Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 20
20 fréttir 15. október 2010 Föstudagur Á dögunum var 77 ára gamall mað- ur, Sveinbjörn Tryggvason, dæmd- ur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa tælt stúlku undir átján ára aldri til kynferðismaka við sig. Samband þeirra varði í nokkur ár. Svein- björn mótmælir dómi Hæstarétt- ar og kallar hann hneyksli. Honum fannst ekkert að þessu. Hann við- urkennir að hafa átt í kynferðislegu sambandi við stúlkuna og að hafa gefið henni gjafir, en segir að það sé aðeins vegna þess að honum þyki gaman að gefa. Hann er sannfærður um að hann hafi ekki fengið sann- gjarna málsmeðferð og ætlar hann með málið til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. Kristján sonur hans kemur með honum í viðtal við DV þar sem Sveinbjörn óskar eftir því að fá að útskýra sitt sjónarmið. Í dómsorði sagði að hann ætti sér engar máls- bætur, en hann telur svo vera og vill fara yfir það. Kristján er hér föður sínum til halds og traust. Hann trú- ir á sakleysi föður síns og segist ekki sætta sig við niðurstöðu Hæstarétt- ar og dómstóls götunnar. Kristján hefur búið úti í Danmörku síðustu ár og hefur hvorki hitt umrædda stúlku né hafði hann nokkra vitn- eskju um samband föður síns við hana, ekki fyrr en málið kom upp. Kristján sest í sófann en Svein- björn fær sér sæti í stól gegnt hon- um. Hann segir: „Ég er dæmdur fyr- ir að hafa haft samfarir við stúlku og tæla hana með gjöfum þegar hún var yngri en átján ára. Þetta er hreinn skandall. Þetta er bara hneyksli. Algjört hneyksli,“ segir Sveinbjörn ákveðinn. Hefur aldrei átt klám Hann bendir á meintar rangfærsl- ur í máli stúlkunnar en ekkert af þeim atriðum varða dóminn sjálf- an. Þá þykir honum sárt að í dóms- orði segir að hann hafi sér engar málsbætur, til dæmis að ekkert klá- mefni hafi fundist á heimili hans. „Lögreglan gerði húsleit heima hjá mér. Þar var óskað sérstaklega eftir því að leitað væri að klámmyndum. En það fannst ekkert slíkt heima hjá mér. Ég tók myndir af henni í nokk- ur skipti þegar við vorum að hafa munnmök en þurrkaði þær all- ar út þegar það var afstaðið. Ekki í eitt einasta skipti hef ég farið inn á klámsíðu og ég á engar klámmynd- ir. Svo er sagt að ég eigi mér engar málsbætur. Hvað er það annað en málsbætur? Eftir því sem ég best veit er þetta einsdæmi. Að fullorð- inn karlmaður sem býr einn horfi aldrei á klám. Perrar og barnaníð- ingar eru með fullt af klámmynd- um.“ Lögum samkvæmt má fullorð- inn karlmaður hafa samræði við stúlku sem er orðin fimmtán ára gömul. Hann var því ekki dæmdur fyrir það heldur að hafa tælt hana með gjöfum og öðru slíku til kyn- maka við sig. Sveinbjörn heldur því engu að síður fram að hann hafi alltaf talið að hún væri eldri en hún raunverulega var. Bauð henni far Saga þeirra hófst þegar hann tók hana upp í bílinn og bauð henni far. Þá var hún fjórtán ára. „Það rigndi og hún var illa klædd. Ég keyrði hana heim og við spjölluðum á leiðinni. Ég sagði henni að hún liti út fyrir að vera 19 ára gömul en hún var 14 ára. Þú getur ímyndað þér hvernig stúlkan leit út. Hún var búin að vera að stunda næturlífið. Ég á myndir sem ég tók af henni á þessum tíma og þar sést að hún leit út fyrir að vera fullorðin kona, 18, 19 eða 20 ára gömul. Henni fannst þægilegt að fá far og spurði hvort ég væri að vinna þar rétt hjá. Ég játti því og hún spurði hvort hún mætti hringja í mig ef hana vantaði far. Síðan skiptumst við á símanúmerum. Ég gaf henni líka pening fyrir strætó.“ „Mér fannst þetta bara allt í lagi“ Í kjölfarið fór hann að skutla henni á milli staða, hvert sem hún vildi fara og hvenær sem var. „Hún notfærði sér það að ég var einn og gat skutlað henni. Mér fannst það allt í lagi, það var ekkert mál. Ég var ekki bundinn yfir neinu. Einu sinni sótti ég hana niður á höfn að nóttu til. Annars var þetta oftast að degi til. Eftir að við byrjuðum að hafa samfarir gerð- um við það líka á daginn líka. Mér fannst þetta bara allt í lagi.“ Auk þess þá sá hann um ýmis praktísk mál fyrir hana. Pantaði tíma hjá tannlækni, lagaði rafmagn- ið þegar því sló út heima hjá henni, greiddi lækniskostnaðinn þegar hún lenti í árekstri og þar fram eft- ir götum. „Bara eins og pabbi þinn myndi gera fyrir þig eða afi þinn. Hún leitaði alltaf til mín.“ Gaman að gefa Á sama tíma gaf hann henni pen- inga og gjafir. Hann hefur aldrei þvertekið fyrir það en segir að það hafi ekki verið í því skyni að tæla hana. Hann sé bara þannig mað- ur að honum þyki gaman að gefa. Hann hafi alltaf gefið börnunum sínum mikið en þar sem þau bjuggu öll erlendis eða úti á landi hafi hann gefið henni gjafir í staðinn. Hann gaf henni einnig peninga. Hann gaf henni skó, skartgripi, sófa og einu sinni bauð hann henni og móð- ur hennar til útlanda og gaf henni gjaldeyri með. „Hún útskýrði það fyrir móður sinni með því að hún hefði verið svo dugleg í vinnunni að hún hefði fengið þessa ferð í vinn- ing. Mamma hennar vissi ekki að ég hafði greitt fyrir þetta. En ég hef gaman af því að gefa gjafir og hef verið þannig alla tíð. Ég gaf henni gjafir og hafði gaman af því. Ekkert annað. Ég sé ekkert að því að fólk kynnist hvort öðru. Einu sinni var ég í partíi hjá fólki sem var blankt og átti ekki sjónvarp. Daginn eftir sendi ég því sjónvarp. Þetta er minn háttur.“ Klæðalítil heima hjá honum Stúlkan heldur því fram, og í dóms- orði segir að frásögn hennar sé trú- verðug, að sambandið hafi orð- ið kynferðislegt mjög fljótlega eftir að þau Sveinbjörn kynntust. Hann neitar því og segist hafa verið í kyn- ferðissambandi með öðru kvenfólki á þeim tíma. Þar á meðal var ung stúlka sem var átján, nítján eða jafn- vel tuttugu ára. Sveinbjörn er ekki viss. En hann veit að hún er lögfræð- ingur í dag. „Ég var ekkert að pæla í aldrinum. Og þær voru fleiri en ein. Ég hef alla mína ævi verið með kven- fólki.“ Hann telur að kynferðissam- band þeirra hafi ekki hafist fyrr en rétt áður en hún tók bílprófið 17 ára gömul. Þá hafi hann talið að hún væri 19 ára. Hann lýsir þessu svona: „Ég ætlaði að gefa henni bílpróf því hún kvartaði undan áreiti frá öðr- um mönnum. Ég vildi síðan hætta við það af því að ég var orðinn svo þreyttur á þessu væli alltaf í henni. Hún var alltaf að fara fram á meira. Ég vildi losna út úr þessu. En þá kom hún til mín nakin og við sváf- um saman. Það var hennar leið til þess að tryggja að ég myndi ekki slíta þessu og hætta að gefa henni gjafir.“ Hann segir þó að það hafi ekki komið sér mjög á óvart að sjá hana nakta. Hún hafi verið reglulegur gestur heima hjá honum og gjarna fengið að nota sólarbekk uppi á lofti hjá honum. „Það var ekkert nýtt fyrir mig að sjá hana klæðalitla. Og þeg- ar við vorum einu sinni búin að sofa saman var ekkert óeðlilegt að gera það aftur.“ Bauð henni 1,3 miljónir Að lokum vill hann taka það fram að til þess að koma upp um meintar lygar hennar vilji hann bjóða henni til Bandaríkjanna. „Ég ætla að borga fyrir hana flug og uppihald og gefa henni eina koma þrjár miljónir. En með einu skilyrði. Að hún fari í lyga- próf hjá FBI.“ Hann verður æstur: „Þetta er lygi og ég get sannað það. Reginhneyksli.“ Sonur hans er einnig sannfærður um sakleysi föður síns. Hann er bú- settur í Danmörku en flaug heim til þess að styðja föður sinn í gegnum þetta áfall. „Þetta var áfall fyrir pabba gamla þannig að ég kom heim til að vera með honum í þessu ógeði. Þetta er pabbi minn. Ég verð að standa með honum í þessu. Mér fannst það ekki einu sinni spurning. Það væri erfitt að sitja hjá og horfa upp á pabba dæmd- an af Hæstarétti og dómstól götunn- ar sem barnaníðingur og perri. Ég sætti mig ekkert við það.“ „Hæstiréttur svipti pabba frelsinu“ Hann er með útprentaðar greinar eftir Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim kalli. Hann er maður sem segir það sem honum finnst.“ Kristján les upp úr annarri greininni: „Meðal annars til að ákveða hvort dæma eigi menn til refsingar, svo sem frelsissviptingar, um skemmri eða lengri tíma. Þeg- ar um slíkt er deilt er tekist á um afar verðmæta hagsmuni þess sem fyrir sökum er hafður. Það er refsi- vert samkvæmt 1. mgr. 226. gr. al- mennra hegningarlaga að svipta annan mann frelsi sínu.“ „Hæsti- réttur svipti pabba frelsinu,“ skýt- ur hann inn í áður en hann held- ur áfram: „Það er því eins gott að vanda sig.“ „Þetta er eins og þetta sé skrifað um málið hans pabba.“ Barnaníðingar feitir og sveittir Faðir hans réttir fram mynd af stúlk- unni. Mynd sem var tekin þegar hún var tólf ára og hún gaf honum einu sinni. Kristján tekur við henni og bendir á að hún líti ekki út fyrir að vera barn. „Ef ég myndi rekast á svona gellu í háum stígvélum og töff djammklæðnaði myndi ég ekki spyrja hana um skilríki ef ég væri á leiðinni heim með henni. Hún lítur ekki út fyrir að vera barn. Ef við erum að tala barnaníðing þá erum við að tala um sex, sjö ára krakka og feitan sveittan ógeðslegan karl,“ segir Kristján. Málið fyrir mannréttindadóm- stól Brynjar Níelsson var lögmaður Sveinbjörns í hæstarétti. Ef Svein- björn lætur verða af því að fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu mun hann sennilega flytja málið. „Það er ekki komið að því en hann hefur rætt það sjálfur. Ég hef ekki skoðað það hvort það séu forsendur fyrir því en mun fara yfir það fljótlega. Ég get allavega full- vissað hann um það að það er ekki auðvelt að fara með svona mál fyr- ir Mannréttindadómstólinn. Ef til þess kemur mun það taka mörg ár.“ Endanleg niðurstaða „En það er ekkert óeðlilegt við það að hann sé ósáttur við þennan dóm og tali um hann sem hneisu. Það á við um flesta sem lenda í hans stöðu. Hann var sakfelldur fyrir eitt- hvað sem honum þótti ekki rétt. Og hann verst því með því að tala um dómaraskandal. Engu að síður var þetta niðurstaða dómsins og hann verður að una henni. Hún er end- anleg hvort sem honum líkar bet- ur eða verr. Hvort sem þessu máli verður vísað til Mannréttindadóm- stóls eða ekki er það svo að hann mun þurfa að afplána sinn dóm.“ Hefði viljað haldbetri rök- stuðning „Sjálfur hefði ég viljað sjá haldbetri rökstuðning fyrir því að þetta sé tæl- ing sem þarna fer fram. Það ligg- ur fyrir að þau voru í kynferðissam- bandi. Það liggur líka fyrir að hann hafi gefið henni gjafir. Aftur á móti er deilt um það hvort hann hafi gef- ið henni gjafir í þeim tilgangi að fá hana til kynlífs. Það er deilt um það hvort þetta hafi verið tæling. Þessi dómur er fyrsti tælingar- dómurinn sem fellur í svona máli. Áður hafa fallið dómar þar sem það er óumdeilt að gjafir voru gefnar í skiptum fyrir kynlíf. Þetta er ekki svo einfalt mál. Þetta var ekki eitthvað eitt stakt skipti og það var heldur ekki svo að hann gaf henni gjöf og fékk kynlíf á móti. Þau áttu í löngu kynferðissambandi og þá er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að gjafir gangi á milli þeirra. Að vísu var það aðallega hann sem gaf henni gjaf- „Mér fannst bara ekkert að þessu“ Sveinbjörn Tryggvason, 77 ára, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa tælt stúlku undir átján ára aldri til kynferðismaka við sig. Hann íhugar að fara með málið til Mannréttindadóm- stóls Evrópu og vill koma sjónarmiðum sínum á framfæri. inGiBjörG döGG KjarTanSdóTTir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Gerði allt fyrir hana Sveinbjörnsegisthafagefið stúlkunnihvaðsemeroggert nánastalltfyrirhana.Hannhafi jafnvelvaknaðummiðjarnætur tilaðkeyrahanaámillistaða, gefiðhennigjafirogstutthana fjárhagslegaífjölmörgár. Bara eins og pabbi þinn myndi gera fyrir þig eða afi þinn. Hún leitaði alltaf til mín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.