Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 15. október 2010 Föstudagur F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 ÞÆGILEGIR & LÉTTIR www.gabor.is Sérverslun með Stærðir 35-42 Verð kr. 16.495.- Hjörtur Howser stóð nokkra stráka, sem hann telur hafa ver- ið á aldrinum 8 til 14 ára, að verki þar sem þeir voru að kasta grjóti af göngubrúnni sem liggur yfir Reykjanesbrautina og tengir sam- an Áslands- og Hvammahverfið í Hafnarfirði. Hann varð sjálfur fyr- ir því að hnefastór grjóthnullungur lenti á framrúðunni á bílnum hans og braut hana þvert yfir. „Þetta var eins og byssukúla,“ segir Hjörtur um upplifunina af atvikinu. „Ég var á 80 eða 90 kílómetra hraða þegar ég keyri bókstaflega inn í grjótið.“ Þegar Hjörtur nálgað- ist göngubrúna þá tók hann eftir nokkrum krökkum sem voru að príla á brúnni og hugsaði með sér hvað í ósköpunum væri í gangi þarna. Hann var því meðvitaður um að eitthvað væri að gerast á göngubrúnni en var þó alls ekki viðbúinn grjóthnullungnum sem skall á bílnum skömmu síðar. Elti strákana uppi Hirti brá mikið þegar grjótið lenti á rúðunni, hann nauðhemlaði og bíllinn snérist á veginum, en þegar hann náði áttum þá gaf hann í og brunaði upp í hverfið þar sem hon- um tókst að elta nokkra af strákun- um uppi. „Ég ætlaði að ná í skottið á þeim,“ segir Hjörtur sem sá á eft- ir hópnum hlaupa inn í Áslands- hverfið þar sem hann tvístraðist. Hann náði þessum tveimur yngstu sem þóttust ekki hafa gert neitt en sögðu að eldri strákarnir gerðu þetta stundum. „Þetta er áður en tvöföldun Reykjanesbrautarinnar byrjar og þarna eru því akreinar í gagnstæð- ar áttir, ökumaður sem á sér einskis ills von gæti átt það til að rífa í stýr- ið og keyra yfir á öfuga akrein og þá getur hæglega átt sér stað dauða- slys,“ segir Hjörtur sem telur að krakkarnir geri sér engan veginn grein fyrir hættunni sem þeir eru að skapa með þessu leik sínum. Hjörtur bendir einnig á að krakk- arnir geti hæglega dottið sjálfir niður af brúnni og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Nauðsynlegt að fræða börnin um hættuna DV sagði í vikunni frá móður með ungt barn í bílnum sem lenti í svip- uðu atviki og Hjörtur á sama stað, en þá lenti grjótið á þaki bílsins og dældaði hann mikið. Hún var alveg óviðbúin högginu enda varð hún ekki vör við krakkana á brúnni líkt og Hjörtur, hún náði þó að halda bílnum á veginum en var eðlilega verulega brugðið. „Ef krakkarnir eru farnir að stunda þetta þá er þess ekki langt að bíða að það verði þarna alvar- legt slys,” segir Hjörtur sem skor- ar á skólastjóra grunnskólanna í Hafnarfirði að ræða þetta við nem- endur sína og fræða þá um hætt- una sem af þessu getur skapast. Þá vill hann líka benda foreldrum á að brýna fyrir börnum sínum að leikur af svona tagi geti verið stór- hættulegur. Ekki skyndihugdetta Göngubrúin er ekki inni í hverfun- um sjálfum og því þurfa krakkarnir að gera sér sérstaka ferð þangað og bera með sér grjót, því það finnst ekki á brúnni sjálfri. Þetta virð- ist því vera beinn ásetningur en ekki skyndihugdetta sem er fram- kvæmd á leið yfir brúna. Hjá Ólafi Emilssyni aðstoðar- yfirlögregluþjóni í Hafnarfirði fengust þær upplýsingar að mál- ið væri ekki í neinni rannsókn hjá þeim enda hafa þeir ekkert í hönd- unum til að styðjast við. Hann tek- ur undir með Hirti og segir þetta stórhættulegt athæfi enda komi bílar á mikilli ferð þarna undir brúna. Ólafur segir að mál af þessu tagi séu send til Félagsþjónustunn- ar sem sjái svo um að koma þeim áfram inn í skólana. Hópur stráka í Hafnarfirði virðist stunda þann leik að gera ökumönnum grikk með því kasta grjóti af göngubrúnni sem tengir saman Áslands- og Hvammahverfið. Ökumaður sem fékk grjót í framrúðuna segir þetta hæglega geta valdið dauðaslysi. Hann stóð drengina að verki og náði að elta tvo þeirra uppi. Ef krakkarn-ir eru farnir að stunda þetta þá er þess ekki langt að bíða að það verði þarna al- varlegt slys. börn henda grjóti af göngubrúnni Fékk grjóthnullung á framrúðuna Hjörtur Howser situr uppi með brotna framrúðu eftir að grjóti var kastað á bíl hans. Hann hefur þó meiri áhyggjur af því að grjótkast af þessu tagi geti valdið stórslysi. myNd EggErt jóhaNNEssoN Strætó bs. hefur undanfarið hálft ár boðið 33 prósent afslátt af strætó- kortum. Afslátturinn kemur þannig fram að kortin kosta það sama en gilda 33 prósent lengur. Þannig gildir 30 daga kort í 40 daga, 90 daga kort gildir í 120 daga og 9 mánaða kort í 12 mánuði. Þetta á við um þau kort sem keypt eru á vef Strætó; straeto.is eða bus.is. Tilboðið rennur út á miðnætti í dag, föstudag. Það eru því síðustu for- vöð að tryggja sér hagstætt kort en tilgangur þessa tilboðs er að fá fleiri til að nota strætó reglulega og koma til móts við þá sem vilja draga úr út- gjöldum heimilisins, að því er fram kemur á vef Strætó. „Sá sem ferð- ast með strætó í stað einkabíls til og frá vinnu eða skóla (10 km) fimm daga vikunnar allt árið um kring get- ur þannig sparað sér enn hærri fjár- hæð en áður með notkun strætó, eða um 150 þúsund krónur á ári sé bor- inn saman kostnaður annars vegar við hvern ekinn kílómetra einkabíls samkvæmt útreikningum FÍB og hins vegar við 9 mánaða kort Strætó keypt á netinu fyrir 15. október. Þessi sparn- aður margfaldast ef notandinn nýtir tækifærið og selur einkabílinn,“ segir enn fremur á vefnum. baldur@dv.is Strætó hættir að gefa þriðjungsafslátt af strætókortum: Afsláttur úr sögunni síðustu forvöð Afslátturinn stendur yfir til miðnættis á föstudag. hrEyFiNgiN vill ríkisstjórNiNa Frá: Neyðarstjórn eða kosningar „Þrátt fyrir að fyrir liggi leiðir til lausnar sem gagnist mjög skuld- ugum heimilum án kostnaðar fyrir ríkissjóð og skatt- greiðendur, er ríkisstjórnin ekki fær um að leysa úr málinu með sanngjörnum og réttlátum hætti. Ríkisstjórnin hef- ur nú endanlega sýnt að hún get- ur ekki stjórn- að landinu með almannahag að leiðarljósi og hlýtur því að vera komin að leiðarlokum,“ segja þingmenn Hreyfingarinnar í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í gær, fimmtudag. Fram kemur að skuldavandi heimil- anna sé mesta efnahagsvá sem sam- félaginu stafar hætta af. Fjölmargir samráðsfundir stjórnandstöðuflokka með ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafi sýnt vangetu ríkisstjórnarinn- ar. Útilokað sé að Alþingi geti leyst þá alvarlegu stjórnarkreppu sem nú ríkir. Þingmenn Hreyfingarinn- ar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari leggja því til að stofnað verði til tímabundinn- ar neyðarstjórnar. Forsætisráðherra skili umboði sínu og forseti Íslands kanni hvort þingmeirihluti sé fyrir því að verja neyðarstjórn (að tillögu forseta) vantrausti. Þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um neyðarstjórn- ina. Tillögurnar fela líka í sér að sé slík- ur meirihluti ekki fyrir hendi, eða ef neyðarstjórninni verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslunni, verði boðað til Alþingiskosninga. Þingmennirnir vilja að neyðarstjórn- in vinni að fimm verkefnum: a) Setning neyðarlaga til að leysa bráðavanda skuldsettra heimila sem taki meðal annars mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna. b) Opinber lágmarks framfærslu- viðmið. c) Fjárlög. d) Lýðræðisumbætur. e) Endurskoðun á samstarfi við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. ólafur ragnar grímsson sólrúN lilja ragNarsdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.