Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 36
36 VIÐTAL 15. október 2010 FÖSTUDAGUR Ég hef alltaf jafngaman af þessu og er orðin háð því að heyra í þeim,“ seg-ir Gerður Unndórsdóttir á Egilsstöð-um en Gerður hefur verið gestur í þætti Simma og Jóa á laugardagsmorgnum á Bylgjunni um árabil. Félagarnir hringdu fyrst í Gerði þegar þeir voru með útvarpsþáttinn 70 mínútur og göbbuðu hana upp úr skónum. „Þeir gerðu at í mér og ég trúði þeim. Simmi sagðist ekki koma heim um jólin því hann væri að fara að gera útvarpsþátt úti í löndum og sagðist ætla að taka pabba sinn með sér. Mér brá ansi mikið enda er ég auðtrúa og trúi hlut- unum þangað til annað reynist,“ segir hún en Gerður er móðir Simma, Sigmars Vilhjálms- sonar annars helmingsins af Simma og Jóa, og eiginkona Vilhjálms Einarssonar, fyrrverandi skólastjóra og afreksmanns í íþróttum. „Þetta var afar illkvittnislegt af þeim. Ef Vil- hjálmur væri ekki hjá mér um jólin væri búið að eyðileggja fyrir mér hátíðina. Enda kom það aldrei til greina af minni hálfu,“ segir Gerður sem hefur fyrirgefið hrekkinn. „Ég er stundum snögg upp á lagið en ég verð aldrei lengi reið. Eftir þetta vildi Jói hafa mig með af því að ég segi það sem ég meina. Og líklega er það rétt hjá honum. Ef ég er spurð þá segi ég það sem mér finnst. Stundum er það særandi en það er ekki ætlunin. Ég vil bara ekki vera einhver já- manneskja.“ Dönsuðu saman allt ballið Gerður fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vestur- bænum. Faðir hennar, Unndór Jónsson, er lát- inn en hann var fulltrúi í stjórnarráðinu. Móðir hennar, Guðrún Símonardóttir, er 96 ára og býr enn í eigin íbúð. Gerður sá Vilhjálm fyrst þegar hún var að vinna í ísbúðinni Dairy Queen. „Þá var hann nýkominn heim úr námi frá Ameríku og var enn á fullu í íþróttum. Sjálf var ég í körfu- bolta og leikfimi en ég vissi ekkert hvað þrí- stökk væri. Stelpurnar sem ég vann með voru eldri en ég og sögðu að þessi maður væri alltaf að horfa á mig. Ég skildi ekki hvað þessi gamli maður væri að glápa,“ segir hún hlæjandi en sjö ár eru á milli þeirra hjóna. „Svo bauð hann okkur stelpunum til Þingvalla og þegar þang- að var komið vildu stelpurnar fara á ball á Sel- fossi en Ragnar Bjarnason var að spila. Ég vissi að ég væri allt of ung og að pabbi yrði vitlaus ef ég færi. Villi sagðist skyldu keyra mig heim en ég þorði ekki að vera ein með honum og fór frekar á ballið. Þar var ég allavega í fylgd með fullorðnum. Hann dansaði við mig allt ballið og sagði að ég væri með munninn fyrir neðan nef- ið þegar ég tilkynnti honum að það væri dóna- skapur að dansa við sömu stelpuna allt kvöld- ið. Pabbi varð auðvitað bálreiður en hann var fljótur að jafna sig.“ Yngsta skólastjórafrú landsins Gerður og Vilhjálmur byrjuðu að búa árið 1958 þegar hún var 17 ára. „Hann var kennari á Laugarvatni í tvö ár og á meðan ég kláraði skólann kom hann reglulega í bæinn að heim- sækja mig. Hann lagði ýmislegt á sig til að kom- ast til mín og kom eitt skiptið í brjáluðu veðri á traktor og þurfti að fljúga til baka. Svo flutti ég til hans og varð þar með yngsta skólastjórafrú Við bara elskum hvort annað Við vorum að pæla í að reyna við stelp- una og það hefði verið gam- an að sjá hvort hún hefði verið 16. eða 18. barnið. Gerður Unndórsdóttir var 15 ára þegar hún trúlofaðist manni sínum, Vilhjálmi Einarssyni fyrrverandi skólastjóra og afreksmanni í íþrótt- um. Gerður og Vilhjálm- ur eiga sex syni og hafa margir þeirra látið að sér kveða í samfélaginu. Sá yngsti, fjölmiðlamað- urinn Sigmar, hringir reglulega í mömmu sína í útvarpsþættinum Simmi og Jói á Bylgj- unni. Smitandi kátína Gerður er þekkt fyrir hreinskilni og smitandi hlátur þegar þeir félagar Simmi og Jói hringja í hana á laugar- dagsmorgnum í þættinum sínum á Bylgjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.