Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Page 12
12 fréttir 15. október 2010 Föstudagur 25% afsláttur af hvítum háglans innréttingum Sérhæfum okkur í innréttingum fyrir heimili á lágmarksverði Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP skilaði hagnaði upp á nærri 6,2 milljónir dollara, um 750 milljón- ir króna, í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins, sem með- al annars býður upp á nettölvu- leikinn Eve Online, fyrir árið 2009. Ársreikningnum var skilað til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra 3. október síðastliðinn. Ekkert í árs- reikningi fyrirtækisins bendir til annars en að það sé rekið með miklum sóma. Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er stærsti hluthafi CCP í gegnum eignarhaldsfélagið NP ehf. með rúmlega 30 prósenta eignarhlut. Eignarhaldsfélagið Teno Investments í Lúxemborg kemur næst á eftir með tæplega 24 prósenta eignarhlut og einn af upphaflegum stofnendum CCP, Sigurður Reynir Harðarson, á rúm 10 prósent. Aðrir ótilgreindir hlut- hafar deila svo með sér 35,5 pró- senta hlut. Formaður stjórnar CCP er Vil- hjálmur Þorsteinsson fjárfestir en meðal annarra stjórnarmanna má nefna viðskiptafélaga Björgólfs Thors, Birgi Ragnarsson. Í árs- reikningnum segir að stjórn CCP hafi ákveðið að greiða ekki út arð til hluthafa fyrir árið 2009. 100 starfsmenn til viðbótar Í ársreikningnum kemur fram að á árinu 2009 hafi starfsemi CCP aukist talsvert: 34 prósenta aukn- ing varð á áskrifendafjölda Eve Online víða um heim á árinu – í apríl síðastliðnum voru áskrifend- urnir orðnir 320 þúsund. Á sama tíma fjölgaði starfsmönnum CCP á skrifstofum fyrirtækisins í Reyka- vík, Newcastle, Sjanghæ og Atlanta úr 353 í 451. Í ársreikningnum kemur fram að mesta salan á áskriftum Eve On- line hafi verið í Norður-Ameríku en samtals nam sala á áskriftum á Eve Online rúmlega 26 milljón- um dollara, rúmlega 3,2 milljörð- um króna, á árinu í þessum heims- hluta. Í Evrópu nam salan tæpum 25 milljónum dollara, um 3,1 millj- arði króna. Salan í Asíu og öðrum hlutum heimsins nam svo samtals um 4,3 milljónum dollara, rúmum 530 milljónum króna. Ljóst er því af þessum tölum í ársreikningnum að CCP sótti tölu- vert í sig veðrið á árinu: Salan á vörum fyrirtækisins jókst og bætt var við starfsfólki. Í ársreikningn- um segir líka orðrétt: „Eve Online stækkaði áfram á árinu 2009, og fjölgaði áskrifendum um 34 pró- sent á árinu [...] Áskrifendafjöld- inn er orðinn meiri en allur íbúa- fjöldi Íslands. Og þrátt fyrir að vera einungis sjö ára gamall var Eve val- inn leikur ársins af PC Gamer, en slíkt er einstakt í tölvubransanum.“ Eigið fé hærra en skuldir Eiginfjárstaða CCP er sömuleiðis góð, hún nam tæpum 44 milljón- um dollara í árslok 2009. Á móti þessu eigin fé eru skuldir upp á um 30 milljónir króna. CCP virðist því koma afar vel undan kreppunni enda spilar það stórt hlutverk í góðum rekstri fyrir- tækisins að mikill meirihluti við- skiptavina er sóttur út fyrir land- steinana, til Bandaríkjanna og Evrópu aðallega. Ársreikningur tölvuleikjaframleiðand- ans CCP sýnir afar sterka stöðu fyrir- tækisins. Eiginfjárstaðan er góð í sam- anburði við skuldir. Fyrirtækið bætti við sig um 100 starfsmönnum á árinu 2009 og áskrifendum Eve fjölgaði. ingi f. vilhjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Eve Online stækkaði áfram á árinu 2009, og fjölg- aði áskrifendum um 34 prósent á árinu. stærsti hluthafinn BjörgólfurThor Björgólfssonfjárfestirerstærstihluthafi CCPígegnumeignarhaldsfélagiðNP ehf. FLEIRI KAUPA EVE EN búA á ísLANdI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.