Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2010, Blaðsíða 43
Föstudagur 15. október 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Hollensk kona hefur skotið á skotskíf- ur á útimörkuðum á hverju ári frá því hún var 16 ára árið 1936. Í hvert skipti sem hún hittir í mark tekur sjálfvirk myndavél ljósmynd af henni. Því eru til myndir af konunni á öllum æviskeiðum hennar í sömu stellingum. H ollendingurinn Ria van Dijk stendur grafkyrr og einbeitt. Hún tekur í gikkinn og skýtur. Hún hittir þráðbeint í miðju skotskífunnar. Um leið tek- ur sjálfvirk myndavél ljósmynd af henni. Myndina tekur hún heim með sér, enda eru það verðlaunin fyrir að hitta í mark. Ria van Dijk elskar skotfimi og fer að minnsta kosti einu sinni á ári á útimarkaðinn til að skjóta. Hún hitti fyrst í mark árið 1936, þegar hún var 16 ára stúlka í Til- burg, og eignaðist um leið fyrstu myndina af sér á skotpallinum. Hún er 90 ára í dag og fer enn að skjóta. Vegna þessa áhugamáls hennar hefur hún óafvitandi safn- að myndum af sér frá öllum ævi- skeiðum þar sem hún stendur í sömu stellingunni, ár eftir ár og miðar á skotmarkið. Eina undan- tekning er að engar myndir eru skiljanlega til frá heimsstyrjaldar- árunum 1939 til 1945. En að þeim árum frátöldum eru til myndir frá hverju ári. Myndirnar voru ekki bara teknar í heimabæ Riu, heldur einnig í nærliggjandi bæjum. Ria van Dijk er löngu orðin fræg í sínu heimahéraði fyrir einstaka skot- fimi sína. Bók komin út Nú hafa ljósmyndararnir Erik Kess- els og Joep Eljkens safnað mynd- unum saman með leyfi Riu van Dijk og gefið út í glæsilegri bók. Þeir segja að ljósmyndirnar segi á óvæntan hátt ævisögu manneskju frá óvenjulegu sjónarhorni. Þær leyfi okkur að skyggnast inn í ólík tímabil í lífi hennar í síbreytilegu umhverfi. Um leið beri þær vitni um þróun ljósmyndatækninnar. helgihrafn@dv.is Hún hefur óaf-vitandi safn- að myndum af sér frá öllum æviskeiðum þar sem hún stendur í sömu stellingunni, ár eftir ár og miðar á skotmarkið. ria van dijk Hollendingurinn Ria hefur hitt í mark á hverju ári í 74 ár. 1936 Fyrsta myndin var tekin í heimabænum Tilburg í Hollandi þegar Ria var 16 ára. 1938 18 ára í Tilburg. 1949 29 ára á eftirstríðsárunum. 1958 38 ára. 1967 47 ára. 1987 67 ára. 1998 78 ára. 2006 86 ára. 1973 53 ára. 1978 53 ára. Þrír aldarfjórðungar með riu van Dijk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.