Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 15. október 2010 FÖSTUDAGUR ENGINN BOÐAÐUR Í ATVINNUVIÐTAL FÉLAG MAGNÚSAR ÁRMANNS: Risaskuldir – engar eignir Eignarhaldsfélag fjárfestisins Magn- úsar Ármanns, MogS ehf., skuld- aði rúmlega 6,7 milljarða króna í lok síðasta árs, samkvæmt árs- reikningi félags- ins. Engar eignir eru hins vegar í félaginu og það stefnir því að óbreyttu hrað- byri í gjaldþrot. Í skýrslu endur- skoðanda félags- ins segir raunar: „Verulegur vafi leikur á rekstarhæfi þess, en árs- reikningurinn byggir á forsendum um áframhaldandi rekstur og að takast muni að ná samningum við lánardrottna félagsins.“ Ekki liggur hins vegar fyrir hverjir lánardrottnar félagsins eru. MogS ehf. er sagt vera fjárfest- ingafélag, en það er í helmingseigu Magnúsar sjálfs og helmingseigu fjárfestingafélagsins Materia Invest. Enginn starfsemi virðist hins vegar hafa verið í félaginu síðustu tvö ár og ekkert handbært fé. Aðeins skuldir. Magnús Ármann JÓN BJARNASON: Íhugar að auka veiðiheimildir Jón Bjarnason, sjávarútvegsráð- herra segist ætla að kanna til hlýtar möguleika á að auka veiðiheim- ildir. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Landssambands smá- bátaeigenda. „Fyrir liggur að viðskipti með aflamark eru nú í lágmarki og margar útgerðir eiga í erfiðleikum með að fá nauðsynlegar aflaheim- ildir til að geta stundað blandað- ar veiðar. Þessi staða torveldar veiðar og eykur líkur á brottkasti. Jafnframt verður að líta til þess að nú oftar en áður er nauðsynlegt að tekjur þjóðarbúsins verði hámark- aðar á öllum mögulegum sviðum til þess að takast á við þá erfiðleika sem framundan eru og allir þekkja. Nokkra áhættu verður því að taka í því sambandi,“ sagði Jón.  Breyta þarf lögum til þess að auka kvóta og einnig er þörf á laga- breytingum ef ætlunin er að fylgja öðrum viðmiðum en nú gilda innan kvótakerfisns við úthlutun veiðiheimildanna. Sjávarútvegs- ráðherra sagði í ræðu sinni að markmiðið væri að auka mögu- leika útvegsmanna til að kaupa kvóta undir sérstökum reglum. „Jóni finnst Bjarni greinilega sætari en ég,“ segir Kristján Þorvaldsson, einn 29 umsækj- enda um ráðningu í stöðu upplýsingafulltrúa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Enginn umsækjenda var boðaður í viðtal vegna stöðunnar þrátt fyrir að þar á meðal væri fjöldi hæfileikaríkra og vel menntaðra einstaklinga. Bjarni Harðarson, fyrrverandi þing- maður Framsóknarflokksins, var ráðinn tímabundið í starf upplýs- ingafulltrúa í sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu í byrjun vikunn- ar. Ráðuneytið auglýsti stöðuna um miðjan september. Enginn umsækj- enda sem DV hefur rætt við var boð- aður í atvinnuviðtal, heldur var Bjarni ráðinn. Hæfniskröfur voru að umsækjend- ur hefðu reynslu af fjölmiðlum og al- menna reynslu og þekkingu á verkefn- um ráðuneytisins auk mikils áhuga á málefnum sjávarútvegs og landbún- aðar. Í auglýsingunni kemur fram að sérstaklega er leitað eftir kraftmiklum og reynslumiklum einstaklingi, eins og það er orðað í auglýsingu frá ráðu- neytinu. Umsóknarfrestur var gefinn til 2. október og ráðningin síðan kunngjörð 11. október. Í tilkynningu frá ráðuneyt- inu segir að Bjarni hafi verið valinn úr hópi 29 umsækjenda. Samkvæmt heimildum DV var enginn þeirra boð- aður í viðtal, hins vegar var hringt í meirihluta þeirra sem sóttu um. Tvær meistaragráður Meðal umsækjenda eru reynslumikl- ir ritstjórar sem hafa reynslu af skrif- um um landbúnað og sjávarútveg, búfræðingur og blaðamaður, fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi aðstoð- armaður ráðherra með tvær meist- aragráður og haldgóða reynslu af blaðamennsku. Bjarni hefur unnið sem bóksali síð- an hann sagði af sér þingmennsku í nóvember 2008 eftir að hafa fyrir mis- tök sent fjölmiðlum bréf sem átti að fara á aðstoðarmann hans. Í umræddu bréfi var vegið að Valgerði Sverrisdótt- ur, þáverandi varaformanni Fram- sóknarflokksins, vegna afstöðu henn- ar til Evrópusambandsins. Vel orðuð auglýsing Einn umsækjenda, Kristján Þorvalds- son, blaðamaður og fyrrverandi rit- stjóri, segist halda að Jón Bjarnason hafi valið þann umsækjanda sem honum hafi fundist sætastur. „Ég sá að hann var að sækjast eftir einhverju ákveðnu enda er þetta er ein best orð- aða auglýsing sem ég hef séð lengi og þess vegna fannst mér hún svo áhuga- verð,“ segir Kristján. „Honum finnst Bjarni greinilega sætari en ég. Ég hef ekkert út á ráðningu Bjarna að setja en tel að ráðuneytið megi temja sér betri mannasiði. Reyndar finnst mér að ráð- herra eigi að ráða til sína nánustu að- stoðarmenn en þeir eiga líka að hætta um leið þeir og óþarfi að setja þá spen- ann.“ Líklegra að vinna í lottó Annar umsækjandi sagðist enn bíða eftir betri vinnubrögðum þessarar rík- isstjórnar sem hafði lofað betrumbót- um og sagðist ekki hafa átt von á svari frekar en að vinna í lottóinu á laug- ardaginn. Hann sagðist hafa fengið svarumslagið, tveimur dögum eftir að ráðning Bjarna var kynnt og spyr hvort það megi ekki eyða fjármunum rík- isins í eitthvað annað skemmtilegra. Einn annar sagðist myndu biðja um rökstuðning á þeim forsendum að hann hlyti að vera hrikalega fyndinn og því vert að eiga hann upp á punt. Bindur vonir við stjórnlagaþing Soffía Sigurgeirsdóttir, einn umsækj- anda, segir það miður að sitjandi ríkis- stjórn skuli viðhafa nákvæmlega sömu vinnubrögð og hún gagnrýndi í mörg ár í stjórnarandstöðu. Soffía hefur beð- ið um að sjá lista umsækjenda og vill fá rökstuðning. Hún segist sannfærð um að enginn hafi verið boðaður í viðtal nema þá kannski Bjarni sjálfur. Blaða- maður fékk lista yfir umsækjendur meðan Soffía fékk þau svör að verið væri að vinna úr beiðni hennar. „Það skín í gegn að þetta er ekki faglegt. Það er einkennilegt í ljósi þess að í dag er það er í hag flokkanna að byggja upp traust og sýna gegnsæi í svona ráðn- ingum. „Þetta er miður, sér í lagi á þeim tímapunkti þegar við erum öll í nafla- skoðun sem þjóðfélag.“ Soffía seg- ist binda vonir við að stjórnlagaþing stuðli að betri stjórnsýslu og stjórnar- skrá. Ljóst sé að það starf sé mikilvægt í ljósi vinnubragða sitjandi ríkisstjórnar. Soffía er MA-gráðu í alþjóðasamskipt- um frá London School of Econom- ics og fjallaði lokaritgerð hennar um hvalveiðar. Hún íhugar nú að bjóða sig fram til stjórnlagaþings. Lélegur í bekkpressu Bjarni hóf störf í ráðuneytinu á þriðju- dag en honum var tilkynnt ráðningin á mánudag. Hann var ekki boðaður í viðtal. „Ég er ekki mjög handleggja- sterkur og afar slæmur í bekkpressu,“ segir Bjarni Harðarson aðspurður um hvort hann uppfylli þau skilyrði að vera kraftmikill eins og krafist er í aug- lýsingu ráðuneytisins. „Þetta var flottur listi af fólki en ég hef efasemdir um að nokkur á þess- um lista hafi meiri reynslu í blaða- mennsku en ég. Ég hef starfað sam- fellt við blaðamennsku frá 1983 til 2007 og fjallaði þann tíma lengst af um landbúnað og sjávarútvegsmál. Ég var til dæmis með báða þá mála- flokka á minni könnu á NT og þá voru þau mál auðvitað aðalumfjöllunar- efni Bændablaðsins sem ég stofnaði 1987.“ Lærði á tölvupóst og Lotus Notes „Þetta er tímabundin ráðning til 12. janúar og þetta er ekki óalgengt fyr- irkomulag þegar ráðið er í svona starf,“ segir Bjarni. Hann segir fyrsta vinnudaginn hafa verið skemmtileg- an. „Hluti af tímanum fór í að læra á tölvupóstinn og svo hef ég aldrei not- að Lotus Notes áður sem er pínulítið öðruvísi umhverfi en ég er vanur en mjög fullkomið.“ KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Hluti af tíman-um fór í að læra á tölvupóstinn og svo hef ég aldrei notað Lotus Notes áður sem er pínu- lítið öðruvísi umhverfi en ég er vanur en mjög fullkomið. Bjarni Harðarson Gekk nýlegatilliðsviðVGoghefur veriðráðinnístarfupplýs- ingafulltrúaísjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.