Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 15. október 2010 UMRÆÐA 29 Vafalaust skelfdi það marga þeg- ar það kom í ljós fyrir tæpum tveimur árum að vinstristjórn hefði tekið við í landinu. Enda hafa Íslending- ar litla reynslu af slíku, hér er oft- ast sami flokkur- inn við völd og enginn vissi við hverju yrði að búast þegar ný stjórn tæki til starfa. Margir hafa ef til vill óttast að vinstrimenn myndu nú fara að endurskapa landið í sinni mynd, og sækja innblástur sinn til Kúbu Kastrós ef ekki Kampútsjéu Pol Pot. Aðrir fylltust von af sömu ástæð- um, þeir töldu að með vinstrimenn við stjórnvölinn myndi hér verða til fyrirmyndarsamfélag jafnaðar og velferðar, hvort sem þeir sækja fyr- irmyndir sínar til Skandinavíu eða í aðrar og óáþreifanlegri hugmyndir. Hvorugt af þessu hefur ræst Vinstristjórnin er nefnilega ekki vinstristjórn nema að nafninu til. Hún er í besta falli hófsöm miðju- stjórn. Þróunin á undanförnum árum á Íslandi hefur á hinn bóginn verið á þann veg að allir hafa færst um nokkur sæti til hægri. Sjálfstæðis- flokkurinn tók upp öfgafyllstu mynd frjálshyggjunnar, sem jafnvel fyrir- myndum hans í Bretlandi og Banda- ríkjunum blöskraði. Framsóknar- flokkurinn elti hann til að fá sinn bita af kökunni. Samfylkingin reyndi að endurskapa sjálfa sig sem Blair-ista, sem gerði það að verkum að hún átti í litlum hugmyndafræðilegum erfið- leikum með að starfa með Sjálfstæð- isflokknum þegar fram í sótti. Allir þessir flokkar voru því komir langt hægri við það sem áður hafði verið miðjan, Sjálfstæðisflokkurinn sýnu lengst. Eini miðjuflokkurinn sem var eftir var svo Vinstrigrænir, sem er lík- lega næst hófsömum sósíal-demó- krataflokk, eins og hann þekkist á Norðurlöndunum, sem hægt er að komast á Íslandi . Það segir sitt um hugmyndafræði góðærisins að VG töldust öfgafullir vinstrimenn sem varla þóttu stjórntækir. Hvar er byltingin? Því er ekki að undra að hér hafa ekki orðið neinar róttækar þjóðfélags- breytingar á tímum vinstristjórn- arinnar. Það stóð aldrei til. Hinir ríku eru ennþá ríkir og hinir fátæku ennþá fátækir. Það hefur verið mun meira um afskriftir auðmanna held- ur en eignafærslu til verkalýðsins. Það sem vinstristjórnin hefur hins vegar boðið upp á, og sem Sjálfstæð- ismönnum hefur mistekist svo hrap- allega, er skynsöm hagstjórn. Sjálf- stæðismenn tóku við góðu búi og skiluðu því gjaldþrota, vinstristjórn- in tók við gjaldþrota búi og mun skila því af sér í mun betra horfi. Þetta ætti að gleðja flesta Íslendinga, sem eru þrátt fyrir allt frekar íhalds- samir þegar kemur að kjörkassan- um. Þess í stað eru flestir á móti rík- isstjórninni. Hvað veldur? Ein helsta ástæðan er kalda- stríðsretórík sem enn virðist alls- ráðandi. Margir kjósa Sjálfstæðis- flokkinn vegna þess að þeir treysta honum best til að fara með hag- stjórn landsins. Sjálfstæðismenn hafa á hinn bóginn ítrekað sýnt, og á eftirminnilegastan hátt í hruninu, að þeir eru ekki trausts- ins verðir þegar kemur að ein- mitt þessu. Vinstristjórnin hef- ur nú sýnt fram á að hún er mun áreiðanlegri kostur til að stuðla að hagvexti, jafnvel við mjög erfið- ar aðstæður. Eigi að síður er það óhugsandi að kjósendur Sjálfstæð- isflokksins kjósi með veskinu og færi sig til vinstri. Fyrir þeim eru vinstrimenn alltaf bölvaðir komm- únistar, sama hvað reynslan sýn- ir þeim. Því mun vinstristjórnin aldrei fá stuðning frá þeim vængn- um, sama hvað hún gerir. Stóreignamenn allra landa... Það sem flækir síðan málið er að á sama tíma og vinstristjórnin biðlar til hægrimanna með þessum hætti, þá er hún að miklu leyti búin að missa stuðning sinna eigin manna. Margir höfðu vonast til þess að ríkisstjórn- in myndi stokka upp í bankakerf- inu, brjóta upp auðhringi og reyna að stuðla að jafnara og líklega réttlát- ara þjóðfélagi. Tækifæri til þess gafst á fyrstu mánuðunum, þegar margir voru enn í byltingarham. En stjórn- in missti af þessu tækifæri til þess að efla eigin stuðningsmenn og ein- beitti sér þess í stað að efnahagslegri uppbygginu af gamla skólanum, í stað þess að ráðast að rótum þess kerfis sem hafði leitt landið til glöt- unar. Því er hún nú í þeirri óöfunds- verðu stöðu að hafa misst stuðn- ing sinna manna, án þess að hafa bætt við hann annars staðar frá. Lík- lega hefði því verið pólitískt klókt af henni að skera upp herör gegn spill- ingunni, sem hefði að minnsta kosti þétt hennar eigin raðir. En það tæki- færi er óðum að renna úr greipum hennar. Stóreignamenn og stuðn- ingsmenn þeirra hafa hins vegar lítið að óttast, þrátt fyrir allan áróður um hið gagnstæða er lítið að þeim vegið. Er (vinstri)stjórn í landinu? Vinstristjórnin er nefnilega ekki vinstristjórn nema að nafninu til. KJALLARI Ummæli fráfar- andi heilbrigð- isráðherra um að hætta beri uppbyggingu lítilla landspít- ala um allt land og beina frem- ur athygli að stærri eining- um í Reykja- vík og Akureyri eru að mörgu leyti dæmigerð fyrir það óyndis- kviksyndi sem umliðnir heilbrigð- isráðherrar hafa svamlað í. Þessi tilhneiging, að bera í svo úr verði bákn, er hvorki þjónkun við hag- sýni né manneskjur. Í okkar fámenna samfélagi er yfirgnæfandi hluti tilfella þess eðl- is að ekki þarf sértækan búnað né fagþekkingu. Langsamlega flesta er hægt að meðhöndla á litlu sveita- sjúkrahúsunum sem þegar eru til staðar en sumpart vannýtt einmitt vegna stefnu stjórnvalda. Skemmst er að minnast glænýrra skurðstofa á Suðurnesjum sem nú standa auð- ar. Út frá hagkvæmnissjónarmið- um er miklu betra að nýta það hús- næði sem fyrir er og auka atgervi landsbyggðarinnar með þeim störf- um sem til þarf. Að ógleymdum þeim ávinningi fyrir sjúklinga að geta gengið að tryggri læknishjálp í sinni heimabyggð. Augljós er svo hinn mannlegi þáttur sem fylgir smærri einingum en tapast gjarna í þeim stærri. Í ofanálag er marg- sannað að alvarlegustu læknamis- tökin gerast á stórum sjúkrahúsum, þar er hraðinn meiri og upplýsinga- flæði minna. Fráfarandi heilbrigðisráðherra talar um til mótvægis að bæta sjúkraflutninga og gera þá skjót- virkari. Gott og blessað í þeim til- vikum sem það á við en enn og aft- ur rekumst við á þá staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem veikjast eða slasast er hægt að með- höndla í heimahéraði. Hinir fara eftir sem áður á stærri sjúkrahús. Með þessari stefnu stjórnvalda, að færa allt undir sama hatt, er ver- ið að ýta undir sérhæfingu sem ekki er þörf fyrir. Fyrir fámenna þjóð eins og Íslendinga er afleiðing- in þessi, við höfum séð hana víða, bæði í stjórnsýslunni og háskóla- samfélaginu: Framboð sérhæfingar verður meira en eftirspurn og gatið fyllt með gagnslausum stjórnunar- stöðum. Við nýbakaðan heilbrigðisráð- herra vil ég því segja þetta: Vertu fyrsti heilbrigðisráðherrann um langa hríð sem ekki þjónkar undir þrýsti- og hagsmunahópa heldur raunverulega þörf fólksins í land- inu. Viðfangsefnin eru aukin öldr- un samfélagsins, úrbætur örorku- og sjúkratrygginga, vímuefnavarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir, ekki há- tæknisjúkdómar og háskólamennt- að heilbrigðisstarfsfólk. Gangi þér vel. Óyndiskviksyndi heilbrigðisráðherra KJALLARI SIMMI SÓLARMEGIN n Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður hefur gjarnan verið maður fjöldans. Það kom skýrt fram þegar hann, fjárlaganefnd- armaðurinn, kannaðist ekkert við niðurskurð í heilbrigðis- þjónustu á Húsavík. Lofaði hann hástöfum í pontu að berjast gegn ófögnuði samherja sinna. Á einu augabragði var hann síðan kominn í frí til útlanda með fjölskyldu sína. Viðbúið er að hann berjist sólarmegin gegn áformum flokkssystkinanna um niðurskurð. ÁHUGALAUS UM TÍSKUBÚÐIR n Það vakti mikla athygli þegar Arion banki upplýsti að Jóhannes Jónsson kaupmaður, áður kenndur við Bónus, hefði ákveðið að hætta við kaupin á Zöru og fleiri tískuverslunum sem eru innan Haga. Sjálfur útskýrði hann viðsnúninginn þannig að hann ætlaði að einbeita sér að því að ná bata í erfiðum veikindum. Reyndin er sú að Jóhannes var aldrei áhuga- samur um að eignast tískubúðirnar en það var sonur hans, Jón Ásgeir Jóhannesson, aftur á móti. Þegar Jón Ásgeir missti síðan áhugann var hætt við. GOGGAÐ Í BUBBA n Tónlistarmaðurin Bubbi Morthens skrifar reglulega pistla á Pressuna. Á vefsíðunni amx.is hefur því þó verið haldið fram að Bubbi, sem er lesblindur, skrifi ekki sjálfur pistl- ana. Smáfuglar AMX láta sér einkar annt um poppguðinn og fjalla reglulega um hann og dálæti hans á völdum útrásarvíkingum. „Af ástæðum, sem smáfuglunum er ókunn, er á þessari vefsíðu sérstök áhersla á varnir fyrir Pálma Haraldsson í Fons sem var lykilmaður í íslenska bankahruninu og nánasti við- skiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar,“ segir í færslu smáfuglanna sem nota hvert tækifæri til að gogga í Bubba. EVA Á ÚTOPNU n Glæpasérfræðingurinn Eva Joly situr ekki auðum höndum. Hún er búin að vera á launum hjá íslenska ríkinu í á annað ár við að fanga spillta útrásarvíkinga og bankamenn. Ekkert bólar þó á árangri í þeim efnum. Nú hafa þær Eva og Björk Guð- mundsdóttir söngkona náð saman í baráttu gegn Magma. Ekki eru þó grunsemdir um glæpi þar heldur er baráttan gegn skúffufyrirtækinu pólitísk. Nú velta menn fyrir sér hvar Joly skjóti upp kollinum næst. SANDKORN VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar LÝÐUR ÁRNASON læknir og kvikmynda- gerðarmaður skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.