Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 15. október 2010 Föstudagur 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP skilaði hagnaði upp á nærri 6,2 milljónir dollara, um 750 milljón- ir króna, í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, sem með- al annars býður upp á nettölvu- leikinn Eve Online, fyrir árið 2009. Ársreikningnum var skilað til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra 3. október síðastliðinn. Ekkert í árs- reikningi fyrirtækisins bendir til annars en að það sé rekið með miklum sóma. Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er stærsti hluthafi CCP í gegnum eignarhaldsfélagið NP ehf. með rúmlega 30 prósenta eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Teno Investments í Lúxemborg kemur næst á eftir með tæplega 24 prósenta eignarhlut og einn af upphaflegum stofnendum CCP, Sigurður Reynir Harðarson, á rúm 10 prósent. Aðrir ótilgreindir hlut- hafar deila svo með sér 35,5 pró- senta hlut. Formaður stjórnar CCP er Vil- hjálmur Þorsteinsson fjárfestir en meðal annarra stjórnarmanna má nefna viðskiptafélaga Björgólfs Thors, Birgi Ragnarsson. Í árs- reikningnum segir að stjórn CCP hafi ákveðið að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir árið 2009. 100 starfsmenn til viðbótar Í ársreikningnum kemur fram að á árinu 2009 hafi starfsemi CCP aukist talsvert: 34 prósenta aukn- ing varð á áskrifendafjölda Eve Online víða um heim á árinu – í apríl síðastliðnum voru áskrifend- urnir orðnir 320 þúsund. Á sama tíma fjölgaði starfsmönnum CCP á skrifstofum fyrirtækisins í Reyka- vík, Newcastle, Sjanghæ og Atlanta úr 353 í 451. Í ársreikningnum kemur fram að mesta salan á áskriftum Eve On- line hafi verið í Norður-Ameríku en samtals nam sala á áskriftum á Eve Online rúmlega 26 milljón- um dollara, rúmlega 3,2 milljörð- um króna, á árinu í þessum heims- hluta. Í Evrópu nam salan tæpum 25 milljónum dollara, um 3,1 millj- arði króna. Salan í Asíu og öðrum hlutum heimsins nam svo samtals um 4,3 milljónum dollara, rúmum 530 milljónum króna. Ljóst er því af þessum tölum í ársreikningnum að CCP sótti tölu- vert í sig veðrið á árinu: Salan á vörum fyrirtækisins jókst og bætt var við starfsfólki. Í ársreikningn- um segir líka orðrétt: „Eve Online stækkaði áfram á árinu 2009, og fjölgaði áskrifendum um 34 pró- sent á árinu [...] Áskrifendafjöld- inn er orðinn meiri en allur íbúa- fjöldi Íslands. Og þrátt fyrir að vera einungis sjö ára gamall var Eve val- inn leikur ársins af PC Gamer, en slíkt er einstakt í tölvubransanum.“ Eigið fé hærra en skuldir Eiginfjárstaða CCP er sömuleiðis góð, hún nam tæpum 44 milljón- um dollara í árslok 2009. Á móti þessu eigin fé eru skuldir upp á um 30 milljónir króna. CCP virðist því koma afar vel undan kreppunni enda spilar það stórt hlutverk í góðum rekstri fyrir- tækisins að mikill meirihluti við- skiptavina er sóttur út fyrir land- steinana, til Bandaríkjanna og Evrópu aðallega. Ársreikningur tölvuleikjaframleiðand- ans CCP sýnir afar sterka stöðu fyrir- tækisins. Eiginfjárstaðan er góð í sam- anburði við skuldir. Fyrirtækið bætti við sig um 100 starfsmönnum á árinu 2009 og áskrifendum Eve fjölgaði. ingi f. vilhjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Eve Online stækkaði áfram á árinu 2009, og fjölg- aði áskrifendum um 34 prósent á árinu. stærsti hluthafinn BjörgólfurThor Björgólfssonfjárfestirerstærstihluthafi CCPígegnumeignarhaldsfélagiðNP ehf. FLEIRI KAUPA EVE EN búA á ísLANdI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.