráin er það plagg sem samfélagið er reist á og það verður að vera skiljanlegt hverj- um manni, en þessi undirstöðuskrá samfélagsins verður líka eftir megni að birta á innblásinn og vel orðaðan hátt þær hugmyndir sem við ætlum að fylgja á komandi tímum. Hún á að vera skrifuð fyrir venjulegt fólk og til þess ætluð að lýsa grunngildum samfélagins, en hún á ekki að vera fyrir lögspekinga að hártoga. Þarna vona ég að ég gæti komið að gagni. Ný stjórnarskrá mun ekki leysa öll samfélagsvandamál. Mörg þeirra snertir hún vissulega lítt eða ekki. En hún getur orðið sá viti sem við stefnum eftir til heilbrigðara samfé- lags sem getur horft fram á 21. öldina laus við feyskinn farangur 20. aldar- innar. Ég vonast að sjálfsögðu til þess að fá atkvæði sem flestra í kosningun- um í nóvember. Nú, þegar ákvörð- unin er tekin eftir nokkra umhugs- un, þá blóðlangar mig að fá að taka þátt í að móta framtíð okkar allra. Ég vona um leið að sem allra flest- ir karlar og konur gefi kost á sér, því við þurfum svo sannarlega að hjálp- ast að við þetta verkefni. En jafn- framt er það einlæg von mín að hinir svonefndu hagsmunaaðilar og/eða stjórnmálaöfl muni stilla sig um að senda í framboð óopinbera fulltrúa sína til að freista þess að ráðskast með það fjöregg okkar sem stjórn- arskráin verður, í þágu þröngra eig- inhagsmuna. Hagsmunöfl eiga ekki að skrifa stjórnarskrána, það á þjóð- in sjálf að gera. VIÐ VERÐUM AÐ GERA ÞETTA VEL Sjálfur mun ég ekki verða fulltrúi neins nema sjálfs mín og þeirrar samvisku og þeirrar réttlætiskennd- ar og heilbrigðrar skynsemi sem mér voru gefnar í vöggugjöf. Ég vona að þær systur dugi nú vel, svo mér verði, í félagi við annað gott fólk, kleift að vinna þjóðinni nokkurt gagn – nú þegar hún þarf vissulega á að halda. Við þurfum að gera þetta vel, og ef það tekst, þá verður bjartara fram undan í samfélaginu. Þá munum við sjá að það er ekki óhjákvæmilegt lögmál að samfélagið sundrist í karp og deilur þegar bjátar á, heldur get- um við tekist djörf og samhent á við framtíðina – og þá um leið gert upp fortíðina á heiðarlega hátt. K völdið byrjaði illa. Við pabbi gamli vorum í hópferð með rúmlega 20 Íslendingum í borginni Gjirokaster í suðurhluta Al- baníu. Hitinn var rúmlega 20 gráður og við þurftum að ganga um það bil tvo kíló- metra, meðal annars upp bratta brekku, til að komast á veitingastaðinn sem við höfðum ákveðið að borða á það kvöldið. Dagsetning- in var 21. september 2010, þegar sól- in skín enn skært í Albaníu og hitinn getur verið yfirþyrmandi yfir daginn þó komið sé haust. V ið vorum orðnir þreyttir á að borða kvöldmatinn sem var innifalinn í hóp-ferðinni. Maturinn hafði ekki verið upp á marga fiska og tekið var að líða á seinni hluta ferðar okk- ar um Albaníu. Við vildum gera eitt- hvað sérstakt í þessari gömlu, sögu- frægu borg sem á tuttugustu öld gat af sér tvo af þekktustu sonum Alban- íu: einræðisherrann Enver Hoxha og rithöfundinn og nóbelskandídatinn Ismail Kadare. Á endanum ákváð- um við því að borða á veitingastað á hæð einni fyrir ofan borgina sem er staðsettur í dæmigerðu húsi frá Gjir- okaster – húsi úr steini með þaki úr steinflögum sem teknar eru úr fjöll- unum í kringum borgina. Á veitinga- staðnum átti að vera boðið upp á mat sem er dæmigerður fyrir borg- ina. Þ egar við komum á veit-ingastaðinn, svitaþvalir og þyrstir eftir göngutúrinn upp brekkuna bröttu, var hann tómur og ekki bólaði á neinum starfsmanni. Fljótlega kom þó að- vífandi ung, ljóshærð stúlka, í flegn- um bol, með tyggjó og á allt of háum hælum, sem leit út fyrir að hafa eytt of miklum tíma í ljósabekkjum. Hún vísaði okkur til sætis á efri hæð húss- ins, þar sem hátt var til loftsins sem var fagurlega útskorið í við sam- kvæmt venju í Gjirokaster, og tók við drykkjarpöntun okkar. Við báð- um um flösku af albönsku rauðvíni sem hét Harley sem hún hafði mælt sérstaklega með, auk sódavatns sem átti að seðja sárasta þorsta göngu- mannanna. Vínið reyndist vera af- leitt og vatnið sem hún kom með reyndist ekki vera sódavatn. Báðum flöskunum var skilað með nokkr- um pirringi og báðum við um ítalskt vín í staðinn og áréttuðum að vatn- ið ætti að vera með gosi. Við pabbi veltum því fyrir okkur meðan við biðum hvort við ættum að stinga af og fara eitthvert annað þar sem ljóst var að eigendur staðarins höfðu öðr- um hnöppum að hneppa en að huga að okkur. Jafnvel veltum við því fyrir okkur hvort veitingastaðurinn væri í reynd vændishús eða einhvers kon- ar skjól fyrir skipulagða glæpastarf- semi. Á meðan við hugsuðum gang okkar, í þessu fallega 18. aldar stein- húsi með viðarloftinu, ómaði al- banskt teknópopp harkalega fyrir eyrum okkar úr hátalarakerfi stað- arins. Vonbrigði gamla mannsins breyttust nánast í hryggð. V ið þraukuðum þó og vín-ið og maturinn komu til okkar á endanum. Söng-kona staðarins, sem leit ekki út fyrir að vera deginum eldri en fimmtán, hafði leyst þá efna- brúnu af sem gengilbeinan okk- ar og hún útskýrði það fyrir okkur, hikandi á ensku, að síðar um kvöld- ið myndi hún skemmta gestum staðarins með söng sínum. Matur- inn reyndist svo vera afbragð, sem og ítalska vínið sem rann ljúflega niður kverkar okkar eftir prílið upp brekkuna. Á meðan við borð-uðum duttu svo inn á staðinn tveir aðrir gestir, hjón um fertugt, sem settust við næsta borð. Þau héldu á sömu ferðahandbókinni og við höfðum notað til að finna veitingastaðinn. Eft- ir að hafa aðstoðað þau við að panta mat og drykk – þjónustustúlkurnar kunnu litla ensku og þurftum við að notast við það litla sem kunnum í ítölsku til að bjarga okkur – byrj- uðum við að spjalla við þau. Þau reyndust vera amerískir gyðingar frá New York sem voru á ferðalagi um Albaníu. Hjónin voru repúblikan- ar og störfuðu sem læknar í Banda- ríkjunum. Fljótlega, eftir að hafa rætt um helstu gagnrýni þeirra á Obama Bandaríkjaforseta, fór umræðan að snúast um stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum. Þá var stutt í umræðuefnið sem óhjákvæmilega hlaut að koma upp í samræðunum við hjónin: Deiluna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Þá varð fjandinn laus. V ið þrættum og þrefuðum við hjónin um stofnun Ísraelsríkis og réttlætið á bak við frekara landnám og ofbeldi þeirra gagnvart Palestínu- mönnum næstu tvo til þrjá tímana. Við feðgar vorum hliðhollir málstað Palestínumanna og skildum reiði þeirra í garð Ísraelsmanna á meðan hjónin vörðu Ísraelsríki með kjafti og klóm. Umræðurnar urðu svo heitar og háværar að ég gleymdi stund og stað og aðrir gestir staðarins, sem tekið höfðu að tínast inn eftir að karpið hófst, voru án efa mjög argir út í þessa fjandans útlendinga sem voru að spilla fyrir þeim stundinni. Á endanum var pabbi gamli orðinn svo reiður út af málflutningi hjón- anna að hann var byrjaður að segja: „You people...“ Svo fór hann á kló- settið og ég bað hjónin að líta til þess að fyrir pabba væri þetta mikið rétt- lætismál og að hann fyndi til með Palestínumönnum. Þess vegna yrði hann svo æstur þegar hann talaði um Deiluna. H jónin voru skilningsrík og viðkunnanleg og allt fór þetta fram í mesta bróð-erni þó hitinn og tilfinn- ingar væru miklar. Lendingin í um- ræðum okkar, eftir að pabbi hafði komið af klósettinu, varð svo sú að þegar öllu var botninn hvolft töldu hjónin að stofnun Ísraelsríkis, og vera gyðinga á svæðinu, væri rétt- mæt vegna þess að Biblían segði það. Svo vísaði hún í kafla í Gamla testamentinu. Þarna lauk umræð- unum enda gátum við ekki komist lengra í áttina að skynsamlegri nið- urstöðu: Þau töldu trúarlegu rök- in vera réttmæt á meðan við feðgar deildum ekki þeirri skoðun. Við vor- um komin niður á fast land, bjarg, í umræðunum og ekki varð deilt frek- ar. Við þurftum að sættast á við vær- um einfaldlega ósammála um þessa réttlætingu. H jónin keyrðu okkur nið-ur brekkuna og inn í Gjirokaster. Fyrir fram-an hótelið skiptumst við á e-meilum og kvöddum við þau með virktum. Þau höfðu komið til Íslands í stutta heimsókn og með- al annars borðað á veitingastaðnum Við tjörnina og þau sögðust endilega vilja heimsækja landið aftur. Ég sagði þeim að vera í sambandi. Kvöldið sem byrjað hafði svo illa endaði svo vel eftir allt saman. Við feðgar höfð- um lært ýmislegt á leið okkar og sofn- uðum vel í herberginu okkar á ljóta, alkalískemmda kommúnistahótel- inu í þessari annars heillandi borg. TEKNÓ OG TRÚ Í ALBÖNSKU HÚSI TRÉSMIÐJA ILLUGI JÖKULSSON rithöfundur skrifar HELGARPISTILL INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar Illugi Jökulsson ræðir um mikilvægi stjórnlagaþingsins og lýsir yfir framboði sínu til þingsins. Losnum við feyskinn farangur 20. aldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.